Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 43- „ AÐSENDAR GREINAR ir stóriðjuverum í sínum heimalönd- um. Benda má á að álver sem stend- ur um 50 km fyrir norðan Diissel- dorf í Þýskalandi fékk árið 1991 umhverfisverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Mengun er víða t.d. ryðg- uð bíla- og búvélahræ úti um allt, útblástur ökut.ækja, sem sums stað- ar horfir til vandræða, og hvert skyldi kolsýringurinn úr Hvalfjarð- argöngunum lenda þegar búið verð- ur að hleypa umferð á þau? Það er víðar mengun á ferðinni en bara úr álverum. Og ekki er nú ónýtt að beina straumi ferðafólks í gegn- um hænsnaskítsóþverrann í Kjós- inni á fögrum sumardegi. Talið er að 120 þúsund ferða- menn mengi jafn mikið og 200 þúsund tonna álver. En með allri virðingu fýrir Hvalfirðinum, og eins og ég hef gaman af að aka hann á góðum degi, þá hef ég alderi fyrr heyrt að þar væri um neitt sérstakt landbúnaðarhérað að ræða (bið af- sökunar) og vitað er að þar hafa bæir verið að fara í eyði og búum að fækka svo væntanlega fær Mjók- ursamsalan ekki mjólk þaðan. Þá er ekki úr vegi að benda á nokkrar staðreyndir í sambandi við álverið í Straumsvík. Tæp 30 ár eru síðan það tók til starfa og ekki er vitað um nein alvarleg mengunarvanda- mái frá því álveri. Það hafa verið gerðar mælingar t.d. á holtinu syðst í Hafnarfirði, sem er í nokkur hund- ruð metra fjarlægð og lítil, sem engin mengun hefur mælst frá ál- verinu, en öðru máli gegndi innan úr Hafnaríjarðarbæ og svæðinu inn til Reykjavíkur. Þaðan mældist mjög mikil mengun og er hún aðal- lega talin vera frá öllum þeim fjölda ökutækja, sem á svæðinu eru, og líffræðingar hafa ekki talið ástæðu til neinna sérstakra aðgerða gagn- vart álverinu. Mælingar á jarðvegi við Straums- vík hafa ekki sýnt meiri mengun eftir að álverið tók til starfa. Lax- eldi er við hliðina á álverinu og fólk borðar kræklinga úr fjörunni. Berjaland er allgott í nágrenninu og berin smakkast vel. Nokkrum tugum kinda er og hefur verið beitt í hrauninu umhverfis Straumsvík- ina og ekki er vitað um sjúkdóma eða dauðsföll, sem rakin hafa verið til þess að fólk hefur neytt þessara afurða. Ég hef ekki nokkra trú á, að nú þegar 21. öldin er að ganga í garð, og á þessum miklu tækniþró- unar- og framfaratímum verði ekki komið í veg fyrir skaðlega mengun frá álverinu á Grundartanga. Og enn síður skil ég í fyrrum ráðherra, sem á sínum tíma var stórhuga til stóriðjuframkvæmda á SV-horni landsins t.d. í Hvalfirði, að tjá sig um staðsetningu væntanlegs álvers á jafn óábyrgan hátt og raun ber vitni. Væntanlegt álver á Grundar- tanga er talið þurfa 110-130 starfsmenn í byrjun, sem flótlega þyrfti að fjölga í um 150 starfs- menn. Sagt er að hvert eitt starf skapi 2,7 önnur störf beint og óbeint. Það vill segja að í vændum eru 300-400 ný störf vegna til- komu álvers á Grundartanga. Barningur síðustu ára hjá ráða- mönnum þjóðarinnar hefur verið við: halla á ríkissjóði, háa vexti, of •itla fjárfestingu, lítinn hagvöxt, vaxandi atvinnuleysi, minnkandi kaupmátt. Því segi ég, álver á Grundartanga - já, takk. Höfundur er ritsljóri. Líkamsárásir og landhelgisbrot Ögmundur Jónsson ÞANN 1. desember sl. birti Morgunblaðið viðtal við „gamla ref- inn“ Richard Taylor. Viðtal þetta er ekkert frábrugðið öðrum við- tölum við fólk. Hann fær að fara á kostum og lýsa ágæti sjálfs sín, segja ævisögu sína at- hugasemdalaust. Við slík tækifæri nota flest- ir tækifærið til að fegra sjálfan sig og gera það þá yfirleitt á kostnað samferðamannanna, þeirra sem þeir hafa átt samskipti við. Taylor er engin undantekning þar á. Hitt er að hann skyldi fá að „nota“ Morgunblaðið fyrsta dag desember- mánaðar, fullveldisdaginn, var fullmikið fyrir þjóðarstolt margra. Taylor á nefnilega miður góða sögu í samskiptum sínum við Island og íslendinga og sá dýrðarljómi sem af honum er upp dreginn, af blaða- manni og honum sjálfum, er ekki fyrir okkur mörlandann á að hlusta. Margdæmdur landhelgisbijótur, sem einskis sveifst, gerðist lögbijótur í lögsögu okkar, hvenær sem honum gafst tækifæri til. Þá er annað að hann hælir Landhelgisgæslunni fyrir heiðarlega framkomu, en lætur engu að síður sí og æ í það skína að hann hafi nú aldeilis spilað með þá. Tayl- or, nú á gamals aldri, er ekki enn búinn að gera sér grein fyrir því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru og eru löggæslumenn sem sjálf- ir áttu ekkert sökótt við hann og komu fram af kurteisi, sem þeim bar skylda til við sakaða menn, sama hver aðilinn var eða hverrar þjóðar. Ekki ætti Taylor heldur að gleyma björgunarafrekum Landhelgisgæsl- unnar, íslendingunum sem björguðu þeim úr sjávarháska, þar skipti þjóð- ernið ekki heldur máli. Ég ætla ekki að tíunda gort Taylors af samskipt- um sínum við Landhelgisgæsluna, ósannindin þar sér hver sem vill sjá og til þekkir. Allt viðtalið er þannig að ekkert er þar nema sjálfshól og ósannindi. Árás hans á ísfírskan lögreglumann. Ég var reyndar ungur að árum, en ekki svo ungur að ég muni ekki hvað þama átti sér stað. Til að styrkja minni mitt fékk ég málskjöl þessa máls hjá þjóðskjalasafni, eins hefi ég rætt við aðila sem nærri málinu komu. Fyrstu ósannindin eru þau að hann segist hafa verið í brú skips síns við höfnina á ísafirði, ásamt stýrimanni sínum „og við sáum upp eftir göt- unni þar sem var lítið kaffihús". Hafi Taylor séð frá höfninni á ísafirði að Hressingarskálanum við Aðal- stræti 27, þar sem hluti atburðanna átti sér stað, gat hann eins séð þá af grunnslóð á einhvetjum miðanna sem hann var að fiska á. Þetta er löng leið og krókótt og að hann hafi séð „að íslenskur unglingur kom fljúgandi út um glugga kaffihússins“ eru ósannindi. Öll frásögn hans er á sama veg, hann ber í viðtalinu þá sök á lögreglumanninn Amar Jónsson að hann hafi verið dmkk- inn, „ég fann viskílykt af lögregluþjóninum“. Þessu er illt að una, að breskur afbrotamaður beri slík ósannindi á manninn Amar Jóns- son. Af hveiju sagði „skipperinn" þetta ekki fyrir dómi? í dómi í máli þessu kveður við annan tón hjá hetjunni Taylor. Þar viðurkennir hann árás sína á Arnar, sem var að sinna skyldustörf- um. Þá viðurkennir hann þar að hafa verið ölvaður og ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar. Málsatvik eru þessi, í stuttu máli: Að kvöldi dags 29. nóvember, 1961, réðust tveir skipveijar af skipi Tayl- ors á ungan mann í Hafnarstræti á ísafírði. Með unga manninum voru tvær stúlkur og annar piltur, þeim jafnaldra. Bar öllum ungmennunum saman um að Bretarnir hefðu verið dmkknir og árásin á íslendinginn verið algerlega að tilefnislausu. Stúlkurnar hringdu á lögregluna og komu tveir lögreglumenn að veit- ingahúsinu Uppsölum (Sjallanum í dag) þar sem ungmennin höfðu flúið inn á. Vom Bretarnir þá famir af vettvangi en komnir inn á Hressing- arskálann. Þar þekktu ungmennin Ég ætla ekki að tíunda gort Taylors af samskiptum sínum við Landhelgisgæsluna, — segir Ogmundur Jónsson, ósannindin þar sér hver sem vill sjáogþekkirtil. árásarmennina, og bentu lögregl- unni á hann. Arnar Jónsson handtók annan manninn, Raymond Manning, og hugðist færa á lögreglustöð, sem var þá við Fjarðarstræti. Hinn lög- reglumaðurinn komst ekki strax af stað, og því síður að handtaka hinn árásarmanninn, þar sem skipshöfn Taylors, undir stjórn hans, gerði aðsúg að honum. Arnar fór sem leið lá að lögreglustöðinni og gekk Pól- götu, hafði þann handtekna með sér. Rétt er hann kemur að gatna- mótum Pólgötu og Fjarðarstrætis kemur Breti á móti honum Fjarðar- strætið en annar aftan að honum. Sá er aftan að honum kom (Taylor (?)), kallaði einhveijar skipanir en réðst síðan aftan að Arnari og veitti honum þungt höfuðhögg. Þá sneri Manning sér að Arnari, hálfrotuðum, og sló hann þungt högg í andlitið. Við það féll Arnar í götuna. Þótti Bretunum ekki nóg að gert og réð- ust á Amar þar sem hann lá og létu högg og spörk á honum dynja áður en þeir síðan hlupu um borð í skip sitt. Sem betur fer varð eitt vitni að árásinni, prestsfrúin á ísafirði, en árásin var fyrir utan prestsbústað- inn, en ekki fyrir utan Hressingar- skálann eins og „skipperinn“ Taylor heldur fram. Dómurinn var jú tveggja mánaða fangelsi auk smánarlega skaðabóta til Amars. Tíðkaðist ekki að greiða mönnum í þessum stöðum skaðabæt- ur, þetta var bara herkostnaður, sem þeir ávallt máttu búast við! Ferðin með flugvélinni, á leið á Litla-Hraun, og lýsingar Taylors þar á, era aðhlátursefni hveijum hugs- andi manni. „En félagarnir voru síðan náðaðir af Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta ís- lands, hálfum mánuði síðar og látnir lausir af Litla-Hrauni þann 15. des- ember. Þeir komust heim í tíma til að halda jól með fjölskyldum sín- um ...“ (??). En veit „refurinn" Taylor hvað varð af jólunum hans Ámars og framtíð hans? Trúlega ekki, hann hefur verið of upptekinn við að kom- ast í íslenska landhelgi til að vinna þjóð sinni meiri hetjudáðir. Amar þjáðist, eftir þetta, af höfuðkvölum og lést langt um aldur fram. Að árás Taylors og manna hans hafi verið orsök dauða Arnars verður aldrei sannað, en óþarfa tel ég að lofa „skip- pemum" að hælast um af misgjörð- um sínum hér á og við land, með aðstoð víðlesnasta blaðs landsins, taldi virðingu þess meiri en það. Amar var fæddur 13. júlí, 1925 en lést 1. janúar 1971, 45 áragamall. Höfundur er ísfirðingur og yfirlögregluþjónn á Isafirði. sem hu *íi$& . -4 mikið um heilsuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.