Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 58
»8 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk 5OME KIP AT 5CH00L TOPAV 5AID A5 SOON A5 í*)E‘RE 50RN UiE 5HOULD 0E I55UEO A P06 ANP A BANJO. I skólanum í dag sagði einhver strákur að við ættum að fá afhentan hund og banjó um leið og við fæddumst... Það var Allir vinir mínir ég ... halda að þú sért galinn... Þú átt enga Ef ég ætti einhverja vini myndu vini. .. þeir allir halda að þú værir gal- inn... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Landsvirkjun og ráðgjafar hennar Frá Elísabetu Pálmadóttur: EFTIR að hafa lesið fréttaflutning (19.2.’97) um opnun tilboða í fyrsta áfanga Sultartangavirkjunar get ég ekki orða bundist og skrifa því þetta bréf. Haft er eftir forstjóra Landsvirkj- unar að um sé að ræða hagstæð til- boð frá traustum og góðum fyrir- tækjum þó tilboðin hljóði upp á frá 55% til 72% af kostnaðaráætlun ráð- gjafa Landsvirkjunar. Kostnaðará- ætlun ráðgjafa er tæknilega séð til þess gerð að áætla raunkostnað verks, það er því eðlilegt að tilboð dreifíst í kringum slíka áætlun, og eru til margskonar tölfræðileg líkön sem hægt er að miða við um hvað er eðlileg dreifing. Ef um er að ræða að tilboðin eru öll svo verulega undir kostnaðaráætlun sem hér um ræðir er annað tveggja til: a) kostnaðaráætlunin er röng og þarf endurskoðunar við - áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvert tilboðanna kemst næst því að teljast raunhæft og þá jafnvel hag- stætt. b) tilboðin eru óraunhæf og nýtt útboð þarf að fara fram, ef til vill með ýtarlegri útboðsgögnum þar sem betur er skilgreint hvað verkið felur í sér. Hér á landi hefur það verið lenska allt of lengi að taka lægstu tilboðum óháð því hvort líkur eru til þess að fyrirtæki þau sem þar takast á hend- ur verkefni hafi boimagn eða jafnvel hæfni til að vinna verkin. í þessu tilfelli er ekki um það að ræða að aðilarnir séu ekki hæfir til að takast verkið á hendur en það verður verk- fræðistofan sem útbjó kostnaðará- ætlunina heldur ekki vænd um, hún hefur á að skipa mjög færu fólki. Því hlýtur að vera um að ræða ósam- ræmi í gögnum sem kostnaður er reiknaður út frá eða verið er að und- irbjóða verulega í verkið. Engir verk- takar geta til lengdar lifað af að undirbjóða í svo stór verk og með því að taka alltof lágum tilboðum er því í raun verið að ýta undir gjald- þrot verktaka sem vinna vel. Ut frá gæðasjónarmiði er þetta óviðunandi og það er því óeðlilegt að taka tilboð- um sem eru óraunhæf hvort heldur þau eru of lág eða of há. Við íslendingar lítum oft öfund- araugum til nágranna okkar Norð- manna vegna auðs þeirra. Eitt gæt- um við lært af olíufélögunum sem hafa skapað þeim þennan auð, það er að kostnaðaráætlanir eru gerðar til þess að meta raunhæfni tilboða og taka þeim tilboðum sem eru lík- legust til að leiða til þess að kostnað- ur og verkáætlanir standist - ekki bara í þessu eina verki heldur stuðli einnig að því að halda þeim verktök- um sem óskað er eftir að skipta við á markaðinum þegar þörf er á að leita til þeirra eftir 5 eða 10 ár. ELÍSABET PÁLMADÓTTIR, Kambsvegi 4, 104 Reykjavík. Verndum hálendið fyrir erlendum ferðamönnum Frá Valdimar Kristinssyni: „MIÐHÁLENDI" íslands hefur mik- ið verið í umræðunni að undanförnu og er að sjá sem margir telji það aðalundirstöðu ferðaþjónustunnar. Ekki er það vænlegur grundvöllur til að byggja á ef grannt er skoðað. Ferðir um miðhálendið einskorð- ast að mestu við 9-10 vikur á ári og sumar skipulagðar ferðir jafnvel aðeins við 7-8 vikur, þannig að þær hafa í raun aðeins verið aukageta atvinnugreinarinnar um háannatím- ann. Rúmlega helmingur erlendra ferðamanna kemur til landsins á þremur mánuðum, júní, júlí og ág- úst. Mjög eru á reiki tölur um það hve stór hluti þeirra fer inn á miðhá- lendið, en það mun vera mikill minni- hluti. Svo eru aftur þeir sem aðeins kynnast jaðrinum á hringferð um landið, svo sem með stuttum ferðum upp á Vatnajökul. Skilja mætti þá sem virðast líta þessa atvinnugrein björtustum aug- um svo að hún muni vaxa, dafna og eflast enn frekar svo langt sem séð verður, sem væntanlega táknar eitthvert margfeldi af þeim fjölda sem nú sækir landið heim. Ekki er það efnilegt ef samsvarandi fjölgun á eftir að eiga sér stað í hálendisferð- um. Sumum finnst mælirinn jafnvel fullur nú þegar. í könnun á viðhorfum 1200 er- lendra gesta í júlí og ágúst sl. nefndu 10% mikinn fjölda ferðamanna sem mestu vonbrigðin í ferðinni og 64% sögðu fjölda þeirra draga úr upplifun sinni á hálendinu sem ósnortnu landi. Ekki er útlitið bjart fyrir íslenska ferðaþjónustu, ef hún ætlar að byggja starfsemi sína að meira eða minna leyti á fólki, sem helst vill vera eitt í heiminum. Það má líka draga þá ályktun af svörunum, að ferðamennirnir sjálfir verði búnir að „spilla“ ímynd hálendisins í hugum margra löngu áður en hugsanieg mannvirki yrðu búin að gera það. Miðhálendið getur því aldrei orðið sú undirstaða ferðaþjónustunnar sem við vissulega þurfum á að halda og marga dreymir um. Frekari hugleiðingar er að finna á heimasíðu minni: www.trek- net.is/valdk. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.