Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag kl. 14—16 Á sunnanverðu Seltj.n. — Bakkavör — glæsilegt Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum nýlegu eftirsóttu glæsilegu húsum við Bakkavör. Hér er um að ræða endaraðhús á tveimur hæðum, samtals um 200 fm, auk 24 fm bílskúrs. Sérhannaðar/smíðaðar, vandaðar og smekk- legar innréttingar og gólfefni. Frág. lóð með sólverönd. Stórar suðvestursvalir. Glæsilegt útsýni. 6946. EIGNAMIÐLUMN ehf * Abyrg þjónusta í ártugi Sími 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, lögg. fas.e.s. Hverfafundur - með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Arbæjar- Ártúnsholts- og Seláshverfi í Árseli mánudaginn 24. febrúar kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Áfram Framsókn ÉG SKORA á alla alþingis- menn að standa vörð um það sem eftir er af áfeng- is- og tóbaksvarnarstefnu í landinu. Tillögur^ svo- nefndrar stjórnar ÁTVR fela í sér margvíslegar hættur fyrir æsku landsins og heilbrigði landsmanna. Dæmi: Verðlækkun á bjór og léttvínum, afgreiðslu- tími verslana verði lýmk- aður, fjölgun verslana, al- gert afnám á einkasölu tóbaks, útsöluverslanir áfengis verði einkavædd- ar, - og í framhaldinu er í raun gert ráð fyrir að leggja ATVR niður enda sífellt fleiri þættir komnir á hinn villta markað. Framsóknarflokkurinn hefur staðið vörð um heil- brigðisstefnu landsmanna fram að þessu og ég treysti á að flokkurinn haldi vöku sinni. í ályktunum síðasta flokksþings var ítrekuð nauðsyn þess að ÁTVR yrði áfram með einkasölu á tóbaki. Tillögur stjórnar ÁTVR eru því andsnúnar stefnu Framsóknarflokks- ins og einnig andsnúnar stefnu heilbrigðisyfirvaida í landinu. Þingmenn flokksins, eins og þau Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir, hafa haldið vel vöku sinni - og Ingi- björg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur einn- ig staðið vel vaktina. Við treystum á Framsókn- arflokkinn í þessu máli. Framsóknarmaður. Ættingja leitað STEFÁN Einarsson, Kanada, sendi Velvakanda eftirfarandi bréf: „Ég kem í heimsókn til Islands í apríl nk. og er að leita ættingja minna hér á landi. Ég leita afkomenda Sig- urðar Kristjáns Eiríksson- ar, f. 4. júlí 1860, á Álftá; afkomenda Þorbergs Ei- ríkssonar, f. 19. október 1865, verkamanns í Reykjavík. Þeir voru synir Eiríks Sigurðssonar, f. 1. september 1833, giftur Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 6. ágúst 1831. Ég er ættingi Jóns Ei- ríkssonar, f. 5. október 1863, sem sigldi til Kanada árið 1900 eða 1901. Jón giftist 29. september 1896 Elínu Þorsteinsdóttur, f. 5. júlí 1856, foreldrar hennar eru Þorsteinn Þor- steinsson og Guðrún Teits- dóttir. Þessar upplýsingar fundust í Borgfirskum ævi- skrám á bls. 216 og 349.“ Þeir sem gætu gefið upplýsingar um þetta fólk skrifi til: Stefáns Einarssonar, Box 103, Oakville, MB. Kanada, ROH OYO Tapað/fundið Lykill á kippu fannst STAKUR lykill á kippu, gæti verið húslykillj fannst á bílastæðinu við íslands- banka í Lækjargötu. Upp- lýsingar í síma 587 7182. Gullhringur fannst GULLHRINGUR fannst í Viðarrima í byijun febrúar. Upplýsingar í síma 587 7834. Kuldastígvél tapaðist GRÆNT kuldastígvél með rauðum reimum tapaðist 14. febrúar fyrir utan Flyðrugranda eða við Grandaveg. Skilvís fínnandi hafi samband í síma 552 1628 eða 562 6205. Hringur tapaðist ÞREFALDUR gullhringur með þremur steinum, rauðum, grænum og svört- um, tapaðist á leiðinni frá Óperukjallaranum niður á Lækjartorg laugardags- kvöldið 15. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 486 1170. Jakki tapaðist SVARTUR jakki tapaðist aðfaranótt sunnudags 16. febrúar í bíl fyrir utan Sóleyjargötu 33. Skilvís fínnandi hringi í síma 481 1609. Hundaeigendur ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við dýra- spítalann í Víðidal strax, í síma 567 4020. SKAK Umsj&n Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á öflugu skákmóti í Ubeda, sem haldið er samhliða Linares- stórmótinu. Ungveijinn Zoltan Almasi (2.595) var með hvítt, en Rúss- landsmeistarinn Alexander Khalif- man (2.650) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 25. Bcl-e3 í þessari stöðu sem kom upp út Marshall-árásinni í spánska leiknum. 25. - Dh3!! (Annar skemmtilegur leikur með svipaðri hug- mynd var 25. - Hf2!? Hvítur á þá ekkert betra svar en 26. Hfl - Hxb2 og svartur stendur betur) 26. Dxd6 - Hf2! 27. Bxf2 - e3+ 28. Dd5 (Eina leiðin til að forð- ast mát) 28. - Bxd5+ 29. cxd5 - exf2 30. Hfl - Hf8 31. axb5 - Dg4 32. Kg2 - Df3+ 33. Kh3 - Hf5 34. Ha4 - Hh5+ 35. Hh4 - Hxh4+ 36. Kxh4 - De2 og hvítur gafst upp. SVARTUR leikur og vinnur. COSPER MÉR sýnist þetta vera óbijótanlegt. Víkveiji skrifar... SAMKVÆMT fréttum virðist stefna í að glerbyggingin ljóta við Iðnó verði rifin. Að öilum líkind- um mun bygging hennar og niður- rif kosta skattgreiðendur í kringum tíu milljónir króna, sem er ekki gott afspurnar. Hins vegar myndi niðurrif þessa óskapnaðar, sem er fullkomlega úr stíl við samkomu- húsið gamla, verða gott fordæmi þess að ljótar nýbyggingar eða við- byggingar við gömul hús í Miðbæn- um, sem flestir eru sammála um að stingi í stúf við hið eldra um- hverfi, verði brotnar niður og byggt á ný af meiri virðingu fyrir bygging- arsögunni. xxx GJARNAN mættu ríkisbank- arnir taka mark á því for- dæmi, ef af verður. Bæði Búnaðar- bankinn og Landsbankinn bera nefnilega ábyrgð á slæmum skipu- lagsmistökum í Miðbænum. Fyrir tilstuðlan þessara tveggja fyrir- tækja hefur hluti Hafnarstrætis breytzt í sálarlausa steinsteypugjá. Viðbyggingin við gamla Lands- bankahúsið við Austurstræti, fúnk- iskassinn á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis, stingur hróplega í stúf við gamla húsið. Ekki bætir úr skák að til að hrúga þessum ósköpum upp var rifið stórglæsi- legt gamalt steinhús með turni, Ingólfshvoll, sem var byggt árið 1902 og átti sér merkilega sögu. Landsbankinn hefur einnig lagt undir sig gamla Edinborgarhúsið við Hafnarstræti 10 og - til að „samræma" það fúnkiskassanum á horninu - augnstungið það með því að rífa burt gömlu gluggapóst- ana og máð burt allt það klassíska skraut, sem gerði Edinborgarhúsið að borgarprýði. Þeim, sem þekktu Edinborgarhúsið í upprunalegri mynd eða hafa jafnvel bara séð af því myndir, rennur þetta mjög til rifja. XXX ÚNAÐARBANKINN er í álíka vondum málum. Bankinn á gömul hús bæði við Austurstræti og Hafnarstræti. Húsið Austur- strætismegin, nr. 7, var teiknað af þeim merka arkitekt Guðjóni Samúelssyni og reist árið 1916. Það hefur verið svipt ýmsum helztu sérkennum sínum með því að gluggum og dyraumbúnaði hefur verið breytt. Þó væri sennilega ekki dýrt að koma því í uppruna- legt horf að utan. Hafnarstrætis- megin á Búnaðarbankinn húsið nr. 8, sem Guðjón teiknaði að öllum líkindum einnig en það var reist 1915. Þar er sömu sögu að segja; húsið augnstungið, svipt skrauti sínu og byggt ofan á það í fjand- samlegum stíl. xxx VÍKVERJA finnst bankarnir satt að segja skulda borg- arbúum að koma þessum gömlu húsum aftur í upprunalegt horf að utanverðu. Það mun vissulega kosta talsvert fé. Kannski væri hægt að fjármagna endurbæturnar með því að selja dálítið af dýrum listaverk- um, sem bankarnir hafa safnað og koma fyrir fárra augu, annarra en þeirra, sem heimsækja bankastjór- ana á skrifstofur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.