Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 19 Tékkneska krónan í vaxandi hættu Prag. Reuter. TÉKKNESKI seðlabankinn (CNB) hefur hert á vikulöng- um tilraunum til að verja gengi tékknesku krónunnar, sem hefur aldrei verið lægra. Tékkneski gjaldmiðillinn hefur jafnan verið sá traust- asti í Mið-Evrópu og sérfræð- ingar spá því að baráttan um hann muni ná hámarki á næstu dögum. Gengi tékk- nesku krónunnar hefur fengið að sveiflast innan ákveðinna marka og ýmsir telja að CNB neyðist til að víkka þessi mörk eða hætta við að nota þau. CNB hefur heitið því að lækka ekki gengi tékknesku krónunnar, þótt traust á henni hafi beðið hnekki vegna sífellt óhagstæðari greiðslujöfnuðar og verulega minni hagvaxtar í Tékklandi. Gjaldeyrisforði CNB er hins vegar takmarkaður og hann á fárra kosta völ. Svigrúm hans hefur minnkað að dómi sér- fræðinga. í London segja sérfræðing- ar að barátta Tælendinga og Tékka fyrir því að veija gengi gjaldmiðla sinna geti haft al- varleg áhrif á gjaldmiðla um víða veröld. Tælendingum virðist hafa tekizt í bili að hrinda atlögu gegn tælenzka gjaldmiðlinum, baht, og kröfum um gengis- fellingu hefur verið hafnað. Framtíð tékknesku krónunnar er í meiri óvissu og fleiri gjaldmiðlar eru í hættu - þar á meðal slóvakíska krónan, rand í Suður-Afríku og jafnvel drakman í Grikklandi. Einkavæðing í mótbyr í Frakklandi París. Reuter. EINKAVÆÐING í Frakklandi kemst í mótbyr hveijar sem niðurstöðurnar verða í þing- kosningunum 25. maí og 1. júní. Þótt flokkur sósíalista segist ekki ætla að halda áfram einkavæðingu kann hann að neyðast til að selja eignir vegna nauðsynlegrar viðbót- arfjármögnunar annarra fyrir- tækja í ríkiseign að sögn hag- fræðinga. Sósíalistaleiðtoginn Lionel Jospin tekur ekki eins harða afstöðu og áður til stærstu sölunnar - hlutar í fjarskipta- einokuninni France Telecom - og segir að hann verði fyrst að ráðfærast við starfsmenn fyrirtækisins. Flokkurinn hef- ur hingað til barizt gegn söl- unni. Stjóm mið- og hægri flokka vill halda einkavæðingunni áfram. Alain Juppé forsætis- ráðherra sagði í blaðaviðtali á fimmtudag að selja mætti bankann Crédit Lyonnais og flugfélagið Air France á þessu ári. Auðseldustu ríkisfyrirtækin verða horfin úr ríkiseign eftir fyrirhugaða sölu minnihluta í France Telecom í júní og 58% hlutdeildar í hergagna- og raf- eindarisanum Thomson-CSF í sumar. Hætt er við að frekari ríkis- sala mæti vaxandi andstöðu verkalýðsfélaga og mikils hluta almennings, sem virðist verja hlutverk rikisins í blönd- uðu hagkerfi Frakka af alefli. Rupert Murdoch - auðug- astí maður S-Katífomíu Los Angeles. Reuter. ámm áður, er í 46, sæti með 320 RUPERT MURDOCH, fjölmiðlajöf- urinn frægi sem býr tvo þriðju árs- ins í Beverly Hills, er 3,2 milljarða dollara virði og auðugasti maður Suður-Kaliforníu samkvæmt mati viðskiptaritsins Los Angeles Business Journal. Murdoch leysir af hólmi fasteigna- jöfurinn Marvin Davis, sem blaðið telur eiga 2,9 milljarða dollara. Murdoch, sem er í þann veginn að kaupa Los Angeles Dodgers, hið fræga bandaríska hafnaboltalið, komst á skrá Journals um auðug- ustu menn á svæðinu vegna þess að hann dvelst átta mánuði á ári á heimili sínu í Beverly Hills. Þriðju á listanum eru Chandler- fjölskyldan, sem á fyrirtækið Times Mirror Co. og er talin eiga 2,1 millj- arð dollara. Skemmtiiðnaðaijöfurinn David Geffen er í fjórða sæti með 2 millj- arða dollara og samstarfsmaður hans í Dreamworks SKG fyrirtæk- inu, kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er sjötti með 1,1 milljarð dollara. Átta efstu mennirnir eru millj- arðamæringar. Að sögn The Journal hafa rúm- lega 4000 íbúar Los Angeles County að minnsta kosti 1 milljón dollara í árstekjur. Meðal annarra á skrá um auðug- ustu íbúa Suður- Kaliforníu eru: - Roy Disney, varastjómarfor- maður Walt Disney Co., og frændi hins kunna frumheija, er í 12. sæti með 740 milljónir dollara. - Ruslbréfajöfurinn Michael Milken er í 18. sæti með 600 millj- óna dollara. - Stjórnarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri Disney, Michael Eisn- er, er í 38. sæti með 405 milljónir dollara. - Jeffrey Katzenberg, meðeig- andi Geffens og Spielbergs, er í 39. sæti með 400 milljónir dollara. - Framleiðandi „Melrose Place“ sjónvarpsþáttanna, Aaron Spelling, er í 45. sæti með 350 milljónir doll- ara. - Gene Autry, hinn kunni kvik- myndakúreki og útvarpsmaður frá milljónir dollara. - Merv Griffin, áður kunnur rabbþáttastjóri, er í 50. sæti með 300 milljónir dollara. ÞAK-0G VEGGKLÆÐNINGAR ÍSVr\L-öO*<GA trlr. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Lilja Valdimarsdóttir Homleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið öfluga Ginseng þykkni Ginseng G115. eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.