Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 27 LISTIR Sefjandi ölduniður TUNGLSKINSEYJAN, kammeróp- era Atla Heimis Sveinssonar, hlaut góðar viðtökur í Peking. Meðal dóma um sýninguna er lofsamleg umsögn eftir Wang Qiling í dag- blaði Nanfapg (20. apríl) undir fyr- irsögninni ís og eldur frá Norður- pólnum. Qiling segir að óperan hafi fært kínverskum áheyrendum ölduslátt norrænna hafa og látið þá finna hjartslátt íslendinga. Um söng þeirra Signýjar Sæ- mundsdóttur og Lofts Erlingssonar segir gagnrýnandinn að fagrar raddir þeirra og rík geðbrigði hafi komið til skila með mikilli prýði og reyndar frábærlega tilfinningum aðalpersónanna tveggja. Dálítið meistarverk í grein um Atla Heimi Sveinsson og Tunglskinseyjuna í Svenska Dagbladet 1995 (í tilefni sýninga í Þýskalandi sama ár) skrifar gagn- rýnandinn Carl-Gunnar Áhlén að Tunglskinseyjan sé dálítið meist- araverk með miklum leikrænum kostum og með sefjandi og djúpum persónulegum ljóðrænum stíl. Áhlén hælir á hvert reipi sör.gv- urunum Ingveldi Ólafsdóttur, Sig- urði Bragasyni og Signýju Sæ- mundsdóttur sem hann telur í hópi fremstu söngvara á íslandi. Hann dáist að skapmikilli túlkun Ingveldar og umfangsmikilli rödd Sigurðar og segir um rödd Signýjar að hún sé stórmerkileg. Áhlén kallar Signýju Sæmunds- dóttur sópransöngvara í hæsta gæðaflokki. Hann gerir það að til- lögu sinni að söngkonan fái enn veigameiri verkefni en áður og nefnir í því sambandi Wagner og Strauss. AÐSTANDENDUR Ástarsögu 3. Æfingar hafnar á Astarsögu 3 HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á nýju íslensku verki: Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. í tilkynningu frá leikfélaginu segir að hér sé á ferðinni ögrandi verk í senn rómantískt og djarft. Höfundurinn leiði okkur inn í tákn- rænan ástarskóg sem fólk er alltaf að lenda í, villast í, rata í, týnast í, hverfa í. Við ráfum um þennan skóg á mörkum draums og veru- leika og ótal spumignar vakna. Hvar liggja mörk ástar og vináttu? Blíðu og hörku? Draums og veru- leika? Leikendur era Ámi Pétur Guð- jónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. Hljóðsetn- ingu annast Baldur Már Amgríms- son, lýsingu Lárus Björnsson, leik- mynd og búninga Þórann Jónsdótt- ir. Leikstjóri er Auður Bjamadóttir. Ástarsaga 3 verður framsýnd á litla sviði Borgarleikhússins í sptember nk. — KIRKJUKÓR Tjarnarkirkju. F.v. Þóra Kristín, Loftur, Mar- grét, Þorbjörg, Sigrún og Kristín. Fjarverandi er Magnús Annas- son bóndi á Tjörn II. Þriggja ættliða sópranar Hvammslangi. Morgunblaðið. Á NORÐANVERÐU Vatnsnesi er Tjörn, kirkjustaður um langa hríð. Hér hafa setið landskunnir prestar fyrr á tíð. í fámennri sókn reynir oft á einstaklinginn og var það tilefni heimsóknar í Tjarnarkirkju á uppstigningar- dag. I kirkjukórnum syngur Sig- rún Sigurðardóttir, börn henn- ar Kristín Guðjónsdóttir og Loftur Guðjónsson, sem einnig er meðhjálpari og þijár ömmud- ætur, Þóra Kristín Loftsdóttir og tvíburarnir Margrét og Þor- björg Ásbjarnardætur. Ungu stúlkumar em allar 15 ára, nemendur í Laugarbakkaskóla. Hér eru þrír ættliðir í einum kór, konurnar í sópran og Loft- ur í tenór. Einnig syngur bónd- inn á Tjörn II í kórnum og hringir kirkjuklukkunum. En hann hefur verið í Tjarnarsókn í 46 ár. Vill draga sig í hlé Sigrún sem varð 80 áia í vet- ur er hin hressasta en vill nú draga sig í hlé í kórstarfinu. Hún hefur sungið í kirkjunni frá fermingu sinni, árið 1940, undir þjónustu þriggja presta, Sigurð- ar Norlands, sem bjó í Hindisvík, Roberts Jack, sem var á Tjöm í um 30 ár og nú síðast Kristjáns Björnssonar, sem situr á Hvammstanga. Sigrún hefur yndi af söng og hefur sá arfur komist til skila, þar sem öll böm hennar em í kórastarfi, bæði hér nyrðra og syðra. Morgunbla9ið/Karl Á. Sigurgeirsson Tónleikar í Sæborgu, Garði TÓNLIST ARFÉLAG Gerða- hrepps heldur tónleika í Sæ- borgu, Garði, sunnudagskvöld kl. 20. Kristín María Gunnarsdóttir, klarinettleikari, Áki Ásgeirsson, trompetleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Svana Víkingsdóttir, píanó- leikari, flytja verk eftir Olivier Messiaen, Arutunian, J. Brahms, May Ropartz og We- ber. Hönnunar- nemar sýna í Hafnarborg OPNUÐ verður á morgun í Sverrissal, Hafnarborg, sýning hönnunarnema Iðnskólans í Hafnarfirði. Sýningin stendur til 2. júní. í aðalsal er sýning á verkum úr eigu safnsins. Inn með fimm milljónir ára á bakinu og út með þrettán Tónleikar Reykjalund- arkórsins REYKJALUNDARKÓRINN heldur vortónleika fyrir styrkt- arfélaga sína og aðra velunn- ara, á sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru þjóðlög, sígild tónverk og lög í léttari kantinum, bæði innlend og er- lend. Stjórnandi kórsins er Lár- us Sveinsson. Undirleikari er Hjördís Elín Lárusdóttir. í tilkynningu segir að í vetur hafi kórinn undirbúið ferð á kóramót í Uddevalla í Svíþjóð á vegum TÓNAL, Tónlistar- sambands alþýðu. Síöasta sýningarhelgi Sigrúnar Eldjárns SÝNINGU Sigrúnar Eldjárns á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, lýk- ur nú um helgina. „Á sýning- uni getur að líta málverk af fólki sem kemur kunnuglega fyrir sjónir,“ segir í kynningu. Sjónarhóll er opinn fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. Lundi. Morgunblaðið. RANNSOKNIR er tengjast íslandi og íslendingum voru ofarlega á baugi í Lundarháskóla, þegar skól- inn var kynntur íslensku forsætis- ráðherrahjónunum á miðvikudag. Harald Gustafsson lektor í sagn- fræði kynnti rannsóknir á íslenskri sögu við Lundarháskóla og Ulfur Árnason prófessor í sameindalíf- fræði sagði frá rannsóknum í deild sinni. Það vakti undrunarblandna kátínu gestanna, þegar Úlfur skýrði fyrir þeim hvernig það mætti vera að þeir færu á brott með þrettán milljónir ára á bakinu í stað þeirra fimm, sem þeir hefðu gengið inn með. Endurmat á íslenskri sögu Gagnrýnar sögurannsóknir hóf- ust snemma til vegs og virðingar í Lundi og sú stefna hefur einnig skilað sér inn í rannsóknir á ís- lenskri sögu, þar sem ýmsir íslensk- ir sagnfræðingar hafa stundað þar nám. Harald Gustafsson benti á að ýmsir af þeim fræðimönnum, er undanfarin ár hafa skrifað um ís- lenska sögu á nýjum forsendum hafa einmitt lært og starfað við Lundarháskóla. Sem dæmi um þetta endurmat og fráhvarf frá þjóðemissjónarmiðum nefndi hann rannsóknir Sveinbjöms Rafnssonar á Landnámu, þegar hann sýndi fram á að hún endurspeglaði frem- ur hvemig einstakar ættir á 13. öld hefðu reynt að eigna sér lands- svæði fremur en að hún væri vitnis- burður um landnámið. Annað dæmi era ný viðhorf um sögu 18. aldar, sem bæði koma fram í rannsóknum Gísla Gunnarssonar á sögu einok- unarverslunarinnar og reyndar einnig í rannsóknum Gustafssons sjálfs á stjómsýslusögu þess tíma. í samtali við Morgunblaðið, sem fór fram á íslensku, þar sem Gust- afsson hefur lært hana, sagði hann að við Lundarháskóla væri nú orð- inn til umræðuvettvangur um ís- lenska sögu og samfélag, sem drægi ekki aðeins að sér íslenska fræðimenn, heldur einnig erlenda. Áhugamenn á þessu sviði hittust reglulega og þar hefðu ýmsir er- lendir fræðimenn, sem komið hafa að íslensku efni, kynnt hugmyndir sínar. Þátttakendur era flestir frá Lundi og Kaupmannahöfn, bæði frá Hafnarháskóla og Árnastofnun. Endurmat á þróunarsögunni Úlfur Árnason erfðafræðingur hefur byggt upp öfluga deild á sviði sameindalíffræði, sem er á góðri leið með að bylta rótgrónum hugmyndum um þróunarsöguna. Hann fjallaði um aldur mannsins sem tegundar og sagðist þá freista þess að gera hið óskiljanlega skilj- anlegt fyrir gestunum. í kennslu- bókum stendur að maðurinn og simpansinn, sá apinn sem skyldast- ur er manninum, hafi skilið fyrir fimm milljónum ára. Rannsóknir Úlfs og samstarfsmanna hans hafa hins vegar kollvarpað þessum kenningum og samkvæmt þeim skildust þessar tegundir að fyrir 13 milljónum ára. Því var það að Úlfur gat sagt gestunum að þeir færa nú út með 13 milljóna ára sögu mannsins á bakinu í stað fimm milljóna, sem þeir hefðu væntanlega trúað á, þegar þeir komu inn. Gestimir tóku því þó létt að eldast svo og var Göran Persson forsætisráðherra Svía sér- lega áhugasamur um þróunarsög- una. Úlfur undirstrikaði einnig að þessar rannsóknir væru ekki að- eins þýðingarmiklar fyrir aldurs- greiningu mannsins, heldur breyttu þær einnig forsendum fyr- ir því að rekja hvernig Homo sapi- ens breiddist út frá Afríku, þar sem hann kom fyrst fram. Hingað til hefur verið álitið að það hafi gerst fyrir 200 þúsundum ára, sem kem- ur þó illa saman við að fundist hafa 400 þúsund ára gamlar mannaleifar í Þýskalandi. Rann- sóknir Úlfs og samstarfsmanna hans ýta undir að Homo sapiens hafi fram í Afríku fyrir 600 þús- und áram og þar með er heldur ekkert undarlegt að þessar gömlu leifar skuli hafa fundist í Þýska- landi. Vísindamennirnir láta þó ekki staðar numið við þróunarsögu mannsins og í haust er að vænta niðurstaðna um þróunarsögu físka, sem væntanlega munu ekki vera síður athyglisverðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.