Morgunblaðið - 23.05.1997, Page 38

Morgunblaðið - 23.05.1997, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR HLUTI af gröf Margrétar I í Hróarskeldudómkirkju. Kórónan er frá fjórtándu öld og gert hefur verið við nefíð. Ásjóna drottn- ingarinnar er að nokkru fegruð og færð í stílinn. KALMAR höll er afar vel varðveitt og stílhrein bygging frá endurreisnartímabilinu. í sjálfu múrverk- inu eru stórir hlutar miðaldakastalans, þar sem fundurinn 1397 átti sér stað. Kalmarsambandíð 600 ára EÐLILEGA mætti sitthvað af- gangi í Dymbilvikupistlum rýnisins vegna takmarkana á lengd greina og það gerðist um þijár merkar framkvæmdir sem hann vill koma að hér, þótt það skari ekki meginefnið. Tvær þeirra standa enn yfir og ber fyrst að nefna „Til Rom“, sýningu Thorvaldsens- safnsins á rissum danskra lista- manna í Rómaborg, sem stendur til 31. ágúst. Tilefnið er að 200 ár eru síðan listamaðurinn kom til borgar- innar og spannar allt tímabilið. Afar sérdanskt framtak sem margur mun þó hafa ánægju af og ekki spillir sjálft safnið né ágætt og upplýsandi myndband. í Örkinni við Ishöj er sýning á ljósverkum Torbjöms Laustens (f. 1945), sem stendur til 6. júní, og fellur hnitmiðaðar að rými byggingarinnar en nokkur önnur sýning sem ég hef séð þar áður. Hér er á ferð listamaður sem kann sitt fag og lifir sig inn í út- færslu hvers verks fyrir sig. Maður skynjar mikla þekkingu að baki sköpunarferlisins, sem sækir jafnt áhrif til strangflatalistar módemis- mans og byggingarfræðilegra lög- mála. Öðm fremur er þó gengið útfrá sjálfu ljósinu og margþættum áhrifum þess á skynfærin, jafnvel tónrænum. Þá er mikil og djúp rök- fræði að baki athafnanna, en hún er ekki endilega forsenda þess að skoðandinn meðtaki verkin, því þau höfða milliliðalausar til hans en margt annað í róttækum núlistum. Loks er nýlokið merkilegri sýningu á amerískri listhönnun í Listiðnaðar- safninu á Bredgade, sem kom mér mjög á óvart fyrir ferskar jarðtengd- ar hugmyndir. Sýningin er frá Amer- ican Craft Museum í New York, nokkram götum ofar Guggenheim- safnininu á Fimmtu tröð. Naut öflugs stuðnings sendiherrans Susie Elson, sem þekkir vel til inniviða safnsins vestra og er vinur forstöðumannsins, Paul Smiths. Frúnni hugnaðist ber- sýnilega ekki að kynna annað en hið besta og ferskasta frá sínu heima- landi í þessu fágæta safni á Breið- götu, og í meginatriðum gekk dæm- ið upp. Hér brennur sú spuming á, hvað því valdi að sýningar sem slík- ar frá Bandaríkjunum og meginland- inu rata aldrei til íslands. Eru þó ígiMi vítamínsprautu, og gætu jafn- framt stóraukið skilning almennings á eðli og gildi listhönnunar. egar rýnirinn hóf þessi skrif árdegis 2. maí, var hann þess vel minnugur, að seinna sama dag lyki farandsýningin, MARGRÉT I, Kalmarsambandið 600 ára, endurtekið upp dyram sín- um. Nú á staðnum sem sambandið dregur nafn af, Kalmar við Kalmar- sund í Suðaustur-Svíþóð. Ætlunin var að skrifið birtist nær samdæg- urs enda um dijúgan viðburð að ræða, en nokkur seinkun kemur minna að sök, þar sem sýningin stendur til 20. júlí. Einnig verða aðalhátíðarhöldin fyrst helgina 14.-15. júní með þátttöku dönsku, sænsku og norsku konungshjón- anna, auk forseta vors og spúsu hans. Mun mikið verða um dýrðir er þjóðhöfðingjamir koma siglandi af hafi árdegis 14. júní, eins og fyrirhugað er. Orsakasamhengið og aðdragand- inn að innlimun íslands undir danska krúnu, kom rýninum að nokkra í opna skjöldu, sem skrifa má á reikning fáfræði og brenglaðr- ar söguskoðunnar. En skyldi sú meinta vanþekking ekki vera út- breidd, og jafnvel í röðum mun fróð- ari manna á vettvanginum? í öllu falli man ég afar lítið eftir þeim hlutlæga söguskilningi sem við blasti, frá skólabókum unglingsár- anna. Vísa ég endurtekið til þess, að íslenzka alfræðibókin getur sam- bandsins aðeins lauslega, eða í ell- efu lína eindálka upptalningu stað- reynda, ígildi einnar stuttrar máls- greinar. Þó var um að ræða einn örlagaríkasta atburð í sögu þjóðar- innar. Upphaf konungssambands við Dani sem varði í heil 547 ár. Öllum þeim sem rannsaka vilja Senn líður að hinum miklu hátíðarhöldum í tilefni 600 ára afinæli Kalmarsambandsins, en skjalfesting þess átti sér stað 17. júní 1397. Bragi Ásgeirsson held- ur áfram að segja frá hinni miklu farandsýn- ingu sem í gangi er af því tilefni var opnuð í Kalmarhöll 2. maí og stendurtil 20. júlí. aðdraganda og orsakasamhengi þessa atburðar, ber nauðsyn að líta til ástandsins á Norðurlöndum á Qórtándu öld. Rökrétt er því, að grípa aðeins til endurtekninga úr grein minni sem birtist í Lesbók 4. janúar; Svartidauði hafði kvistað niður nær helming íbúa Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, og þessar ná- skyldu grannþjóðir höfðu lengi lifað í raglingslegri blöndu bandalaga, leynimakks og styijalda. Öldin hófst með ófriði, kreppum og upplausn af fáheyrðri stærðargráðu, svo líkja má við ijörbrot, pestin heijaði um miðbik hennar og Danmörk samein- aðist fyrst í eina ríkisheild á áranum 1340-60. Þetta var að sjálfsögðu löngu fyrir tíma siðabótanna, löndin kaþólsk og áhrif kirkjunnar og páf- ans í Róm dijúg. Það sem stóran þátt átti í mótun sögunnar og þar með Kalmarsambandsins, voru vitr- anir helgrar konu Birgittu Birgis- dóttur frá Vadstena í Austurgot- landi, sem bjó 23 síðustu æviárin í Róm, dó þar 1773. Vadstenaklau- strið sem Birgitta lagði grann að var vígt 1384 og var á seinni miðöld- um miðstöð andlegrar menningar á Norðurlöndum, ber einkum að nefna fjölföldun handrita. Margrét I hafði frá barnsaldri verið uppnumin af spádómum og vitranum þessarar merkilegu konu, sem hafði brenn- andi áhuga á framgangi mála í heimalandi sínu. Pólitískar vitranir Birgittu af Vadstena bárast og hljómuðu um alla Norðurálfu, svo sem klausturregla hennar er til vitn- is um og mergð helgimynda sem dreifðar era um alla Evrópu. Þá hefur afar mikið verið spunnið í aðdáanda hennar og seinna mikla stjórnvitring, sem ráða má af því, að er Margrét fæddist 1353, um það leyti sem pestin heijaði hvað mest á, vora engin teikn á lofti sem bentu til þess að hér væri í heiminn borinn „óvefengjanlegur drottnari Norður- landa“. Hún var yngst í röð 6 systk- ina og elsti bróðirinn Kristófer að sjálfsögðu réttborinn erfingi krún- unnar. Aðdragandi þess, að íslending- ar komust undir danska krúnu, er hvemig sem á málið er litið, stóram margræðari og flóknari en þurrar skýrslur, árt- öl, hlutdrægur og þröngur sögu- skilningur í kennslubókum segir til um. Verða menn hér sem svo oft áður að leita til trúarsögunnar til að finna kórrétt samhengi um að- draganda, orsök og afleiðingar. Öld- in sem endaði með öflugu sambandi Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, var þannig án efa ein sú umbrota- mesta og afdrifaríkasta í allri nor- rænni sögu. Afar flóknir og marg- slungnir örlagavefir, ásamt póli- tískri refskák vora hér á ferð og því má síður fymast um bakgrunn Kalmarsambandsins, né að Danir fengu ísland í kaupbæti með Nor- egi, eins og það er stundum orðað, á sama hátt og Finnland með Sví- þjóð. Island varð hiuti norska konungs- ríkisins árið 1262, sem telja má upphaf samvirkni þjóðarinnar með hinum Norðurlandaþjóðunum. Kon- ungsvaldið var mjög öflugt og áþreifanlegt framan af, en við dauða Hákons fimmta 1319 og valdatöku barnakonungsins, Magnúsar Eiríks- sonar, sem einnig var konungur Svíþjóðar, urðu mikii umskipti. Nú þrengdu innanríkismál og óánægja með sambandið við Svíþjóð sér í forgrunninn í Noregi. Einkennandi fyrir þróunina var, að á meðan ríkin þijú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, nálguðust hvert annað og lögðust svo í eina sæng, fjarlægðist Island þyngdarpunkt valdsins. Þessi þróun hélt vel að merkja áfram á tímum Kalmarssambandsins jafnvel í svo blessunarlega ríkum mæli, að vald konungsins var nær ómerkjanlegt, að nokkru hliðstætt því sem það var eftir fullveldið 1918. Mikil hreyfing og döngun átti sér stað í þjóðmál- um, þrátt fyrir mannfelli á tímum svartadauða, sem náði ekki til lands- ins fyrr en 1402. það var svo fyrst við siðaskiptin 1550 að þjóðin fór á ný að finna óþyrmilega fýrir sterku óvægu konungsvaldi og aldir harð- ræðis og niðuriægingar fóra i hönd. Við lifum á tímum Efnahags- ÚTSKORINN stólgafl frá 13. öld sem sýnir Eirik af Pommern. Gaflinn tilheyrði kirkunni í Kirkjubæ í Færeyjum og er einn af 10 slíkum í þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. ÞESSI stytta af Birgittu af Vadstena er sögð líkjast ásjónu hennar meira en aðrar. Var að likindum gerð á Ítalíu um 1390, ári áður en hún var tekin í dýrlingatölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.