Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►20.30 Hræsnin, tví- skinnungurinn, fordildin í gildismati samfélags og einstaklinga voru tíð yrkisefni meistara Charles Dickens og svo er einnig í sögunni sem breska sjónvarpsmyndin Erfiðir tímar (Hard Times, 1994) heitir eftir. Þar eru úrvalsleikarar á ferð - Alan Bates, Bob Peck, Bill Pater- son og Richard E. Grant m.a. - en leikstjórinn Peter Barnes er mér ókunnur, sem og útkoman, en hún er mjög trúlega traust. Sjónvarpið ►23.00 Bandaríska spennumyndin Málafærslumaður- inn (Power Of Attorney, 1995) seg- ir frá einum slíkum, ungum að árum, sem fenginn er til að veija stórglæpon og fær fyrst í stað glýju í augun gagnvart veldi hans og auði. En er samviskan til sölu? Því er svarað og má hafa þolanlega skemmtun af, einkum leikurunum Danny Aiello, Elias Koteas og Rae Dawn Chong. Leikstjóri Howard Himelstein. ★ ★ Stöð 2 ►13.00 og 0.40 Robin Williams sýnir sinn venjubundna æðibunuleik í heldur skemmtilegri gamanmynd með ofurlitlum ádeilu- broddi, þar sem er Góðan daginn, Víetnam (Good Morning Vietnam, 1987). Williams er hamslaus plötu- snúður í herútvarpsstöð í Saigon sem ögrar yfirboðurum og flestu öðru sem lífsanda dregur. Bygging- arlega er myndin í brotum. Leik- stjóri Barry Levinson. ★ ★ 'h Stöð 2 ►20.55 Þrír ninjar snúa aftur (Three Ninjas Kick Back, 1994) þykir ágæt krakkaskemmtun um þijá unga bardagakappa sem fara til Japans og lenda í ýmsum ævintýrum og svaðilförum. Martin og Potter gefa ★ ★ ★ ‘A (af fímm mögulegum) en Maltin er ekki eins Martin Scorsese - skaut framhjá en skoraði samt. upprifmn og gefur ★ ★. Leikstjóri Charles T. Kanganis. Stöð 2 ►22.30 - Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ^21.00 Engar umsagnir liggja fyrir um bandarísku sjón- varpsmyndina Hættuleg vinátta (Fatal Friendship, 1996) en þar segir frá tveimur mönnum sem ver- ið hafa vinir til margra ára en ann- ar þeirra gerir þá óþægilegu upp- götvun að hinn er maður sem hann þekkti ekki í raun og veru. Meðal leikara eru Kevin Dobson, Gerald McRaney og Kate Mulgrew en leik- stjóri Bradford May. Sýn ►23.20 Sá svipmikli leikari Peter Coyote nær ekki að setja nokkum afgerandi svip á heldur bjánalega spennumynd, Hnífurinn (High Art/The Knife, öðru nafni Exposure, 1992), þar sem hann leikur ljósmyndara í hnífabardögum í Brasilíu við leit að morðingjum vændiskonu. Leikstjóri Walter Sal- les. ★ Árni Þórarinsson Scorsese skorar án skotskónna MERKASTI leikstjóri Bandaríkj- anna, Martin Scorsese, á fá feil- spörk ef nokkur, en mörkin eru misfalleg. Víghöfði (CapeFear, 1991,Stö&2 ►22.30) telstekki til glansmarka hans enda er hún nánast á skjön við höfundarverk hans yfirleitt. Scorsese endurgerir hér samnefnda spennumynd J. Lee Thompson frá árinu 1961, sem aft- ur byggði á skáldsögunni The Exec- utioners eftir John D. MacDonald, þar sem segir frá lögmanni einum og fjölskyldu hans sem sæta ofsókn- um fyrrum skjólstæðings í líki snældugalins nauðgara og ofbeldis- manns og eru Nick Nolte og Ro- bert DeNiro í hlutverkum andstæð- inganna. Handrit myndarinnar reynir að dýpka sálfræðilega stöðu persónanna en Scorsese keyrir á tæknilegum hamagangi sem er vægast sagt yfirdrifinn og á köflum hreinlega óþægilegur. Leikarar úr fyrirmyndinni punta upp á í öðrum hlutverkum - Gregory Peck, Robert Mitchum og Martin Balsam, en best er Juliette Lewis í hlutverki dóttur Noltes. Martin Scorsese er um megn að gera leiðinlega mynd og þótt þessi teljist ekki til afreka hans kom hún honum þó á kjöl í hugum gróðapunganna í Hollywood. ★ ★ 'h Morgunblaðið/Þorkell „MONTHY Python-hópurinn er mjög skemmtilegur." Ég mæli með Fyrst o g fremst afþreying Valdís Gunnardóttir leikhúsritari LR VALDÍS Gunnarsdóttir notar mynd- bönd fyrst og fremst sem afþreyingu og gerir töluvert aðrar kröfur til þeirra en bíómynda þegar hún bregður sér í kvikmyndahús. „Ég legg aðaláherslu á skemmtanagildi myndbanda og mæli þess vegna með myndum Monthy Python-hópsins. Hópurinn vakti fyrst athygli fyrir gerð sjónvarpsþáttanna Monthy Pyt- hon’s Flying Circus á árunum 1969- 1975. Félagarnir hafa gert einar fimm kvikmyndir en auk þeirra hafa sjónvarpsþættirnir verið gefnir út á myndböndum. Til hópsins teljast Bretarnir Graham Chapman (d. 1989), John Cleese, Eric Idle, Terry Jones, Michael Palin og Bandaríkja- maðurinn Terry Gilliam. þeir leika sjálfir öll helstu aðalhlutverk mynd- anna.“ Líf Brians Life of Brian Leikstjóri: Terry Jones. „Þetta er tvímælalaust skemmti- legasta mynd MP. Efnið er sótt til heilagrar ritningar og rakin píslar- saga Brians. Myndin nær algjöru hámarki í lokaatriðinu þegar Brian hefur upp raust sína á krossinum og syngur: „Always look at the bright side of life“!“ Myndin er frá 1979. . Vií/i QJSTAFYL AFYLLTAR BRAUÐSTANGIR Og svo eru það líka brauðstangirnar með kryddi og þremur tegundum af osti ofan á. ■ET 533 2000 Hótel Esja • Kringlan Tveir sögriþræðir ARI Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. Morgunblaðið/Golli Ari Kristinsson er þekktastur fyrir verk sín sem kvikmynda- tökumaður. Hann sagði Hildi Loftsdóttur frá kvikmyndinni Stikkfrír sem hann mun leikstýra í sumar. í JÚLÍ hefjast tökur á barnamynd- inni Stikkfrír. íslenska kvikmynda- samsteypan er framleiðandi, ásamt Norðmönnum, Dönum og Þjóðverj- um. Ari Kristinsson er leikstjóri, en auk þess höfundur handritsins. „Myndin fjallar um litla stúlku sem býr ein með mömmu sinni. Hún hefur aldrei þekkt föður sinn, sem mamma hennar segir að búi erlendis. Dag nokkurn uppgötvar hún að pabbi hennar býr reyndar í Breiðholtinu. Hún og vinkona hennar ákveða að fara að skoða hann, og fá svo hugmyndir um hvernig hægt væri að fá hann til baka með því að spilla sambandi hans við nýju konuna. Þetta er mynd í gamansömum dúr, en þó um alvarlegt efni. Hérlendis er fjöl- skyldumunstrið orðið ansi skrýtið hjá mörgum. Þessi stúlka á engan pabba, en vinkona hennar á hins vegar fjóra,“ sagði Ari Kristinsson. Tveir söguþræðir Ari er enginn nýgræðingur í leik- stjórn. Hann hefur þegar leikstýrt þremur barnamyndum. „Eg leikstýrði myndunum um Pappírs Pésa, og tveimur stutt- myndum fyrir Sjónvarpið; Enginn venjulegur drengur og Gamla brúðan. Mér finnst á margan hátt mjög gaman að gera barnamyndir. Börnin eru mjög þakklátir og hreinskilnir áhorfendur. Sjálfurhef ég alltaf haft gaman af barna- myndum, frá því ég sjálfur var barn,“ sagði Ari. „í barnamyndum er nauðsynlegt að hafa tvo söguþræði. Einn sem barnið sér og hefur gaman af. Svo þarf að vera önnur hlið á málun- um, sem börnin sjá frekar ab- strakt, en sem foreldrarnir geta haft gaman af. Þetta er nauðsyn- legt svo myndin gangi, því börnin fara ekki ein í bíó, og það má ekki hætta á að foreldrarnir drepist úr leiðindum. Allar barnamyndir sem ganga vel og þykja vel heppnaðar ná að höfða til víðs hóps,“ sagði Ari. Öðruvísi barnamyndir Undanfarið hafa verið skrifuð mjög góð handrit að íslenskum barnamyndum og má þá nefna t.d. Benjamín Dúfu. Hafa íslenskir höfundar sérstaka hæfileika fyrir þetta tiltekna efni? „Við skrifum öðruvísi handrit að barnamyndum en Skandinavar. Þeir eru reyndar búnir að mála sig út í horn í þessum málum. Hjá þeim komast engin handrit í gegn- um kerfið nema þau séu skrifuð af umferðarlögreglunni eða upp- eldisfulltrúum. Kardimommubær- inn eða Lína langsokkur mundu aldrei komast í gegnum skandinav- ískt kerfi núna. Ég á eftir að lenda í vandræðum með þessa mynd, vegna einhverra pedagóka. Það má segja frá því að Benjamín Dúfa er bönnuð börnum innan 11 ára í Svíþjóð! í sambandi við fyrri myndir mínar hef ég þurft að þola alveg ofboðslegt stapp af hendi Skand- inava. Þeir eru búnir að gelda barnamyndir. Þeir halda að allt í þeim þurfi að vera satt og rétt og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.