Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 64
Jíem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍM! 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hátt í hundrað manns stöðvað án vegabréfs á Keflavíkurflugvelli undanfarið ár Lítil fram- leiðni í fisk- vinnslu að- alvandinn FRAMLEIÐNI í fiskvinnslu á ís- landi er um þriðjungi minni en í Noregi og Danmörku og byggist framtíð íslenskrar landvinnslu fyrst og fremst á því að hægt verði að auka framleiðni í greininni hérlend- is á allra næstu árum. Það er ein helsta niðurstaða fiskvinnslunefnd- ar, sem skilað hefur af sér til sjávarútvegsráðherra tillögum í tíu liðum um framtíðarmöguleika ís- lenskrar fiskvinnslu. Sjávarútvegs- ráðherra skipaði nefndina í nóvem- ber sl. og kynnti hann, ásamt nefndarmönnum, nýútkomna skýrslu á blaðamannafundi í gær. Að mati þeirra er engin töfra- lausn í sjónmáli til bjargar land- vinnslunni, heldur þurfa að koma til margþættar ráðstafanir á ýmsum sviðum frá stjórnvöldum og ekki síst frá greininni sjálfri þar sem höfuðverkefni næstu ára verður að bæta framleiðnina til muna. Það yrði fyrst og fremst lykillinn að far- sælli framtíð, að sögn Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn- unar og formanns nefndarinnar. Alþjóðavæðing og betri nýting fólks og fjármuna Þórður segir að framtíðarhorfur í fiskvinnslu einkennist annars veg- ar af þeirri alþjóðavæðingu, sem rutt hafi sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi að undanförnu og hins vegar af nauðsyn þess að nýta bæði fólk og fjármuni betur en gert er nú. ■ Framtíð landvinnsIunnar/32 Sýknaður af ákæru fyrir mann- dráp af gáleysi ÖKUMAÐUR fólksflutningabif- reiðar var sýknaður í Hæstarétti í gær af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Bifreið, sem maðurinn ók, valt í Hrútafirði í október 1995 með 41 farþega innanborðs, með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust og allir hinir, þar á meðal bílstjórinn, hlutu meiri eða minni áverka. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu, að slysið yrði að miklu leyti rakið til náttúruafla og aðstæðna á veginum, sem erfitt var að varast. Þá var bílstjórinn ekki talinn hafa raskað öryggi bifreiðarinnar eða umferðaröryggi á þjóðveginum. Einnig hafnaði Hæstiréttur kröfu ákæruvaldsins um að bílstjórinn yrði sviptur ökuréttindum. Bílstjórinn var hins vegar sak- felldur fyrir brot á umferðarlögum. Taldi Hæstiréttur að bílstjóranum hefði borið að gæta sérstakrar var- úðar við aksturinn vegna aðstæðna á þeim slóðum þar sem slysið varð. Talið var sannað að bílstjórinn hefði að nokkru vanmetið þá erfiðleika sem við var að etja á slysstaðnum og ekið án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Var bílstjórinn dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur í sekt og helming málskostnaðar á móti ríkissjóði, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð og málsvarnarlaun skipaðs veijanda síns, Guðna Á. Haraldssonar. Sparar Flugleiðum miklar fjárhæðir HÁTT í hundrað manns hefur ver- ið stöðvað í flugstöð Leifs Eiríks- sonar seinustu tólf mánuði með fölsuð vegabréf í tilraun til að fara áfram til Bandaríkjanna, að sögn Huldu Hauksdóttur aðstoðarstöðv- arstjóra. Miðað við þær sektir sem flugfé- lögum er flytja vegabréfslausa far- þega er gert að greiða í Kanada og Bandaríkjunum, má áætla að hert eftirlit hafi sparað Flugleiðum á annan tug milljóna króna á þess- um tíma. Flestir frá Asíu í fýrradag voru mæðgin sem talin eru indversk að uppruna stöðvuð á Keflavíkurflugvelli á leið til Boston frá Hamborg. Þau höfðu þýsk vegabréf undir höndum sem talin eru stolin og veittu starfs- menn Flugleiða því athygli að ekki var allt með felldu. Mæðginin, kona á fertugsaldri og ellefu ára gamall sonur hennar, voru síðan send til baka til Þýskalands í gær. Hulda segir að flestir þeir sem reyni að komast vestur um haf með þessum hætti séu frá Asíu, þar á meðal Kína, Sri Lanka og Indlandi, og einu skýringarnar sem hún kunni á þeirri fjölgun sem orðið hafi á farþegum með fölsuð vegabréf undir höndum, séu hert eftirlit á seinustu misserum og versnandi ástand í sumum þjóðríkj- um og heimshlutum. Vandamálið sé viðvarandi, en verra viðureignar og meira áberandi yfir vetrarmán- uðina. „Við höfum varann á og beitum ákveðnum aðferðum til að skoða þau vegabréf sem farþegar á leið vestur um haf framvísa við innrit- un, í því skyni að skilja sauðina frá höfrunum. Þau vegabréf sem okkur þykir grunsamleg eru könn- uð frekar og til þessa höfum við ekki sent saklaust fólk til baka. Fólkið hefur oftast borgað ein- hveijum aðilum í heimalöndum sín- um fyrir fölsuð vegabréf, misjafn- lega mikið eftir löndum, og bregst misjafnlega við þegar upp um það kemst. Sumir verða óskaplega aumir og miður sín, en aðrir rífast hástöfum og þykjast ekkert hafa að fela,“ segir hún. Vegabréfum fargað á flugi Hulda segir að farþegar sem hafa fölsk vegabréf undir höndum reyni yfirleitt að farga þeim um borð í flugvél á leið til Bandaríkj- anna og Kanada, því ferðalangur sem komi þangað án vegabréfs geti sótt um pólitískt hæli. Samkvæmt lögum í Bandaríkj- unum og Kanada eru þau flugfélög sem flytja farþega án vegabréfs sektuð um 200 til 300 þúsund ís- lenskar krónur á hvern farþega sem svo er ástatt um. Hulda segir Flugleiðir hafa nokkrum sinnum þurft að greiða slíkar sektir sein- ustu árin og hafi því verið ákveðið að taka þessi mál fastari tökum en fyrr, enda miklir hagsmunir í húfi. ^ Stuðningsmenn íslendinga öflugir Kumamoto. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR sigr- uðu Júgóslava með níu marka mun, 27:18, í A-riðli heims- meistaramótsins í handknattleik í Jap- an í gærmorgun. Is- lenska liðið er þar með í efsta sæti riðilsins og var vel fagnað af „íslensku" börnunum í Kumamoto - nemendum Kita- skólans, sem studdu vel við bakið á íslensku leikmönnun- um. Guðmundur Á. Ingvarsson, formaður Handknattleikssam- bands íslands, var skælbros- andi eftir leikinn - greinilega mjög ánægður með sína menn. „Það er gaman að vera for- maður á svona degi, þegar allt gengur upp hjá okkur. Þetta var stemmningsleikur, en Morgunblaðið/Einar Falur menn mega ekki gleyma sér. Þetta er engan veginn búið, við verðum að vinna tvo leiki í viðbót í riðlakeppninni. Menn mega gleðjast, en þeir verða að hafa það í huga að það eru erfiðir leikir eftir. Þetta var fyrirfram talinn erfiðasti leikur okkar - hann gekk ótrúlega vel,“ sagði Guð- mundur. ■ íþróttir/C-blað Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eggjatími í Eyjum BJARGVEIÐIMENN í Eyjum hafa í nógu að snúast þessa dagana því bjargfuglinn er orpinn og eggjataka því hafin. Stíf austanátt ríkti í Eyjum frá miðri síðustu viku og fram yfir helgi og því komust bjargveiðimenn ekki í úteyjar til eggjatínslu fyrr en um miðja þessa viku. Fýll- inn var þá orpinn og svart- fuglinn einnig, svo bæði fýlsegg og svartfuglsegg eru nú á boðstólum hjá bjargveiði- mönnum. Eggjatíminn markar upp- haf sumarsins hjá bjargveiði- mönnum í Eyjum og þegar egg bjargfuglanna eru komin á borð finnst flestum sumarið vera komið. Bjargveiðimenn í Álsey skruppu til eggjatínslu á miðvikudaginn og var feng- urinn ágætur. Á myndinni er ungur Álseyingur, Ágúst Hall- dórsson, við feng sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.