Morgunblaðið - 28.12.1997, Side 35

Morgunblaðið - 28.12.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ i f greiðsluhlutfalli fyrir yfirvinnu úr 1,085% í 0,8165% af mánaðarlaun- um fyrir hverja yfirvinnustund. Slíkur afsláttur af greiðslu fyrir yf- irvinnu er óviðunandi. Með tilkomu EES-samningsins hefur komið í ljós að vinnutími ís- lenskra lækna er langt umfram það sem þar er gert ráð fyrir. Þessi langi vinnutími bitnar ekki síður á fjölskyldum þessara lækna en þeim sjálfum. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá forystumönnum ungra lækna hafa stjómendur sjúkrahúsanna skellt við þessu skollaeyrum og ekk- ert gert til að koma til móts við þessa tilskipun. Þótt Islendingar geti sennilega ekki framfylgt tilskip- un Evrópusambandsins út í ystu æs- ar vegna ónógs íjölda unglækna, þarf engu að síður að hefjast sti-ax handa við endurskipulagmngu vinnutímans. Framhaldsmenntun lækna hér á landi hefur verið verulega ábóta- vant. Skort hefur skilgreiningu á hlutverki og menntun ungra lækna og einnig vantai’ háskólasjúkrahús sem stendur undir nafni. Af þessu hefur leitt að íslenskir unglæknar hafa í flestum tilvikum ekki átt kost á framhaldsnámi sem hægt er að nýta sem hluta af framhaldsmennt- un við erlendar menntastofnanir. Með viðeigandi úrbótum ætti að vera hægt að veita hér góða undir- búningsmenntun fyrir frekara nám erlendis. Það hefur einnig haft slæm áhrif á nýútskrifaða lækna hversu illa er búið að séríræðingum á íslenskum sjúkrahúsum. Endumýjun hefur verið takmörkuð og þeir sérfræðing- ar sem hingað hafa snúið að loknu námi á undanfomum árum hafa búið SKOÐUN við léleg launakjör og í mörgum til- fellum hörmulega starfsaðstöðu. Hefur þetta leitt til þess að æ fleiri læknai- er stundað hafa framhalds- nám erlendis, setjast þar að. Er landflótti lækna yfirvofandi? Atvinnumöguleikar íslenskra lækna erlendis hafa alltaf verið góðir en á undanfomum áram hafa þeir stórauldst. Hægt er að nefna Noreg sem dæmi en þar skortir lækna í flestum sérgreinum og bjóðast a.m.k.tvöfalt hærri laun en hérlendis auk betri starfsaðstöðu. Því er óneitanlega freistandi fyrir íslenska unglækna að fara utan til framhaldsnáms strax að loknu kandídatsári. Slæm framtíðarsýn fyrir læknisþjónustu hér á landi blasir við verði ekki ráðin bót á málefnum ungra lækna. Hvei'fi þeir á braut mun það líklega hafa þá keðjuverkun í fór með sér að komandi útskriftarárgangar læknakandídata fara sömu leið. Það mun fljótlega leiða til hrans akademískrar læknisfræði á ís- landi. Verður þá ekki langt að bíða að hluti sérfræðinga yfirgefi hið sökkvandi skip. Þá munu vart verða önnur úrræði en að ráða hingað fjölda erlenda lækna. En hætt er við að erfitt yrði að fá hæfa erlenda lækna hingað til starfa. Þetta undirstrikar hversu mikil- vægur hlekkur ungir læknar era í íslensku heilbrigðiskerfi eins og reyndar meðal annarra þjóða. Hvað er til ráða? Það er ljóst að verði ekkert að- hafst, munu margir unglæknar hverfa af landi brott. Því þarf að taka í eitt skipti fyrir öll á uppsöfn- uðum vanda þeim er snertir unga lækna í þessu landi með því að bæta launakjör, draga úr vinnuá- lagi, og bæta starfsaðstöðu og framhaldsmenntun þeiira. Nauð- synlegt er að átta sig á því að vinnumarkaður íslenskra lækna er allur heimurinn og má færa rök fyrir því að kjör þeirra þurfi að vera sambærileg við það sem ger- ist í nágrannalöndunum þannig að við Islendingar séum samkeppnis- færir um okkar bestu lækna á hin- um alþjóðlega markaði. Krafa unglækna að yfirvinnu- laun verði áfram 1,0385% af dag- vinnulaunum er sanngjöm krafa, ekki síst í ljósi þess að aðrar stéttir fá greitt fyrir yfirvinnu með þessu hlutfalli. Auk þess gæti lækkun greiðsluhlutfalls fyrir yfirvinnu gert það að verkum að stjómendur sjúkrahúsa sjái sér hag í að leggja þessa yfirvinnu á fáa unglækna í stað þess að ráða fleiri lækna til starfa. Ungir læknar eiga skilið að fá sanngjöm laun fyrir sína miklu og erfíðu vinnu. Þótt fyrirsjánlegt sé að unglæknar þurfi áfram að vinna mikla yfirvinnu næstu árin, er mik- ilvægt að reynt sé að draga úr henni eins og hægt er. Til að stuðla að því, þurfa stjórnendur sjúkra- húsanna nú þegar að hefjast handa við að finna leiðir til úrbóta. Bent hefur verið á að fjölgun lækna- kandídata sem útsla-ifast frá Há- skóla Islands geti ráðið bót á fyrir- sjáanlegum skorti á unglæknum. Það virðist engan veginn heppileg lausn. í fyrsta lagi mundi slíkt ekki hafa áhrif fyrr en eftir 6-7 ár. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að sá aukni fjöldi ungra lækna sem . i SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 35 t fengist með þvi móti komi til með að sætta sig við þær aðstæður sem hér ríkja. Loks er mikilvægt að samræmi sé milli fjölda þeirra lækna sem útskrifast frá HÍ og þess fjölda sérfræðinga sem þörf er fyrir í framtíðinni. Þess vegna er líklegt að fjölgun læknanema mundi aðeins leiða til þess að við færam að mennta lækna fyrir aðr- ar þjóðir í auknum mæli. Eina skynsamlega leiðin til úrlausnar þessa alvarlega vandamáls hlýtur að vera að bæta kjör og starfsum- hverfi ungra lækna hér á landi. Að síðustu er mikilvægt er að sá grannur að framhaldsnámi sem raunhæft er að veita hérlendis verði gerður sambærilegur við það sem gerist erlendis svo það megi nýtast unglæknum til framhalds- menntunar. Nauðsynlegt er að læknadeild HI fari að sinna þessari framhaldsmenntun af fullum krafti og myndi öflug tengsl við erlendar háskólastofnanir. Það er mín skoðun að stjómvöld verði að grípa inn í þetta mál nú þegar, ella er hætt við að illa fari og það verður íslenska þjóðin sem hlýtur skaða. Höfundur er sérfræðingur á lyf- lækningiidcild Sjúkralníss Reykja- vfkur. - kjarni málsins! K^mpo- WMóglö& Vinsælast um vetur THAILANDSFERÐIN 15. JAN. UPPSELD FERÐASKRIFSTOFAN PRiMA> HEIMSKLUBBUR INGÖLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 AUSTURLANDAFERÐ f SÉRFLOKKIUM PÁSKA, 2.-14. APRÍL: MALASÍA 5 dagar — BALI 7 dagar. Það besta í tveim heillandi löndum, 4ra-5 stjömu m. morgunv. og fararstjórn. Beint flug um London til Kuala Lumpur, þaðan til Bali og heim um London 14. apríl. Aðeins 4 vinnudagar. Glæsilegur aðbúnaður: NEW WORLD — Kuala Lumpur — BALI CLIFF — Bali. Tækifærisverð. DYRÐ KARIBAHAFS á sjó og landi. Sérsvið okkar í áratug — brautryðjendur í lystisiglingum á nýjustu farkostum, sem færast eins og fljótandi hallir um fagurblátt hafíð. PÁSKASIGLING MEÐ ÍSL. FARARSTJÓRA 3.-14. apríl+ VIKUDVÖL Á FEGURSTU EYJU KARÍBAHAFS, DOMINIKANA EF ÓSKAÐ ER. Hálft fæði, fullt, eða allt innifalið. CAPELLA BEACH, RIU MERENGE, endurbyggt PUERTO PLATA VILLAGE. Seljum Karíbahafsferðir vikulega. PÁSKADVÖL Á DOMINIKANA heillandi, ódýr kostur, þar sem veðrið, landið og fólkið heillar þig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.