Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 10

Morgunblaðið - 10.06.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannveig Guðmundsdóttir um húsnæðismál Samfylkingarinnar „Enginn flokkur á nokkurn bita af Alþingishúsinu “ RANNVEIG Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingarinn- ar, hefur ritað forseta Alþingis, Hall- dóri Blöndal, formlegt bréf þess efn- is að skoðað verði með hvaða hætti hægt sé að leysa húsnæðisvanda Samfylkingarinnar í Alþingishúsinu. Að sögn Rannveigar hefur hún Hætt verði við hækkun bensíngjalds PINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hefur ákveðið að leggja fram frumvarp til laga um að hætt verði við hækkun bensíngjalds. Jafnframt beinir hann þeim tilmælum til iðn- aðarráðherra að hann beiti sér þeg- ar í stað fyrir því að gjaldskrár- hækkun Landsvirkjunar verði frestað. Þingflokkurinn ítrekar þá mót- mæli sín við hækkun tryggingafé- laganna á iðgjöldum bifreiðatrygg- inga og er það skoðun hans að í krafti þeirra bótasjóða sem félögin hafa í sinni vörslu geti þau mætt þeim breytingum sem gerðar voru á skaðabótalögum á síðasta þingi án óhóflegra hækkana á iðgjöldum. einnig rætt við forseta Alþingis um þessi mál en engin niðurstaða liggur fyrir enn sem komið er. Hún leggur hins vegar áherslu á að lausn verði fundin áður en þingið kemur saman að nýju í haust. „Ég vU að þetta verði skoðað mjög vel og að okkur sé tryggð aðstaða í þinghúsinu sjálfu. Þess vegna hef ég lagt höfuðáherslu á það í samtölum mínum við forseta þingsins að þetta vandamál verði leyst fyrir haustþingið," segir Rann- veig. Hún bendir á að þingflokksher- bergi það sem Alþýðuflokkurinn hef- ur haft tU umráða sé of lítið fyrir þingflokk Samfylkingarinnar og að húsnæðisvandi þingflokksins til þessa hafi oftast verið leystur með því að halda fundi í hinu svonefnda Þórshamai'shúsi við Templarasund. Þegar Rannveig er spurð að því hvort hún hafi farið fram á að Sam- fylkingin fái hið svokaUaða fram- sóknarherbergi, segir hún eftirfar- andi: „Ég er ekkert að tilgreina framsóknarherbergið. Ég held því bara fram að það eigi enginn flokkur nokkurn bita af Alþingishúsinu. Verði þingflokkar á hinn bóginn fyr- ir umtalsverðum breytingum, hvað varðar stærð, á það að sjálfsögðu að vera þannig að þingflokkar geti fært sig milli herbergja eftir því hver stærð þeirra er,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn ÞRÖNGT mega sáttir sitja. Kristján L. Möller tyllir sér á stólarminn hjá Össuri Skarphéðinssyni á þingflokksftmdi Samfylkingarinnar sem haldinn var í herbergi því sem þingflokkur Alþýðuflokksins hefur haft til umráða. Rannveig Guðmunsdóttir, formaður þingflokksins, situr við enda borðsins. Forseti Alþingis gerir athugasemd við umræðu þingmanns TIL orðanhnippinga kom á AI- þingi í gær milli Ögmundar Jónas- sonar, þingmanns Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs og Halldórs Blöndals, forseta Alþing- is. I ræðu Ögmundar um störf Al- þingis gerði hann verðhækkanir að umtalsefni sem forseta þingsins fannst ekki eiga heima í þeirri um- ræðu. Ögmundur sagði meðal annars: „Eina ferðina enn á að heita svo að verið sé að færa yfirvinnu- greiðslur dómara inn í launataxta þeirra. Alvarlegast er...“ og sló þá forseti í bjöllu þingsins og bað þingmanninn að halda sig við störf þingsins. „Það er málfrelsi hér í þessum sal, hæstvirtur forseti,“ sagði Ögmundur þá, „ég er að ræða störf þingsins og á hvern hátt ég ætlast til að Alþingi taki á þeirri verðsprengingu sem er að vera í þjóðfélaginu," sagði hann ennfremur. Halldór Blöndal bað þingmann- inn enn að halda sig við umræðu um störf þingsins og sagði Ög- mundur þá: „Hæstvirtur forseti, ég mun halda mig við þær reglur og þau þingsköp sem að hér ríkja. En ég ætlast til þess að hæstvirt- ur forseti Alþingis geri slíkt hið sama og ég vona að hann rísi und- ir þeirri ábyrgð sem Alþingi hefur falið honum.“ Forseti Alþingis sagði að þar færu vonir þeirra saman. Kosið í fasta- nefndir Alþingis KOSNING í fastanefndir Alþing- is fór fram á þingfundi í gær og er skipan nefndanna sem hér segir: Allsherjarnefnd: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylk- ingunni, Hjálmar Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, Valgerður Sverris- dóttir, Framsóknarflokki, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, Sverrir Hermannsson, Frjálslynda flokknum, Asta Möll- er, Sjálfstæðisflokki, og Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknar- flokki. Efnahags- og viðskiptanefnd: Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki, Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, Pétur H. Blön- dal, Sjálfstæðisflokki, Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, Sigríður A. Þórðar- dóttir, Sjálfstæðisflokki, Ög- mundur Jónasson, Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði, Gunn- ar Birgisson, Sjálfstæðisflokki, og Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki. Félagsmálanefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðrún Ögmundsdóttir, Sam- fylkingunni, Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, Kristján L. Möller, Samfylking- unni, Kristján Pálsson, Sjálf- stæðisflokki, Steingrímur J. Sig- fússon, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Drífa Hjartar- dóttir, Sjálfstæðisfiokki, og Val- gerður Sverrisdóttir, Framsókn- arflokki. Fjárlaganefnd: Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, Einar Már Sigurðarson, Samfylk- ingunni, Árni Johnsen, Sjálfstæð- isflokki, Jón Kristjánsson, Fram- sóknarflokki, Gísli S. Einarsson, Samfylkingunni, Hjálmar Jóns- son, Sjálfstæðisflokki, Jón Bjarnason, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, ísólfur Gylfi Pálmason, Fram- sóknarflokki, Össur Skarphéðins- son, Samfylkingunni, og Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki. Heilbrigðis- og trygginganefnd: Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðis- flokki, Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Samfylkingunni, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, Þuríður Backman, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, og Jón Kristjánsson, Framsóknar- flokki. Iðnaðamefnd: Guðjón Guð- mundsson, Sjálfstæðisflokki, Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylking- unni, Pétur H. Blöndal, Sjálfstæð- isflokki, Hjálmar Ámason, Fram- sóknarflokki, Rannveig Guð- mundsdóttir, Samfylkingunni, Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðis- flokki, Árni Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Árni R. Árnason, Sjálf- stæðisflokki, og ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki. Landbúnaðarnefnd: Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Einar Már Sigurðarson, Samfylking- unni, Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokki, Valgerður Sverris- dóttir, Framsóknarflokki, Guð- mundur Árni Stefánsson, Sam- fylkingunni, Guðjón Guðmunds- son, Sjálfstæðisflokki, Þuríður Backman, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, og Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki. Menntamálanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki, Sigríður Jóhannesdóttir, Sam- fylkingunni, Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingunni, Árni Johnsen, Sjálfstæð- isflokki, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstrihreyfíngunni - grænu framboði, Þorgerður K. Gunnars- dóttir, Sjálfstæðisflokki, og Krist- inn H. Gunnarsson, Framsóknar- flokki. Samgöngunefnd: Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, Lúðvík Berg- vinsson, Samfylkingunni, Arn- björg Sveinsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, Kristján L. Möller, Samfylkingunni, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jón Bjarnason, Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði, Guð- mundur Hallvarðsson, Sjálfstæð- isflokki, og Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki. Sjávarútvegsnefnd: Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, Jóhann Ársælsson, Samfylking- unni, Árni R. Árnason, Sjálfstæð- isflokki, Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingunni, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálf- stæðisflokki, Guðjón A. Kristjáns- son, Frjálslynda flokknum, Vil- hjálmur Egilsson, Sjálfstæðis- flokki, og Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki. Umhverfisnefnd: Kristján Páls- son, Sjálfstæðisflokki, Þórunn Sveinbjamardóttir, Samfylking- unni, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæð- isflokki, Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingunni, Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðisflokki, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, og ísólfur Gylfi Pálmason, Fram- sóknarflokki. Utanríkismálanefnd: Aðal- menn: Tómas Ingi Olrieh, Sjálf- stæðisflokki, Margrét Frímanns- dóttir, Samfylkingunni, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, Jón Kristjánsson, Framsóknai'flokki, Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingunni, Árni R. Árnason, Sjálfstæðis- flokki, Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Einar K. Guðfmnsson, Sjálfstæðisflokki, og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. Varamenn: Vilhjálmur Egils- son, Sjálfstæðisflokki, Jóhann Ár- sælsson, Samfylkingunni, Hjálm- ar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, Þórunn Sveinbjamardótt- ir, Samfylkingunni, Kristján Páls- son, Sjálfstæðisflokki, Ögmundur Jónasson, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Katrín Fjeld- sted, Sjálfstæðisflokki, og ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknar- flokki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.