Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 69

Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 69' | I | | i ! : FÓLK f FRÉTTUM íslendingur dúxar við hollenskan tónlistarháskóla Fór í tónlistarnám fyrir misskilning GUNNLAUGUR Guðmundsson kontrabassaleikari. ÍSLENSKUR kontrabassaleikari Gunnlaugur Guðmundsson útskrif- aðist nýverið úr virtum tónlistarhá- skóla í Hollandi með hæstu einkunn útskriftarnemenda. Hann hlaut 9,5+ fyrir leik sinn á lokaprófmu og er það einkunn sem einungis tvisvar áð- ur hefur verið gefin í 20 ára sögu Konunglega tónlistarháskólans í Haag. I samtali við blaðamann sagð- ist Gunnlaugur hafa sótt inn í tónlist- ardeild skólans fyrir hálfgerðan mis- skilning. Hann hafi farið utan tU þess að gerast hljóðmaður en endað með mastersgráðu í kontrabassaleik nú sex árum síðar. Gunnlaugur hefur spilað á bassa í níu ár, á Islandi hefur hann m.a. numið í FÍH, spilað með Bogomil Font og mUljónamæringunum og spUað á plötu saxafónleikarans Jóels Pálssonar, Prím, sem kom út síðasta haust. „Ég var lítið undirbúinn þegar ég fór í skólann en ég var svo óþolin- móður í að komast utan,“ segir Gunnlaugur sem að eigin sögn hafði í fyrstu litla trú á sér sem tónlistar- manni. „Ég fór tU Haag því þar er eini skólinn í Evrópu sem býður upp á kennslu bæði í hljóðmennsku og tónlist. í inntökuprófinu hélt ég að verið væri að prófa fyrir upptöku- deUdina en annað kom á daginn, eftir tvö ár ákvað ég svo að gefa hljóð- mennskuna upp á bátinn og snúa mér alfarið að bassaleiknum.“ Stoltur af árangrinum Gunnlaugur er fyrsti íslendingur- inn sem nemur við konunglega tón- listarháskólann í Haag, en hann er rómaður í Evrópu fyrir að útskrifa góða tónlistarmenn. Aðspurður um hvort einkunnin auki tækifæri á tón- listarsviðinu segir hann fólk í tónlist- argeiranum sjaldan spyrja um tölur. „í nokkrar vikur líta allar voðalega mikið upp til mín en svo gleymist þetta eins og annað. Þýðingarmest er að hafa útskrifast úr þessum skóla og það gefur aukin tækifæri til kennslu." Gunnlaugur sagðist ekki hafa átt von á því að fá svo háa einkunn. „Ég undirbjó mig ekki mikið fyrir prófið en ég bý að mikilli reynslu, síðustu fimm ár hef ég spilað með ýmsum hljómsveitum og það er ómetanleg æfing,“ en hann hefur m.a. spilað á djasshátíðum í Evrópu og Suður-Am- eríku. „Ég fór upp á svið og spilaði fyrir áhorfendur og prófdómara eins vel og ég gat með hijómsveitinni minni,“ segir Gunnlaugur og játar að hann hafi verið frekar taugaóstyrkur. Gunnlaugur segist ætla að halda áfram í þeim djasshljómsveitum sem hann undanfarið hefur spilað með. Hann er ekki á leiðinni hingað heim enda segir hann tónlistartækifæri fleiri þar ytra. Nýlega komst hann inn í hljómsveit með þekktri hol- lenskri söngkonu sem heitir Masja Bijlfma. Hann hefur einnig í hyggju að gera plötu með eiginkonu sinni, Natöszu Kurek, en hún gekk í sama skóla og Gunnlaugur. Natasza söng hér á djasshátíðum síðasta sumar bæði á Selfossi og RúRek. Gunnlaugur er að vonum ánægður með árangurinn í skólanum og hvað framtíðina varðar segist hann vera opinn fyrir ýmsum tækifærum þar sem djassmenntun hans geti notið sín. Titanic í heimssiglingu KVIKMYNDABORGIN Holly- vvood kemur enn og aftur á óvart með nýjungum sínum og í þetta skipti eru það forsvars- menn stórmyndarinnar Titanic sem ríða á vaðið. Sviðsmenn kvikmyndarinnar hafa nú byggt færanlega sviðsmynd sem er ná- kvæm eftirlíking af þeirri sem notuð var í myndinni. í þetta skipti heldur „Titanic“ í ferð sem er lengri en yfir Atl- antshafið því ætlunin er að sviðs- myndin fari í heimsferð. Ævin- týrið hefst með gönguferð „neð- ansjávar" þar til komið er að flaki Titanic. Þar tekur við ferða- lag þar sem þátttakendur enda um borð í skipinu á miðri jómfrú- arsiglingu þess í aprfl 1912 - eini munurinn er sá, að núna ferðast allir á fyrsta farrými. Til þess að gera upplifunina eins raunverulega og hægt er þá er að sjálfsögðu skilið við farþeg- ana á hádramatískan hátt. Ferð LEONARDO DiCaprio og Kate Winslet komast í hann krappann í stórmyndinni Titanic. þessara farþega lýkur þó ekki úi á miðju hafi heldur í minjagripa- verslun sem sett hefur verið upp neðan þilja hins nýja „Titanic“. Einn af framleiðendum stór- myndarinnar, Jon Landau, sem ennþá ferðast með Óskarsverð- laun sín með sér hvert sem hann fer, hafði umsjón með verkinu. Hann sagði að hugmyndin væri að leyfa fólki að upplifa hvernig það er annars vegar að vera kvikmyndastjarna og hins vegar að vera einn af farþegun- um um borð í hinu fræga skipi. Sviðsmyndin er nákvæm eftirlík- ing af hinu upprunalega skipi með vinnustofu arkitektsins Thomas Andrew og að sjálf- sögðu hinum einstaka borðsal þar sem hægt er að panta mat af upprunalegum matseðli hinnar einu ferðar. Sviðsmyndin hóf heimsferð sína með alheimsopn- un í Wembley-höllinni í Lundún- um og var því næst sett upp í París og Amsterdam og kostar ferðin með risaskipinu litlar 2 þúsund krónur. CLYDA úrin fást í flestum úraverslunum I C LYDA PARIS Standpína vikunnar Hey Boy, Hey Girl / -1 Pumping On Your Steneo Nýburi vikunnar Cappot Rope NoDoubt Feap Factory Suede 24 27 Cars C! ‘ ■ 1 25 ; ' “ She's In Fashion ;; 28 19 Ends Hrakfailabálkurínn - fellur um 7 sœti 27 22 Awful j 28 28 Battlellag Blilífeyrisþeginn - 12 vikur I lista 29 25 You Look So Fine 80 28 747 qrninnJ? - allar götur síðan (925 Skeifunni II - Sími S88 9890 - Netfang ominn@mmedia.is Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga Ný kynslóð línuskauta Þú kemst áfram þar sem aðrir þurfa að stoppa ítölsku Hypno skautarnir eru engir venjulegir línuskautar. Þegar þú kemur á áfangastað smellirðu skautunum einfaldlega undan Hypno skónum og gengur af stað. Þú sleppur alveg við að burðast með aukaskó með þér. Væntanlegir ísskautar undir sömu skóna! Hypno - hreint frábær nýjung fyrir fólk á ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.