Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987, Udönd Róstur í S-Kóreu Gustav Husak (til hægri) óskar Milos Jakes til hamingju með embætti leið- toga kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu. Símamynd Reuter Lofar umbótum gætu opnað atkvæðakassana. Mót- mælendur veittu viönám í um það bil tvær klukkustundir og köstuðu grjóti og bensínsprengjum að lög- reglunni áður en þeir gáfust upp. Að . sögn lögreglunnar særðust þrjátíu í átökunum og rúmlega fimm hundr- uð voru handteknir. Stjómarandstæðingar, sem fylgd- ust með atkvæðatalningunni, sögðu að kassi, fullur að fólsuðum atkvæð- um, hefði fundist í brauðflutningabíl. Fullyrtu þeir að til hefði staðiö að skipta á kössum áður en atkvæða- talning hæfist. Það var einkum þessi fullyrðing sem varð þess valdandi að mótmælendur hertóku skrifstofuna. Háttsettur embættismaður viður- kenndi í gær að hafa þegið mútur að upphæð þijátíu þúsund dollarar frá stjórnarflokksmönnum. Reyndi Jiann að svipta sig lífi með því að hella bensíni yfir sig og kveikja í. Samtímis hrópaði hann að kosninga- svindl Uði undir lok um leið og hann sjálfur. Hann var fluttur á sjúkrahús með þriðja stigs branasár. Báðir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar, Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung, hafa lýst því yfir að þeir sætti sig ekki við úrsUt kosninganna og hvöttu stjómina til þess í gær að lýsa sigur frambjóðanda síns ógfid- an. Fyrir kosningarnar höfðu báðir leiðtogar stjómarandstöðunnar farið fram á það viö forseta landsins, Chun Doo Hwan, að hann leysti upp stjóm- ina og skipaði sérstaka óháða nefnd fil þess aö hafa eftirUt með kosning- unum. í morgun urðu einnig átök mUU mótmælenda í miðborg Seoul og í suðvesturhluta landsins. MUos Jakes, eftirmaður Gustavs Husak sem leiðtogi kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og breyt- ingum svipuðum þeim sem verið er að koma á í Sovétríkjunum. Eftir átján ár við völd sagði Husak af sér formennsku flokksins á fundi miðstjórnarinnar í Prag í gær. Hus- ak, sem innleiddi harðlínukommún- isma eftir innrásina 1968, mun gegna áfram embætti forseta landsins jafn- framt þvi sem hann mun eiga sæti í stjórn flokksins. Að sögn vestrænna stjómarerind- reka hefur Jakes, sem verið hefur ritari miðstjómar flokksins, smám saman verið að færast í áttina að þeirri stefnu í umbótamálum sem nú ríkir í Sovétríkjunum. Einn stjórnar- erindreki kvaðst vera þeirrar skoöunar að eftir að Gorbatsjov komst til valda hefðu Sovétríkin hvatt hina öldraðu leiðtoga fyrir austan tjald til þess að víkja og velta menn því nú fyrir sér hvort leiðtogi Ungverja, Janos Kadar, og leiðtogi Austur-Þýskalands, Erich Honecker, muni bráðum segja af sér. Þeir eru báðir 75 ára gamlir. Gustav Husak er 74 ára gamall. Ekki er búist við að Jakes, sem er 65 ára gamall, muni grípa til jafn- skyndilegra aðgeröa og Gorbatsjov gerði í Sovétríkjunum. í tilefni leið- togaskiptanna kvaðst Gorbatsjov í gær fullviss um að Jakes myndi koma til leiðar því sem fyrir dyrum stæði. Það var aðeins síðustu mánuðina sem Gustav Husak lét undan hvað varðaði breytingar svipaðar þeim sem nú eiga sér stað í Sovétríkjun- um. Husak tók við stjórn Tékkósló- vakíu, árið 1968 þegar Alexander Dubcek var látinn hverfa af sjónar- sviöinu. Lofaði Husak þá að víkja í engu frá umbótastefnu Dubceks en þrýstingur frá Sovétríkjunum varð honum fljótt ofviða. I Seoul í Suður-Kóreu réðust í morgun þúsundir lögreglumanna til inngöngu í skrifstofur þar sem at- kvæðatalning á að fara fram. Þar höfðu um tvö þúsund stúdentar og óbreyttir borgarar safnast saman til þess að mótmæla meintu kosninga- svindh í forsetakosningunum sem haldnar voru á miövikudaginn. Frambjóðandi stjómarinnar, Roh Tae-Woo, var í gær lýstur sem sigur- vegari fyrstu fijálsu kosninganna sem haldnar hafa verið í Suður- Kóreu í sextán ár. Stjórnarandstæö- ingar sökuðu embættismenn um víðtækt svindl. Lögreglumennirnir beittu táragasi og vatnskanónum að mótmælendum og ráku þá í burtu. Höfðu þeir komið í veg fyrir að kosningastarfsmenn Lögreglumenn skutu táragasi inn i skrifstofur þar sem mótmælendur komu i veg fyrir að atkvæðatalning gæti farið fram. Simamynd Reuter >. ............... ™——--- ■■ ÍCHRISTINE SÍÍÚ Hringbraut 119 Sími 22340

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.