Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Neytendur Hvað kosta Viö könnuðum verö á jólastjörn- um og hýjasintura i vikunni. Ætlunin var einnig að athuga með verð á túlípönum á lauk, svokölluð- um Brillant Star, en þeir reyndust hvergi fást nema á tveimur stöðum. Ekki er þó loku fyrir það skotið að þeir berist íyrir jólin. Jólastjömur em að verða upp- seldar viöast hvar. Þær fengust því á raun fjölbreyttara verði áður, aöeins era tekin verð á þeira jóla- stjömum sera eftir eru. Hýjasintur eða goðaliþur fást yflrleitt aðeins í tyrsta flokki. Þó eru þær til í öðrum flokki og getur verið að þær fáist stærri síðar. í meðfýlgjandi súluriti má sjá verð á hverri býjasintu í fyrsta flokki. Þær fást sumstaðar í öðrum flokki og eru þá að sjálfsögðu ódýr- ari. Lægst var verðið á fyrsta flokks hýjasintu í Grænu höndinni þar sem hún kostar kr. 145. Hæsta verðið var hins vegar í Blómaböll- inni þar sem hýjasinta kostar kr. 195. -PLP Verðáhýasintum Hýasintur eða goðaliljur eru mjög vinsælar í jólaskreytingar. Blómahöllin Blómogávextir Hraun Stefánsblóm ígulkerið Alaska Blómast. Friðfi Dögg Garðshom Vor Blómaval Græna höndin Jt Jólablómin fleiri en margur hugði Við höfðum áhuga á að vita sitt- hvað um jólablóm og snerum okkur því til Kristjáns Inga Jónssonar hjá Blómálfmum og hann veitti okkur góðfúslega eftirfarandi upplýsingar. Jólastjarna „Til að halda jólastjörnu fallegri þarf að geyma hana á björtum stað og ekki of heitum. Það er mikilvægt að halda henni rakri, án þess þó að rennbleyta hana. Það er nær ómögu- legt að fá hana til að blómstra á nýjan leik, en hún er fjölær og þar sem hún vex villt getur hún náð átta til tíu metra hæð. Ef fólk vill eiga hana áfram græna þarf að klippa hana niður.“ Hýjasintur og túlípanar „Hýjasintu þarf að velja sem lokað- asta. Henni er yfirleitt plantað í mosa og þarf að vökva hana vel, án þess að bleyta hana um of. Hún er fljót að þroskast og ganga yfir í hita þann- ig að hún þyrfti aö vera á svölum stað, t.d. viö opinn glugga. Það er hægt að setja niður laukinn úti í garði síðar. Þá er blómið skoriö af, blöðin látin standa og vökvað vel. Þaö er ágætt að vökva með veikri áburðarupplausn þar til blöðin visna. Þegar það gerist er laukurinn tekinn upp og þurrkaður. Síðan er hægt að planta lauknum út. Það þarf að gerast á haustin, svona þremur vikum áður en frost kemur í jörðu. Túlípanar þurfa svipaða meðferð og hýjasintur. Hitinn er banabiti fyr- ir þessi blóm og þarf því að geyma þau á köldum stað. ísskápurinn er hins vegar fullkaldur þannig að yfir- leitt verður að láta opinn glugga nægja.“ Einir „Eininum er best að halda sem * LAZERBYSSUR Tvær í setti Verð kr. 2.900,- TÆKNILAND Laugavegi 168 - sími18055 Blómálfurinn á Vesturgötu er í jólaskapi. DV-myndir BG mest rökum, jafnvel að úða hann einu sinni til tvisvar í viku. Hann er útiplanta í Evrópu þannig að hann þarf að geyma á svölum og rökum stað. Það er mjög gott að geyma hann í garð- eða glerhýsi. Hann kostar 400-2.500 kr. eftir stærð.“ Bergfléttur „Bergfléttur eru að mörgu leyti þægi- legustu jólablómin. Þegar jólin eru hðin er bara að taka af þeim skreyt- Flamengóblóm í pottum. ingamar og þá er komin hin falleg- asta stofuplanta. Þær kosta skreyttar 1.050 kr.“ Flamengóblóm „Flestir eru famir að þekkja af- skorin flamengóblóm. Nú fæst litli bróðir þessara blóma í pottum. Þetta er ágæt stofuplanta sem ber skemmtileg, lítil, rauð flamengó- blóm. Slíkt blóm kostar 1.650 kr.“ Alpafjólur og alparósir „Alpaíjólur og alparósir eru að verða mjög vinsælar sem jólablóm. Fjólan kostar í kringum 500 kr. og rósin kostar 600-850 kr. eftir stærð. Þetta era ekta jólablóm.“ Jólabegónía „Jólabegónía hefur lítiö verið not- uð hér á landi sem jólablóm en hún er mjög vinsæl í nágrannalöndunum. Ég hef ekki getað fengið hana en hún myndi kosta eitthvað í kringum 500 krónur." -PLP Einirinn virðist hafa verið þekktari hér sem jólaplanta áður ef marka má jólasöngva eins og „Göngum við i kringum einiberjarunn... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.