Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Spumingm Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf? Gísli Einarsson: íslendingasögurnar frá Svörtu á hvítu. Þær eru meiri- háttar eign. Berglind Einarsdóttir: Iiminn, al- fræðibók. Jóhanna Snorradóttir: Nýju bókina hans Péturs Gunnarssonar. Jóhannes Jóhannesson: Ég hefi nú ekki neitt ákveðið um þaö ennþá. Þaö er svo mikið bókaflóðið. Dröfn Hreiðarsdóttir: Stóra atlasinn og bók Ástu grasalæknis t.d. Ólafur B. Ólafsson: Ég er mikið fyrir þjóðlegan fróðleik og íslendingasög- umar í nýju útgáfunni eru eigulegar. Lesendur Bestu flugvellimir: Flugstöð eða flugvöllur? Bryiyólfur hringdi: í dagblöðum í dag eru fréttir um að nú hafi bestu flugvellirnir verið valdir af einhveiju sænsku tíma- riti. í Mbl. er þessu slegið upp á baksíðu en Tíminn reynir að fara varlegar í sakirnar og setur fréttina við kjölinn á bls. 3. Og misjafnlega túlka nú þessi tvö blöð fréttina. I Mbl. segir í fyrir- sögn: „Bestu flugvellir Evrópu valdir: Leifsstöð í öðni sæti af minni flughöfnunum.“ í Tímanum segir hins vegar aðeins: „Keflavík í öðru sæti.“ Könnunin á að hafa verið gerð af 12 manna hópi sem feröaðist milli 28 flugvalla í Evrópu, auk þess sem farþegar voru spurðir um hug þeirra til flughafnanna (ekki getið hve margir voru spurðir). Spurt var um eftirfarandi atriði m.a.: vinnubrögð við afgreiðslu og bókanir, vinnubrögð viö móttöku komu- og biðfarþega, vegabréfa- skoðun, öryggiseftirlit, vegalengd til flugvallar, veitingahús, afþrey- ingu, umhverfi og aðra þjónustu. I þessu sambandi var Kastrup flugvöllur í fyrsta sæti af stærri flugvöllum og í öðru sæti var Schiphol flugvöllur í Amsterdam. Af minni flugvöllum, þar sem færri en 6 milljónir farþega fara um, var Mílanóflugvöllur í fyrsta sæti en Keflavíkurflugvöllur í öðru sæti. En nú kemur að því sem mér finnst vera vafaatriði. Það er hvort hér er yfirleitt átt við flugstöðvar- byggingu viðkomandi flugvallar eða flugvöllinn sjálfan. I Morgun- blaðinu er lögð áhersla á „Leifs- stöð“ eins og segir í fyrirsögn en í Tímanum er aðeins talað um „flug- völl“ og „Keflavík í öðru sæti“ eins og kemur fram í fyrirsögn þess blaðs. Mér þykir skjóta skökku við ef Leifsstöð er komin í annað sæti sem besta og þægilegasta flug- stöðvarbygging í Evrópu, jafnvel áður en hún er fullbúin! Þar hefur til skamms tíma - og sennilega ennþá - ekki verið hægt að fá kaffi- sopa ef maður kemur þama elds- nemma að morgni til að taka á móti farþegum! Þar er heldur engar upplýsingar að fá um eitt eða annað því enginn maður er sjáanlegm- svo snemma dags. Og ekki er afþrey- ingunni fyrir að fara þar eða umhverfinu! Hins vegar gæti ég trúað að flug- vöflurhm sjálfur fengi eina eða fleiri stjömur fyrir góðan útbúnað. Flugvöllurinn er alfarið rekinn af Bandaríkjamönnum en ekki okkur íslendingum, hvort sem um er að ræða rekstur tækja eða viðhald. Þetta er líka öðmm þræði her- flugvöllur og útbúinn samkvæmt því. En eftir stendur að ég er mjög vantrúaður á að nefnd úttekt sænska tímaritsins, sem vitnað er -til, eigi við um flugstöðina, frekar flugvöllinn sjálfan ef eitthvað er. Eða þannig... En auðvitað er sum- um mjög í mun að einmitt nú fái Leifsstöð nokkur „prik“ eftir allt sem á undan er gengið! Greiðslukortin: Kaupmenn kála mínu keifi Tómas skrifar: Ég er einn þeirra sem finnst greiðslukortin hreinasta þarfaþing. Ef notkun þeirra veldur hærra verð- lagi er það vegna þess aö kaupahéðn- ar nota þau sem skálkaskjól til þess. Þau koma í veg fyrir mistalningu hjá þeim og hugsanleg misferli af- greiðslufólks, tryggja þeim skilvísar greiðslur og spara hlaup í banka, svo nokkuð sé nefnt. Ríkinu í heild spara þau verulega í seðlaprentun og myntsláttu - og þannig má lengi 7090-1919 skrifar: Mér finnst nú heldur betur vera farinn glansinn af nýju útvarps- stöðvunum. Þetta leit allt vel út í fyrstu. Nú, að því er virðist, er eins og hveijum sem er sé hleypt þama að og hann settur „í loftið“ beint af götunni. Þarna eru að vísu góðir og gegnir útvarpsmenn inn á milli og er það vel. En obbinn af þ'essum svokölluðu umsjónarmönnum gerir lítið annað en segja misheppnaða brandara og bjóða óskalög sem mest krakkar eru að notfæra sér. Næturútvarpið er t.d uppfullt af halda áfram. En svo kemur í ljós að það er hægt að gera okkur glennu með þeim lika. Ég held kannski ekki nákvæmt bók- hald yfir notkun mína á greiðslu- kortum hveiju sinni, en veit þó alltaf nokkurn veginn hvar ég er staddur, hérumbil, í fjárútlátum, ogjafna þau að nokkru leyti milli greiðslutíma- bila. En svo ijúka þessir kaupahéðnar, sem sífellt eru að skammast út í greiðslukortin, til þess núna að stytta kveðjum og óskalögum. Meira að segja krakkar eru orðnir afhuga þessum slagorðakenndu upphrópun- um.sem notast er við. Manni finnst eins og verið sé að reyna að drepa tímann eða öflu heldur að teygja hann. Ef fram heldur sem horfir þá held ég að flestir snúi sér bara að gömlu gufunni aftur sem er enn óbreytt. Ég sem verslunarmaður er stein- hættur að auglýsa í þessum stöðvum, það hefur ekki nokkum tilgang með- an dagskráin er jafnútþynnt og mér finnst hún vera nú. eitt greiðslutímabil en lengja annað, og ragla þar með allt kerfið mitt! Með þessu eru þeir að færa til út- gjöld fyrir almenning, sjálfum sér í hag! Þetta hefðu þeir aldrei getað, ef þeir heföu ekki haft þessi kort, sem þeir eru sjálfir alltaf að harma- syngja. Svona er nú skinhelgin. En þetta kemur sér illa fyrir míg og mitt kerfi. Ég bið þess lengstra orða að ráðamenn greiðslukortanna hlutist til um að svona verði ekki gert að reglu. dagskrárefni nýju útvarpsstöðv- anna. Vélin beið ekki Guðm. Sigurðsson hringdi: Við áttum bókað far með Flug- leiðum til Homafjaröar 15. des. og áttura að mæta kl. 11 fyrir hádegi. Klukkan var hins vegar 11.15 er við mættum á afgreiðsl- una. Þá var verið að kalla upp far- þega til Horaafjaröar og biöja þá að gefa sig fram við afgreiðslu- boröið, Ég var með bíl að láni frá kunningja mínum og þurfti að skila honum og gerði það meðan kona mín gekk frá miðunum og afhenti þá. Þegar ég kem til baka í af- greiöslu á flugvelli var klukkan 11.31. Þá vora aflir farþegar komnir um borð í flugvélina, nema kona min og börnin, sem biðu eftir mér. Var þá búið að loka dyram flug- vélarinnar og hún farin að renna af staö frá byggingunni. Af- greiðslustúlkur káÚa nú Qugvél- ina upp og segja að ég sé mættur (aörir úr mínum hópi vora þarna fyrir, eins og áður er getiö). Stúlkumar voru mjög liölegar og ekkert nema elskulegheitin. En flugstjóri vildi ekki bíða til að hleypáokkur um borð. Stúlkum- ar heyrðu S kallkerfinu að far- þegar í vélinni sögöust hafa séð okkur þarna ínni og undruðust það að ekki var beðið þessa einu mínútu. En liðlegheitin voru ekki meiri en þetta og það við fólk sem er fastir viöskiptavinir félagsins og á ekki annars úrkosti. Vonandi er þetta undantekning en ekki regla. Ég vil taka fram enn einu sinni aö afgreiðslustúlkur voru mjög kurteisar og reyndu að bjarga raálinu án árangurs. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifíð. Nýju útvarps- stöðvamar dala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.