Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Annir á atþingi Annir hafa ríkt á alþingi undanfarna daga. Þaö er ekki nýtt og kemur engum á óvart, allra síst þingmönn- um sjálfum eða þeim sem þar hafa forystu, ráðherrum, forsetum og formönnum þingflokka. Þeir eru sjálfir mennirnir sem hafa það á valdi sínu hvernig og hvenær mál eru lögð fram og hvaða tíma þau fá til afgreiðslu. Þannig hefur það alltaf verið og óþarfi að býsnast yfir önnum síðustu dagana fyrir jól. Það verklag hefur ríkt á alþingi að mál eru lögð fram seint og um síðir eða afgreiðsla þeirra dregst til síðustu stundar. í rauninni má ætla að ekki skipti máli hvenær sht eða hlé er gert á störfum alþingis. Þingheimur mun alltaf koma sjálfum sér í tímapressu. Það er hins vegar hálfhlægilegt að heyra alþingis- menn hafa áhyggjur af því sem einhverju alvörumáli þótt þinghald þurfi að standa mihi jóla og nýárs. Hvað er athugavert við það? Þinghlé allt frá jólum og til enda janúar er tímaskekkja og arfur frá því í gamla daga þegar samgöngur og önnur atvinna torvelduðu þing- mönnum veturlanga þingsetu. Undanfarna áratugi hefur málum og störfum alþingis fjölgað svo gífurlega að það er satt að segja fáránlegt að ríghalda enn í þann gamla sið að gera hlé á þingstörfum hálft árið, þar af heilan mánuð á miðjum vetri. Þingmenn eru jú á laun- um tólf mánuði á ári. Með réttu má segja að þingmenn þurfi að hafa tíma til að heimsækja kjördæmi sín og kjósendur en slíka yfirreið má gera á tveim, þrem mánuðum yfir sumartím- ann. Auk þess eru samgöngur og íjarskiptatækni nútímans önnur og meiri en þegar þingmenn þurftu að ríða um héruð eða heimsækja hvern bæ til að ná tah af umbjóðendum sínum. Jólaleyfi í fjórar til fimm vikur er óskiljanleg töf á þinghaldi alþingis sem á hverju ári kemst í tímaþröng. Þingmenn eru ekki of góðir til að sitja þingfundi milh jóla og nýárs og stunda sín störf eins og annað fólk. Þeir gera hvorki sjálfum sér né virð- ingu alþingis greiða með sífelldum barlómi um að álagið sé svo mikið að þeir þurfi að framlengja þinghaldið fram til áramóta. Það er kannske skhjanlegt að grunnskólarn- ir gefi nemendum sínum frí nokkra daga fyrir jól en alþingismenn eru vonandi vaxnir upp úr skólamóraln- um. Sannleikurinn er sá að alþingi er sjálfu sér verst gagn- vart almenningsálitinu, bæði með sjálfsmeðaumkun vegna aukins álags þessa dagana og svo með jólagjöfum til sín og sinna. Nú eins og endranær hafa verið lagðar fram tihögur um styrki til stjórnmálaflokkanna og blaða á þeirra vegum sem nema fjörutíu mihjónum króna, auk samþykktar um að ríkið kaupi tvö hundruð og fimmtíu eintök af flokksblöðunum fyrir ýmsar opinberar stofn- anir. Þau blaðakaup eru grímulaus aðferð til að láta skattborgarana greiða fyrir útgáfu flokksblaða, hvort sem þau eru lesin eða ekki. Ófyrirleitni meirihluta al- þingis í íjáraustri til flokka og starfsemi þeirra er auðvitað ekkert annað en misnotkun á aðstöðu flokk- anna til að viðhalda sjálfum sér á kostnað annarra. Það eykur ekki virðinguna fyrir alþingi þegar þeir sem þar sitja ráðskast þannig með annarra fé til að hygla sjálfum sér og væla síðan undan því að þurfa að mæta til funda þremur dögum lengur. Slíkur málath- búnaður fellur ekki í góðan jarðveg meðal kjósenda. Látum vera þótt alþingi taki póhtískar ákvarðanir sem orka tvímæhs. En í guðanna bænum, ekki kvarta undan því að þær ákvarðanir stytti frítímann! Ellert B. Schram Lögbundinn spamaður - lögbundin sóun Ungur framsóknarmaður, Hallur Magnússon, beinir til mín skrifum í DV fyrir nokkru varðandi ávöxt- un á skyldusparnaði ungmenna. Hann ber saman ávöxtun skyldu- spamaðar og kjör á spariskírtein- um ríkissjóðs og kemst að þeirri niðurstöðu að íjármálaráðherra hafi af ungu fólki um 100 milljónir króna á næsta ári vegna lágrar ávöxtunar skyldusparnaðar. Nú er það svo að skyldusparnað- ur sem slíkur og ávöxtun hans heyrir ekki undir fjármálaráðu- neytið. Verður ekki séð af hveiju hinn ungi framsóknarmaður beinir skeytum sínum aö fjármálaráð- herra af þessu tilefni. Fyrir því má færa óyggjandi rök að aörir ráð- herrar Halli nákomnari reynist ungu fólki sem öðrum skattgreið- endum nokkru dýrari en sem nemur áður nefndum eitt hundrað milljónum. Kjallariim Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra „Ahrifaríkasta aðgerðin til að halda vöxtum niðri er að reka ríkisbúskapinn án halla og minnka þannig spennuna á innlendum lánsfjármarkaði.“ Samanburðurinn Lítum þó ögn nánar á þennan samanburö skyldusparnaðar og spariskírteina. Um skyldusparnað er kveðið á í lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins frá 1985 sem sett voru í ráð- herratíð Alexanders Stefánssonar. Þau segja aö skylduspamaður skuli ávaxtast hjá Byggingarsjóði ríkisins og ber að jafnaði sömu vexti og eru á almennum útlánum sjóðsins. Upphæð þeirra ákveður ríkisstjóm hverju sinni. Þeir eru núna 3,5%. Öðru máli gegnir um spariskír- teini ríkissjóðs. Þau era tæki til fjáröflunar á innlendum markaði og lúta lögmálum þeirra viðskipta. Ríkissjóður á í harðri samkeppni um innlent lánsfé, enda hefur verið mörkuð sú stefna að ríkissjóður taki engin erlend lán á næsta ári. Hin leiðin væri auðveldari, að sækja lánsfé til útlanda, en þessi er viturlegri. Það leiðir af sjálfu sér að ríkissjóöur þarf að bjóða góð kjör á spariskírteinum ef þau eiga að vera fýsilegur kostur í sparnaði. Þaö hefur verið gert og skilað góð- um árangri. Hér er því verið að bera saman. annars vegar ávöxtun með lög- bundinni viðmiðun og hins vegar ávöxtunarkjör í harðri samkeppni á markaði. Þaö er því meira en hæpið að álykta sem svo að þetta tvennt lúti sömu lögmálum og sé samanburðarhæft. Undir hitt skal þó tekið að það samrýmist ekki réttlæti að ávöxtun lögbundins sparnaðar sé svo lág miðað við önnur kjör sem bjóðast. Þetta hefur verið réttlætt með því að skylduspamaður er skattfrjáls. Það breytist um áramótin með staðgreiðslu skatta. Þess vegna er eðlilegt að lög um skyldusparnað séu endurskoðuð í því ljósi. Félags- málaráðherra hefur lýst yfir að hún muni beita sér fyrir slíkri end- urskoöun. Hallalaus fjárlög - lægri vextir Hækkun ávöxtunar á skyldu- spamaði leysir út af fyrir sig engan vanda og hlýtur að verða tíma- bundin ráðstöfun. Vandinn er sá að vaxtastig í landinu er almennt of hátt. Þetta kemur m.a. fram í því að húsnæðiskerfið tekur fé að láni hjá lífeyrissjóöunum á því sem næst markaðskjörum og eyðir svo sífellt stærri hluta af ráðstöfunarfé sínu til að niðufgreiða vexti á út- lánum. Þetta nær auðvitað engri átt, enda er hálf þjóðin komin í bið- röð eftir niðurgreiddu fé hjá Húsnæðisstofnun. Áhrifaríkasta aðgerðin til að halda vöxtum niðri er að reka rík- isbúskapinn án halla og minnka þannig spennuna á innlendum lánsfjármarkaði. Ríkisstjórnin hef- ur markað þessa grundvallar- stefnu og frá henni verður ekki hvikað. Fjárlög veröa nú afgreidd halla- laus. Því markmiði er náð með aukinni tekjuöflun og víðtækum niðurskurði. Niðurskurðurinn beinist fyrst og fremst að því sem viö jafnaðarmenn höfum nefnt vel- ferðarkerfi fyrirtækjanna, þ.e. millifærslum og styrkjum til at- vinnuvega og fyrirtækja. Þar dragast útgjöld saman um tæplega 20% skv. fjárlagaframvarpi. Hallalaus fjárlög skila sér í lægri vöxtum þegar til lengri tíma er lit- ið. Ég hlýt þess vegna að vænta stuðnings Halls Magnússonar og annarra ungra framsóknarmanna, sem bera hag ungra húsbyggjenda fyrir brjósti, í baráttunni við kröfu- gerðarhópana sem heimta meiri ríkisútgjöld. Ekki síst veijendur offramleiöslustefnu í landbúnaði sem hafa komiö því í lög að fjár- málaráðherra er orðinn umsvifa- mesti kjötkaupmaður landsins. Fráhvarf frá þeirri hringavitleysu myndi spara ungu fólki ekki bara milljónir, heldur milljarða á fáum misseram. Svo geta menn spurt sig hvort er verra, að tapa milljónum í lögbundnum sparnaði eöa aö tapa milljörðum í lögbundinni sóun. Jón Baldvin Hannibalsson uiklSSJ* fý*,10.000 Spariskirteini ríkissjóðs eru tæki til fjárötlunar á innlendum markaði og' lúta lögmálum þeirra viðskipta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.