Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 48
60 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Shelley Long sem lék bardömuna í gaman- þættinum Staupasteini, er sæmilega efnuð. Hún á tveggja ára gamla dóttur og gefur henni náttúrlega jóla- gjöf. Hún brá sér í búð um daginn í því skyni og keypti handsmíðað brúðuhús með öllum fylgihlutum, sem hægt var að fá, af fínustu gerð. Brúðuhúsið var svona heldur í dýrari kantinum en Shelley setti verðið ekki fyrir sig. Það hljóðaði upp á 540 þúsund krónur. Sarah Ferguson fær margar óskir sínar upp- fylltar, en þó ekki allar. Hana langaði alit í einu í pels um daginn og skellti sér í eina af fínni pelsabúðunum. Hún gekk út úr henni í pels fyrir 1,8 milljónir króna. Þegar hún sýndi Andrew herlegheitin gekk hann af göflunum og spurði hana hvort hún héldi að hún væri Díana. Fergie mátti gjöra svo vel að fara aftur til baka og skila pelsin- um því þau hefðu ekki ráð á svona fjárfestingu. Brigitte Nielsen er nú öllum stundum á Ítalíu aar sem hún er með sjón- varpsþátt. Einnig gaf hún út plötu um daginn sem selst víst bara nokkuð vel í Ítalíu og Vestur-Þýskalandi. Gitte var búin að ná nokrum vin- sældum vestanhafs þegar hún var gift Sylvester Stall- one, en hún reynir lítið fyrir sér þar lengur. Ástæðan kvað vera sú að flestir Bandaríkja- menn telja að hún hafi farið illa méð súperhetjuna þeirra og vilja því hvorki heyra í henni né sjá. Einar Júlíusson og Anna Vilhjálms sýndu og sönnuðu að þau höfðu engu gleymt. DV-myndir GVA Jóhann G. Jóhannsson tók að sjálfsögðu lagið „Don’t try to fool me“ við góðar undirtektir. Gullöldin riíjuð upp Þeir í Súlnasal Hótel Sögu eru bún- ir að skipuleggja skemmtidagskrána sem gestum verður boðið upp á eftir áramótin. Til þess að kynna hana buðu Sögumenn fulltrúum úr skemmtana- og blaðaiðnaðinum í veislu þar sem boðið var upp á sýnis- hom af skemmtidagskránni. Samtals mættu tæplega 300 manns sem nutu matarogdrykkjarjafnframtþvísem arson, Rúnar Júlíusson, Jóhann þeir kynntu sér innihald skemmti- Helgason, Hljómar og fleiri. Einnig dagskrárinnar. var sýnt úr söngleiknum Næturgal- í skemmtidagskránni kennir anum eftir Magnús Eiríksson sem ýmissa grasa. Á nýárskvöld verður frumfluttur verður í febrúar. Þar sérstök sýning sem ber heitiö „Tekið komu fram meðal'annarra Jóhanna á loft í Súlnasal og eru flugstjórar Linnet, Pálmi Gunnarsson og hljóm- þeirrar sýningar meðal annars sveit Magnúsar Kjartanssonar. Af Magnús Kjartansson, Gunnar Þórð- öðrum skemmtikröftumn, sem fram komu, má nefna Einar Júlíusson, Önnu Vilhjálms, Jóhann G. Jó- hannsson og fleiri. Gestirnir á þessari kynningu skemmtu sér konunglega og tóku jafnvel undir með söngvurum í göml- um slögurum. Magnús þór Sigmundsson söngvari hampar hér barnaplötunni „Ég ætla að syngja’* sem kom út fyrir stuttu. DV-mynd HS Ég ætla að syngja Fyrir þessi jól vill svo undarlega til að aðeins kemur út ein plata sem er sérstaklega ætluð börnum. Vanalega hafa komið út þrjár til fimm, sex plötur á ári en nú bregður öðruvísi við. Þessi eina plata, „Ég ætla að syngja", er gefin út af bókaforlaginu Erni og Örlygi. Aðalsöngvari plötunnar er Magnús Þór Sigmundsson, en Pálmi Gunnarsson og Jón Ólafsson syngja einnig lög á plötunni. í samtali við Magnús Þór kom fram að hann hafði lengi gengið með það í maganum að vinna bamaplötu í samvinnu við böm, og lagði hann sér- staka áherslu á að lögin á plötunni væm í þeim tónhæðum sem yngri börn réðu við í hlustun. Lögin voru valin í samvinnu við Jenný Borge- dóttir fóstru og börn á dagheimilinu Marbakka. Auk þess að gefa út plötu er einnig hægt að fá hana á kassettu eöa geisladiski. Textablað fylgir plötunni með einfóldum leiðbeiningum um gítargrip fyrir unga gítarleikara ef þeir vilja reyna sig við lögin, og er það til fyrirmyndar. Mála- skólií 40 ár Kristín Guðmundsdóttir er ritari við skólann en Snorri Jóelsson og Ármann Höskuldsson kennarar. DV-myndir KAE Hér eru þrjár kynslóðir skólastjóra samankomnar, Rúnar Björgvinsson, Einar Pálsson sem átti og rak Málaskólann Mimi um árabil og Valtýr Valtýs- son sem er núverandi skólastjóri. Málaskólinn Mímir hefur á þessu ári verið starfræktur í fjörutíu ár og var afmælisins minnst í veislu um síðustu helgi að núverandi húsnæði skólans aö Ánanesi. Skólinn var stofnaður árið 1947 af Halldóri Dungal en Einar Pálsson keypti hann fimm ámm síðar. Einar rak skólann í 32 ár en áriö 1984 keypti Stjórnun- arfélag íslands hann af Einari. Ári síðar var starfsemin flutt úr Brautarholti yfir í núverandi húsnæði að Ánanesi 15. Ritaraskóh hefur verið starfræktur jafnframt málakennslunni frá árinu 1974. í afmælisveisluna mættu margir fyrrverandi og núverandi kennarar og nemendur skólans og fulltrúar frá Stjórnunarfélagi íslands til þess að halda daginn hátíðlegan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.