Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 49 Viðtalið__________dv „Hlakka til þeg- ar birtir aftur Óttar Proppé er einn af þremur núverandi ritstjórum Þjóöviljans og annar tveggja sem settust í rit- stjórastólinn í byijun desember á þessu ári. Óttar er Reykvíkingur aö uppruna en fluttist noröur í land áriö 1974 og gegndi um tíma bæjar- stjóraembætti á Siglufirði. Fyrir rúmu ári flutti hann aftur til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinnr. Kona hans er Guöný Ásólfs- dóttir og eiga þau tvo stráka, Hrafnkel sem er 19 ára og Kolbein 15 ára. Áður en Óttar tók viö ritstjóra- stöðunni gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Alþýöubanda- lagsins. Hann segist alla tíð hafa verið pólitískt þenkjandi eða a.m.k. vitað hvorum megin hann stæði við línuna. Fyrir nokknun mánuðum hóf hann svo störf á Þjóðviljanum sem ritstjómarfulltrúi en „í gamla daga“ eins og Óttar sjálfur orðaði það vann hann sem blaðamaður á þessum sama fjölmiðh. - En hver eru áhugamál Óttars Proppé, ritstjóra Þjóðviljans? „Eg er ekki heltekinn af neinu áhugamáli en geri mér þó ýmislegt til gamans í frístundum. Ég syng í Karlakór Reykjavíkur og söng reyndar einnig í kórum þegar ég bjó fyrir norðan. Ég hlusta einnig mikið á tónlist og er í rauninni alæta á allt sem heitir tónhst. Djassmúsík er þó ahtaf í mestu uppáhaldi. Ég glamra hka svohtið á píanó en það er einungis fyrir mig sjálfan. Maður reynir svo að fylgjast því sem er að gerast i bók- menntiun en á þessum árstíma er ansi erfitt að fylgjast með öhu sem Óttar Proppé, ritstjóri. út kemur í miðju bókaflóðinu en ég les svona það sem ég kemst yfír. Ferðalög eru líka hátt skrifuð hjá mér en reyndar geri ég aht of lítið að því að ferðast. - Ertu kominn í jólaskap? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla bara aö taka lífinu með ró um jóhn og verð að mestu heima fyrir. Þó býst ég við að fara upp í Þjórsárdal í heimsókn til tengdaforeldra minna. Einna mest hlakka ég þó th þegar fer að birta og sóhn hækkar á lofti. Snjóleysið um allt land er ég aftur á móti mjög sáttur við þrátt fyrir að ég hafi búið í einni mestu snjóakistu landsins fyrir norðan. -JBj Tilvalin jolagjof. Jón L. Árnason stórmeistari skrifar meginhluta bókarinnar. Jón er löngu kunnur fyrir skemmtilegan ritstíl sinn en hann hefur um langt skeið skrifað fasta þætti um skák í DV. Vönduð og eiguleg bók. Sýnum góðum málstað stuðning í verki! SKÁKSAM BAIMD ISLANDS STOFNAÐ 1925 Angandi jólasteik verðskuldar jóladrykk af bestu gerð; malt og appelsín frá Sanitas. Fram að jólum býður Sanitas upp á handhæga jólapoka með tólf dósum. Sex dósum af Ijúffengu ogfreyðandi malti og sex dósum af svalandi appelsíni sem þú síðan blandar saman eftir eigin smekk. Drekktu góða jólablöndu um jólin og jgGjQI þú kemst í ekta jólaskap

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.