Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 44
56 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Jarðarfarir Carla Codling, fædd Morthens, lést 7. desember á sjúkrahúsi í Asker í Noregi. Jaröarförin hefur fariö fram. Tryggvi Jónsson, forstjóri, Einimel __11, sem andaðist 11. desember, verö- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. desember kl. 13.30. Bjartmar Harry andaöist 10. des- ember. Jarðarförin hefur farið fram. Emil Jónasson lést 11. desember. Hann var fæddur á Eiðum í Eiða- þinghá þann 17. maí 1898, sonur hjónanna Jónasar Eiríkssonar og Guðlaugar M. Jónsdóttur. Eftir nám í Eiðaskóla fór Emil til Seyðisíjarðar í símritaranám á árunum 1923-24, en réðst að því loknu til starfa hjá Landssímanum á Seyðisfirði sem — símritari og vann eftir það sleitu- laust hjá þeirri stofnun til ársins 1967 aö hann sagði starfi sínu lausu fyrir aldurs sakir. Hann giftist Brynhildi Haraldsdóttur en hún lést árið 1969. Þau hjónin eignuöust eina dóttur og ólu einnig upp systurdóttur Bryn- hildar. Útför Emils verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyrmingar Eiðfaxi Jólablað er kominn út. Þar er að finna margar góðar greinar um hesta og hesta- mennsku. Sigurður Sigmundsson skrifar ritstjómarpistil um notkun Reiðhallar- innar, Helgi Sigurðsson dýralæknir skrifar um ormalyfsgjafir, athugasemdir Volker Ledermans forseta FEIF um aðal- fund FEIF birtar, Þórdís Iljálmarsdóttir skrifar um ferð á HM í Austurríki í sum- ar, og birt er grein um tamningar hesta sem birtist fyrst áriö 1894. Fjallað er um stofnun sérsambands hestamanna og Hulda Brynjólfsdóttir skrifar grein um íslenska hesta í Frakklandi. Rætt er við Ólaf Sveinsson, Óla punkt sem er álitinn vera töframaður og náttúrulæknir. Rætt er við Jakobínu Sigurvinsdóttur á Akur- eyri og Þorgeir Ingvason framkvæmdar- stjóra Fáks og birt er framhaldssaga Sigrúnar Björgvinsdóttur um Perlu. ; Einnig er birt ritgerð Ólafs Stephensen amtmanns um hesta svo og leiðbeiningar þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Carolinu van Hulst um varðveislu reið- tygja. Aukin heldur eru í blaðinu ýmsar smærri greinar og frásagnir. Skák dv -------------------------—------------------------------4_ Grfurleg spenna í heimsmeistaraeiirvíginu í Sevilla: Karpov vann biðskákina og endurheimti foiystuna - Kasparov verður að vinna lokaskákina ídagtíl að halda heimsmeistaratitlinum Karpov nægir jafntefli i dag til að endurheimta heimsmeistaratitilinn. Askorandanum Anatoly Karpov tókst að snúa á heimsmeistarann Garrí Kasparov í 23. og næstsíðustu einvígisskákinni í Sevilla sem tefld var áfram í gær eftir að hún haföi farið í bið. Eftir kynngimagnaða spennu og mikið tímahrak á báða bóga sat Kasparov uppi með gjörtapaða stöðu. Þá höföu veriö leiknir 57 leikir. Er Kasparov hafði áttað sig á stöðunni eftir tíma- hraksdansinn gafst hann upp með beiskjublandið bros á vör. Þar með náði Karpov forystu í einvíginu, hefur 12 vinninga gegn 11 vinning- um Kasparovs. Tuttugasta og fjórða og síðasta skák einvígisins verður tefld í dag. Báðir hafa fengið þremur skákum frestað eins og reglur keppninnar heimila. Vopnin hafa nú snúist í höndum Kasparovs. Hann hefur hvítt í skákinni og verður aö leggja allt í sölurnar til að ná frám sigri. í raun stendur hann í sömu sporum og Karpov fyrir skákina í gær. Það verður áreiðanlega erfitt hlutskipti fyrir hann að þurfa að leggja allt á eitt peð eftir að hafa haft undirtök- in í einvíginu svo lengi. Fram .aö þessu hefur engum te- kist að vinna lokaskákina í heims- meistaraeinvígi og bjarga þar með titlinum en einu sinni verður allt fyrst. Stórmeistarar í Sevilla voru þó ekki bjartsýnir fyrir Kasparovs hönd. Enski stórmeistarinn Kenne tók dýpst í árinni er hann sagði möguleika Kasparovs á sigri ná- kvæmlega enga. Skákin í dag verður 120. einvigis- skák þeirra félaganna. Staðan er til marks um það hve mikið jafnræði ríkir meö þeim: Tölurnar 59 'A-59 'A benda a.m.k. ekki til þess að annar sé verulega sterkari en hinn. •En víkjum aftur að 23. skákinni. Er hún fór í bið voru skiptar skoð- anir meðal spekinga um það hvor ætti betra taíl. Ljóst var aö staða Karpovs var heilbrigðari og sterk- ari til lengri tíma litið en Kasparov haföi á hinn bóginn möguleika til skyndisókna á kóngsvæng. Biðleikur Karpovs var sá besti og um leið eini leikurinn til að treysta varnir kóngsins. Eftir hann virtist Karfpov hafa betri færi en staöan var engu að síður ákaflega spennandi og vandtefld á báða bóga. Þeir eyddu miklum tíma á leiki sína og voru von bráðar lentir í tímaþröng. Þá gerðist undrið: Kasparov gat ekki á sér setið og fórnaði hrók til að opna kóngsstöðu Karpovs. Honum yfirsást bersýni- lega baneitraður biskupsleikur og skyndilega var staða hans ein rjúk- andi rúst. Er hann gafst upp glumdi lófatakið í Lope de Vega leikhús- inu. Skákin var æsispennandi frá upphafi tii enda og skákunnendur mega áreiðanlega búast við svipuð- um darraðardansi í dag. Er 23. skákin fór í biö á miðviku- dagskvöld var staðan þannig: Kasparov hótar 41. - Dh4 og síðan 42. - H8f3! með alvarlegum afleið- ingum. Karpov tekst að hindra þetta með snjöllum biðleik. 41. Hgl! h5 Hróksleikur Karpovs rýmdi til fyrir biskupnum og svarið við 41. - Dh4? hefði því verið 42. Bel og vinnur skiptamun. Kasparov hyggst koma jaðarpeði sínu til h4 Skák Jón L. Árnason og taka g3 reitinn af hvíta biskupn- um eöa drottningunni. 42. Ha5 De7 43. Hbl Vitaskuld er hrókur hvíts óvirk- ur á gl en þar ver hann engu að síður kóngsstöðuna. Von bráðar verður Karpov að snúa hróknum heim. Engu er líkara en aö báðir þreifi fyrir sér í næstu leikjum. Þrátt fyrir andvökunótt er eins og þeir hafi enn ekki komist að sann- leikanum í stöðunni og þeir eyddu miklum tíma á leiki sína. 43. - h4 44. Ha6 H8f7 45. Hc6 Df8 46. Hgl Kasparov hefur náð að þrefalda á f-línunni og nú með drottninguna aftast í röðinni. Aljekín, fyrrver- andi heimsmeistari, kenndi þessa aðferð en hann er einn af fyrir- myndarskákmönnum Kasparovs. 46. - Be7 47. He6 Kh7 48. Bel Auðvitað ekki 48. Hxe5? Bd6 49. He6 H7f3! 50. gxf3 Hh2 mát. Hér féll niður leikur í fréttaskeytum og ég stóð í þeirri trú að hvítur hefði leikið 49. Bcl. Þetta breytir engu um framhald skákarinnar. 48. - Hfl 49. Bd2 Bc5 50. Hc6 Vendipunkturinn í skákinni. í stað þess að bíða átekta og verja lakari stöðu afræður Kasparov að hleypa taflinu upp í tímahrakinu. Máltækið „fórna fyrst og hugsa svo“ getur stundum glapið menn af leið. 50. - H7f3?? 51. gxf3 Hxf3 52. Hc7+ Reiknaði Kasparov aðeins með 52. De2 Hxh3 + 53. Kg2 d3! og svart- ur vinnur? Karpov hefur aðra leið í huga. Svartur getur nú hvorki leikið 52. - Be7 vegna 53. Hxe7 + Dxe7 54. Dxf3, né 52. - Kg8 vegna 53. Hxg6+ o.s.frv. 52. - Kh8 53. Bh6! Þessi þrumuleikur gerir út um sókn svarts. Eftir 53. - Dxh6 54. Dxf3 yrði öllu lokið. 53. - Hxd3 54. Bxf8 Hxh3+ 55. Kg2 Hg3+ 56. Kh2 Hxgl t Skömminni skárra var 56. - BxfB en hvítur vinnur endataflið létt með skiptamun yfir. Nú tapar svartur manni. 57. Bxc5 d3 Og Kasparov gafst upp um leið. Hrókinn má hvítur reyndar ekki taka en eftir 58. Bb4 Hbl 59. d6! d2 60. Bxd2 Hb2 61. d7 Hxd2+ 62. Kh3 er svartur varnarlaus. -JLÁ Ekta danskt jólaborð O útbúið af Sigurgeiri Óskarssyni yfirmatreiðslu- meistara sem við höfum fengið sérstaklega frá Kaupmannahöfn til að laga jólamatinn fyrir okkui í desember. Hlaðborðið er alla virka daga frá kl. 12 til 14.30 og föstudag og laugardag frá 12 til 20. Þorláksmessu frá 12 til 22. Veitingahúsið UXINN Glæsibæ Sími 685660 ígærkvöldi____________________pv Grethe Iversen afgreiðslumaður: Auglýsingaflóðið yfirþyrmandi Ég verð aö segja það að flest sem ég sá af dagskrá gærkvöldsins var af betra taginu. í gærkvöldi var dag- skráin ótrufluð á Stöð 2 en það skipti ekki máli fyrir mig þar sem afruglari var því miður keyptur á mitt heimili í fyrradag. Ég kom það seint úr vinnu að ég náði ekki nema restinni af fréttun- um. Þar á eftir kom Kastljós í Ríkis- sjónvarpinu, um doktorsritgerð Sigrúnar Stefánsdóttur um hlut kvenna í þjóðfélaginu. Sá þáttur var alveg sérstaklega fróðlegur og góður. Matlock horfi ég stundum á en að þessu sinni fékk hann að víkja fyrir viötalsþætti Bryndísar. Hún ræddi við útlendinga sem búsettir eru hér á landi, japanska konu og egypskan karl, og hafði ég alveg sérstaklega gaman af honum. Auglýsingaflóðið, sem kom á milli dagskrárhða, fór mikið í taugarnar á mér og virðist sem dagskránni hafi seinkað um heilan hálftíma á Ríkis- sjónvarpinu vegna þess. Ég er alveg handviss um aö svona mikið af aug- lýsingum nær ekki til fólksins heldur hefur öfug áhrif. Næst á eftir Bryn- dísi náði ég restinni af Nýjustu tækni og vísindum. Þátturinn Leiftur frá Líbanon var alveg sérstaklega góður og lærdóms- ríkur og náðist alveg sérstök stemn- ing upp í honum um ástandið í þessu stríðshrjáða landi. Verst hvað hann var seint á dagskránni svo ungt fólk missti af honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.