Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. TIL SÖLU ÓNOTUÐ IBM s/36 - pc ásamt einum skjá og prentara Vinnsluminni = 1 MB. Diskaminni = 80 MB. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 685520 á skrifstofutíma. fjOlbraotaskúunn 8REJÐH0LT1 FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM I BREIÐHOLTI Skólaslit verða í Bústaðakirkju laugardaginn 19. des- ember og hefjast þau kl. 13.30. Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla, er lokið hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveinsprófs svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi. Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára braut- um, fá skírteini sín afhent í Bústaðakirkju eftir skólaslitin (um kl. 15.00) og síðan á skrlfstofu skól- ans frá 4. janúar 1 988. Foreldrar, aðrir ættingja svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistarl. Amerísku kakísettin komin aftur VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, Hverfisgötu 26 Memung__________ Ustagrímur Vigdís Grimsdóttir: Kaldaljós (skáldsaga, 453 bls.) Svart á hvitu, 1987. Alltaf er ánægjulegt aö fá í haus- inn öflugar frumraunir í skáld- sagnagerð, verk er bera vitni þjálfun og þroska og metnaðarfull- um tökum á kröfuharðri bók- menntagrein sem höfundar búa sig ekki endilega best undir með öðr- um tegundum skáldskapar. Ég hef þegar lesið tvær slíkar frumraunir á yfirstandandi bókavertíð: Gang- andi íkorna eftir Gyrði Elíasson og Kaldaljós Vigdísar Grímsdóttur. tvö svið - tvennir tímar Þótt skáldsögur Gyrðis og Vigdís- ar séu mjög ólíkar eiga þær það sameiginlegt að verkin skiptast í tvo nokkrun veginn jafnstóra hluta, þannig að fyrri hlutinn lýsir bernskulífi „höfuðpaursins“ úti á landi en seinni hlutinn dvöl hans í borginni. Sem íkorni fær drengur Gyrðis miður góða reynslu af hroll- vekjandi borgarlífi og Grímur, strákur Vigdísar, mætir nöturlegu viðmóti er hann hyggst ganga lista- brautina fyrir sunnan sem einlæg mannvera; ókunnugt fólk ansar ekki ávarpi hans, götuskelmar ganga í skrokk á honum og kettl- ingunum hans er slátrað af tómri mannvonsku. Eins og Gyrðir var- ast Vigdís þó aö bregða einlitum sældarblæ yfir bernskuslóðirnar úti á landi. Þar er líka margt sem skekur næmt geð verðandi lista- manns og ketthngum er einnig lógað fyrir Grími þar. En báðir höfundarnir lýsa „gömludögum" fjarri borgarys sem heillavænlegri næringu fyrir rætur sköpunarinn- ar íeinsemdognáttúrunfnd verða ævintýri bemskunnar að upp- sprettu skáldskapar og listar; hjá Gyröi í knöppum og slípuðum texta en hjá Vigdísi í flæðandi, tónandi máli sem óttast hvorki endurtekn- ingar né útlistanir: „Einu sinni fyrir langa löngu, þeg- ar allt var með öðrum hætti en nú er, var smádrengur einn í íjarlæg- um firði sem sat við gluggann sinn í lágreistu húsi undir háu fjalli. Það var nótt og drengurinn gat ekki sofið þótt allir aðrir í húsinu svæfu og svefnhljóðin bárast einsog lág- vær tónlist að eyram hans. En eitthvað spennandi og uggvænlegt leyndist í nóttinni og hélt fyrir hon- um vöku. Eitthvað sem hann langaði .að skilja en skildi ekki og þegar hann starði út í myrkrið sá hann það sem enginn hafði áður séð í þessum firði... Hann sá grá- hærða norn sitjandi klofvega á priki fljúga fram hjá glugganum og hún brosti til hans.“ (297-8) Hvenær? Þessi kafli úr síðari hluta verks- ins er endurómur úr þeim fyrri, úr bernskuheimi Gríms. „Einu sinni...“ þetta er tími ævintýrsins, í raun goðsögulegt tímaleysi, sem Vigdís kemur listilega til skila með því að firra þann bókarhluta „tím- anna táknum". Það er illmögulegt að segja fyrir víst hvenær sá sögu- hluti á sér stað, hann lýtur eigin lögmálum að stórum hluta, vemd- aður fyrir tíma-ágangi umheims- ins: „Tindur gnæfir yfir. Faðmur hans umlykur lágreist svört húsin. Nær sjónum kofi gráhærðrar konu.“ (7). Þessi kona, Álfrún, „nornin" á prikinu, verður eins konar „rnúsa" Gríms, einkar íslensk listagyðja raunar, þvi hér, eins og í smásagna- safninu Eldi og regni (1985), vinnur Vigdís með íslenskan þjóðsagna- og ævintýraarf. Grímur teiknar fyrir Álfrúnu og þessi álfkona ristir honum töfrarúnir, veitir honum sýn í stokka og steina, kveikir hon- um sannleiksljós „innan hrings- ins“. Þessi hringur, sem er í senn hringrás lífsins og fagurfræði Álf- rúnar, er samsettur af tímanum, guði, náttúrunni og listinni (189). Vigdis Grimsdóttir. En til aö hverfa í ljósið þarf að losna undan tímanum og þaö gerir Álf- rún með aðstoð Gríms. Að mæla bernskuna Með fyrri hluta sögu sinnar tekur Vigdís þátt í þeirri útmálun bemskunnar sem ungir íslenskir höfundar hafa stundað með ýmsu móti hin síðari ár. Þykir mér henni lánast þetta vandaverk betur en flestum öðrum. Hún ræður við jafnvægiö og togstreituna sem vera þarf milli bernskuskynjunar og hstrænnar miðlunar fullorðins sögumanns. Þannig skapast sam- spil raddar og sjónarhorns sem ljær sögunni á köflum heillandi hrynj- andi og meiri músík í texta en maöur á að venjast hjá flestum ís- lenskum prósahöfundum. Þessi einkenni, ásamt „tímaleysi" þessa bókarhluta, veldur því að verkið er ekki sú stóra epíska (þroska) Bókmenntir Ástráður Eysteinsson saga sem maður telur hana vera þegar hún fyrst hrífur mann með lýsingum sínum. Málseiður text- ans, einkum í fyrri hlutanum, vísar til tónlistar'og myndverks fremur en straumþungs sögulegs orsaka- samhengis. Sjónarsviptir Seinni bókarhluti „fellur" hins vegar í tímann, þekkjanlegan sam- tíma borgarinnar, eftir að Tindur hefur rutt sig og grafið bemsku- heim Gríms í- snjó ásamt fólkinu hans. Grímur veltir því fyrir sér á einum stað að kannski eigi „hver og einn sér sinn eigin listheim". (254). Og listheimur þessarar skáld- sögu er bundinn firðinum hans Gríms. Borgarhluti sögunnar þolir mun síður endurlestur og geijun, a.m.k. í mínum huga. Sagan stekkur yfir áratug, sjálf „vandamálaárin". Grímur er nú liðlega tvitugur og „nú hafa augu mín opnast og ég sé“ (228), eins og segir með Biblíuhreim. „Og allt hafði gengið einsog í sögu“ segir á öðram stað (264), og er til vitnis um að tíminn er kominn í spilið. En þessi saga ber dálítið sterkan keim af dægurróman og lausnimar eru reyfarakenndar. Alfrún haíði skil- ið eftir pening handa Grími og þar að auki er fósturfaðir hans ríkasti karlinn í plássinu. Fyrir sunnan lendir þessi einlægi og saklausi drengur svo í ástarævintýri með lífsreyndri listakonu, er nema von að hann segi stundum: „Hvers vegna segir þú þetta við mig Berg- Ijót.“ (341) Frummyndir og tákn Enda er það svo að borgarheimur verksins fær ekki þrifist á eigin forsendum. Ég sagði að tilvitnunin langa hér að framan væri endur- ómur úr fyrri bókarhluta og þetta gildir eiginlega um flest það sem Grímur „fmnur sig í“ þegar suður er komið. Vináttu- og ástarsam- bönd upplifir hann í ljósi „frum- mynda“ bernskunnar. Hann skynjar fólkiö sitt látna, „þau“, allt í kring, ekki síst í þeim sem hann umgengst. Þetta samræmist raunar hug- myndum Álfrúnar um hringinn og endurkomuna; allir koma aftur, segir hún. Ég er í sjálfu sér ekki ýkja hrifinn af þessari hugmynda- fræði endurtekningarinnar en meira máli skiptir þó að mér finnst Vigdís ofnota þetta táknbragð á köflum. Það hefur stundum örlað á táknbraðli í fyrri verkum hennar og svo er einnig hér. Mest áberandi er þetta í hinu prýðilega frum-tákni verksins: fjallinu Tindi. Hann tek- ur að. gnæfa yfir söguvitund les- andans líkt og yfir húsunum lágreistu. En Vigdís hamrar of mik- ið á honum, of oft hugsar les- andinn: já, ailt í lagi, ég vissi af honum þarna. List: grímur og Ijós Kannski má lesa þessa bók sem þroskasögu listamanns en mér finnst ég ekki græða mikið á slíkri túlkun. Hins vegar er þetta marg- brotin saga um bæði tíma og list. Nafn söguhetjunnar er ekki úr lausu lofti gripið hvort sem Vigdís er að vísa til föður síns eður ei. Álfrún er á einum stað kölluð „grímukerling“ (53) og Grímur fann eitt sinn svarta grímu. (17). List er ætíö galdur, dulargervi (Grímur er Draumagrímur, Eyma- grímur o.s.frv.), feluleikur, drauga- saga. Gríma merkir líka nótt og Álfrún er „kona dimmunnar“. En ef listin kemur úr myrkri manns- sálar þá stefnir hún til ljóssins (þess vegna „kaldaljós"?) og er full af andstæðum, rétt eins og Tiridur er bæði vemdari og tortímari. Listin er andstæða tímans; bæði tímans sem oft er svo mikið ok í daglegu lífi og tímans sem teymir okkur í átt til dauðans. Listin gerir okkur treg 1 taumi og er því oft ekki sátt viö lífið; hún er ekki síst þrá eftir tímaleysi eins og því sem ríkir í fyrri bókarhluta Vigdísar. og bernskuheimi Gríms. Og er þaö ekki þangað sem Grímur stefnir í svipmiklu lokarisi (upprisu?) sög- unnar? En vonandi er Vigdís sjálf ekki búin aö yrkja sig burt í tíma- leysið og ljósið. Mig langar að sjá hana setja upp fleiri grímur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.