Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 28
40 íslandsmótið í blakinu: Stúdentar og Blikar í efstu sætunum Fram sigraði HSK í oddahrinunni af fimm í mjög tvísýnum leik í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki sl. fimmtudag. Leikurinn var háður í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Fram vann fyrstu hrinuna 15-7 en HSK-ingar næstu tvær, 15-12 og 15-13. Þá unnu Framarar aftur 15-8 og því þurfti úrslitahrinu. í henni sigrúðu Framarar 15-12 og unnu þar með leikinn. Á laugardaginn voru tveir leikir á íslandsmótinu og fóru þeir fram á Neskaupstað. í 1. deild kvenna sigr- aði topplið deildarinnar, UBK, Þrótt, Neskaupstað, auðveldlega í þremur hrinum, 15-2, 15-5 og 15-2. í 1. deild karla sigruðu Víkingar Þrótt, Nes- kaupstað, 3-0,15-11,15-5 og 15-8. Körfiiknattleikiir NBA San Antonio tapaði San Antonio Spurs, lið Péturs Guðmundssohar í bandarísku körfunni, tapaði í gær fyrir Philadelphia 76ers með 102 stigum gegn 114. Af öðrum leikjum er það að segja að Boston Celtics vann Utah Jazz, 121-111, Dallas Mavericks vann New Jersey Nets, 109-105, eftir framleng- ingu og loks lagði Denver Nuggets lið Houston Rockets með 132 stigum gegn 113. Kvennaliðið í blaki Tap gegn S-Kóreu Kvennalið íslands í blaki tapaði í gær fyrir S-Kóreu, 3-0 eða 15-9,15-1 og 15-10. Leikurinn fór fram í Lúxemborg. „Ég er á margan hátt sáttur við þenn- an leik enda spiluðu stelpurnar vel,“ sagði Leifur Harðarson landshðsþjálfari í spjalh við DV í gærkvöldi. „Þær náðu að verjast mjög vel og svara smössum Kóreubúanna hvað eftir annað,“ sagði Leifur ennfremur. Hann kvað þetta jafnframt betri úrslit en menn þorðu að vona fyrirfram. -JÖG Jólamót hjá GR í golfi - í Grafarholti á sunnudag „Völlurinn er nánast eins og um gerst hjá GR í rúm 50 ár. Veðurblíðan hásumar, iðgrænn og við vorum að undanfariðhefurgertþaðaðverkum slá hann um daginn," sagði Björgúlf- að kylfmgar hafa getað stundað ur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri íþrótt sína sem að sumri væri og Golfklúbbs Reykjavíkur, í samtali margir þeirra sem munu taka þátt í við DV í gær. mótinu á sunnudaginn í Grafarholti Á sunnudaginn fer fram golfmót í ættu því að koma óvenjuvel undir- Grafarholti, jólamót GR. Ótrúleg búnir til leiks. veðurblíða undanfarnar vikur hefur • Á jólamótinu verður leikin 12 gert það að verkum að gras hefur holu punktakeppni með fullri for- tekið að spretta á nýjan leik og gras- gjöf. Þar sem aðeins er bjart í um það ið á golfvöllunum er þar engin bil þrjár klukkustundir verður ræst undantekning. Það er nær einsdæmi út frá öllum teigum samtímis klukk- að hér á landi skuli fara fram golf- an hálftólf. Takmarka verður fjölda mót um jólaleytið og slíkt hefur ekki þátttakenda við liðlega 50 manns. ! Atlantis ims ■ Á myndinni hér að ofan tekur Mi (aekinu fyigist með. s Harðarsson, formaður ÍK, við I ,v.). Sigurjón Einarsson frá fyrir- | FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. íþróttir I I I I ViJL xx xxx i NBA-deildinni i ■ I Bandarikjunum og jafnvel í öllum heimlnum, Manuet Bol frá Súdan, gekk nýlega í hjónaband. Bol þessi, sem I | ér 2,32 metrar á hæð og leikur með Washington Bullets, náði sér ekki i konu f Bandarikjunum og fór þvi til I ■ Súdan og þar keypti hann konu þá er sést á myndlnni. Rétt er að vekja sérstaka athygli á handleggjum • I kappans sem vart gerast mikiö lengri. Einnig má vekja athygli á vinstri hönd risans sem sést hægra megin I myndinni, undir brúðarkjólnum. Knattspyma Félag stofnað á SeKossi Áhugamenn á Selfossi hafa ákveðið að stofna knattspyrnufélag. Félagið hefur hlotið nafnið Knattspyrnufé- lagið Ernir. Þessir áhugamenn ætla að senda fyrirspurn til HSK og KSÍ um stofnun félagsins og ef félagið fær samþykki mun liðið leika í 4. deild á næsta keppnistímabih. Bráðabirgða- stjóm hefur verið sett á laggimar og geta þeir sem áhuga hafa á aö leika með hinu nýja félagi haft samband við Sigþór Haraldsson formann í síma 99-1588, Guðmund Jónsson gjaldkera, 12169, Þorvald Sigurðsson þjálfara, 99-1681, og Haraldur Magn- ússon meðstjórnanda, 99-2271. JKS Þessi mynd er af eldhressum kylfingum sem unnu til verðlauna á einu siðasta golfmóti þessa árs á meðal íslendinga. Mótið fór fram á Poni- ente golfvellinum á Mallorca á Spáni en hópur kylfinga á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar dvaldi á Spáni og fór mótið fram í lok ferðarinnar. Ferð þessi vakti mikla lukku og hefur verið ákveðið að fara aðra slika um páskana. Á myndinni eru, frá vinstri: Sigurður E. Sigfriðarson, G. Kili, lék á 85 höggum, Geir Þórðarson, GR, á 86 höggum, sigurvegarinn Þorsteinn Magnússon, NK, á 74, Kári Elíasson, GR, á 75 höggum, Ómar Jóhanns- son, GS, á 90 höggum og fararstjórinn gamalkunni, Kjartan L. Pálsson, sem sá um að skipuleggja mótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.