Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 55 Sigfús Daðason. Útlínur bakvið minnið. löunn, 1987. „Orð, orö, orð,“ mælti Hamlet Danaprins, aðspurður um það hvað hann væri að lesa og var þó prins- inn uppi á tímum er menn voru blessunarlega lausir við þann fimb- ulflaum orða sem yfir þá dynur úr öllum áttum nú og er til þess fallinn að fara hraðferð inn um annað augað eða eyrað og út um hitt meö sem skemmstri viðdvöl í höfðinu. Það er því óhætt að segja að skáld eins og Sigfús Daðason, sem hefur þá yfirlýstu stefnu að segja „alltaf færri og færri orð“, gangi nokkuð í berhögg viö anda tímans eða stikli á móti straumnum. Þegar viö opn- um bók eftir hann verðum við fyrir þeirri sjaldgæfu reynslu að rekast á orð sem eru ekkert á því að flýta sér neitt gegnum kollinn á okkur heldur búa þar um sig „bakvið minnið" og eiga til að sækja að okkur aftur þá minnst varir. Þetta vita að sjálfsögðu'allir sem hafa lesið fyrri ljóðabækur Sigfús- ar og þeir munu því ekki, þegar þeir fá í hendur nýjustu bók hans, Útlínur bakvið minnið, æða í gegn- um hana eins og eldhúsreyfara heldur með fyllstu gaumgæfni og það jafnvel oftar en einu sinni. Og þótt menn vænti að sjálfsögðu mik- ils af Sigfúsi verður hér enginn fyrir vonbrigðum: sú hnitmiðun og dýpt sem Sigfús prýðir umfram önnur skáld er hér jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr. Að gefa orð- um tungunnar vægi hlýtur aö vera stefnumark allrar ljóðhstar, og til þess hafa menn löngum beitt ýms- um listbrögðum, svo sem reglu- bundinni hrynjandi, stuðlum og rími, en nú á seinni tímum, eftir að margt af þessu hefur verið látið lönd og leið og ljóðasmiðir hafa tek- ið upp „fijálsara“ ljóöform, vill oft úr þvi verða býsna sundurlaus og spennulaus orðaflaumur þar sem láöst hefur einatt að finna þau tengsl eða „launvensl" milli orða sem komið gætu í staðinn fyrir of- annefnd listbrögð. í þessu liggur hins vegar galdur Sigfúsar: að beita á samþjappaðan hátt endurtekn- ingum, andstæðum, hliöstæðum, þögnum, ívitnunum og vísunum, þannig aö hvert orð fær sinn fulla þunga og er á þeim stað sem þaö á að vera og hvergi annars staðar. Þannig getur Sigfús og byggt upp næstum heilt ljóð (t.d. Elegíu 3) á nafnorðum einum saman sem standa án tengjandi smáorða líkt og kínversk myndtákn í spenntu jafnvægi. Rákir í tungumálið Nú skyldi enginn halda að það eigi hér við að „orðin sjálf séu lífs- ins forði" eða að við þurfum að taka alltof bókstaflega þá stað- hæfingu Mallarmés að skáldskap- ur sé ekki samsettur úr hugsunum, heldur orðum, þvi í kveðskap Sig- fúsar er ekki raðað upp orðum til þess eins að framkafla meira og minna óljósar „stemníngar" held- ur er þar ávallt heimspekileg hugsun að baki, sem að vísu treður sér ekki fram en birtist fremur sem daufar „rákir dregnar í tungumál- ið“. Þessi heimspekilega hugsun kemur þó einkum fram í einhvers konar uppgjöri eða úttekt á stööu mannsins í heiminum, svo sem í fyrsta kvæði bókarinnar sem nefn- ist Veröldin. Það má auðvitað hugsa sér yfirlætislausara heiti á einu ljóði, enda er veröldin hér fremur í hnotskum en að hún breiði mikið úr sér. Raunar er ver- öldin séð í anda ákveðinnar heimspeki okkar aldar sem eins konar tilvistarvídd og sögusvið þar sem sagan birtist í ljósi andstæð- unnar milh sífeUdrar endurtekn- ingar annars vegar og þess gaps sem skflur fyrri tíma frá okkar „hráa og rotna fin-de-siecle“ þar sem öll gæði verða að glysi og Hin sterku orð „merkingar þagnarinnar" eru „fallnar í fymsku". Virgill slæst í föripa Þáttur í samþjöppun hins sögu- lega yfirUts eru hér vísanir jafnt í bibliulegt orðfæri („Plágurnar taka að ríða yfir ...“) eða í tungutak fomgrískra kórsöngva („Lögð í eyði feðrajörð og guða“) en í öðmm kvæðum verða skáld fyrri tíma eins konar miUiliðir tfi sögunnar, sjálfur VirgUl, fórunautur Dantes, slæst einnig í fór með Sigfúsi og það tfi gullaldar Rómaborgar, og hálfgleymdur Hofmannsthal, dreg- inn fram úr neðstu kommóðu- skúffu, boöar váleg tíðindi: hrun miðevrópskrar menningar á tutt- Bókmenntir Kristján Árnason ugustu öld. Hér, sem og í kvæðinu um spekingana gömlu, kennir nokkurs saknaöar eða nostalgíu eftir liðnum tíma stöðugari verð- gfida og í öðram kvæðum kannski eftir hinu Uðna sem slíku sem lend- ir fyrr eða síðar á röngum stað: bakvið minnið. Það er því engin furða þótt bjart- sýnin fái hér enn smávegis á baukinn eins og í siðustu bók Sig- fúsar, okkur að vísu aö sársauka- lausu, sem ekki þykjumst vera haldnir þeim kvUla í svo ríkum mæU að við megum teljast afglapar hennar vegna. En vera má að það gUdi og hér, sem sagt hefur verið um hina miklu ádrepu Voltaires á bjartsýnina, Birting, að þar fái svartsýnin um leið sinn skerf af háðinu. Orð úrengu Þeir sem hafa lært það sama og Þúkýdídes, sagnaritarinn forn- gríski, að gjalda varhug við voninni - og það þótt postular af ýmsu tagi hafi viljað dubba hana upp til að vera höfuðdyggð - kunna að gera sér mat úr litlu. í elegíunum sjö, sem eru gæddar mikilU ljóðrænni. Memung fegurð og birta okkur innra hugar- ástand á myndrænan hátt (húsið í storminum, logndrífan, hvammur- inn, eyðimörkin, innfjörðurinn), er þrátt fyrir allt ekki mikill bölsýn- istónn og talið berst að „sárri hamingju" og í lokin að þeirri „dýrð sem einmananum hlotnast". Sú dýrð hlotnast þeim sem er skapandi og opinn fyrir því sem setur sig saman „úr engu“ því „rétt orð í réttu samhengi" era enn sem fyrr besta vopnið gegn þeim stóra viðbjóði á lífinu sem talað er um í síðasta kvæði bókarinnar, kvæð- inu um meistara vora, og við getum hiklaust taUö Sigfús Daðason til þeirra. KÁ iBANDSI IRMÚIA3 SlMAR 6879(0 Hun cr ckki enn tarin ao vmna alveg sj«ilíst«x*tt Singer ^iumdvétin, cn htin gcrir hverjum sem cr auðvnlt aö vera sinn cigin fatahönnuður. Singcr Serenade 30 cr auðvcld og |iægíleg í meðiörum og hún sparar eigendum sínum ómælt íc Singer Serenade 30 r.-r nú á cinstaklega hagstíeðu vcrðí tjl ánimöta vegna frábærra samninga víð verksmiöíurnar. Singer Serenade 30 - sérstaklega hagstæð NÚNA, Verð fr<í kr. 12.000 stgr llahækkana rnunu saumavélar íramót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.