Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 17 Lesó Subaru- og Mitsubishi- bílamir B.Ó. skrifar: Gamalt máltæki segir: Ekki er sama Jón og séra Jón. Þaö segir sína sögu þegar forstjórar FÍB og Bif- reiðaeftirlitsins hrópa á torgum, eftir aö hafa kokgleypt skeyti umboðs- manns Subarubílanna í Noregi, aö bílamir séu ónýtir. Þeir hafa greini- lega gleymt fréttum sjónvarpsins frá Noregi (Norömenn virðast vafasamir í meira lagi í fréttaflutningi) um heið- ursmanninn Stefán J. Stefánsson. Sjónvarpiö baöst afsökunar þegar hið sanna kom í ljós og eru meiri menn fyrir. Þaö skal tekiö fram að hér er um heiðvirt fólk aö ræða. Hekla, viröu- legt fyrirtæki, og hins vegar fjórir aðilar, læröir bílvirkjar, báðir hafa þeir atvinnu af aö flytja inn og selja bíla og önnur farartæki og veita auð- vitað forstjórum FÍB og Bifreiðaeftir- litsins atvinnu. Dettur þeim eða nokkrum í hug að þessir aðilar leggi tugi miUjóna eða aleiguna í að kaupa ónýta bíla? Sem fagmenn eru þeir búnir að grand- skoða hvem bíl. Mér finnst það jaðra við atvinnuróg hjá forstjórunum að gefa yfirlýsingar um bíla sem þeir hafa aldrei séð, en fara eftir bréfi umboðsmanns bílanna í Noregi. Það finnst mér vægast sagt vafasamt. Hvar eru eftirlitsmennimir með hugann þegar litið er til tryggingafé- laganna sem selja alla sína tjónabíla til ýmissa „laghentra" manna, sem rétta og laga þá og selja síðan á göt- una á ný? Má segja að þar séu háskagripir á ferð? Eða þau hundruð notaöra bíla er keypt hafa verið til landsins frá ýmsum löndum. Veit nokkur í hvemig ástandi þeir era? Við vitum að þeir efnuðu kaupa nýju bílana. Tveimur eða þremur árum seinna kaupa þeir efnaminni notuðu bílana svo að þeir fyrmefndu geti keypt sér nýjan bíl. Nú, þegar þeir efnaminni fá tækifæri til að kaupa einnig nýjan bíl, fyrir sann- gjarnt verð, þá hrópa þessir forstjór- ar: „Nei! Þið skuluð áfram kaupa saltmenguðu bílana.“ Að lokum: Fjölmiðlar, vandið ykk- ur í fréttaflutningi og kynnið ykkur málin frá báöum hliðum, sérstaklega Stöð 2, sem staðfesti að Subaru bíl- amir yrðu settir í lögbann. Hvaðan er sú frétt komin? P.S. Góðir blaðamenn eru næmir fyr- ir réttlætinu en hinir setja kíkinn fyrir biinda augað. Stjaman bregst ekki Rannveig skrifar: Hvað er betra en góð tónlist og skemmtilegt spjall þegar jólaundir- búningurinn er hafinn? Útvarpsstöð- in Stjaman bregst ekki í þessu frekar en fyrri daginn. Síðastliðinn laugardag (5. des.) stóð ég í miklum framkvæmdum í nýju búðinni minni í Breiðholtinu og hlustaði ég samfleytt á Stjömuna frá klukkan 13.30 til kl. 18.30 þann dag. Ég get ekki annað en þakkað þeim Jóni Axeli og þeim nöfnun, Bjama Hauki og Degi fyrir frábæran laugar- dag. Þessir frekar leiðinlegu hlutir, sem ég var að vinna við í búð minni þenn- an dag, urðu bara skemmtilegir fyrir vikið. Svo vil ég þakka fréttastofu Stjömunnar fyrir skemmtilegar fréttir undanfarið. Ég vona svo sannarlega aö stöðin eigi eftir að festa sig vel í sessi og enn betur en hún hefur nú gert. - Afram Stjömufólk, áfram Stjama! Hundruð bila eru keypt árlega (rá ýmsum löndum HANN VEIT HVAÐ HANN SYNGUR H KfS Úrval HANDHÆGT OG GÖIT Sanitas Gleðfleg jól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.