Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Útlönd Enn ráðist á flutningaskip árása íraka á írönsk skip. Þar sem, írakar flytja sína olíu eftir leiðslum um Tyrkland og Saudi-Arabíu geta íranar ekki ráðist á írösk olíuflutn- ingaskip. Hefna þeir sín þess vegna á annarra þjóða skipum og sérstak- lega þeirra sem styðja íraka. Iranar skutu í gær flugskeytum að skipinu frá Maldíveyjum og kom eld- ur upp í skipinu. Sneru íranar síðan aftur til baka til skipsins og skutu að því úr fallbyssum. Bandarískt herskip var nálægt en samkvæmt lögum mátti það ekkert aðhafast þar sem skipið sigldi ekki undir bandarískum fána. Sætir nú þetta ástand talsverðri gagnrýni. Skipaumferð flýtur nú eðlilega um Hormuzsund en á miðvikudag og fimmtudag stöðvuðu íranar skip í sundinu og kröfðust skýringa á ferð- um þeirra og vildu fá upplýsingar um farm skipanna. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að hergögn verði flutt tii íraka. Skip sem sigla undir vernd franskra og sovéskra herskipa fá hins vegar að fara óá- reitt leiðar sinnar. Það eru aðallega Frakkar og Sovétmenn sem sjá írök- um fyrir vopnum. Samt sem áöur beinist reiði írana aðallega að nærveru Bandaríkja- manna á svæðinu og í gær sökuðu íranar Bandaríkjamenn um að trufla radar írana til að írakar geti óhindr- að gert flugárásir á skip undan ströndun írans. íranskir hraðbátar réðust í morgun á olíuflutningaskip frá Saudi-Arabíu á Persaflóa skammt undan ströndum Dubai. Ekki urðu nein meiðsl á mönnum og skemmdir urðu litlar. Gat skipið haldið áfram ferð sinni til Dubai. Árásin í gær á skip frá Maldíveyj- um, sem var með farm af brenni- steini til Indlands, fylgdi í kjölfar Baríst við eldinn um borð i flutningaskipi frá Maldíveyjum. Skipið varð fyr- ir árás írana á Persaflóa í gær. Simamynd Reuter Lík eins lögreglumannanna er urðu fyrir skotárás í San Salvador i gær. Símamynd Reuter Lögreglumorð í El Salvador Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana í höfuðborg E1 Salvador í gær. Lögreglumennirnir, sem voru borg- aralega klæddir, voru á ferð í bíl þegar byssumenn létu skothríð dynja á þeim. Lögreglukona, sem einnig var í bílnum, slasaðist alvarlega. Árásarmennirnir komust undan. Árásin átti sér stað skammt frá sendiráði Bandaríkjanna í San Salvador og er talið aö vinstrisinnað- ir skæruliðar hafi verið að verki. Árásir á lögregluna í E1 Salvador hafa verið margar á þessu ári og hafa skæruliðar hótað að fjölga þeim enn. Rússi tekinn fyrir njósnir Meðlimur sovésku sendinefndar- innar hjá Sameinuðu þjóöunum var í gær handtekinn af bandarískum yfirvöldum sakaður um njósnir. Honum var sleppt þar sem hann kvaðst njóta friðhelgi sendiráðs- starfsmanna, að því er Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, greindi frá í gær. Aðalritarinn gat ekki um nafn þess sem handtekinn var. Aðspurður um hvort maðurinn hefði verið hand- tekinn vegna meintra njósna sagðist Perez de Cuellar hafa heyrt þá ástæðu nefnda. Hann gat ekki stað- fest þá fregn að Sovétmanninum hefði verið vísað úr landi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins vildi ekki staðfesta fréttina en sagði að málið væri í rannsókn. Sendi- herra Sovétríkjanna vildi ekki tjá sig um málið. í ágúst í fyrra var sovéskur starfs- maður Sameinuðu þjóðanna hand- tekinn í New York og hann sakaður um að hcifa tekið við leynilegum skjölum. Viku seinna var bandaríski blaðamaðurinn Daniloff handtekinn í Moskvu. Þeir voru báðir látnir laus- ir. SÍRTTHXU Jólagjöfin sem gleður *■■■**" alla á aldrinum 5-105 ára Hér er lausnin á jolagjofinni! Sex tölublöð Sígildra sagna saman í möppu. HEIMSINS BESTU BÓKMENNTIR TÁKN HF. Fjölmiðlunar- og kynningarþjónusta Bókaútgáfa Klapparstíg 25-27, Reykjavík. Sími 621720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.