Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Síða 9
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 9 Dönsk „Dallas-sápa" í Sjónvarpinu: Völd, græðgi, ríkidæmi og yfirstétt og baráttan um lífsins gang í Matador Matador nefnist framhaldsmynda- flokkur frá frændum okkar Dönum sem ríkissjónvarpið mun hefja sýn- ingar á 30. október. Matador er án efa einn af frægustu myndaflokkum sem framleiddir hafa verið á Norð- urlöndum og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Sumir hafa reyndar líkt þáttaröðinni við Dallas-þættina bandarísku og sagt að fyrirmyndin sé þaðan komin. Matador gerist hins vegar nokkrum áratugum á undan Dailas-þáttunum en í þeim báðum er það fjölskyldudramaö sem skiptir máli. Alls hafa verið framleiddir 24 þætt- ir af Matador en upphaflega áttu þeir að vera tólf. Vinsældir þeirra urðu tfl þess aö framhald var búið til. Aðalhandritshöfundur þáttanna er Lisa Norgaard frá Roskflde í Dan- mörku. Hún hóf störf sem blaðamað; ur hjá Dagblaði heimabæjarins á flórða áratugnum. Árið 1975 var hún orðin ritstjóri hins danska Hjemmet. Margir telja að hinn tilbúni danski bær, Korsbæk, í Matador, sé í raun- inni Roskilde. Fengu mikla umfjöllun Matador-framhaldsþættirnir eru búnir til sem flölskylduþættir og jafnt börn sem fullorðnir ættu að hafa gaman af þeim er okkur sagt. Þeir sem lesa dönsku og norsku blöð- in ættu að hafa fengið einhverja smánasasjón af Matador því ótrúlega mikið var skrifað um þættina á sín- um tíma. Efnisþræði Matador er líkt við samnefnt spfl. Grunntónninn er al- varlegur þar sem er lýst hinum ýmsu persónum í bænum Korsbæk þar sem mikil stéttaskipting er ríkjandi. Ekkjumaður birtist í bænum Við erum stödd á því herrans ári 1929 í upphafi þáttarins og út úr þriðja farrými lestarinnar í Korsbæk stígur Mads Andersen-Skjern, ekkju- maður sem er sölumaður í vefnaðar- og prjónavörum. Með honum er son- ur hans, Daníel, fimm ára. Það eru erfiðir tímar og kreppa framundan. En Andersen-Skjern er ekki þannig maður að hann ætli að gefast upp. Hann sér tómt verslunarpláss sem er til sölu í bænum og ákveður að festa kaup á því. Fljótlega hefur hann komið á fót glæsilegri kvenfataversl- un „Damernes Magasin". Andersen-Skjern lætur það heldur ekki á sig fá að bæjarbúar hta hann fllu auga og eru ekki tilbúnir til aö samþykkja þennan nýja bæjarbúa. Hann lætur sem ekkert sé og brátt kynnist hann einstæðri móður, Inge- borg, sem hann fellir hug tfl. Einn maður - tákn valdsins Matador bæjarins, eins og dansk- urinn kýs að kalla það, er í raun einn maður sem hefur nánast öll völd og peninga í sínum höndum, banka- stjórinn Hans Chr. Vamæs. Hann býður eftir gesti frá Kaupmanna- höfn, bróöur sínum, sem á að gefa kost á sér á þing fyrir bæjarbúa. Á heimfli Varnæs kynnumst við einnig leikkonunni Agnesi og matreiðslu- konunni Lauru. Verslunarreksturinn hjá Andersen gengur vel strax í byrjun þrátt fyrir allt en margir bæjarbúar og þó helst yfirstéttarfólkiö telur aö hann muni brátt fara á hausinn með allt saman. Heill hópur manna tekur upp á því að vera með mótmæli gegn honum og vilja hann burt úr bænum. Það er aðeins eitt sem vinur vor getur gert og þaö er að finna sér vini með- al bæjarbúa. Það tekst. Atvinnuleysi og mótmæli Tíðarandinn endurspeglar at- vinnuleysi og mótmæli á götum. Andersen finnur einkaskóla fyrir son sinn og dóttur Ingeborgar þar sem eingöngu fá inngöngu börn heldri bæjarbúa. Ingeborg, sem fljót- lega verður eiginkona Andersens, starfar í verslun hans. Á bak við tjöldin fæst Andersen sjálfur viö viö- skipti og lánastarfsemi. Eins og geng- ur á margt skrýtið eftir aö gerast í bænum sem ekki er rétt aö geta um hér til að taka ekki spennu frá vænt- anlegum aðdáendum. Þegar Norðmenn hófu sýningar á Matador fyrir ári síðan kom meðal annars fram í gagnrýni að Erik Ball- ings, leikstjóri þáttanna, hefði með frábærum árangri náð aö láta allar persónur njóta sín. Mörg atriði í þátt- unum þykja raunveruleg og bæjarlíf- ið þá sérstaklega. Þá er bent á mjög góð atriði eins og í byrjun þáttanna sem gerist á veitingahúsi á jám- brautarstöðinni. Þá er minnst á veislu heima hjá bankasflóranum, Hans Chr. Varnæs. Þaö atriði er sagt minna nflög á atriði úr bresku þátt- unum Húsbændur og hjú. Norðmenn biðu spenntir eftir þáttunum og víst er að ekki ætti okkur aö leiðast á sunnudagskvöldum fram tfl jóla svo framarlega sem menn hafa gaman af slíkum þáttum. En er ekki dansk- an tflbeyting frá því engilsaxneska? -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.