Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Fréttir Jóhann Frimannsson, Hótel íslandi, um baUið á nýársnótt: jr Ojöfn dreifing á gestunum í húsinu „Þaö voru alls ekki of margir inni á nýársnótt. Húsiö er með ákveöna tölu fyrir hámarksgestafjölda, 2.185. Lögreglan hefur talið fjórum sinnum út hjá okkur og við höfum aldrei far- ið yfir þetta mark. Við pössum sér- staklega upp á það. Allt tal um að of margir hafi verið inni á nýársnótt á ekki við rök að styðjast," sagði Jóhann Frímannsson, hótelstjóri á Hótel íslandi við DV. „Við vorum með þijár hljómsveitir á nýársnótt. Ein var í svokölluðum norðursal, önnur í Cafe ísland og sú þriðja, Bítlavinafélagið, á aðalsvið- inu. Það sem gerðist var að allir voru við aðalsviðið og því myndaðist gíf- urlegur troðningur þar og í stigunum í kring. Það voru nær engir í hliðar- sölunum hjá hinum hljómsveitun- um. Dreifingin á fólkinu var því mjög ójöfn.“ Jóhann sagði að hattar hefðu verið afhentir við innganginn og að matur- inn hefði verið í hliðarsölunum. „Fólk heldur bersýnilega að matur- inn eigi að vera á miðju dansgólfinu. Það er ósatt að þessir hlutir hafi ekki verið á hreinu. Fólk hefur bara ekki haft fyrir því að bera sig eftir þeim.“ Jóhiann sagði að Hótel ísland væri erfiðrn- staður að þvi leyti að fólk væri lengi að læra að rata þar inni. „Við lendum ennþá í því á laugar- dagskvöldum að fólk ratar ekki al- mennilega á Hótel íslandi. Það var mikið af ungu fólki hjá okkur á gaml- árskvöld og það þekkir húsið ekki ennþá. Því hafa hliðarsalimir verið tómir og allir í stöppu á einum stað. Annars þekki ég ekki gamlárskvöld þar sem ekki hefur eitthvert vesen komið upp á. Ég get ekki séð að þetta sé nein frétt.“ - Ef marka má miða sem viðmæl- andi blaðsins var með þá var hann númer 2729 og keyptur í forsölu og miði einnar vinstúlku hans númer 3800. „Það er ekkert að sjá á því. Þetta með 3800 er lygi og ef miðinn er til er hann falsaður." -hlh Lögreghmiii þótti nóg uní á nýársnótt: Sex útköll að Hótel íslandi Friðrik Gunnarsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavik, sagði í samtali við DV að farið hefði veriö í 6 útköll að Hótel íslandi á tímabilinu frá klukkan tvö á nýársnótt til klukk- an fimm um morguninn, Þar af var helmingurinn vegna meiðsla ein- göngu, þar sem tvennt hrasaði í stiga vegna troðnings, og helming- ur vegna átaka og ölvunar. „Það er ekki hægt aö segja annað en að þetta sé mikið,“ sagði Friðrik. Hann sagði að þetta væru einung- is tölur yfir tilfelli þar sem lögregla var send á staðinn. Miklar annir hefðu verið hjá lögreglunni á ný- ársnótt og því hefðu einhverjir ef til vill þurft að koma sér sjáífir á slysadeild. Eins gæti fólk átt eftir aö koma aö máli viö lögregluna vegna þessa en það hefði ekki gerst enn. Sagði Friðrik ennfremur að fólk hefði veriö aö koma niöur á lögreglustöð á nýársnótt og kvarta yfir ástandinu á Hótel íslandi þar sem það annaðhvort komst ekki inn eða hrökklaðist út vegna troðn- ingsins. -hlh Læknir á slysadeild: Allnokkrir frá Hótel íslandi „Við skráum ekki þá sem heim- sækja slysadeild eftir skemmtistöð- um heldur hvort um bílslys eða önn- ur óhöpp hefur verið aö ræða. Þó get ég sagt að það voru greinilega all- nokkrir frá Hótel íslandi sem komu á slysadeild á nýársnótt," sagöi Rögnvaldur Þorleifsson, læknir á Borgarspítalanum, við DV. Hann var á vakt á slysadeild á ný- ársnótt og því var hann spurður um fjölda þeirra sem komu þangað frá Hótel Islandi. DV birti í gær viðtal við manri sem varð um og ó yfir troðningnum á Hótel íslandi á nýárs- nótt. Hann varð fyrir meiðslum þar inni og fór á slysadeild. Sagði hann að margir hefðu verið þar inni vegna einhverra meiðsla sem mátti rekja til troðningsins á skemmtistaðnum. -hlh Valdimar Snorrason, Engilbert Engilbertsson og Garðar Björnsson. Engil- bert fékk afhenta blómakörfu í tilefni sextugustu áætlunarferðar Eimskips til Dalvíkur á árinu. DV-mynd Geir A. Gunnlaugsson, Dalvik Mikil aukning á útflutningi um Dalvíkurhöfn Geir A. Guðsteinsson, DV, DaJvflc Er eitt af skipum Eimskipafélags- ins, Mánafoss, kom til Dalvíkur á Þorláksmessumorgun tóku hafnar- vörðurinn, Garðar Bjömsson, og umboðsmaður Eimskips, Valdimar Snorrason, á móti skipinu með svo- lítið sérstökum og óvenjulegum hætti. Skipstjóriim, Engilbert Engil- bertsson, fékk afhenta blómakörfu frá hafnar- og bæjarstjóm Dalvíkur í tilefhi þess að þetta var 60. áætlun- arferð Eimskipafélags íslands á þessu ári til Dalvíkur eins og stóð á korti sem afhent var með blómunum. Skipakomur til Dalvíkur hafa auk- ist til muna á þessu ári og er höfnin orðin veruleg útflutningshöfn enda liggur hún mjög vel víð ferðum skipa við Norðurland. Mikill skreiðar- flutningur fer hér um og er skreið flutt hingað á bílum alla leið austan frá Bakkafirði. Einnig er umtals- verður útflutningur á gámafiski héð- an, svo og frystri rækju. Gera má ráð fyrir að útflutningur hafi eitthvað minnkað um nágrannahafnirnar við þessa aukningu hér. Hótel Loftleiðir: Uppsagnir vegna endurskipulagningar „Það stendur fyrir dyrum að end- urskipuleggja alla starfsemi á fyrstu hæð hótelsins og þess vegna hefur 57 manns verið sagt upp störfum. Þar er nær eingöngu um að ræða fólk í veitingastörfum og þrifum. Búist er við að flestir verði endurráðnir þegar endurskipulagningunni er lokið," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða hf„ í samtah við DV. Einar sagði ennfremur að nú væri lokið miklum endurbótum á Hótel Esju og væri því komið að Hótel Loft- leiðum. Þær breytingar, sem nú yrði fariö í á fyrstu hæð hússins, væru aðeins upphafið að endurbótum á hótelinu öllu. Til stæði að færa það allt í nýtískulegt horf. Talið er að endurbætumar á fyrstu hæðinni taki tvo til þrjá mánuði. Á þeim að vera lokið þegar uppsagnir starfsfólksins taka gildi og þá, eins og áður segir, stendur til að endur- ráða flesta þá sem nú hefur verið sagt upp. -S.dór í dag mælir Dagfari_____________________ Kreppa, hvað er nú það? Islendingum hefur verið sagt frá því að undanfomu að kreppa gengi yfir landið og menn hafa hlaupið í skjól og vælt og volað eins og vera ber á krepputímum. Stjómmála- mennimir hafa talað um kreppu, atvinnurekendur hafa talað um kreppu, launþegar hafa talað um kreppu. Alhr hafa talað um kreppu af shkum sannfæringarkrafti að maður hefur eiginlega þakkað fyrir að eiga í sig og á. Fyrirtæki fara á hausinn, gamla ríkisstjómin sprakk í loft upp og heilu sveitarfé- lögin em komin á sjálfa sveitina vegna vanskha og lausaskulda. Allt hefur sem sagt verið á heljarþröm og þjóðin hefur staðið með sultar- dropana í nefinu og lapiö dauðann úr skel. Ef það er kreppa þá hljóta allir að haga sér eins og það sé kreppa, enda má enginn skorast undan þegar þjóðarbúið ætlast til að það sé kreppa í landinu. Alþingi og ríkisstjóm krefjast þess að íslendingar skilji hvemig ástandið er og hagi sér í samræmi við þaö. Þjóðin verður að standa saman og herða sultarólamar þeg- ar kreppa steðjar að. Þar má enginn svíkjast undan merkjum og nýja ríkisstjómin leggur nýja skatta á þegnana til að mæta kreppunni og fólk verður að draga saman seglin til að taka þátt í kreppunni. Stein- grímur Hermannsson leggur sér- staka áherslu á kreppuna með því aö lýsa yfir þjóðargjaldþroti og fuh- trúar atvinnurekenda og launþega em fengnir til að koma fram í sjón- varpi með reglubundnu mhhbili th að lýsa yfir kreppunni hjá sér. Á alþingi neyðast þeir th að fresta fjárlögum fram yfir áramót til að mæta kreppunni og dregnir eru fram huldumenn og konur og Al- bert er sendur th Parísar til að láta Borgaraflokkinn koma th hjálpar í kreppunni. En einmitt þegar kreppan stóð sem hæst og þjóðin var öh að kre- pera undan þessu ofurfargi varð einhveijum sakleysingjanum á að spyrja: Hvar er kreppan? Og áður en varði vom allir famir að spyrja um kreppuna og leita að henni og hta aftur fyrir sig og undir sig og á bak við sig án þess að sjá eða finna kreppuna. Nú hafa þeir verið að birta veiðiskýrslur og aflaskýrslur og þjóðartekjuskýrslur og það er alveg sama hvað margar skýrslur em dregnar fram í dagsljósið. Hvergi finnst kreppan. Nýtt afla- met var slegið á árinu, aflaverð- mæti er meira en þaö hefur áður verið að undanskildu síðasta ári. Verö á áli og kíshmálmi er með hæsta móti og kaupmáttur launa er margfalt hærri en hann var fyr- ir fimm árum. Kreppan er með öðrum orðum hvergi sjáanleg í skýrslum og svo koma þjóðhöfðingjamir í sjónvarpi á gamlárskvöld og nýársdag og upplýsa okkur um að það sé enga kreppu að finna í landinu! Þetta er í mesta lagi hths háttar samdráttur eða barlómur og Steingrímur flutti langa ræðu um það hvað hér væri gott að búa og hvað íslendingar væru í rauninni dásamlegt fólk. Því er ekki að neita að manni bregður nokkuð við þessi tíðindi. Þetta kemur aftan að manni. Hvað th dæmis með aha stjómmála- mennina og skattana og gjaldþrotin sem yfir hafa dunið í nafni krepp- unnar? Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa verið að spara og draga saman seglin og herða sultarólina að ástæðulausu? Hvað með Þor- stein Pálsson og Sjálfstæðisflokk- inn, sem þurftu að hætta í ríkis- stjórn vegna kreppunnar, og hvað með Albert sem hefur ákveðið að flytja til Parísar til að auðvelda Borgaraflokknum aö afstýra kreppunni? Eru þá allar þessar fómir unnar fyrir gýg? Er þá svo komið fyrir þessari þjóð að hún fær ekki einu sinni að hafa sínu kreppu í friði? Við verðum að krefiast skýlausra svara. Það gengur ekki að stjórn- málamenn komist upp með það kæruleysi að eyða kreppunni rétt si sona og slengja því á saklausa þjóðina að hér sé engin kreppa þeg- ar aht kemur th alls. Stjórnmála- menn verða að sýna ábyrgð og þeir geta ekki hlaupið frá kreppunni þegar þeim hentar og skiliö þjóðina eftir í þeirri óvissu og upplausn sem gott árferði leiðir af sér. Við erum búin að súpa seyðið af góðu árferði nógu lengi og eigum það ekki skihð að því verði haldið áfram samkvæmt geðþótta nok- kurra stjómmálamanna, sem þykj- ast geta ráðið því hvort kreppan lifir eða deyr. Það verður að stöðva þessa vitleysu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.