Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 15 Hvers vegna hrun? „Hver ætli trúi því i alvöru að gengi íslensku krónunnar á lánamarkaði sé hærra en japanska yensins en svona er það nú samt hér uppi á Fróni.“ - Á japönskum verðbréfamarkaði. Ástand atvinnumála allt í kring- um landið er nú alvariegra en nokkru sinni frá stofnun lýðveldis- ins því algjört hrun blasir við í fjölda byggðarlaga. Til að gera var- anlegar úrbætur þarf að gera sér grein fyrir rótum vandans. Ráðamenn hafa frá frumbernsku lýðveldisins leitast við að færa fé og völd frá grunneiningum þjóð- félagsins, þ.e. sveitarfélögunum, til höfuðstöðva samfélagsins í Reykja- vík. Hefur það verið gert í gegnum ýmsar stofnanir ríkiskerfisins. Uppbygging á vegum sveitarfé- laga hefur vegna þessa oft verið ómarkviss og óhagkvæm enda fjar- stýrt „að sunnan“. Tekjustofnar sveitarfélaganna eru í Utlu sam- ræmi við þau verkefni sem til er ætlast af þeim. Vanmegna sveitar- félög geta ekki lagt fé til atvinnu- uppbyggingar. Yfirsljóm fram- kvæmda og fiármagns hinna fiöl- mörgu ríkisstofnana er í Reykja- vík, svo sem á sviði menntamála, samgöngumála, heilbrigðis- og tryggingarmála o.s.frv. Hvers vegna? Jú, tekjukerfi ríkisins er markvisst beint til Reykjavíkur. Nú síðast var sjálfsforræði tekið af sveitarfélögunum varðandi út- svar, en það er nú skammtað að sunnan. Þetta skömmtunarkerfi kostar gífurlega fiármuni, útheimt- ir fiöldann allan af starfsfólki og miklar og dýrar byggingar. Reykja- víkurborg hefur tekjurnar af öUu heila apparatinu en fær samt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bónbjargarstofnanir Þjóðarflokkurinn leggur höfuðá- herslu á að landshlutarnir séu sjálfstæðar stjórnsýslueiningar, þ.e. koma á þriðja stjórnsýslustig- inu. Hver landshluti mundi þá KjaUaiinn Hólmfríður Bjarnadóttir varaformaður Þjóðarflokksins halda sínum hluta af tekjukerfinú, þ.e. sköttum, bæði beinum og óbeinum, ásamt öðrum tekjum, sem ríkiskerfið hefur, en borga síð- an ákveðið hlutfaU til ríkisins. Tekjuþörf ríkissjóðs mundi stórminnka þar sem verkefni sam- neyslunnar væru í höndum lands- hlutanna og sveitarfélaganna að stórum hluta. Sveitarfélögin yrðu í framhaldi af því sjálfstæð í raun. Nú eru þau i raun bónbjargarstofn- anir á vegum miðstýrðs ríkiskerfis. Sé litið á atvinnuvegina þá fylgja þeir fordæmi ríkisins dyggilega. Miðstýrðu stjórakerfi komið upp í Reykjavík. Má benda á landbúnaö- inn í því sambandi. Sjóðakerfið ávaxtað í Reykjavík, þaðan er síðan deilt út fé úr apparati sem ekki er í neinum tengslum við það sem er að gerast í atvinnugreininni sjálfri. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins er í Reykjavík, kjamfóðursöl- umar sömuleiðis, einnig stór hluti úrvinnslunnar, sérstaklega á kjöti. Það liggur í augum uppi að allar þær stofnanir og þjónustufyrir- tæki, sem tengjast landbúnaði, eiga að vera úti í landshlutunum, í hjarta framleiðslunnar. Yfirstjórnin er í Reykjavík Svona má fara yfir allt atvinnu- sviðið. Hráefnisöflun og í besta falli frumvinnsla fer fram úti á landi. Miðstýringarapparatið í Reykjavík sér um yfirstjórnina og tekur til sín það fé sem það telur sig þurfa, skammtar síðan afganginn til und- irstöðufyrirtækjanna. Útflutningur fer nánast allur gegnum Reykjavík. Að vísu eru einstaka menn að vakna til lífsins í þeim efnum úti um land og má vissulega taka ofan fyrir þeim. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að meginhluti okkar útflutnings er í formi hráefnis og er slíkt alveg með ólíkindum þar sem við erum vel menntuð þjóð og getum því svo vel þróað fullunna hágæðavöru úr okkar hráefni, hvetju nafni sem það nefnist. Þess er hins vegar ekki að vænta við núverandi stjórnkerfi þar sem fé er stöðugt flutt frá grunneining- unum til miðstýrða apparatsins sem tekur sífellt til sín stærra hluta af kökunni en skammtar æ minna til baka. Dulnefni á okurvöxtum Nú síðustu árin hefur svo bæst við vaxtastefnan í þjóðfélaginu. Nú er okur löglegt og gengur ríkið á undan eins og ævinlega. Peninga- markaðurinn er orðinn þvílíkur óskapnaður að slíkt er með ólíkind- um. Fyrirtækjum og einstakling- um er lánað fé á svo háu verði að það er útilokað að hægt sé að greiða það verð. Raunar er alveg furðulegt að nokkrum sæmilega skyni bornum manni skuli detta í hug að lána peningana sína á þessum kjörum því eftir því sem vextir eru hærri aukast líkurnar á því að tapa höf- uðstólnum og öllu saman. Það er næsta víst að þeir verða margir sparifiáreigendurnir sem tapa fé sínu þegar upp verður staðið, jafn- vel þótt vextir væru lagaðir að raunveruleikanum strax í dag. Þeir eru nú reyndar nú þegar byrjaðir að tapa. Þegar talað er um vexti hér að framan er átt við allan Qármagns- kostnað, líka lánskjaravísitölu. Lánskjaravísitala er dulnefni á ill- ræmdustu okurvöxtum sem þekkst hafa í þessu þjóðfélagi. Nú tala margir vitrir menn um nauðsyn þess að fella gengi krónunnar gagn- vart erlendri mynt. Okkur vantar ekki þess konar gengisfellingu heldur að fella gengið innanlands, þ.e. á lánamarkaðnum. Hver ætli trúi því í alvöru að gengi íslensku krónunnar á lánamarkaði sé hærra en japanska yensins en svona er það nú samt hér uppi á Fróni. Það er því krafa Þjóðarflokksins að núverandi lánskjaravísitala verði tafarlaust afnumin. Vísitala meðalgengis gjaldmiðla í helstu viðskiptalöndum okkar er hins vegar kostur sem kæmi til greina ef talin væri þörf á fastri verðvið- miðun á lánamarkaði. Hólmfríður Bjarnadóttir „Nú tala margir vitrir menn um nauö- syn þess aö fella gengi krónunnar gagn- vart erlendri mynd. Okkur vantar ekki þess konar gengisfellingu heldur að fella gengið innanlands, þ.e. á lána- markaöinum.“ Skilvirkari skyndilokanir Þá vaknar þessi spurning hvað sé til ráða til að hamla gegn ófógn- uðinum. Hvað varðar verndun „Netafiskur, sem dreginn er úr sjó tveggja nátta, er allt að 60% dauður þegar hann er innbyrtur og þegar dreg- ið er eftir sólarhring er samsvarandi hlutfall 25%.“ Reynir Traustason stýrimaður Landhelgisgæslan að störfum við netakönnun. 5 úr sjó? reglum er fullnægt er fiskurinn farinn annað og viðkomandi lokun bara fálm út í loftið. Þessu má ráða bót á, einfaldlega með því að maelingamennimir hafi vald til einhliða ákvörðunar um lokun, þó kannske um skemmri tíma en nú tíðkast. Hvað varðar friðun hrygningar- fisksins þá er varla um annað að ræða en að banna netaveiðar á hrygningarsvæðum eða draga stór- lega úr þeim. Þar er varla mikill skaði skeður þar sem lélegra hrá- efni en netafiskur er vandfundið. Netafiskur, sem dreginn er úr sjó tveggja nátta, er allt að 60% dauður þegar hann er innbyrtur og þegar dregið er eftir sólarhring er sam- svarandi hlutfall 25%. Það er því engin spuming að það ber frekar að beina mönnum inn á þær brautir aö taka fiskinn í önnur veiðarfæri og ná þar með í úrvals- hráefni úr takmörkuðum fiski- stofnum og efla þar með framtíðar- hag þjóðarinnar. Reynir Traustason Fagur fiskur Rányrkja á Islandsmiðum er veru- leiki sem menn ættu að reyna að átta sig á nú, þegar að kreppir og fiskifræðingar leggja til samdrátt í veiðum. Smáfiskadrápið Hér verður ekki lagt mat á það hvaða vísindi liggja að baki tillagna fiskifræðinganna heldur reynt að skoða á hvern hátt hægt Sé að umgangast fiskimiðin betur og minnka með því svokallað smá- fiskadráp, svo maður tali ekki um „fóstureyðingamar“ eða með öðr- um orðum dráp á hrygningarfiski. KjaHaiiim Það má öllum ljóst vera að smáfisk- ur sem drepinn er áður en hann nær að verða kynþroska, flölgar sér ekki, það má líka öllum vera ljóst að fiskur, sem veiddur er full- ur af hrognum, stuðlar ekki að við- gangi stofnsins. Þetta er kannski svo augljóst að ekki ætti að þurfa umfiöllunar við. Svo er þó ekki ef litið er um öxl. Endalaus áróður hefur dunið á landsmönnum þar sem sífellt er hamrað á smáfiskadrápi sem aðal- meinsemd íslenska þorskstofnsins. Forsöngvarar þessa kórs eru ónafngreindir útgerðarmenn úr Grindavík sem hafa til skamms tíma gert sín skip út til netaveiða þótt einhver breyting muni hafa orðið á þeirra útgerðarháttum ný- verið, þar sem þeir hafa í auknum mæli lagt stund á þá veiðimennsku sem þeir hafa í ræðu og riti for- dæmt. Þeir hafa sem sé séð þann hluta vandans sem kenndur er við smá- fiskadráp en ekki kannast við þann hluta sem að þeim sjálfum sneri, þ.e. drápið á hrygningarfiskinum. Bæði er þó að sjálfsögðu slæmt, smáfiskadrápið og „slátrun fyrir sauðburð". smáfisks er einfalt mál að auka hana. Það þarf aðeins skilvirkari skyndilokanir á þeim svæðum sem smáfiskur heldur sig hveiju sinni. Það þekkja allir sjómenn hvemig kerfið virkar þegar fiskur mæhst undir mörkum og lokunar er þörf. Þarna er um það að ræða að mæl- ingamaður um borð í veiðiskipi fær það óhagstæðar mælingar að ástæða er til lokunar, þá þarf hann heimild fiskifræðings til að lokunin verði að veruleika. Oftar en ekki er því raunin sú að þegar öllum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.