Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 5 Fréttir 2,3 prósent kjararýmun í þjóðfélaginu: Verkafólkið ber nær alla kjararýrnunina - minnkandi yfirvinna skerðir kaupmáttinn um rúm 5 prósent Samkvæmt nýutgefnu fréttabréfi Kjkrararmsóknamefndar, hafa verkamenn og verkakonur borið nær alla þá 2,3 prósent kíararým- un sem orðið hefur frá þriöja árs- íjórðungi 1987 til sama ársfjórð- ungs 1988. Kaupmáttur heiidar- launa annarra starfsstétta hefur rýmaö minna eða jafnvel vaxið. Kaupmáttur tímakaups verka- kvenna jókst um 0,3 prósent á þessu timabili. Vinnustundum verkakvenna Dækkaöi hins vegar um rúma tvo tíma og rýmaði því kaupmáttur heildartekna þeirra um 5,7 prósent. Meðaltekjur þeirra em nú 63 þúsund krónur á mánuði Kaupmáttur timakaups verka- manna jókst um 1,8 prósent á tíma- bilinu. Þeir skiluðu hins vegar rúmlega þremur færri eftirvinnu- stundum og rýmaöi því kaupmátt- ur heildarlauna þeirra um 5,5 pró- sent. Verkamenn hafa að 'meðaltali um 79 þúsund krónur í mánaðar- laun. Kaupmáttur heildariauna iðnað- armanna og afgreiðslufólks breytt- ist lítið. Hins vegar jókst kaup- máttur heildarlauna skrifstofu- fólks um rúm 3 prósent þrátt fyrir að það skilaði eixmi eftirvinnu- stund minna. Kvenfótk mun lægra launað Á þessu tímabili jókst kaupmátt- ur tímakaups skrifstofukvenna um 9,2 prósent, skrifstofukarla um 6,7 prósent, afgreiðslukarla um 4,7 prósént og iðnaðarmanna um 3,9 prósent. Eins og áður sagði jókst Brcytingar á kaupmatlí mánjtóartekja <»* 3. to*lií.«uo8l 1387 ta 3. M83 Á þessu súluriti má sjá þróun kaupmáttar heíldartekna frá þriðja ársfjórðungi 1987 til sama tímabils á árinu 1988. Kaupmáttur heildar- launa verkafólks skerðist mest bæði vegna þess að tímakaup þess hækkaði minna en annarra stétta og eins vegna þess að yfir- vinna verkafólks dróst meira sam- an en annarra stétta. kaupmáttur tímakaups verka- kvenna ekki nema um 03 prósent á sama tíma, verkakaria um 1,8 prósent og afgreiðslukvenna um 3 prósent. Iðnaðarmenn hafa aö meðaltali hæst laun þeirra sem taka þátt í úrtaki Kjararannsóknarnefhdar eða um 111 þúsund krónur. Skrif- stofúkarlar fylgja fast á eftir með um 105 þúsund krónur. Afgreíðslu- karlar eru með um 85 þúsund krón- ur á mánuði, verkamenn með um 79 þúsund, skrifstofukonur með um 72 þúsund, verkakonur með um 63 þúsund og afgreiðslukonur með um 62 þúsund krónur á mánuði. Verkafólk dregst aftur úr Frá árinu 1980 hefur kaupmáttur heildarlauna skrifstofukarla auk- ist um 19 prósent, iðnaðarmanna um 17,9 prósent, afgreiðslukarla um 16,6 prósent, skrifstofúkvenna um 10,5 prósent, afgreiðsiukvenna um 8,3 prósent og verkakvenna um 0,7 prósent. Kaupmáttur verka- karla hefur á sama tíma rýmað um 0,1 prósent. Eins og áður sagði var mestur samdráttur í yfirvinnu hjá verka- fóiki frá þriðja ársíjóröungi 1987 til sama tímabils á árinu 1988. Ef sá samdráttur heldur áfram má búast viö aö þessar starfsstéttir dragist enn aftur úr öðrum stéttum. Um þriðjungur af heildarlaunum verkamanna eru fyrir yfirvinnu. Iönaðarmenn hafa svipað hlutfall en yfirvinnan vegur mun minna i heildarlaunum annarra stétta. -gse Búnaöarbankinn: Þjófurinn er í gæslu- varðhaldi Búiö er að úrskurða manninn, sem stal peningum í afgreiðslusal Búnað- arbankans föstudaginn 30. desember, í gæsluvarðhald þar til um miöjan janúar. Maðurinn hefur áður reynt svipaðan þjófúað. Hann vakti fyrst á sér athygli er hann hljóp nakinn inn á Laugardalsvöll skömmu fyrir landsleik íslendinga og Sovétmanna í sumar. Það var klukkan rúmlega ellefu á föstudagsmorgun sem maðurinn stökk yfir afgreiðsluborö í Búnaðar- bankanum og hrifsaði til sín um 400 þúsund krónur. Manninum tókst að komast undan á flótta. Hann var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar um fjórum klukkustundum eftir þjófnaðinn. Þá var hann með 375 þúsund krónur á sér. _sme Lögreglan á Keflavikurflugvelli á tvo Chevy Van bíla frá árinu 1978 og 1981. Mun viðhaldskostnaður vegna þeirra vera mikill enda um að ræða dýra bila. DV-mynd Ægir Már Mikill viögeröarkostnaður á Keflavikurflugvelli: Reikningarnir haf a lækkað mikið - segir lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli „Ég er nú orðinn vanur svo mörgu að ég er hættur að kippa mér upp við svona lagað,“ sagði Þorgeir Þor- steinsson, lögreglustjóri á Keflavík- urflugvelli, en í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar er embætti lög- reglustjóra á Keflavikurflugvelli gagnrýnt ‘harðlega fyrir árið 1987. Það er sérstaklega viðgerðarkostn- aður á bíium embættisins sem er gagnrýndur enda sagður vera um 3,7 milljónir á þá þrjá bila sem viðhalds- frekastir voru. Þorgeir sagði að alvarleg villa hefði verið í samantekt Ríkisendurskoð- unar. Þar heföi kostnaður vegna kaupa á nýrri Saab bifreið verið færður til viðgerðarkostnaðar og þvi væri hægt að lækka þessar 3,7 millj- ónir um 700.000 krónur. „Við vorum með gamla bíla sem við höfum losað okkur við þannig að viðgerðarkostnaður hjá embættinu fyrir 1988 verður mun lægri en 1987.“ Þorgeir sagði að embættið hefði sjö bíla til umráða sem væri ekki mikið þar sem þetta væri annað stærsta lögregluembætti landsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur mikið verið keypt af bílum til embættisins fi*á varnarliðinu. Þor- geir sagði það ekki rétt nema hvað þeir heföu keypt einn bíl frá Sölu- nefúdvamarliðseigna. -SMJ OKKAR LANDSFRÆGA UTSALA HEFST A MORGUN - MIÐVIKUDAG -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.