Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Jane Fonda Sportistinn og prýöisleikkonan Jane Fonda lenti í því nýlega að nefbrotna. Hún var þó ekki í slagsmálum eins og einhver gæti haldiö. Jane var úti að hjóla viö upptökur á síðustu kvikmynd sinni þar sem verið var að æfa atriði þar sem statisti getur ekki komið í stað leikkonunnar. Þetta hafði þær afleiðingar að leikfimi- konan mikla lenti í árekstri við annan hjólreiðamann með áður- nefndum afleiðingum. Jamie Lee Curtis Þessi fullkomna leikkona úr myndinni Perfect er svo fullkom- inn að hún segist hata líkama sinn - og meira að segja svo mik- ið að hún segist ekki hafa komið á baðströnd í átta ár. Þetta fmnast nú einhverjum skrýtnar fréttir. Einhver lét þau orð falla að hann vonaðist til þess að hún héldi sig fjarri baðströndum í önnur átta ár - þá ætlaði sá hinn sami að pakka saman og fara heim. Iinda Kozlowsky Mótleikari og alvöruvinkona Paul Hogans úr Krókódíla- Dundee leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttum sem nefnast Favorite Son. Þar er mótleikari hennar Harry Hamlin, sá mynd- arpiitur úr Lagakrókum á Stöð 2. Favorite Son fjallar um baráttu bandarísks þingmanns fyrir að ná völdum í Hvíta húsinu. Og Linda leikur eina af fallegu kon- unum sem þurfa til að svona þættir verði gjaldgengir fyrir augum áhorfenda. þjónn hægir á umferðinni Á eyjunni Amager, þar sem Kas- trupflugvöllur er, stendur þögull lög- regluþjónn og hreyfir sig ekki úr sporunum allan daginn - segir ekki orð. Samt hefur honum tekist að minnka umferðarhraðann þar sem hann hefur staðið upp á endann ná- lægt lögreglustöðinni í Tárnby. Það er ekki fyrr en maður kemur í návígi við löggumanninn að í ljós kemur að þetta er bara pappalögga. Að sögn alvörulögreglumanna á Amager hefur þetta uppátæki þeirra leitt til þess að nú eru 50% færri tekn- ir á þessum slóðum fyrir of hraðan akstur. Ökumenn halda að þetta sé virðulegur lögreglumaður að líta eft- ir umferðinni og bera því virðingu fyrir honum. Auk þess halda margir að radarmæling sé fram undan á götunni. Pappalöggan er sett upp á mismun- andi stöðum svo ekki sé hægt að reikna með henni á sama stað - ann- ars héldu bílstjóramir bara áfram „ligeglad". Lögreglumaðurinn Jorg- en Stenvinkel er fyrirmynd dúkk- unnar og er hann þegar orðinn fræg- ur, a.m.k. á Amager. Lögregluþjónninn Jorgen Stenvinkel er fyrirmynd að þögla lögreglumannin um sem hefur fengið margan danskan ökumanninn til að hægja á sér. Það var verið að tilkynna i beinni sjónvarpsútsendingu hver hefði hreppt titilinn ungfrú Frakkland. Peggy Zlotkowsky, sautján ára, frá Montflanquin, fylgdist spennt með. Þegar hún var útnefnd sigurvegari féll hún hreinlega í gólfið - það leið yfir hana. Hún var þó fljót á fætur og krýningarathöfnin hélt áfram. Á annarri myndinni sést ungfrú Moskva (sú fyrsta), sem var gestur við athöfnina, óska Peggy, nýstaðinni á fætur, til hamingju með titil- inn. - Svo eru ekki einu sinni felld tár þegar ungfrú heimur er krýnd. Reuter Þessar myndir eru frá fullveldisfagnaði íslendingafélagsins í Árósum sem haldinn var 2. og 3. desember. Á föstudagskvöldið steig fullorðna fólkið dans fram á nótt þar sem diskótekið Dísa sá um tónlist og skemmtiatriði. Þarna voru um 70 manns samankomnir. Daginn eftir var svo haldin barna- skemmtun með ýmsum íslenskum leikjum. Grænlendingar voru svo vinsam- legir að eftirláta íslendingunum hús sitt til afnota endurgjaldslaust. Auk þess var ekkert gjald tekið fyrir diskótekið af hálfu „Dísumanna“. Díana slær jólasveinimim við í vinsældum Desember er aðalmánuður jóla- sveinsins og sá tími ársins sem hann nýtur óskiptrar athygli, fullorðinna jafnt sem barna. Þegar jólasveinninn var á ferð í Englandi stuttu fyrir jól varð hann í fyrsta sinn fyrir því að falla í skuggann af öðrum. Sveinki kom i fylgd Díönu prinsessu í heim- sókn á barnasjúkrahús í Lundúnum. Börn og fullorðnir nánast því snið-, gengu jólasveininn en hópuðust um prinsessuna sem átti hug þeirra all- an. Haft var éftir jólasveininum að þetta væri í fyrsta sinn sem hann yrði aö láta í minni pokann fyrir annarri persónu, en kannski er merkilegra að vera prinsessa en jóla- sveinn. Jólasveinninn varð að sætta sig við að falla í skuggann af prinsessunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.