Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiffing: Sími 27022 Stjaman: Við þurfum að taka til IM - segir Þorgeir Astvaldsson „Þaö stendur til að endurskipu- leggja Stjörnuna endanna á milli. Viö höfum bráöum verið tvö ár í loftinu og kominn tími til að hrista almenni- lega upp í þessu. Ég er útvarpsstjóri sem stendur en ákveðin verkaskipt- ing er sem stendur milli mín, Gunn- laugs Helgasonar og Jóns Axels Ól- afssonar. Það verða einhverjir end- urráðnir af fyrra starfsfólki en óvíst á þessari stundu hverjir og hve margir," sagði Þorgeir Ástvaldsson hjá Stjörnunni við DV í morgun milli þess sem hann skipti um lag. - Var Ólafur Hauksson rekinn? „Nei, hann ákvað fyrir nokkru að — -segja upp störfum en við ákváðum í sameiningu að það yrði ekki fyrr en um áramót svo uppsögn hans kæmi ekki til í miðjum desemberslagnum. Við vildum hafa þetta allt í einum pakka." - Hefur útkoma ykkar í skoðana- könnunum haft eitthvað að segja í þessu sambandi? „Útkoma okkar þar hefur gefið vissa vísbendingu. Annars höfum við ekki farið varhluta af samdrætti fremur en aðrar stöðvar og þær hafa sumar þegar brugðist við honum. Við þurfum líka að taka til. Annars eru áhöld um hvort halda eigi skoð- anakönnunum þessum áfram í þessu sama formi og veriö hefur.“ -hlh Þýskaland: Karfinn á 112 krónur í morgun Feiknahátt fiskverð var í Bremer- haven og Cuxhaven í Þýskalandi í ->*morgun. Kílóið af karfanum seldist í Bremerhaven á um 112 krónur og 109 krónur í Cuxhaven. Ufsinn í Bremerhaven seldist á 114 krónur kílóið og blálangan á 104 krónur kíló- ið. Ástæða þessa háa verðs er lítið framboð af fiski á markaönum svo skömmu eftir jólin. -JGH NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GOÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Er þetta nokkuð Stjörnuhrap? „Við höfnum stórri gengisfellingu“ Ríkisstjórnin felldi gengi ís- lensku krónunnar um 4 prósent á fundi sínum í gærkvöldi. Jafnframt var Seðlabankanum veitt heimild til sveigjanlegrar gengisskráning- ar. Bankinn getur skráð gengi á 1,25 prósent til eða frá því gengi sem gildir í dag. „Við höfhum þeim kröfum sem komið hafa fram um stóra gengis- fellingu. En við vildum leiðrétta rekstrargrundvöllinn á þann veg að hann yrði svipaður og hann var um miðjan september," sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Ef ekkert hefði verið að gert hefði dollarinn iækkað niður fyrir 46 krónur eftir áramótin. Með gengis- fellingunni verður dollarinn skráð- ur á um 48 krónur eins og eftir 3 prósent gengisfellingu í september. Ákvörðun um gengisfellingu lá fyrir eftir fund formanna stjórnar- flokkaima á nýársdag. Formlegri ákvörðun var hins vegar frestað þar til Seðlahankinn hafði veitt umsögn sína í gærdag. Að mati Ásmundar Stefánssonar, forseta Aiþýðusambandsins, mun gengisfellingin leiða til um 2 til 3 prósenta hækkunar verðlags. „Þarna verður fyrst og fremst treyst á aðhald, samkeppni og minnkandi eftirspurnarþrýsting,“ sagði Jón Sigurðsson'viðskiptaráð- herra um það hvað gert yrði til að hindra verðhækkanir. Hann benti einnig á að með reglu- gerðarbreytingu, sem heimilar innflytjendum að nýta sér greiðslu- frest erlendra seljenda, væri mögu- leiki á að verðhækkanir kæmu ekki fram. Innan ríkisstjórnarinnar er nú unnið að frekari efnahagsráðstöf- unum. Þær fela meðal annars í sér eflingu úreldingarsjóðs fiskiskipa sem leiða á til umfangsmikillar fækkunar fiskiskipa. „Það verður haldið áfram starfi við að skapa betri rekstrarskilyrði og íjárhagsgrundvöll fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Það er verk sem er hafið og heldur áfram. Þar verður leitað leiða sem ekki byggj- ast á verðhækkandi aðgerðum," sagði Jón Sigurðsson. -gse Asmundur Stefánsson: Hækkar verðlag en dugir ekki „Það er ljóst að gengisfellingin verður til þess að hækka verðlag um 2 til 3 prósent. Almenningur fær eng- ar bætur fyrir þá verðhækkun. Það bætist ofan á þær hækkanir sem þeg- ar var búið að ákveða,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands. „Það ganga nú yfir hækkanir á öll- um mögulegum hlutum. Það er búið að hækka skatta, bensín, sement, bíla, húsgögn og fleira. Gengisfelling- in er fjarri því að vera stærsti þáttur- inn í þeim verðhækkunum sem nú ganga yfir. Ofan á þetta bætist síðan hækkun beinna skatta.“ - Munu þessar verðhækkanir leiða sjálfkrafa til hækkunar á launakröf- um Alþýðusambandsins í komandi samningum? „Nú er ekki búið að leggja upp kröfugerð en hún hlýtur að taka mið af verðlagi og kaupmætti. Ég held að það sé rétt að benda á að þessi gengisfelling dugir ekki til að koma útflutningsgreinunum í horf. Þess vegna hljóta frekari efna- hagsráðstafanir að fylgja. Það er því erfitt að leggja mat á það sem núna hefur verið gert,“ sagði Ásmundur. -gse - sjá einnig bls. 28 Amarflug: Reynum allar aðrar leiðir en Flugleiðir Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, segir að félagið leiti nú allra annarra leiða til að leysa fjárhagsvanda félagsins en að Flugleiðir yfirtaki það. „Ég hef ekki trú á að fólk vilji sjá einn aðila sem sjái um flug til og frá landinu án samkeppni.“ Um þá KLM-menn, sem nú eru staddir hérlendis, segir Kristinn að koma þeirra sé ekki í tengslum við eignaraöild KLM. „Það koma hingaö KLM-menn í hverjum mánuði." Að sögn Kristins er eignaraðild KLM inni í umræðunni og hefur ver- ið um nokkurt skeið. „Það kemur í ljós í þessum mánuði hvort KLM skoðar þetta mál af alvöru. Við höf- um átt náið samstarf við félagið í markaðsmálum og það hefur gefist mjög vel.“ -JGH Veðrið á morgun: Áfram breytileg átt Á morgun verður breytileg átt, kaldi og skúrir eða slydduél á Suðausturlandi og Austfjörðum en norðan stinningskaldi eða all- hvass í öðrum landshlutum. Snjókoma verður víða á Vest- ijörðum og Norðurlandi en él á Vesturlandi og kólandi veður í bili. Þessi kona notaði gamla lagið í gær og kom með innkaupatöskuna með sér i matvörubúðina. DV-mynd KAE Pokaskatturinn 200 milljónir Plastpokar eru nú seldir í mat- . vöruverslunum og kostar minni stærðin af pokum 4 krónur en sú stærri 5 krónur. Um 50 milljónir plastpoka eru notaðir á ári hérlend- is, þar af hátt í 40 milljónir poka í matvöruverslunum. Þetta þýðir að plastpokarnir munu kosta neytend- ur um 200 milljónir á ári. Um það hvort plastpokarnir væru ekki inni í vöruverðinu sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í morgun að verðlagsstofnun væri með þetta mál í athugun. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið. Kaupmenn segja hins vegar að álagning í matvöruverslun hafi lækkaö stórlega síðustu árin vegna aukinnar samkeppni og þrátt fyrir að tilkostnaður hafi hækkað. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.