Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Fréttir Samfestingur þvegiim með terpentínu: Fékk slæm brunasár er samfestingurinn brann „Það er glæpur að þvo samfesting- ana upp úr terpentínu. Ég var að rafsjóða og snögglega stóð hluti sam- festingsins í ljósum logum. Ég komst ekki úr samfestingnum en sem betur fer komu tveir menn sem hjálpuðu mér. Ég hlaut fyrsta og annars stigs bruna. Ég mun verða frá vinnu á þriðju viku - að minnsta kosti,“ sagði Fá greiðslufrest: Kemur í veg fyrir 5 prósent Hækkun inn- fluttrar vöru Jón Sigurösson viðskiptaráö- herra hefur afnumið bann við því að heildsalar nýti sér þann greiðslufrest sem erlendir selj- endur veita. Nú er innflytjendum heimilt að þiggja greiðslufrest í allt að þijá mánuði á flestum al- mennum vörum. „Við höfum barist fyrir því að fá að nýta þennan greiðslufrest síöan á sjötta áratugnum. Þetta var ein af leifunum af haftatím- anum og ein sú leiðinlegasta. Þetta var sú tegund af höftum sem enginn hefur grætt á,“ sagði Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, í samtali við DV. Að sögn Árna mun þessi breyt- ing leiða til þess að vaxtakostnaö- ur innflytjenda muni lækka um allt að 5 prósent Auk þess mun þessi tilhögun hafa í för með sér ýxnsa hagræðingu fyrir fyrirtæk- in. Ami sagðist búast við að vörur hækkuöu ekki jafhmikið og ann- ars hefði orðið sökum þessa. Er- lendis endurskoðuðu framleið- endur yfirleitt vöruverð um ára- mót. Að öllu óbreyttu hefði því mátt búast við almennri vöru- verðshækkun. Heimildin til þess að nýta greiðslufrestinn mundi hins vegar slá á þessar verö- hækkanir. -gse Óshlíöarvegur: Litið slasaður eft- ir 50 metra fall Ökumaður, sem ók út af Ós- hlíðarvegi, er lítið slasaöur eftir að hafa hrapaö um 50 metra í bíl sínum. Talið er að ökumaðurinn hafi verið á fjórða klukkutima í ónýtura bíl sínum. Það var lög- reglumaöur á ísafirði - sem er búsettur á Bolungarvík - sem tók eför að bíl hafði veriö ekið út af Óshlíöarvegi. Lögreglumaðurinn heitir Guðmundur Páll Jónsson. Hann var á leið til vinnu snemma í gærmorgun. Hann sá hjólför á Óshlíðarvegi sem gáfú til kynna að ekið heföi veriö út af veginum. í Ijós kom að slasaöur maður var í ónýtum bíl um 50 metrum neðar í hh'öinni. Sá slasaði slapp furðuvel og er talið að hann sé fótbrotinn auk annarra smærri meiðsla. -sme Banaslysið í Svinahrauni Konan sem lést í slysinu í Svínahrauni á nýársdag hét Helga Þóroddsdóttir. Hún var 78 ára gömul og til heimilis að Hörð- alandi 2 í Reykjavik. -sme Kristján Jóhannsson rafsuðumaður. Kristján varð fyrir þeirri óþægi- legu reynslu að samfestingur, sem hann klæddist við vinnu sína, stóð skyndilega í ljósum logum. Samfest- ingurinn, sem er úr bómiúlarefni, var nýkominn úr hreinsun. Komið hefur í ljós að hann var þveginn með terpentínu. Kristján sagði að betra væri að nota slökkvivökva við þrif á samfestingunum. „Ég hef starfað við þetta í 36 ár og slíkt hefur aldrei hent fyrr. Venju- lega þvæ ég samfestingana sjálfur. Ég hef verið að hugsa ef þetta hefði hent mann sem hefði legið undir ein- hverju tæki og enginn verið til að- stoðar. Ég fæ ekki séð annað en að manns við þær aðstæður biði ekkert annað en að brenna til dauöa. Það verður aö hætta að þrífa vinnuföt með eins eldfimu efiú og terpentína er,“ sagði Kristján Jóhannsson. -sme Unnið er að því að setja upp flæðilínu i vinnslusal hjá Haraldi Böðvarssyni. DV-mynd Sigurgeir Akranes: Flæðilína hjá Haraldi Böðvarssyni Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi; Hjá Haraldi Böðvarssyni og Co. á Akranesi er nú verið að setja upp nýja vinnslulínu í vinnslusal fyrir- tækisins, svokallaða flæðilinu. Með henni er stefnt að hagræðingu því afkastagetan ætti að aukast miðað við sama starfsmannafjölda. Þá verð- ur tekin upp hinn svokallaði flæði- línubónus þar sem allir bera jafnt úr býtum. Stefnt er aö því að vinnsla hefjist aftur um 12. janúar. Þá hafa tvö af fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins tekið upp þetta kerfi því Heimaskagi tók það upp sl. sumar og hefur það reynst mjög vel. Ingólfur og Andri hættir hjá Feröaskrifstofimni Útsýn: Boðin aðild að Ferðamiðstöðinni - án íjárskuldbindinga, segir Ingólfur Guöbrandsson „Við höfum ekki keypt hlut í Rerða- miðstöðinni en okkur hefur verið boðin aðild aö henni án fjárskuld- bindinga og höfum þegið hana. Þar mun reynsla og þekking Andra Más Ingólfssonar nýtast og hann hefur þegar hafið störf fyrir Ferðamiðstöð- ina,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum eigandi og forsljóri Útsýnar, í samtali við DV í morgun. „Þegar ég mætti til starfa í gær- morgun var búið að skipta um skrá á skrifstofu minni qg mér meinað að komast þar inn. Ég gat ekki einu sinni sótt mína persónulegu muni og skjöl. Allt sem er á skrifstofunni minni er í minni einkaeigu. Þá var mér og meinað að halda fund með starfsfólkinu og mér tilkynnt að veru minni hjá Útsýn væri lokið. Fyrir ári gerði ég þriggja ára starfssamning við eigendur Útsýnar en mitt afrit af þeim samningi hvarf úr skrifborði mínu þegar ég var á ferðalagi erlend- is fyrr á liðnu ári. Ef haldið verður fast við það að hleypa mér ekki inn á skrifstofuna til að sækja þangað eigur mínar verð ég að fara þangað inn með fógetavaldi," sagði Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum eigandi og forstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýn- ar, í samtah við DV. Ingólfur Guðbrandsson: leitar hann eftir aðstoð fogeta? Andri á Costa del Sol Andri Már Ingólfsson, sonur Ing- ólfs, sagði upp starfi sínum sem framkvæmdastjóri Útsýnar þar eð hann hafði aldrei fengið starfssamn- ing sinn staðfestan né fengiö þau völd í hendur sem starfinu áttu að fylgja. Andri sagði upp föstudaginn 80. desember. Hann réð sig samdæg- urs til Ferðamiðstöðvarinnar og er nú farinn til Costa del Sol á hennar vegum. Ingólfur sagðist ekki ætla að stofna nýja ferðaskrifstofu. Hann hefði, þegar hann seldi fyrirtækiö, skuld- bundið sig til að gera það ekki né vinna að skyldum störfum annars staðar en hjá Útsýn. Sá samningur var gerður gegn ákveðnum hlunn- indum sem Ingólfur átti að njóta. Nú segir hann að þeim samningi hafi verið rift með uppsögn sinni og því telji hann sig hafa ftjálsar hendur og ætli að láta skoöa réttarstöðu sína út frá því. -S.dór Pósticassafaraldurirm: Ekkert ráð sem dugir gegn þessu - segir póstmálafulltrúi „Það er því miöur ekkert ráð til sem dugir gegn þessu. Því er ekki að leyna að þetta kemur oft fyrir. Það hefur þó ekki veriö mjög mikið um þetta um þessi áramót. Þaö hefur ekki valdið okkur þungum áhyggjum," sagði Rafn Júliusson, póstmálafulltrúi hjá Pósti og síma. Um hver áramót koma upp nokkur tilfelli þar sem flugeldar eða annað sprengiefni er sett í póstkassa. Póstur skemmist oft af þeim sökum og eins skemmast sjálfir póstkassarnir. Nýlega var póstkassi í Mosfellsbæ sprengdur upp og ávisun úr einu bréfi tekin. I stað ávísunarinnar var sett til- kynning um jólaball. „Þetta er afleitt fyrir þá sem verða fyrir þessu. Það skemmast oft persónuleg bréf og vinar- kveðjur. Slíkt er alltaf erfitt að meta til fjár og það getur enginn gert. Ef ávisanir eru sendar í al- mennum pósti eiga þær að vera þannig að enginn nema réttur viðtakandi geti notaö þær. Mesta tjónið, sem af þessu hlýst, eru skemmdimar á póstkössunum," sagði Rafn Júlíusson. -sme Nýársdagur: Lögregla lok- aðiellefu sjoppum Lögreglan í Reykjavik yarð að loka ellefu sjoppum og videoleig- um á nýársdag en óheimilt er að hafa opið á þeim degi. Einni sjoppunni, að Seljabraut 54, varð aö loka tvivegis þar sem hún var opnuð eftir að lögregla hafði lok- að fyrr um daginn. -sme Akureyri: Ók á mann og stakk af Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri: Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri leitar nú að hvítri fólksbif- reið sem ekið var á mann aö- faranótt gamlársdags og stakk síðan af. Þetta gerðist á gangbraut á Glerárgötu skammt frá Sjallan- um. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með áverka á höfði auk annarra meiðsla. Rannsókn- arlögreglan biöur þá sem gætu gefið upplýsingar varðandi þetta mál aö hafa samband við sig. Akureyri: 79 útköll hjá slökkviliðinu Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyxi: Slökkviliðiö á Akureyri fór í 79 brunaútköll á síðasta ári og fækk- aði útköllum verulega eða um 36 frá árinu 1987. Þar munar mestu að sinubrunar voru nú mjög fáir eða 7 á móti 41 áriö áður. Mestu eldsvoðarnir á árinu voru í golfskálanum að Jaðri og að Hólakoti í Eyjafirði en báðir þessir hrunar voru í upphafi árs- ins. Sjúkraútköll voru 1084 á árinu 1988 og voru 185 þeirra utan- bæjar. Af þessum 1084 útköllum voru 197 bráðatilfelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.