Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 17 Iþróttir Köríuknattleikur: Webster alvarlega veikur ívar Webster, miðheijinn há- vaxni úr KR, leikur ekki með liöi sinu eða íslenska landsliðinu á næstunni. Webster veiktist alvar- lega rétt fyrir jólin, var fluttur beint af æfingu hjá KR á sjúkra- hús og lá þar nokkra daga. Talið er að um blóðtappa hafi verið að ræða og ívar lamaðist að hluta en er á batavegi. Reikna má með að endurhæfingin taki talsverðan tíma og að hann geti ekki hafið æfingar og keppni á nýjan leik fyrr en eftir nokkrar vikur. Það er mikið áfali fyrir KR-inga að missa hann. -VS England Staðan, 1 . deild: Arsenal 19 12 4 3 42-20 40 Norwich 20 10 8 2 29-20 38 Millwali 19 9 6 4 30-21 33 Coventry 20 8 6 6 27-20 30 Everton 19 8 6 5 25-19 30 Derby 19 8 5 6 21-14 29 Liverpool 19 7 7 5 23-16 28 Nott. For. 20 6 10 4 25-23 28 Man. Utd. 20 6 9 5 25-18 27 Southampt. 20 6 8 6 33-37 26 Tottenham 20 6 7 7 3(1430 25 Wimbledon 19 7 4 8 23-27 25 Middlesbr. 20 7 4 9 24-31 25 QPR 20 6 6 8 23-20 24 Luton 20 5 8 7 23-23 23 Aston Villa 19 5 8 6 28-30 23 Sheff. Wed. 19 5 6 8 15-26 21 Charlton 20 3 8 9 19-32 17 Newcastle 20 4 5 11 16-35 17 West Ham 20 3 5 12 16-35 14 Staðan deild 2: W. Brom. 24 12 8 4 43-21 44 Chelsea 24 12 8 4 47-26 44 Blackburn 24 13 3 8 40-35 42 Watford 24 12 5 7 35-23 41 Man. City 24 11 8 5 33-23 41 Boumem. 24 11 4 9 28-26 37 Barnsley 24 10 6 8 32-31 36 C. Palace 23 9 8 6 37-30 35 Portsmouth 24 9 8 7 34-31 35 Sunderland 24 8 10 6 34-27 34 Leeds 24 8 10 6 28-22 34 Ipswich 24 10 4 10 32-30 34 Stoke 24 9 7 8 29-37 34 Swindon 23 8 9 6 32-30 33 Leicester 24 8 8 8 30-33 32 Plymouth 24 9 5 10 31-36 32 Bradford 24 7 10 7 25-28 31 Hull 24 7 8 9 29-35 29 Oxford 24 7 6 11 38-37 27 Oldham 24 5 9 10 36-40 24 t England f ursht X Úrslit í 1. deild: Úrslit í 1. deild: Arsenal - Tottenham 2-0 Coventry - Sheff. Wed. 5-0 Luton - Southampton 6-1 Middlesbrough - Man. Utd. 1-0 Millwall - Charlton 1-0 Newcastle - Derby 0-1 Nott. Forest - Everton 2-0 QPR - Norwich 1-1 West Ham - Wimbledon 1-2 Úrslit í 2. deild: Barnsley - Hull 0-2 Birmingham - Oldham 3-0 Blackbum - Stoke 4-3 Boumemouth - Brighton 2-1 Bradford - Sunderland 1-0 C. Palace - Walsall 4-0 Ipswich-Leicester 2-0 Man. City - Leeds 0-0 Osford - Chelsea 2-3 Plymouth - Watford 1-0 Portsmouth - Swindon 0-2 West Brom. - Shrewsbury 4-0 Jóhann Þorvarðarson í raðir Þórs? Svo kann að fara að knattspyrnumaðurinn Jóhann Þorvarðarson spili með Þór frá Akureyri á næsta leiktímabili. Eftir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma átti Jóhann viðræður við ráðamenn Þórs á dögunum og voru þær jákvæðar, að sögn tíðindamanns blaðsins. DV bar þessa fregn undir Jóhann, sem var fyrirliði 1. deildar liðs Víkings þar til hann hætti að iðka knattspyrnu um mitt sumar, og neitaði hann hvorki sögunni né játaði. Þess má geta að Jóhann hefur leikið 82 leiki í 1. deild, 11 meö Val en hina með Víkingi. Hann á að baki 3 unglingalandsleiki með liði skipuðu leikmönn- um 16 ára og yngri. -JÖG Knattspyrnumót í ísrael: ísland í 5^6. sæti íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu hafnaði í 5.-6. sæti á alþjóðlegu knattspyrnumóti sem haldið var í ísrael um áramótin. ís- lensku piltarnir sigruðu lið Licht- enstein í síðasta leik sínum á mótinu í gær, 2-0. Arnar Grétarsson úr UBK og Rikharður Davíðsson úr Fram skoruðu mörkin. íslendingar léku fimm leiki, unnu þrjá en töpuðu tveimur. Liðið tapaði 0-5 fyrir Port- úgölum í næstsíðasta leiknum. A-lið ísreal og b-lið sömu þjóðar leika til úrslita á mótinu í dag en ís- lendingar sigruðu b-lið ísrael í fyrstu leikjunum á mótinu. -JKS Körfuknattleikur: Finninn Matti Nykanen, gullstökkvarinn frá Calgary, fór á kostum um helgina og sigraði er kappinn í loftinu yfir Garmisch-Partenkirchen. í kjölfar þessa sigurs er Matti í 2. sæti í á nýársmóti í V-Þýskalandi. Hér heimsbikarnum. Körfusnillingar sýna kúnstir leika fyrst í Grindavlk og Keflavik Islenska landshðið í körfuknatt- leik mætir ísraelsku bikarmeistur- unum Hapoel Galil Elyon, einu af bestu félagsliðum sem rétt hafa til þátttöku í Evrópumótum, í vináttu- leik í íþróttahúsi Grindavíkur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.30 og er sá fyrsti af þremur sem ísraelsmenn- irnir leika hér á landi í vikunni. Annað kvöld mæta þeir ÍBK í Keflavík kl. 20 og er það fjáröflunar- leikur fyrir nýtt íþróttahús sem er í f byggingu á staðnum. Loks leika þeir aftur við landsliðið á fimmtudags- kvöld og fer sá leikur fram í Laugar- dalshöllinni kl. 20.30. í liöi Hapoel eru fjölmargir ísra- elskir landsliðsmenn og tveir Banda- ríkjamenn aö auki. Lægsti maður . liðsins er 1,92 m á hæð en aðeins þrír leikmenn íslenska liðsins ná þeirri hæð! Tveimurbætt við landsliðshópinn Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfari Islands, hefur valið lið sitt fyrir leik- ina tvo. í því eru þeir tíu leikmenn sem léku fyrir íslands hönd á smá- þjóðamótinu á Möltu fyrir áramótin og hrepptu þar efsta sætið. Það eru þeir Magnús Guðfinnsson, Jón Kr. Gíslason og Guöjón Skúlason frá Keflavík, Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson úr Haukum, Tómas Holton og Matthías Matthíasson úr Val, Birgir Mikaelsson, KR, Valur Ingimundarson, Tindastóli, og Guð- mundur Bragason, Grindavík. Að auki hefur Nemeth valið þá Fal Harðarson frá Keflavík og Jóhannes Kristbjörnsson úr KR í liðið. Fjórir boðaðir á föstudag Fjórir nýir leikmenn hafa síðan verið boðaðir til landsliðsæfinga fyr- ir næsta tímabil, janúar og febrúar, sem hefst á fóstudaginn. Það eru Guðni Guðnason úr KR, sem er kom- inn heim frá Bandaríkjunum, Pálm- ar Sigurðsson úr Haukum og Njarð- víkingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Rafnsson. „Þessum leikmönnum er boöið til landsliðsæfinga og ef þeir mæta verða þeir með í undirbúningi okkar, annars verða aðrir valdir í þeirra stað,“ sagði Nemeth í gær en hann valdi enga Njarðvíkinga í lið sitt fyr- ir áramótin þar sem þeir mættu ekki á landsliðsæfingar. Besti dómari heims dæmir leikina Tékkinn Ljubomir Kotleba kemur hingað með ísraelska liðinu og dæm- ir alla þrjá leikina. Hann er talinn besti körfuknattleiksdómari heims, dæmdi m.a. úrslitaleiki karla á ólympiuleikunum i Moskvu og Los Angeles og úrslitaleik kvenna í Seoul í haust. Dómarar með honum á leikj- unum þremur verða Kristinn Al- bertsson, Bergur Steingrímsson og Jón Otti Ólafsson. Kotleba heldur síðan fund með íslenskum dómurum á föstudaginn. -VS Enska knattspyman: Siggi Jóns fékk rautt spjald gegn Coventry - Arsenal á toppinn eftir sigur á Tottenham. Guðni átti ágætan leik Norwich hafði skamma viðdvöl í efsta sæti ensku knattspyrnunnar en í gær var leikin heil umferð að und- anskildum leik Liverpool og Aston Villa sem verður leikinn í kvöld. Norwich gerði jafntefii við QPR á Loftus Road í London. Arsenal sigr- aði Tottenham og skaust í efsta sætið en sá leikur fór fram tveimur tímum síðar en aðrir leikir í gær. • Mikil stemning var fyrir leik Arsenal og Tottenham á Highbury en Arsenal tók í notkun nýja her- bergisstúku og komu um 45 þúsund áhorfendur á leikinn sem er met á keppnistímabilinu. Arsenal hélt upp á þennan áfanga í sögu félagsins með góðum leik, skaust í efsta sætið eins og fyrr segir. Paul Merson kom Arse- nal yfir á 23. mínútu og Micháel Thomas gulltryggði sigurinn í síðari hálfleik. Þess má geta að þetta var sjöundi sigur Arsenal á Tottenham í röö. • Guöni Bergsson lék með Totten- ham og bar töluvert á hónum framan af leiknum en eftir því sem leið á sást minna til hans. í heild komst hann vel frá leiknum. • Alan Taylor, sern er 35 ára að aldri, kom Norwich yfir gegn QPR. Taylor hafði komið inn á sem vara- maður í síöari hálfleik en hann haföi ekki leikið deildarleik síðan 1980. Taylor kom talsvert við sögu í úr- slitaleik West Ham og Fulham í bik- arnum 1975 en þá skoraði hann tvö mörk. Taylor var seldur til Norwich í-kringum 1980. Allt virtist stefna í sigur Norwich gegn QPR en Mark Falco var á öðru máli og jafnaði leikinn þegar ein mínúta var til leiksloka. Norwich átti fjölmörg góð tækifæri til að gera út um leikinn áður en QPR jafnaði á lokamínútunni. • Coventry og Luton, sem fóru illa út úr sínum leikjum á laugardag, unnu bæði stórsigra. Coventry fór á kostum gegn Sigurði Jónssyni og fé- lögum hans í Sheffield Wednesday. Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir aö Sigurði Jónssyni var vikið af leikvelli á 73. mínútu fyrir brot á Lloyd McGrath. Þegar Sigurði var vikið af leikvelli var staðan 3-0. Ein- um leikmanni færri fékk Wednesday tvö mörk á sig til viðbótar. Þegar upp var staðið hafði Co- ventry skorað fimm mörk en leik- mönnum Wednesday tókst aldrei að svara fyrir sig. Skoski landsliðsmað- urinn David Speedie átti stórleik og skoraði þrjú mörk fyrir Coventry. Brian Kilcline var einnig meðal markaskorara Coventry en hann skpraði úr vítaspymu. Ástandið er orðið heldur svart í herbúðum Sheffield Wednesday. Lið- ið er komið í mikla fallhættu eftir leikina yfir jólahátíðina. Á laugardag tapaði liðið illa á heimavelli fyrir Nottingham Forest. • Luton vann sinn stærsta sigur á keppnistimabilinu er Southampton kom í heimsókn til hattabórgarinnar frægu. Luton tók Southampton í hreina kennslustund og skoraði sex mörk gegn aðeins einu marki Sout- hampton. Mick Harford og Roy We- gerle voru á skotskónum og skoruðu tvö mörk hvor og gamla brýniðRicky Hill skoraði eitt. Eina mark Sout- hampton skoraði Rod Wallace. • Nýliöarnir í Millwall, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, unnu sann- gjarnan sigur á Charlton í Lundúna- slag á The Den, heimavelli Millwall. David Thompson, 19 ára gamall pilt- ur, sem kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik, skoraði eina mark leiksins. Charlton hefur ekki tekist að sigra í síðustu tíu leikjum í deild- inni. • Manchester United tókst ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri gegn Li- verpool í fyrradag. United varð að sætta sig við ósigur gegn Middles- brough og skoraði Peter Davenport sigurmark Middlesbrough en hann var keyptur frá United fyrir tveimur mánuðum. • Nottingham Forest virðist vera að rétta úr kútnum þessa dagana. Everton varð undir í viðureign lið- ana á City Ground. Tommy Gaynor og Gary Parker skoruðu mörk liðs- ins. Enska landsliðsmanninum Tre- vor Stevens í liöi Everton mistókst að skora úr vítaspyrnu í fyrri hálf- leik. • Allt gengur á afturfótunum hjá botnliðinu West Ham og í gær tapaði liðiö fyrir bikarmeisturunum frá Wimbledon á Upton Park. Dennis Wise náði forystunni fyrir Wimble- don fljótlega í leiknum en Leroy Ros- enior jafnaði á 39. mínútu. Skömmu fyrir leikslok urðu Rosenior á þau mistök að skora sjálfsmark og West Ham sá á eftir dýrmætu stigi. -JKS Siggi Hallvarðs í raðir Sindra? - mun þá þjálfa og leika með liðinu Effir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma hefur Sig- urður Hallvarðsson, leikmaður úr röðum Þróttar, fengiö óform- legt tilboð frá Sindra á Homafirði um að þjálfa og leika með liðinu. Sindra vantar tilfinnanlega þjálfara en félagið féll um deild í haust, spilar í 4. deild á næsta leikári. Ekki náöist í Sigurð í gærkvöldi en aö sögn Alberts Eymundsson- ar, sem stjómaði Sindra í fyrra, hafa ráðamenn liðsins veriö að svipast um effir þjálfara. Neitaði hann því ekki að þeir hefðu talað við Sigurð í því sambandi. Hann kvað hins vegar engar formlegar viðræður hafa. átt sér stað á milii aöilanna. Þess má geta að Sigurður Hall- varðsson skoraði 15 mörk fyrir Þrótt í 2. deildinni á síðastliðnu sumri. Þau mörk dugöu Reykja- víkurliðinu þó fullskammt því að það féll í 3. deild. JÖG/VS Hin sanna timaskekkja Um áratuga skeiö hefur mörgum virst sem Morgunblaðið telji sig gegna því göfuga hlutverki að hafa vit fyrir öörum. Að áliti sömu manna hefur þetta endurspeglast í umræðu um ýmis þjóðmál og þá hafa skriffinnar blaðsins gjarnan bmgðið fyrir sig föð- urlegum ávítunartóni til að hasta á þá stallbræður sína sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. íþróttadeild blaðsins hefur blessun- arlega sneitt hjá þessu að mestu þar til sl. föstudag, 30. desember, að hún teflir skyndilega fram afleysinga- manni, sem skrifaði um íþróttir fyrir mörgum ámm, en hefur síðan þá eink- um einbéitt sér að umfj öllun um ýmiss konar veiðiskap. Sem sagt, blaðið tefl- ir fram manni sem ekki er í Samtök- um íþróttafr éttamanna og hefur þann- ig ekki tekið þátt 1 kjörinu um íþrótta- mann ársins. Skammaðir fyrir að birta sjálfstæðar skoðanir Þessi maður geysist með miklum látum fram á ritvöllinn og les yfir íþróttafréttamönnum DV fyrir þaö eitt aö hafa sjálfstæðar skoðanir á kjörinu um íþróttamann ársins og gerast svo ófyrirleitnir að birta þær á prenö. í inngangi sínum víkur hann að þvi að umræöa-um kjör íþróttamanns ársins hafi verið liflegri en oftast áöur, „ekki síst vegna sífelldra skrifa íþróttaf- réttamanna DV sem hafa leynt og Ijóst ætlað einum manni titilinn að þessu sinni“. Þessi „sífelldu skrif ‘ eru pistill Jóns Arnar Guöbjartssonar í helgarblaði DV17. desember, viðtai Stefáns Kristj- ánssonar við Hauk Gunnarsson 28. desember, daginn sem lqörinu var lýst, og hugleiðing Víðis Sigurðssonar um kjörið daginn eftir. Ekki þarf mik- iö til. Ósæmilegar tilfæringar, ótrúlegur hroki og þroskaleysi Afleysingamaðurinn talar um „væg- ast sagt ósæmilegar tilfæringar iþróttafréttamanna DV til þess að fá sinn mann kjörinn, s.s. Hauk, með blaðaskrifum fyrir kjöriö og ótrúlegan hroka þeirra f kjölfar kjörsins, þar sem skoðanir kollegaþeirra voru virt- ar að vettugi". Effir miklar bollalegg- ingar og hártoganir á því sem DV- menn hafa látið frá sér fara um málið kemur í lok greinarinnar sannkallað gullkorn: „Menn sem geta ekki sætt sig við lýðræöi eiga ekkert erindi í svona samtökum. Menn verða að hafa þroska til að sætta sig við að skoðanir þeirra og vilji er ekki endilega vilji meirihlutans.“ Þessi orð segja meira um þann sem þau skrifar en þá sem fyrir verða. Þekkingarleysi á kjörinu Vopn afleysingamannsins, sem ræðst að íþróttafréttamönnum DV með miklu offorsi, eru afar deig. Þekk- ingarleysið verður honum meðal ann- ars að falli því honum er hreirúega ekki kunnugt um hvernig kjörið sjálft fer fram. Hann segir að grein Jóns Arnar, birt 17. desember, sé rituð til þess að „hafa áhrif á þá kollega sína sem kunna að vera í vafa um hver sé kjörinn til titilsins að þessu sinni“. Áfieysingamaðurinn virðist ekki hafa fengið þær fféttir hjá félögum sínum á íþróttadeild Morgunblaðsins að íþróttafréttamenn þurftu að vera bún- ir að skila atkvæðaseðlum sínum þann 15. desember, tveimur dögum áður en grein Jóns Arnar birtist. í leiðinni ávítar hann Jón Örn fyrir að móta almenningsálitið með „svona skrifum". Mikill er bersýnilega mátt- ur hans fram yfir aðrafjölmiðlamenn. í „svona skrifum“ vinnur Jón Örn sér það til saka að opinbera þá skoðun sína aö Haukur Gunnarsson hafi unn- ið bestu afrek íslenskra íþróttamanna á árinu 1988. Samkvæmt mati afleys- ingamannsins er það orðið vítavert aö segja hug sinn í pistli, undirrituð- um með fullu nafni. Viðtal á röngum tíma? Næst ræðst afleysingamaðurinn að Stefáni Kristjánssyni fyrir svipaðar sakir, þ.e. láta frá sér fara þá skoðun sína aö Haukur hafi unniö „glæsileg- ustu afrek íslendinga á þessu ári á íþróttasviðinu", og spyr síðan hvað hafi vakað fyrir honum að birta viðtal viö Hauk á sjálfan kjördaginn. Ekki má Stefán heldur segja hug sinn og gerðist auk þess sekur um aö birta viötal við íþróttamann á röngum tíma. Af hverju skiptir afleysingamaðurinn sér næst í rekstri og útgáfu DV? Þurfa íþróttafréttamenn DV að biðja kollega sína á Morgunblaðinu um leyfi áður en þeir ákveða hvaða efni þeir birta á eigin síðum og eiga íþróttafréttamenn DV þá að snúa sér til afleysingamanna á Morgunblaöinu? Minnihlutagreinar Þessu næst slítur greinarhöfundur orð Víðis Sigurðssonar úr samhengi og ásakar hann um „blaður". Þetta „blaður" er að kaúa spjótkastið „minnihlutagrein“ en sleppt er að nefna að sú nafngift er notuð á margt fleira í næstu línum á undan, svo sem íþróttir fatlaðra og handknattleik. Ekki þarf að fara mörgum orðum um svona vinnubrögð. Rétt er að taka fram hér og leiðrétta að öllum grein- um frjálsra íþrótta er skipt á milli ára á Grand Prix mótum og því var rangt að taka spjótkastiö sérstaklega út úr í þvi sambandi. En það var hreint aukaatriði í þessari unifjöllun, þar var aðeins verið að sýna fram á að allt tal um „minnihlutagreinar" er afstætt og háð mati hvers og eins. Afleysingamaðurinn talar lika um ótrúlegan hroka í kjölfar kjörsins, að geta ekki sætt sig við lýðræði, og loks- ins efast hann um „þroska“ Víðis. Þroskaleysið er í því fólgiö að rita grein sem biröst daginn eftir kjörið og ijaila almennt um það, hlutgengi hinna ýmsu íþróttamanna, og láta skína í þá skoðun sína að HaUkur hefði verið vel að vegsemdinni kom- inn. Hvergi er vegið að Einari Vil- hjálmssyni enda ekki ástæða til, hvað þá að gert sé lítið ur skoðunum starfs- bræðra á öðrum fjölmiölum. Sá sem les slíkt út úr greininni ber annarlegar hvatir í brjósti. Lýóræðið í Samtökum íþróttafréttamanna Lýöræði getur veriö afstætt, líka í fámennumfélagsskap eins og Samtök- um íþróttafréttamanna. Snemma í desember, nokkru fyrir sjálfa at- kvæöagreiðsluna, var boðað til fundar í samtökunum, sem tveir af fjórum íþróttafréttamönnum DV sátu. Annað tveggja mála, sem þar voru reifuð, var einmitt hlutgengi fatlaðra íþrótta- manna. Þar gekk einn forsvarsmanna samtakanna á fundarmenn meö þá spumingu hvort þeir gætu hugsað sér að „horfa upp á“ að fatlaður einstakl- ingur yrði útnefndur íþróttamaður ársins. Tilgangúrinn virtist þeim full- trúum D V, sem sátu fundinn, að koma í veg fyrir að ákveðinn aöili hreþpti titilinn. Þarna var því að þeirra áliti fariö út af sporinu svo um munaði og gróflega reynt að móta hug þeirra og annarra fundarmanna. Það var á þessari samkomu sem reynt var að hafa áhrif á atkvæða- greiðslu íþróttafréttamanna en ekki í pistli Jóns Amar. Hverjir viðurkenndu hlutgengið? Það virðist Ijóst, sé hliðsjón tekin af útkomu í kjörinu, að einhver hluti fréttamanna hefur þá trú að affek Hauks Gunnarssonar séu ekki sam- bærileg affekum annarra íþrótta- manna. Ekki verður horft fram hjá því að Haukur Gunnarsson er eini ís- lenski íþróttamaðurinn sem stendur fremstur í símun flokki í heiminum. Sé tekið mið af afrekunum einum, eins og eðlilegast er að gera í kjöri sem þessu, hlýtur Haukur Gunnarsson að vera fremstur í hópi frábærra ís- lenskra íþróttamanna. Þeir sem þetta rita sjá þannig vart aðrar orsakir fyr- ir afdrifum Hauks í kjörinu en fötlun hans. Sú fullyrðing afleysingamanns- ins að Samtök íþróttafréttamanna hafi þegar viðurkennt hlutgengi fatlaðra íþróttamanna og að tal um annaö sé timaskekkja fellur þannig um sjálfa sig. Niöurstaðan í kjörinu sýnir ótvír- ætt að okkar áliti aö hluti íþróttaf- réttamanna sé og hafi veriö reiðubú- inn að viðurkenna hlutgengi fatlaðra íþróttamanna og afrek þeirra - ekki allir. Þaö er hin eina og sanna tíma- skekkja. íþróttafréttamenn á DV íþróttir Már Hermannsson, UMFK. Aldrei betra gamlárs- hlaup Már Hermannsson, UMFK, vann nokkuð öruggan sigur í gamlárshlaupi ÍR sem fram fór á gamlársdag í 13. skipti. Már náði bestum tíma sem náðst hefur hjá sigurvegara frá upphafi en hann kom í mark á 29,55 mínútum. Annar í karlaflokki varð Daníel S. Gunnarsson, USAH, á 30,33 mín. og þriðji Sigurður P. Sig- mundsson, FH, á 30,39 mln. í kvennaflokki vann Martha Emstdóttir, ÍR, mikinn yfir- burðasigur og kom í raark rúm- um fimm raínútum á undan næstu konu. Hún kora í mark á 33,32 min. en Hulda Pálsdóttir, Ármanni, sem varð önnur, hljóp á 38,44. Þriðja varð Rakel Gyífa- dóttir, FH, á 39,36 mín. -SK Körfuknattleikur: Getum komist íhóp þeirra bestu „Ef svona efnilegt lið kæmi fram einhvers staðar í Austur- Evrópu myndu stjómvöld styðja þaö með ráðum og dáð og sjá til þess að úr því myndi rætast,“ sagði Laszlo Nemeth, landsliðs- þjálfari íslands í körfuknattleik, á blaöamannafiindi í gær. Þar átti hann við drengjalands- liðið sem er skipað 16-17 ára pilt- um og býr sig undir Evrópu- keppni drengjalandsliða sem haldin verður í Belgíu í byrjun apríl. Jón Sigurðsson þjálfar liðið sem leikur fjölmarga æfingaleiki hér innanlands í vetur. Getum skipað okkur á meðai sex bestu Nemeth sagði ennfremur aö úr þessum strákum yrði hægt í framtíðinni að gera landslið sem kæmist í hóp þeirra sex bestu í Evrópu - ef rétt væri að raálum staðið á allan hátt og þeim gert kleift að leggja alla áherslu á íþrótt sína. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.