Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDÁGUR 3. JANÚAR 1989. Fréttir Ungfrú heimur á Vopnafirði: Dansaði með börnum, Grýlu og Leppalúða Sveinn Guömundsson sveitarstjóri veitir Lindu Pétursdóttur viðurkenningu. Jóhaim Ámason, DV, Vopnafirði: Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur, setti svip sinn á hátíðarhöldin um jólin í heimabyggð sinni, Vopnafirði. Segja má að jólagleöin hafi byrjað á Þorláksmessu þegar stærsti at- vinnurekandinn á staðnum, Tangi hf., bauð öllum starfsmönnum sínum í jólakaffi. Þá um kvöldið var svo uppákoma við Kaupfélagið. Þar lék Kvintett Sigga Kross jólalög, Samkór Vopnafjarðar tók lagið undir öruggri stjórn Kristjáns Davíðssonar og jóla- sveinar komu við. Hápunkturinn var þó þegar okkar yndislega ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, dró út vinninga í árlegu jólahappdrætti Umf. Einherja. Einherjar voru þó ekki þar meö komnir í jólafrí því á hverju ári sjá þeir um að bera út kort fyrir bæj- arbúa. Fer í það mikill tími aö flokka kortin og koma þeim svo til gleði- ríkra heimila á aðfangadag. Linda á jólabailinu Jóladagur leið á Vopnafirði eins og víðast annars staðar. Lágu menn þá á meltunni eftir vel heppnaða jóla- máltíð eða kíktu inn hjá vinum eða vandamönnum. Á annan dag jóla var svo haldin íjölmenn barnaskemmtun í félagsheimilinu Miklagarði. Að þessu sinni bar þar hæst nærveru fegurðardottningarinnar okkar. Skemmtunin hófst á því að Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri afhenti Lindu glæsilegan veggplatta sem unninn var úr íslensku bergi hjá Álfasteini í Borgarfirði eystra. Þeir hjá Álfasteini vildu líka heiðra ungfrú heim og gáfu henni eyrna- lokka sem útbúnir voru úr steinum. Loks sté Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður ungmennafélags sveitar- innar, á svið og afhenti Lindu 50 þús. kr. ávísun sem félagarnir höfðu heitið á hana ef hún næði einhverju af þremur efstu sætum í keppninni um titihnn ungfrú heimur. Síðan dansaði ungfrú heimur í kringum jólatréð með börnunum, jólasveinum, Grýlu og sjálfum Leppalúða. Boðin velkomin með tertu Þegar dansað hafði verið talsverða stund þáðu gestir kaífiveitingar í boði Kvenfélagsins og Verkalýðs- félagsins. Að þessu sinni hafði þó Vopnafjarðarhreppur slegist í púkk- ið í tilefni af sigri Lindu. Á borðinu var meðal annars stór terta sem á var letrað Velkomin ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, til hamingju. Að sjálfsögðu var Linda látin skera fyrstu sneiðina af þessari glæsilegu tertu. Þegar jólatréð haíði verið tekið nið- ur var slegið upp unglingadansleik þar sem tvær hljómsveitir léku fyrir dansi, annars vegar ungt og efnilegt tónlistarfólk úr grunnskólanum og hins vegar Kvintett Sigga Kross. Segja má að þessi jól hafi liöiö um margt eins og ávallt áður, en upp úr stendur að á meðal okkar Vopnfirð- inga var nú heimsfræg stúlka sem óhætt er að segja að við séum öll stolt af. Við þurfum svo að sjá á bak henni á nýársdag þegar hún fer af stað til að dreifa birtu og yl um alla heims- byggðina. Til þess er engin betur fallin en Linda okkar Pétursdóttir. Þau Ólafur Ármannsson, formaður Umf. Einherja, Linda Péfursdóttir, ungfrú heimur, Aðalbjörn Björnsson og Birna Einarsdóttir hreppstjóri sjá eitthvað skondið við útdrátt vinninga í happdrætti Einherja. DV-myndir: Jóhann Arnason, Vopnafirði. Nýársávarp forseta íslands: Vegum ekki að okkur sjálf um með bölsýni í nýársávarpi sínu varaði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, landsmenn við að eyða orku sinni „í krepputal og kvíða“. „Nær væri,“ sagði forsetinn „að hugsa um það sem má styrkja okkur sjálf til verka, í stað þess að berast ráðvillt með þvi kapphlaupi sem mikið er stundað í íjölmiölum og ég vil kalla að við séum þar að vega að okkur sjálfum með bölsýni. Síst vil ég kasta rýrð á góða fréttaþjónustu við landsmenn við að skýra þeim skjótt frá því sem er að gerast í landinu og heiminum öllum, frétta- þyrstri þjóð. En má það ekki vera augljóst að erfitt er á stundum að öðlast heildarsýn yfir málefni lands og lýðs þegar setið er hverja stund um þá stjórnmálamenn sem þjóðin hefur kjörið og þeir fulltrúar eru krafðir sagna um hugsanir sínar frá andartaki til andartaks. Er svo kom- ið að mörgum ofbýður atgangurinn í harðri samkeppni um tíðindi sem helst þurfa að vera æsifréttir. Gæti ekki svo farið aö við hættum að taka mark á þó hrópað væri: „Úlfur, úlf- ur...“ “ Forsetanum var tíðrætt um stöðu og framtíð tungunnar og sagði „að hér er um alvarlegt mál aö ræða. Við vitum að það þarf meira til en að slá á slettur eins og hæ hæ og bæ bæ, sem unglingar, liðsmenn mínir, eru nú að reyna að kenna ungviðinu, grænjöxlum, að er hlægilegt að kveðja á íslensku. Unglingar eru áreiðanlegt fólk sem vert og hyggi- legt er að treysta. Það er þar á ofan ekki nóg að leggja sig fram við að varðveita gömul orðatiltæki og réttar beygingar orða - þannig að píta sé ekki seld með egg og fisk heldur eggi og fiski á skyndibitastöðum. Umfram sjálfa varðveislu hins talaöa og ritaða máls þarf að smíða ný orð af glögg- skyggni, svo íslendingar geti talað saman um sín eigin mál á öllum sviö- um á sinni eigin tungu." -pv Sandkom r>v Merkilegar niðurstöður Féiagsvísinda- stofnunkemst áðmerknnið- urstöðuikönn-: un um viðhorf íslendingatil tekjuskipting- ar. Niðurstöð- urnarsýnáað þeirsemhafa lægstartekj- urnártelja tekjuskipting- unaveraof mikla. Þeir sem hæstar hafa tekjurn- ar eru á öndverðum meiði. Félagsvís- indstofnun spurði einnig í þremur könnunum, 1983,1986 og 1988, hvort fólk væri ánægt eða óánægt með fjár- hagsafkomu sína. ÖOum á óvart var niðurstaðan á þessa leið: Fólk í hæsta launaflokki var mjög ánægt. í næst- hæsta flokki var fólk fremur ánægt. Þeir sem höfðu í við lægri laun voru fremur óánægðir. Þeir sem hafa mj ög lág laun voru mjög óánægðir. Þetta kemur eflaust mjög á óvarl Fjölmennt á Íslandi Þaðvirðistsem enginn viti hvcrsumargir gestiryoruá Hótel íslandi á: ; gaihlárskvöld ognýársnótt.. Þeirsemsóttu baUÍðvitaþóaÖ gestirnir voru munfleirien eðlilegtgetur talist. Einn þeirrasemætl- aði að skemmta sér á þessu baUi sagði að ef í húsið hefði komið sardína, sem sloppið heíði úr dós, væri hann þess fullviss að sardínan hefði hiklaust vUj að fara aftur í dósina. Hann sagð- ist ekki í vafa um að þar hetði verið mun rýmra en á stærsta skemmtistað þjóöarinnar þessa nótt. Vikukaupið í loftið Fiugeldásalar erumjögá- nægðiraðlök- innivertíð. Mikiðvarum aðfóikkeypti flugeidaog annaðsprengi- efnifýrirmjög háar upphæðir. Sandkornhef- urtheyrtafein- umsölumanni semkom þreyttur heim seint á gamlársdag eft- ir mikla töm og sagði stoltur að hann hefði selt hveijum viðskiptavini fyrir um tíu þúsund krónur að meðaltali. Það vom dæmi þess að einstaka viö- skiptavinir heíðu keypt rakettur og fleira fyrir fimmtán þúsund krónur. Hjá venjulegum launamanni hggur nærri að vikukaupinu hafi verið skotið á loft. Það má þó gera ráð fyr- ir að hinn venjulegi launamaöur hafli látiö sér nægjaaðhorfa meiraá ann- arraskotensíneigin. Fátæktarbragur hjá Stöð 2 Þóttáramóta- skaupSjón- varpsinshali ekki þótt ýkja merkilegt var þaðhéjlhátíðá mótiskemmti- þætíi keppi- nautarins. Það varengukost- aðtilogreynd- araöeinstek- inn saman skemmtiannáU ársins. Mest bar á endursýningum frá þáttunum í sumarskapi. Það bar ■ þvímikiðásumarstemningu.Aövísu hittist vel á þar sem veðrið á gamlárs- kvöld og nýársnótt var sem um mitt . sumar v£eri. Þessi vængbrotni þáttur rennir stoðum undir þær sögur að Stöð hafi veriö rekin með tug ef ekki hundraö miUjóna króna tapi á síðasta ári. Umsjón: Sigurjón Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.