Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. 9 Utlönd Lík fórnarlamba ferjuslyssins í Guatamala komin til hafnar í Puerto Barrios. Símamynd Reuter Tugir fórust í ferjuslysi Aö minnsta kosti sextíu og tveir drukknuöu og íjórtán er saknaö eftir aö ferja, sem var í togi, sökk við Guatemala á sunnudaginn. Þetta var í annaö skipti á einum sólarhring sem ferja sekkur í Suöur-Ameríku. Rétt áöur en nýja árið gekk í garö fórst fimmtíu og einn farþegi sem var á ferju fyrir utan Rio de Janeiro í Brasilíu til þess að horfa á flugeldana yflr borginni. Talsmaður hersins í Guatemala tjáði fréttamönnum í gær aö um hundrað og tuttugu farþegar, sem voru á leið heim úr jólafríi, hefðu veriö um borð í ferjunni þegar hún sökk. Var ferjan á leiö til Puerto Barrios þegar vélarbilun varö í Amatiqueflóa. Dráttarbátur frá hernum kom ferjunni til aöstoðar og eftir að reynt haföi verið að gera við vélina var ferjan tekin í tog. Þegar lagt var af staö brá farþegunum svo mikið aö þeir hlupu allir til annarrar hliðar ferjunnar. Viö þaö hvolfdi ferj- unni og sökk hún strax. Aö sögn talsmanns hersins voru farþegarnir samkvæmt farþegalista fjörutíu talsins en voru í raun hundr- aö og tuttugu. Björgunarstörf hófust þegar og var þeim haldiö áfram í gær. Reuter Saka f arþegana um slysið Eigendur skemmtisnekkjunnar, sem sökk fyrir utan Rio de Janeiro í Brasilíu á gamlárskvöld, segja far- þegana eiga sök á slysinu. Aö minnsta kosti fimmtíu og einn far- þegi fórst er báturinn sökk á auga- bragði eftir að honum hvolfdi. Þrjá- tíu er enn saknað. Segja eigendurnir aö farþegarnir hafi hlaupið til ann- arrar hliðar bátsins er hann braust í gegnum stórsjó. Ölduhæð var mikil og hafði strandgæslan varaö fólk við aö sigla. Þeir sem lifðu af slysið segja hins vegar aö báturinn hafi veriö ofhlað- inn og að of fá björgunarvesti hafi verið um borð. Enn er ekki ljóst hversu margir útlendingar voru meðal farþeganna. Reuter Þrjátiu manns er enn saknað eftir ferjuslysið fyrir utan Rio de Janeiro á gamlárskvöld. Hér er lík eins farþeganna dregið um borð í björgunarbát. Símamynd Reuter Armenar neita fréttum um ótrúlega björgun Talsmaður armensku fréttastof- unnar neitaði í morgun frétt franskrar útvarpsstöðvar um að sautján manns hafi fundist á lífi á laugardaginn í rústum komvöru- verksmiðju sem hmndi í borginni Spitak í Armeníu þann 7. desember síðastliðinn. Frétt um björgunina kom fram í gær. Að þvi er taismaður fréttastof- unnar sagði var einni konu bjargað úr húsarústum þann 30. desember síðastliðinn. Hún lést daginn eftir og hefur enginn, sem grafirin hefur verið upp úr rústum síðan á að- fangadag, lifað eftir björgunina. Ónafngreind hjúkrunarkona, sem unnið hefur að-björgunarstörf- um á jarðskjálftasvæöinu, sagði í símaviðtali að sautján manns hefðu haldið sér á lífi í tuttugu og íjóra daga með því að borða korn og drekka bráðinn snjó. Talsmaður erlends hjúkrunarliðs á jarð- skjálftasvæðunum kvaðst í gær ekki geta staðfest fréttina. í út- varpsfréttinni sagði að sautján- menmngarnir hefðu fundist þegar farið var að vhma á jarðýtum í rústunum. Voru þeir allir sagðir við góða heilsu. Samkvæmt opinberum tölum í Sovétríkjunum er áætlað aö tutt- ugu og fjögur þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum þann 7. desember síðastliðinn. Um tuttugu þúsund manns bjuggu í borginni Spitak og fórust um 80 prósent þeirra. Borgin jafnaöist að mestu við jöröu. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi grafist í rústum korn- verksmiðjunnar og hefur verið leit- að lengi aö fólki á lífi þar. Reuter Þú lætur okkur framkalla filmuna þína og færð til baka OKEYPIS ytP1 GÆÐAFILMU Jólakort með eigin mynd á 40 kr. Umboðsaðilar m.a. Mosfellsbær Álnabúðin Akranes Bókaskemman Grundarfjörður Versl. Fell Borgarnes Versl. ísbjörninn Stykkishólmur Versl. Húsið Sauðárkrókur Versl. Hrund Dalvík Versl. Dröfn sf. Neskaupstaður Nesbær Djúpivogur B.H. búðin Hella Videoleigan Selfoss M.M. búðin Þorlákshöfn Bóka- og gjafabúðin Garður Bensinstöð Hssó Keflavík Frístund, Hóimgarði 2 Njarðvík Fristund, Holtsgötu 26 POSTSENDUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.