Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. Spumingin Strengdir þú einhvers kon- ar áramótaheit? Guðlaugur Guðmundsson verka- maður: Nei, það var á döfinni að hætta að reykja en varð ekkert úr því. Sveinn Ggilsson sundlaugarvörður: Ég er löngu hættur því - svoleiðis heitstrengingar ganga alltaf til baka. Agnar Agnarsson verkamaður: Nei, ég geri það aldrei, það þýðir ekkert. Inga Stefánsdóttir, atvinnulaus: Nei, ég hef ekki gert það lengi. Ég tími ekki að hætta að reykja. Rúnar örn Ólsen nemi: Nei, það gerði ég ekki. Ég þarf ekki að hætta aö reykja því ég hef aldrei reykt. Esther Clausen, skiptinemi frá Sviss: Ég ætla mér að finna ástina á nýja árinu. Lesendur Jólasveinafárið Kristín Þorsteinsdóttir hringdi: Ég held ég muni ekki eftir jólum undanfarinn áratug eða svo að ekki uppheíjist í fjölmiðlum eins konar jólasveinafár. Þetta er einkum áber- andi í ríkisfjölmiðlunum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Þar er kallaður til eini jólsveina- og þjóðháttafræðingurinn sem viö getum státað af, Árni Björns- son, og hann beðinn um að rekja nú ættir og uppruna jólasveinanna, Grýlu, Leppalúða og fleiri átrúnaðar- goða okkar. Þetta er fastur liður í þessum fjöl- miðlum ár eftir ár. Síðast hlustaði ég á einn slíkan þátt í Ríkisútvarpi, hljóðvarpi, 29. des., rétt eftir hádegið. Þetta er nú ekki nema saklaust í sjálfu sér en lýsir stöðnun og kot- ungshugsunarhætti að þurfa að end- urtaka sama fróðleikinn ár eftir ár í sömu fjölmiðlunum. Verra er þó það sem nú er að ger- „Ég held að það fari illa í fólk hér að breyta ímynd jólasveinsins," segir í hér. ast í sambandi við þessi átrúnaðar- goð okkar, jólasveinana. Það er verið að koma með einhverja eldgamla uppfærslu af þeim, klæddum í larfa, og þeir síðan látnir heimsækja Þjóð- minjasafnið og börnum safnað sam- an frá dag- og barnaheimilum borg- arinnar til að horfa á ósköpin. Mér er meinilla við að breyta ímynd jólasveina. Hér á landi eru þeir þekktir eins og annars staðar, klæddir í sinn rauða stakk með svörtu belti, rauða jólasveinahúfu og með mikið, hvítt skegg. Ég held að það fari illa í fólk hér að breyta ímynd jólasveinsins, ekki síst þegar þaö er gert á þann hátt að gera þá eins og beiningamenn, íklædda fár- ánlegum lörfum og höfða þar með til smásálarinnar enn og aftur eins og tíðkast hefur hér mjög upp á síð- kastið. Tað er nú tað - ýmist sauða eöa hrossa. Hangikjötiö: Taðreykt eða tóbaksreykt? Elín hringdi: Mig langar til að gera smáathuga- semd við pistil Margrétar Jónsdóttur sem hún skrifar í lesendadálk DV hinn 27. des. sl. Þar var fjallað um hvort taðreykt hangikjöt væri mannamatur. Taldi hún vel til sam- anburðar að mannasaur gæti eins vel gengiö og jafnvel tóbaksreykur við reykingu kjöts. Þaö er út af fyrir sig merkilegt að láta sér detta þetta í hug. Eins og við vitum lifir sauðkindin á grasi en ekki mannfólkið. Tað er þar af leiðandi svolítið annað. Hér áður fyrr var þurrkað tað ætíö notað við elda- mennsku á hlóðum. - Óheyrilegt, ekki satt! Ég ætla ekki að spá um hollustu þess aö borða reykt kjöt þótt sjálfsagt fari ekki vel að neyta þess dag hvern. Taðreykt eða ekki taðreykt - ég sé engan mun þar á. Þetta hefur verið borðaö svona frá aldaöðli. Svo er þaö þetta með „heitreykta" kjötið. Ég hefðí haldið að betra væri að byrgja eldinn nokkuð vel, hafa hann kaldari, þótt ekki væri nema til að koma í veg fyrir að kofi sá, er undir brúki stendur, verði ekki eld- inum að bráö. Hvað segir svo ekki í vísunni al- kunnu? Pækilsalta lærin stinn reykið þau með taði. Rétta bragðiö þá ég finn já, betr’ en súkkulaði. Búseti flytur fjöll Sigurður Hreiðar skrifar: Ekki er að efa það að byggingasam- vinnufélagið Búseti er hið besta fyr- irtæki sem á eftir að veita mörgum þak yfir höfuðið til lengri eða skemmri tíma. Vonandi fylgir þar gifta gjörðum. Illt er þó til þess að vita að félags- skapur þessi skuli draga til landslag- ið eða ekki vita hvar hann byggir. í snotrum kynningarbæklingi, sem heitir: Búseti, draumurinn er orðinn að veruleika, er klausa eftir Valdi- mar Harðarson, arkitektinn að há- hýsi félagsins sem risið er að Frosta- fold 20. Sú gata er í útþorpi í Reykja- vík sem kallast Grafarvogur. í pistliþessum er Valdimar að lýsa höllinni og byijar svona: „Húsið trónir efst á Grafarholti...“ Nú verður manni ekki um sel. Þrátt fyrir góða viðleitni get ég ómögulega munað eftir neinum mannvirkjum efst á Grafarholti öðrum en vatns- geymum harla ljótum, ósköp ófýsi- legum til búsetu. Ég hef reynt að lesa í málið og gera mér í hugarlund að þetta sé prent- villa en ekki haft erindi sem erfiði. Ég get ekkert lesið út úr þessu annað en örnefnalega fáfræði og viljaleysi til þess að leita sér upplýsinga og fara rétt með. En skelfmg væri nú gaman að fá lærða skýringu á því hvernig tókst að draga Grafarholt svona langt út undir Gufunes, yfir Keldur og fram hjá Keldnaholti. Draumur eða örnefnaleg fáfræði? Vatn og mengun á Suðumesjum: Herinn borgar! íslenski fáninn á klóinu! S.G. skrifar: Er sölumennskan ekki farin að ganga út í öfgar þegar slíkt og þvílíkt gerist? Á sölubæklingi, sem datt inn um dymar hjá mér nú fyrir jólin, var íslenska þjóö- fánanum sýnd makalaus óvirö- ing af verslun í Kópavoginum. Ekki nóg með að fánanum væri tyllt eins og þvotti á snúru á hverja síöu heldur var krotað of- an í fánann og honum ekki hlíft við að skreyta klósettsetur með tilheyrandi kroti. Ég vil aðeins segja við forráða- menn þessarar verslunar, sem sýna landi og þjóð slíka óvirð- ingu; viö ykkur vil ég ekki versla! Keflvíkingur hringdi: Við og við hefur verið minnst á það sem hér hefur verið kallað mengun í vatnsbólum okkar Suðumesja- manna, einkum fyrir Keflavíkur- og Njarðvíkurbúa. í vatnsbólunum hef- ur mælst mengun, að því er sagt er, sem er yfir þeim mörkum sem sam- þykkt era. Ef maður spyr hver þessi mörk séu er oft lítið um svör annað en aö það séu ákveðin „mörk“ sem gildi í Bandaríkjunum. Nú veit ég vel að óhætt er að fara eftir þeim mörkum því Bandaríkja- menn era mjög varkárir í öllu slíku og því treysti ég þeim vel til að nota réttu viðmiðanimar hér. En það er annað sem mér líkar alls ekki í þessu máh öllu. Það er hvernig þessi mál hafa og era enn að þróast. Það er búið að tala um það langa- lengi að senn þurfi að loka vatns- bólum okkar Keflvíkinga og Njarð- víkinga og jafnvel hjá þeim er utar búa á skaganum, allt til Sandgerðis og Garðskaga - en frekari rannsókn muni leiða í ljós framhaldið, eins og það var orðað í síðustu frétt sem ég sá um málið. Ég veit ekki betur en að búiö sé að rannsaka og rannsaka þessa um- töluöu mengun og lengi vel var ekki hægt að sjá hvort hún væri til staðar yfirleitt og síðan aö sanna hyer hefur valdið henni. En auðvitað er nær- tækt að skella skuldinni á varnarlið- ið og starfsemi þess úr því að það er með umsvif þama. Það er hins vegar ekki enn búið að sanna eitt eða neitt í þessu efni en Suðumesjabyggðir vantar hins veg- ar framtíöarvatnsból og það er málið og þess vegna er enn leitað með log- andi ljósi að sönnun fyrir mengun sem megi rekja til varnarUðsins svo að eðlilegt verði taUð að „herinn borgi brúsann" eins og alltaf áður, þegar þvi verður við komið. - En nú er kominn nýr utanríkisráðherra og ekki víst að hann eigi svo mikið kjör- fylgi hér syðra að honum nægi upp- hrópanimar einar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.