Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1989, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989. LífsstHL íslendingar borða osta í meira magni en nokkru sinni fyrr og sala á feitmeti hefur einnig aukist. íslendingar framleiða alla helstu og vinsælustu osta heimsins en útflutningur hefur dregist saman. eru og hefur það mælst vel fyrir. Ostabúðin sér sem fyrr um veislu- þjónustu fyrir almenning, svipað og aðrar ostabúðir. Útflutningur dregst saman Mjög dró úr útflutningi á ostum og annarri mjólkurvöru á nýliðnu ári. Útflutningur á Gouda osti minnkaði um 314 tonn - úr 729 tonnum í 415 tonn. Útflutningur á öðrum tegund- um minnkaði samsvarandi en út- ílutningur jókst aðeins á undan- rennuosti en hann hefur ekki verið fluttur út áður. -JJ - sala á feitmeti hefur aukist um 4,3% Sala á ostum og feitmeti jókst á • síðastliðnu ári og ýmislegt sem bend- ir til að sú aukning haldi áfram. Þess- ar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti Mjólkurfrétta. Aukning í sölu feitmetis er um 4,3% en það samsvarar um það bil 220 g á hvert mannsbarn í landinu. Ostasal- an var líka mjög góð á árinu 1988 og er aukningin í grömmum talin 312 g á íbúa eða 3,7% í magnaukningu. Af feitmetinu er það smjörvinn sem mestra vinsælda nýtur. Aukningin nemur tæpum 13,2% en sala venju- legs smjörs hefur hins vegar dregist Neytendur saman um 6,8% í heild. Létt og lag- gott er líka í aukinni sókn en fram- leiðsla á því hófst ekki fyrr en í mars á nýliðnu ári svo erfitt er aö meta ^ársneysluna. Feitir ostar seljast best Aukningin'í ostasölunni er mest í feitum og föstum ostum en fituminni ostar virðast eiga erfitt uppdráttar hér á landi. Sala sérosta jókst á síð- ari hluta ársins eftir þá söluminnkun sem varð í kjölfar matarskattsins. Einn ostur, mysuosturinn, sótti í sig veörið á síðasta ári eftir áralanga sölutregðu. Ný ostabúð í Kringlunni I lok október var ný sérverslun >með osta opnuð í Kringlunni. í versl- uninni fást allir þeir ostar sem fram- leiddir eru hér á landi en það eru allar helstu ostategundir heims. ís- lendingar eru líka miklar ostaætur því þeir eru í fjórða sæti meðal þjóða hvað ostaneyslu varöar á árinu 1987. Viðskiptavinirnir geta líka fengið að bragöa á þeim tegundum sem í boði Bananar vinsælastir Árið 1987 voru flutt til landsins 2.331 tonn af banönum. Það voru því vinsælustu ávextirnir samkvæmt ~verslunarskýrslum Hagstofunnar. í öðru sæti voru epli sem nutu næstum jafnmikilla vinsælda en af þeim voru flutt inn 2.254 tonn. Appelsínur lentu í þriðja sæti með 1.702 tonn og mandarínur, nektarín- ur og klementínur voru flokkaöar saman í fjóröa sæti með alls 973 tonn. 502 tonn voru flutt inn af vínberjum, 288 tonn af rúsínum, 250 tonn af melónum, 203 tonn af sítrónum, 183 tonn af perum og 172 tonn af grape- aldinum. Samtals er magn þessara tíu vin- sælustu ávaxta ársins 1987 8.858 tonn. Bananar eru aðallega fluttir inn frá Panama og Costa Rica. Eplin koma frá Bandaríkjunum og Frakklandi og meira en helmingur appelsínanna kemur frá Spáni. Fíkn íslendinga í nýjar ávaxtateg- undir virðist vera að aukast því árið 1987 eru skráö 164,8 tonn undir liðn- um aðrir nýir ávextir. Þessi liður taldi 5,6 tonn árið 1982. Af skráðum 164 tonnum á þessum lið voru um 90 tonn af kiwi eöa loðberjum. -Pá Bananar voru vinsælasti ávöxturinn á árinu 1987 en eplin fylgdu fast á eftir í vinsældum. Bíllyklar eru misdýrir eftir tegund bifreiöar. Dýrt er aö týna lyklum aö dýr- um bílum. Bíllyklar misdýrir Fyrirspurn um verð á aukalyklum í ýmsar tegundir bifreiða barst neyt- endasíðunni. Konan, sem skrifar, keypti í ágúst sl. þrjá aukalykla í Toyota-umboöinu og greiddi 57 krón- ur fyrir hvern, Samtals 171 krónu. Næst lá leiðin í Heklu hf. vegna þess að í hina bifreiðina hafði verið settur Volkswagenlás eftir innbrot. í Heklu kostaði einn lykill 241 krónu. í Heklu hf. fengust þær upplýsing- ar að verð á lyklum væri mismun- andi eftir tegundum. Þannig kostaði til dæmis aukalykill í Volkswagen bjöllu 289 krónur en 255 í Golf. Guðmundur Erlendsson hjá Heklu hf. sagði að það væri út í hött að bera saman verð á lyklum eins og þessum. Allir lyklar hjá Heklu sagði Guðmundur að væru sérsmíðaðir og ekkert aukagjald væri tekið fyrir það. Ekki eru allir aukalyklar í Toyota jafnódýrir. Hjá umboðinu fengust þær upplýsingar að lyklar, sem keyptir væru af innlendum heild- sala, kostuðu 48 krónur stk. en inn- fluttir lyklar frá verksmiðjunum kostuðu frá 120-242 krónur eftir því hvaða tegund af bíl væri um að ræða. Varalyklar í Mercedes Bens eru sérpantaðir frá verksmiðjunum eftir svokölluðu datakorti sem fylgir hverjum bíl. Slíkir lyklar kosta um 660 krónur. Það er því ljóst að verð á varalykl- um í hinar ýmsu tegundir bifreiða er afar mismunandi og getur munað mörg hundruð prósentum. Það er hins vegar ekki sjáanlegt neitt sam- hengi milli verðs á bílum og lykla- verösins. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.