Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 1
J ólaglaðningur heilbrigðisráðherra Rfldsstjórnin hyggst ná 550 miiljón króna sparnaði með hækkunum á gjöldum fyrir heilbrigðisþjónustu. Með nýrri reglugerð hefur verið ákveðið að hækka alla liði heilbrigðis- útgjalda almennings frá 15. janúar og taka upp á ný greiðsi- ur fyrir komu á heilsugæslustöðvar. Þær voru aflagðar í ársbyrjun 1990. Á móti kemur að gjöld elli- og örorkulífeyrisþega eru flest lækkuð nokkuð og að öll börn í sömu fjöiskyldu lúta sameiginlegu 12.000 króna greiðsluþaki. Þá hefur verið ákveðið að hefja glasa- frjóvgunaraðgerðir á Landspítalanum upp úr áramótum og taka 105.000 krónur fyrir fyrstu meðferð, 60.000 krónur fyrir aðra og þriðju og 200.000 krónur fyrir fjórðu meðferð. Kostnaður hjóna vegna utan- landsferða í þessum tilgangi er metinn á um 300.000-500.000 krónur og til álita kemur að halda þeim kosti opnum eitthvað áfram. Hækkanimar í heilbrigðiskerf- inu reiknast sem 0,2-0,3% hækk- un á framfærsluvísitölunni. Hámarksgreiðslur einstaklinga fyrir almenna heilbrigðisþjónustu er eftir sem áður 12.000 krónur og fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 3.000 krónur. Sú breyting er þó gerð á að 12.000 króna þak er einnig sett á heilbrigðisútgjöld vegna bama í sömu fjölskyldu, og skiptir ekki máli hversu mörg þau eru. Hér eftir sem hingað til verður fólk að safna saman og halda til haga kvittunum fyrir greiðslur innan almanaksársins þar til 12.000 króna hámarkinu er náð og fá þá fríkort hjá Tryggingastofn- un. I athugun er i heilbrigðisráðu- neytinu að breyta þessu formi og gera það sjálfvirkt á einhvem hátt. Fríkortin verður ekki hægt að nota vegna komu á heilsugæslu- stöð né vegna vitjana, en þó er heimilt, samkvæmt reglugerðinni, að ákveða að skírteinishafar fái mismuninn greiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar. I ítarlegri fréttatilkynningu sem heilbrigðisráðherra dreifði á blaðamannafundi í gær kemur fram að þessar aðgerðir em fyrst og fremst hugsaðar til að stöðva „Til vamar velferðinni“ Ernú-..15. janúar 1992 Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma....ókeypis..........600 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar.............ókeypis..........200 kr. Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma...500 kr............1.000 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar...............500 kr..............350 kr. Vitjun á dagvinnutima......................400 kr....... 1.000 kr. Elh- og örorkulífeyrisþegar................400 kr..............350 kr. Vitjun utan dagvinnutíma.................1.000 kr............1.500 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar.............1.000 kr..............500 kr. Krabbameinsleit fyrir konur................900 kr...........1.500 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar............. 900 kr..............500 kr. Heimsókn til sérfræðings...................900 kr....... 1.500 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar...............300 kr..............500 kr. Koma á slysa- göngu- eða bráðadeild........900 kr............1.500 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar...............300 kr.............500 kr. Rannsókn á rannsóknastofú..................300 kr..............600 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar...............100 kr.............200 kr. Röntgengreining............................300 kr..............600 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar...............300 kr.............200 kr. skuldasöfnun þjóðarinnar, ná óhjákvæmilegum spamaði í heil- brigðismálum, auka öryggi bam- margra fjölskyldna og lífeyrisþega og til að verja velferðarkerfið, eins og það er orðað í tilkynning- unni. Sighvatur Björgvinsson lét þess einnig sérstaklega getið að samráð hefði verið haft við fjöl- marga aðila, einnig launþega- hreyfingamar. Landlæknir sat fund ráðherr- ans og benti á að enda þótt mönn- um væri afar illa við þessar hækk- anir yrði að taka tillit til þess að fólk, sem þyrfti á nauðsynlegum skurðaðgerðum að halda, þyrfti nú að bíða í allt að 10 mánuði. -vd. Jólatréssalan er hafin og verðiö er svipaö og I fyrra, lægra sums staðar. Mynd: Jim Smart. Jólatréssalan að hefjast Hlíf boðar samúðar- verkfall Á félagsfundi er Verkalýðsfé- lagið Hlíf í Hafnarfirði hélt á fimmtudaginn, var samþykkt að veita stjórn og trúnaðarmanna- róði félagsins heimild til verk- fallsboðunar á hvaða máta sem er. Einnig var samþykkt að fara i verkfall við höfnina um leið og Dagsbrún fer í hafnarverkfallið 17.-20. desember. Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, sagði það illt að Dagsbrún hefði ekíd haft samband vegna verkfallsboðunar sinnar. Af þeim sökum hefðu Hlífarmenn orðið of seinir að afla sér verk- fallsheimildar, þannig að bensínaf- greiðslumenn á félagssvæðinu gætu ekki farið í verkfall á sama tíma og Dagsbrún hefúr boðað verkfall hjá olíufélögunum í Reykjavík. A frmmtudaginn ákvað Hlíf að boða til yfirvinnubanns við höfnina sem tekur gildi frá 14. desember og mun því ljúka 1. janúar á nýju ári. Verkalýðsfélög um allt land eru nú óðum að vígbúast með því að afla sér verkfallsheimildar. Nú síðast fékk stjóm og trúnaðar- mannaráð Verkalýðsfélagsins Ein- ingar á Akureyri heimild til að boða verkfoll á sínu félagssvæði. Sigurður T. Sigurðsson sagði að ef verkalýðsfélögin ætluðu sér eftir áramótin að fara í skæruhem- að við vinnuveitendur, yrðu þau að hafa gott samráð svo sá slagur tækist sem skyldi. - Skyndiverkfoll hjá einu og einu félagi hafa kannski ekki mik- ið að segja. En ef við skipuleggj- um hugsanlegar aðgerðir, þannig að þær virki sem ein heild, er hægt að koma miklu til leiðar, sagði Sigurður. -sþ Landgræðslusjóður hóf jólatréssölu í gær og er verð bæði innlendra og innfluttra trjáa hið sama og í fyrra, enda þótt íslensku trén hafi hækkað um 10% frá framleiðendum. Blómaval hefúr einnig hafið söluna á jólatijám og er Norð- mannsþinurinn þar 25% ódýrari en á síðasta ári. Fólk er þegar farið að kaupa tré úr fyrstu sendingunum. Sem dæmi um lækkunina í Blóma- vali má nefna að 125-150 sm hátt tré sem kostaði 2.655 krónur í fyrra kostar nú 1.995 krónur. Bjami Finnsson hjá Blómavali segir að tekist hafí að fá lægra verð en ella með hagstæðum samning- um og endurskipulagningu. Krist- inn Skæringsson hjá Landgræðslu- sjóði segir að ekki verði farið út í neitt verðstríð, enda sé tilgangur- inn að afla fjár fyrir landgræðsl- una. Menn treysti á að mikil gæði og gott málefni höfði til jólatijáa- kaupenda sem fyrr. Eitthvað er um að fólk sé farið að kaupa tré og segja seljendur það ekki skipta máli þótt trén séu keypt þetta snemma, þau geymist vel ef þau era höfð úti við. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.