Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 5
FtÉTTlR Tvískinnungur tryggingafélaganna Hækkanir tryggingafélaganna á húseigendatryggingum mæl- ast illa fyrir innan verkalýðsfélaganna. A nýafstöðnum fundi sem nefnd á vegum Alþýðusambandsins átti með fuli- trúum tryggingafélaganna, þar sem rætt var um stöðu tryggingamála og leiðir tii að halda verðhækkunum í skefjum, var ekki minnst einu orði á hækkun húseigendatrygginganna þó svo þær hafi legið á borðinu. Leifiir Guðjónsson hjá verð- lagseftirliti verkalýðsfélaganna sat áðumefndan fiind með tryggingafé- lögunum. „Mér finnst sorglegt að ffétta af þessum hækkunum. Eg tók því svo, að á þessum eina fundi sem forystumenn tryggingafélaganna mættu á hjá verkalýðshreyfingunni til að ræða hvemig best væri að leysa málin með iðgjaldshækkan- imar hafi menn verið heiðarlegir. Mér finnst þvi stórundarlegt að þessum hækkunum skuli vera skellt framan i andlitið á okkur núna, án þess að nokkur maður hafi minnst á að þær væm væntanlegar. Það er nákvæmlega vika síðan við sátum þennan fund og þeir minntust ekk- ert á þetta við okkur,“ sagði Leifur. Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vátiyggingafélags ís- lands hf., sagði að þessar hækkanir hafi legið á borðinu fyrir viku, því væri ekki að neita. „A fundinum var eingöngu rætt um biffeiðatrygg- ingar og í því sambandi var farið yfir stöðu slysatryggingar öku- manns og eigenda. Þetta hefur verið mest í umræðunni undanfarið. Um önnur mál vannst ekki tími til að ræða á þessum eina fundi,“ sagði Benedikt. Ragnar Ragnarsson, hjá Trygg- ingaefltirlitinu, sagði að hækkanir tryggingafélaganna á húseigenda- tryggingum væri á bilinu 10-16%. Hækkanimar eru til komnar vegna þeirra fjárútláta sem félögin urðu fyrir í febrúar, þegar ofsaveðr- ið gekk yfir landið. Eflir það hefur komið i ljós að iðgjöld húseigenda- trygginga standa ekki undir skakka- föllum sem þá urðu. í þessum hækkunum er gert rað fyrir að veð- ur eins og varð í febrúar gangi yfir landið á 7 ára ffesti. Þessar hækk- anir eiga að mæta fjárútlátum tryggingafélagannna vegna þeirra, sagði Ragnar. Leifur Guðjónsson sagðist von- ast til að viðræður verkalýðsfélag- anna við tryggingafélögin yrðu ekki á sömu nótum og við bankana. „Mér flnnst vinnubrögð trygginga- félaganna í þessu máli vera stór- fúrðuleg. Ef áhuginn hjá þeim til að ná kjarasamningum verður ekki meiri en þetta, er komið nýtt hljóð í strokkinn,“ sagði Leifúr. -sþ Ríkið afskrifi miljarði Tap ríkissjóðs vegna Ián- veitinga, veittra ábyrgða og í viðskiptum fjárfest- ingasjóða gæti numið 8-10 mil- jörðum króna næstu misseri. Nú hefur Rikisendurskoðun gert út- tekt á Ríkisábyrgðasjóði, Endur- lánum ríkissjóðs og svo kölluð- um „veittum löngum lánum“. Leggur stofnunin til að afskrif- aðir verði fjórir miljarðir króna miðað við stöðuna í árslok 1990, og bent er á að 2,7 miljarðar séu þar að auki i hættu vegna Flug- stöðvar Leifs Eirikssonar og vegna feijukaupa og flóabáta. Mest af þessum fjórum miljörðum hefúr þegar verið greitt úr ríkissjóði. Útistandandi lán sem ríkissjóð- ur ábyrgist voru í árslok 74,1 mil- jarður króna. Fyrir utan fjögurra miljarða króna tap vegna ábyrgða er talið að á rikissjóð falli 1,2 mil- jarður króna _vegna taps Fram- kvæmdasjóðs íslands, 1,4 miljarð- ar vegna Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar, auk þess sem stofnunin sjálf hefúr afskrifað 1,2 miljarð króna á þessu ári. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra kynnti þessa niðurstöðu Ríkisendurskoðunar og benti á að hér ætti Alþingi mikinn hlut að máli þvi gjaman væra veittar ábyrgðir eða endurlán til fram- kvæmda sem stærstar líkur væru á að ekki gætu staðið undir sér. Hann benti á feijusmíði og -kaup sérstaklega, að ekki sé talað um ábyrgð á láni til leitar Gullskips- ins. Þannig telur Friðrik að eðli- legra hefði verið að veita ffamlag á fjárlögum til feijukaupa en að fara endurlánaleið. Hann taldi jafnvel að í sumum tilvikum hefðu framlögin ekki fengist samþykkt á fjárlögum og að þeim hafi þannig verið skáskotið inn með ábyrgðum ríkissjóðs á lánum. Þrátt fyrir þessa skoðun er enn á lánsfjárlög- um heimild fyrir 750 miljón króna láni vegna Herjólfsfeijunnar. Frið- rik á von á að þessu verði hætt eft- ir störf nefndar í mars á næsta ári. -gpm Einari Þórðarsyni list ekki á það ef stjórnvöld ætla að hrótla vio sjoinannaai- slættinum. Ef af yrði býst hann við að flotinn sigli I land og leggist við stjóra. Mynd: Jim Smart. „Þá siglum við í landa Ef þeim dettur í hug að fara að hreyfa eitthvað við sjó- mannaafslættinum, þá sigl- um við iand. Sjómenn í öilum flotanum virðast tilbúnir í að- gerðir ef einhver skerðing verð- ur á sjómannaafslættinum, sagði Einar Þórðarsson, sjómaður að- spurður um hvernig honum iitist á kjaramálaumræðuna í dag. Einar sem er í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sagðist ekki sjá að samningamir gengju of vel. Það er engin spuming að þeir sem era lægst launaðir í þjóðfélag- inu verða að fá hærri laun svo þeir geti lifað sómasamlega. Allt þetta tal um kaupmáttarlækkun á línuna, finnst mér út i hött, sagði Einar. í huga Einars verður lausn á samningsmálunum erfið. Einna helst datt honum í hug að veraleg launajöfnun þyrfti að koma til. Þeir sem era efst i stiganum, þegar litið er á launin, mættu að ósekju verða fyrir einhverri kaup- máttarlækkun. Að sama skapi þyrfti kaupmáttur þeirra lægst launuðu að aukast. Atvinnurekendur verða að fara að sýna okkur launafólkinu meiri skilning en þeir hafa gert fram að þessu. Ríkisstjómin má líka koma inn í málin og þar þarf fyist og fremst að lækka vextina. Almenningur í landinu verður einnig að vera vakandi og mitt ráð er að fólk fari að spara meira en það gerir í dag. Bruðlið í þjóðfé- laginu er of mikið að mínu mati, sagði Einar að lokum. -sþ Stefán Jóhannsson var með fyrstu mönnum er lenti ( skyndikönnun lögreglunnar á ölvunarakstri. Eftir að hafa blásið ( mælinn hjá Jakobi S. Þórarinssyni, lögregluþjóni, staöfesti mælirinn að Stefán hafði ekki neytt áfengis. Að sjálfsögðu fékk bílstjórinn bensínúttekt fyrir. Mynd: Jim Smart Glöggur maður ekur án áfengis Lögreglan, Umferðarráð, Bindindisfélag ökumanna og Átak gegn áfengi hafa tekið höndum saman til að stemma stigu við ölvuna- rakstri nú fyrir jóiin. Samfara tíðum veisium þar sem jólagiögg er haft um hönd eykst hættan á ölvunarakstri. Af þeim sökum mun lögreglan viðhafa meira eft- irlit í umferðinni í desember- mánuði, en á öðrum mánuðum ársins. Á þriðja þúsund manns era teknir fyrir meinta ölvun við akst- ur á hverju ári. Oftar en ekki fara menn af stað að lítt hugsuðu máli, sem síðan hefúr í for með sér vandræði og leiðindi, segir í frétta- tilkynningu sem Umferðarráð sendi frá sér í tilefni átaksins. Það er orðinn nokkuð algengur siður meðal landsmanna að bragða á jólaglögg fyrir jólin. Það er og orðin venja hjá mörgum fyrirtækj- um að efna til samkvæma í jóla- mánuðinum þar sem boðið er upp á glögg. Þessi samkvæmi eru gjaman haldin að loknum vinnu- degi og fyrir bragðið er alltaf fyrir hendi sú hætta að fólk fari akandi heim að þeim loknum. Lögreglan mun viðhafa meira eftirlit með ölvunarakstri í desme- ber en endranær. Hún hefúr nú tek- ið í notkun nýja öndunarmæla sem era nákvæmari og einfaldari í meðforum en gömlu aðferðimar. Þeir fjórir hópar sem standa fyrir átakinu gegn ölvunarakstri í desember, hafa bryddað upp á ákveðinni nýung. Ætlunin er að verðlauna þá ökumenn sem lög- reglan athugar og reynast allsgáðir, enda þótt það sé í raun sjálfsagður hlutur. Verðlaunin sem i boði era er bensínúttekt á bílinn frá olíufé- lögunum þremur. - sth. Atvinnuleysi eykst Ibyrjun næsta árs má búast við stórauknu atvinnuleysi frá því sem verið hefur. Tilkynningum um uppsagnir tii vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins hefur fjöigað og voru í október og nóv- embermánuði 659 talsins. Þessar uppsagnir koma flestar tii fram- kvæmda í hyrjun næsta árs. Óskar Hallgrímsson, hjá Vinnumála- skrifstofunni, sagði að í þessum mánuði mætti búast við fjöida upp- sagna fólks er starfar í fiskvinnslu þegar farið verður að segja upp fóiki með fastráðningarsamninga. Óskar Hallgrímsson sagði að ástandið í haust væri orðið svipað og það var 1989 áður en farið var út i aðgerðir til bjargar atvinnuveg- unum. Af þessum 660 manns sem til- kynntir vora á skrifstofuna síðustu tvo mánuði var helmingurinn starf- andi við fiskvinnslu. Næst stærsti hópurinn kemur úr þjónustugeiran- um, sagði Óskar. Atvinnurekendum er skylt að tilkynna uppsagnir starfsfólks ef þær era fjórar eða fleiri. Hjá at- vinnutryggingasjóði búast menn við að atvinnuleysið eigi eflir að aukast veralega í byrjun næsta árs og þá mun meira en tölur vinnu- málaskrifstofúnar sýni. Ekkert er vitað um uppsagnir einstakra starfsmanna í fyrirtækjum síðust vikumar, en að sögn viðmæland- ans hjá atvinnutryggingasjóði halda menn að eitthvað sé um þær, menn hafa jafnvel verið að slá á að um 1000 manns komi til með að missa vinnuna á fyrstu mánuðum næsta árs. Óskar Hallgrímsson sagði að heldur hefði dregið úr tilkynning- unum það sem af er þessum mán- uði. Það má samt búat við að það komi holskefla hvað úr hveiju þegar flskverkendur fara að segja upp þeim starfsmönnum sem era með fastráðningarsamninga. Það hefúr alla vega tíðkast undanfarin ár að það sé gert í desembermán- uði, sagði Óskar. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að tæplega 876 miljón króna hafi verið greiddar í atvinnuleysisbætur árið 1989. Þessar greiðslur jukust eitthvað ár- ið 1990 og vora þá tæplega 1.059 miljón króna. Ef atvinnuleysið eykst veralega á næsta ári má ætla að útgjöld ríkissjóðs í atvinnuleys- isbætur aukist að sama skapi. -sþ Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.