Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 6
Stj ómmál ' grein í Þjóðviljanum snemma T á þessu ári fór ég orðum um I þá hugmynd að flokkakerfið JL á íslandi sé úrelt. Ég leiddi að því rök að það sé í rauninni ekki úrelt þetta flokkakerfi, sem byggist á fjórskiptingunni: tveir vei kalýðsflokkar, sósíaiiskur og sósíaldemókratískur, miðflokkur og hægri flokkur. Þetta flokkakerfi er í samræmi við grundvallarmótsagnir auð- valdssamfélagsins, þá stéttaskipt- ingu sem svarar til þeirra og þann skala pólitískra hugmynda sem bú- ast má við út frá þessum forsend- um og nær frá hugmyndum um róttæka umsköpun samfélagsins í átt til sósíalisma yfir til íhaldssemi og vöm fyrir borgaraleg gildi og/eða kapitalískt hagkerfi. Stéttarandstæðumar hafa ekki breyst í gmndvallaratriðum þrátt fyrir miklar breytingar á yfirborði samfélagsins og jafnvel í hagkerf- inu sjálfii. Og þessi pólitíski skali er í sjálfú sér ekki úreltur, en hins vegar felur hann aðeins í sér eina vídd hins pólitíska vemleika og pólitískra andstæðna. Mér virðist að talið um að flokkakerfið sé orðið úrelt stafi að nokkm leyti af þessu: pólitísk við- horf hafa í auknum mæli orðið tví- eða þrivíð, og það skynja margir meira og minna óljóst og lenda í vandræðum með að koma þeim fyrir á þessum einvíddarskala sem þeir hafa vanist, og jafnframt lenda hefðbundnu flokk- amir meira og minna á skjön við þessi viðhorf af því að þeir komast ekki út úr sínum einviða þanka- gangi. Þessar víddir má skýra með mynd, sem er auð- vitað svolítil einfoldun og sjálfsagt umdeilanleg að einhverju leyti. En á þessari mynd má sjá línu frá vinstri, þar sem skráð er „sósíal- ismi, sameign/samvinna, maðurinn ræður“, yfir til hægri, þar sem stendur „kapítaiismi, einka- eign/samkeppni, auðmagnið ræð- ur“. Þessa línu getum við kallað hagkerfislínuna, og er þar raunar kominn sá skali sem um var rætt hér að framan. Hins vegar liggur önnur lína að neðan þar sem stend- ur „miðstýring, forræði ríkis/stofn- ana/flokks og/eða auðmagns, áhrifaleysi almennings" og upp þangað sem stendur „frelsi, beint íýðræði, sjálfsforræði". Þessa línu getum við til hægðarauka kallað frelsislínuna. Samkvæmt einvídd- arþankaganginum fellur þessi lína saman við hagkerfislínuna, en hér er hún lálin ganga þvert á hana og þar með skapar hún aðra vidd í hina pólitísku mynd. sjá mynd. Samkvæmt einvíddarþanka- ganginum lenda á sama bási kommúnismi eða sósíalismi og al- ræði ríkis og flokks og þar eru gömlu kommúnistaflokkamir settir niður, en síðan koma ýmsir sósíal- istaflokkar, þá sósíaldemókrata- flokkar, miðflokkar af ýmsu tagi og loks hægri flokkar eða íhalds- og frjálshyggjuflokkar þar sem saman em spyrt einkaeign, sam- keppni og frelsi einstaklingsins. Þótt margt greini flokkana á þessari pólitísku línu að, er annað sem sameinar þá: það er það sem kalla mætti tæknilega skynsemis- hyggju, og felur í sér meðal annars oftrú á tæknilegum og efhislegum framfomm, tæknilegum lausnum og sérfræðingum og forsjá óper- sónulegra fyrirbæra eins og rikis, skrifræðislegra stofnana og lög- mála auðmagns og markaðs. Þetta er ef til vill mismunandi rikjandi í flokkunum en ríkjandi þó, enda ríkjandi hugsun í öllum þróuðum iðnríkjum, hvort sem þau hafa ver- ið kennd við kapítalisma eða sósí- alisma og kommúnisma. Við sjáum í henni huglæga hlið kapítalismans og tæknisamfélagsins og hún verð- ur ekki skilin frá þeim framfomm sem því fylgja. Sósíalistar og aðrir sem kenndir em við vinstri hafa gjaman gagnrýnt hana, en eðlilega hefur hún þó viljað loða við hug- sjónina og baráttuna fyrir bættum kjömm alþýðunnar, og þannig hef- ur hún stuðlað að umbreytingu día- lektískrar efnishyggju marxismans í þá vélrænu einvíddarefnishyggju, sem ríkt hefur í Sovétríkjunum og kreppt að hugmyndalegum þróun- armöguleikum kommúnistaflokk- anna í Vestur- Evrópu. Þessi hugsun er skammsýn. Henni fylgir sú skammsýna hag- kvæmnishyggja, sem segir að hverja vöm skuli framlciða þar sem ódýrast er og á þann hátt sem ódýrast er, sem á stærstan þátt í þeirri mengun og umhvcrfisspjöll- um, sem við eigum nú við að glíma og ætlum að efiirláta böm- um okkar, og liggur að baki hug- myndinni um að greiða fyrir flutn- ingi fólks úr afskckktum byggðum sem og stefnu Evrópubandalagsins pólitísk viðhorf hafa í auknum mæli orðið tví- eða þrívíð, og það skynja margir meira og minna óljóst og lenda i vandræðum með að koma þeim fyrir á þessum einvíddarskala sem þeir hafa vanist. YlÐHOEF Einar Ólafsson skrifar í einni vídd VIMQTRI wiiriíai r ni Frelsi beint lýðræði sjálfsforræði Anarkismi/ lýðræðislegur sósíalismi Frjalshyggja Sósíalismi , , Kapítalismi acll UClgll/öalli V Illlla maðurinn ræður . CIIUvaClgII/aaIIIK.t/ppill demokrati auðmagnið ræður (Stalimsmi) fáveldi/einræði ríkiseign (Fasismi) fáyeldi/einræði emkaeign Miðstýring forræði ríkis/flokks og/eða auðmagns áhrifaleysi almennings » m m Þjóðviljinn /EÓ/ebé WwÍ um sameiginlegan vinnumarkað. Þessi hugsun er stöðnuð. Sam- kvæmt henni er ekkert athugavert við ofúrvald verkaskiptingarinnar og fjöldaframleiðslunnar og að- greiningu framleiðslunnar og vinn- unnar frá einkalífinu og nánasta umhverfi. Samkvæmt henni er sjálfsagt að frumkvæði einstak- lingsins sé einskorðað við tóm- stundimar og þó svo aðþrengt þar, að þegar lalað er um frumkvæði einstaklingsins er frekar átt við brask þeirra sem aðgang hafa að fjármagmni. í þessari hugsun felst djúptæk vantrú á manninn: farsæld hans byggist á öðru tveggja, aga eða gróðaflkn. Þess vegna hlýtur samfélagið og framleiðslan annað- hvort að byggjast á ríkisrekstri og aga miðstýringarinnar eða mark- aðsbúskap og gróðasókn. Stjóm- málamaður sem hugsar öðmvísi er óábyrgur. Og þar sem alger ríkis- rekstur er talinn óviðunandi liggur hneigð stjórnmálamannanna frá honum, og um leið frá kommún- isma/sósíalisma, og yfir til mark- aðsbúskapar og frjálshyggju. Þennan hugsanagang sjáum við líka austur í Evrópu. Bæði þar og hér sjá stjómmálamennimir ekki annað í hmni ríkiskommúnismans eða stalínismans en gjaldþrot sósí- alismans, en í rauninni kemur þama fram gjaldþrot þeirrar tækni- legu skynsemishyggju, sem þeir sjálfir sitja fastir í, og er leiðarljós hinna nýju krata og markaðs- hyggjumanna austur þar. En raunin er sú að æ flciri em famir að draga þennan hugsunar- hátt í efa. Það er þetta sem ég á við með því að pólitísk viðhorf hafi í auknum mæli orðið tví- eða þrívíð. Þau snúast ekki jafnmikið og áður um sósíalisma og ríkisrekstur eða kapítalisma og frjálsa verslun. Að vísu hefur þetta enn ofurvægi í pólitískum umræðum af því að hefðbundnu flokkamir sitja fastir í þessu og þeim er jú fyrst og fremst gefið orðið. En önnur sjónarmið, sem fara út fyrir þessa einvíddar- tækniskynsemislínu sem liggur milli hugmyndaparanna „sósíal- ismi/ríkisrekstur“ og „kapítal- ismi/frelsi einstaklingsins“, verða æ meir áberandi. Þessi sjónarmið vom áberandi í stúdentauppreisn- inni og hippahreyfingunni fyrir um tveimur áratugum og við sjáum þau áffam í ýmsum nýjum flokk- um, hreyfingum og samtökum sem komið hafa fram að undanfomu eins og kvennahreyfingunni og Kvennalistanum, friðarhreyfing- unni, umhverfishreyfingunni, byggðastefnusamtökum og flokk- um, samtökum heimavinnandi fólks osfrv. Þetta kemur fram á af- káralegan hátt í nýaldarhreyfing- unni og jafnvel að vissu leyti í sókn frjálshyggjunnar að undan- fomu. Það má til dæmis sjá í ný- fijálshyggjuflokkunum í Noregi, Danmörku og víðar. Framfara- flokkurinn í Noregi er undarlegt sambland nýríkra uppa, sem vilja sem mest frelsi auðmagnsins, og alþýðumanna, bæði verkamanna, bænda og smáatvinnurekenda, sem em fyrst og fremst að andæfa ofúr- valdi ríkis og stofnana, ekki yfir auðmagninu heldur þeirra eigin lífi. Og detta svo í leiðinni ofan í andúð á innflytjendum frá fjarlæg- um löndum. Það er sem sagt að koma upp vaxandi en mjög ómark- visst og stundum innbyrðis and- stætt andóf gegn þeirri tæknilegu skynsemishyggju sem er samofin ofúrveldi ríkis, stofnana og auð- magns og einkennir meira og minna alla hefðubundnu flokkana og öll hefðbundin stjómmál og er i raun óhjákæmilegur fylgifiskur kapítalismans. Hér fömm við að nálgast kreppu sósíaldemókratísku og sósí- alísku flokkanna. Og út úr þeirri kreppu velja sósíaldemókrtatískir flokkar eins og Alþýðuflokkurinn Ieiðina til aukinnar markaðshyggju og fijálshyggju en sósíalistaflokkar eins og Alþýðubandalagið leiðina til kratismans sem nuddar sér upp við markaðshyggjuna, og gera fijálshyggjuna ekki kapítalismann að höfuðóvini - til að greina sig frá hægri krötunum. En sú leið - því þetta er í rauninni sama leiðin - er augljós blindgata. Þeir feta sitt gamla einstigi hver eftir öðrum í átt til upphaflegrar hugsjónar borg- arastéttarinnar sem bar í sér eigin endalok og hljómar á tímum síð- kapítalismans eins og bemsku- draumamgl kalkaðs gamalmennis. Af því að gömlu frelsishugmynd- imar em ósamrýmanlegar þróun kapítalismans, eins og gömlu sósí- alistamir og anarkistamir sáu fyrir, Það er þetta einstigi tæknilegu skynsemishyggj- unnar og einvídd- arþankagangsins sem veldur því að greiningin í verka- Iýðsflokka, mið- flokka og borgara- legra auðhyggju- flokka verður meira og minna marklaus. Þeir feta einstigið hver eftir öðmm með mismunandi áherslur eftir því hvar þeir em staddir, en er um megn að takast virkilega á á hug- myndafræðilegum og stéttarlegum forsendum, hvað þá að þeir geti sótt eitthvað út fyrir einstigið. Höfundur er skáld. Hér forum við að nálgast kreppu sósíal- demókratísku og sósíalísku flokkanna. Og út úr þeirri kreppu velja sósíaldemókratískir flokkar eins og Alþýðuflokkurinn leiðina til aukinnar markaðshyggju og frjálshyggju en sósíalistaflokkar eins og Alþýðubanalagið leiðina til kratismans. Minming Kjartan Steinbach Fæddur 4. nóvember 1909 — Dáinn 30. nóvember 1991 Þegar síminn hringdi laugar- dagskvöldið 30. nóvember s.l. og faðir minn sagði mér að afi minn væri dáinn, greip mig mikil sorg. Hann afi Kjartan sem var svo fast- ur punktur í lífi mínu. Við vomm nýbúin að vera hjá afa og ömmu í afmælinu hans afa, og ég sá hann svo Ijóslifandi fyrir mér. Alltaf var hann rólegur og hægur, gekk um gólf með hendur fyrir aftan bak. Hann sagði skemmtilega frá hlut- unum og hafði frá svo mörgu að segja. Eg kann ekki að segja frá lífi afa en hann giftist ömmu Sossu og þegar ég man fyrst eftir mér áttu þau heima á Birkimel. Þangað var alltaf gott að koma. Afi og amma áttu 3 böm, Guð- mund, íoður minn, Ragnhildi og Kjartan og vom þau öll fædd með 10 ára millibili. Oft sagði amma: „og svo kom 4. bamið tíu ámm seinna“, en það var fyrsti bíllinn þeirra. Hann afi hugsaði vel um bílana sína sem og allt annað sem hann kom nálægt. Það var afa yndi að keyra bíl, geta farið allt á bíln- um. Amma Sossa naut þess líka að láta afa keyra sig um bæinn, i heimsóknir og til þess að gæta bamabamanna. Afi var svo lán- samur að geta keyrt fram til síðasta dags. Það lýsir afa vel að þegar ár- in færðust yfir og sjónin dapraðist þá hætti hann að keyra í myrkri og slæmri færð og fór ferða sinna í birtu. Fyrir 1 1/2 ári fluttu afi og amma af Birkimelnum í Hjallasel 47, lítið parhús í tengslum við Seljahlíð. Þar komu afi og amma sér vel fyrir og var afi fljótur að hengja myndir upp fyrir ömmu og koma sér þægilega fyrir í vinnu- herbergi sínu. Ég held að fá hjón hafi verið samheldnari en þau afi og amma. Þar sem afi var þar var amma. Guð styrki elsku ömmu Sossu sem nú á um svo sárt að binda að sjá á eftir lífsförunauti síðastlið- inna 64 ára, þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. Megi elsku afi hvíla í friði. Ditta ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7 .desember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.