Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 13
Lasa í lok seinna striðsins og dvaldist þar í sjö ár. Ég held að hún lýsi mjög líku umhverfi og andrúmslofti og er í Nepal,“ segir Geirharður og bætir við að þetta sé nú meginundirbúningur sinn. En afhverju leggur fólk i svona ævintýraferð um jólin þegar flestir keppast við að vera sem mest heima? „Oft er hægara um vik að fá frí yfir jólin en á öðrum tímum,“ svarar Guðný og Geir- harður bætir við að það hafi oft leitað á þau að bijóta upp þetta hefðbundna jólahald. Þau hafa áð- ur verið að heiman um jólin og meðal annars dvalið í sumarhús- um með kunningjum sínum. Einu sinni hafa þau dvalið í Ölpunum við skíðaiðkanir yfir jól. „Við höf- um allavega mikið talað um það að breyta til um jólin," segir Geir- harður. „Við viljum gera þennan tíma eftirminnilegan en jólin eru gjaman endurtekning ár frá ári. Okkur langar til að brjótast út úr þessari endurtekningu." Guðný tekur undir þetta og segir: „Maður kemst í eitthvert ástand íyrir jólin, jafnvel þvert gegn sínum vilja. Umstangið er hreinlega orðið allt of mikið. Aðfangadagskvöldið getur til dæmis verið mjög yndis- legt með ijúpunum og öllu til- heyrandi en svo bara „púff‘ og þetta er einhvemveginn allt búið.“ Geirharður segir að jólin séu ann- arsvegar kristileg hátíð og hins vegar tilraun til að bijóta upp vet- urinn, sólrisuhátíð. „Við tökum stundum þátt í jólahaldi á kristi- lega vísu en viljum líka halda í það að bijóta rækilega upp vetur- inn. Það er óþarfi að endurtaka allt umstangið árlega.“ Hann neit- ar þvi að nokkrir kristnir helgi- munir verði með í forinni. „Hins vegar verðum við í samfloti með umburðarlyndustu trúarbrögðum heimsins; búddismanum.“ Sú spuming hlýtur að vakna hvemig svona ferðalag kemur til. „Við förum á vegum ferðaskrif- stofú Filips Péturssonar sem heitir íslenskar fjallaferðir. Filip rekur þessa skrifstofú í Frakklandi og býður Frökkum í, svona ævintýra- ferðir hingað til íslands. Hann fer til dæmis með þá í skíðaferðir yfir hálendið á vetuma. Filip hefur stundum spurt okkur hvort við væmm ekki til í að koma með sér í vetrarferð en aldrei orðið úr því. Svo datt þetta ferðalag bara upp í hendumar á okkur.“ „Ég var á gangi á Skólavörðu- stígnum um miðjan október þegar ég hitti Filip og við fómm að spjalla saman,“ segir Guðný. „A Leiðir Guðnýjar og Geirharðs liggja um fáfamar gönguslóðir milli strjálla fjallaþorpa. fjögur bamaböm. Um þessa reglu í fjölskyldunni spinnast smá um- ræður. „Hlýtur ekki íjórir að vera heilög tala?“ spyr Guðný hlæj- andi. Geirharður heldur að svo sé Ef áætlunin stenst verða Geirharður og Guðný í tjöldum við rætur fjallsins Ganhes Himal þegar jólahátíðin hefst ekki en segir: „Fjórir er hins vegar mjög góð tala. Allt það fótfráasta í dýrarikinu er til dæmis fjórfætt. Meira að segja bíllinn er látinn hafa fjögur hjól“. Ekkert af böm- unum fer hins vegar með til Nepal Ung burðarkona hvílir sig um stund við Gosainkund-vatnið. einni af þeim örfáu götum sem eftir em í bænum þar sem fólk hittist „utan dagskrár" og spjallar saman,“ skýtur Geirharður inn í. „Filip spurði mig hvort við vild- um ekki fara með litlum hópi Is- lendinga til Nepal um jólin og ég svaraði: „Því ekki það?“ 1 hjarta mínu ákvað ég þetta á stað og stund,“ segir Guðný. Geirharður segist telja að maður þurfi að vera talsvert staðfastur kyrrsetumaður til að hafna svona tækifæri. Geirharður og Guðný eiga fjögur böm, Qögur tengdaböm og og munu því sjá um hefðbundna jólahaldið í fjölskyldunni þetta ár- ið. „Þau eiga ömgglega eftir að sakna rjúpnanna hennar mömmu," segir Guðný. Þegar blaðamaður mætti til viðtalsins í Hreyfilistahúsinu hljómaði þar austurlensk tónlist og á veggjum vom myndir af nálastunguaðferðum og kínverskri leikfimi. Því kviknaði sú spuming hvort Nepalferðin stafaði af áhuga á Austurlöndum eða austurlenskri dulúð. Þau neita því bæði stað- fastlega að um sé að ræða ein- hveija ‘68 pílagrímsferð. „Við misstum af þeirri lest,“ segir Geir- harður. Guðný segist lengi hafa haft áhuga á Nepal og langað til að fara þangað. „Ég vænti ein- hvers konar hug- ------------- ljmnunar þar,“ segir hún bros- andi. „Ég hefði alveg eins haft áhuga á að fara til Afríku eða Astralíu," segir Geirharður, „Nepal er bara einn af fjölmörg- um stöðum í heiminum sem mig langar til að skoða. Ferðalag þangað stóð einfaldlega til boða núna. Sagt er að Nepal sé í hatti heimsins svo það hlýtur að vera eitthvað forvitnilegt á þessu svæði. Þarna blandast sérstætt land og sérstæð menning.“ Skýringin á tónlistinni í Hrey- filistahúsinu er sú að þar er nú kennd Taijiquan eða kínversk leikfimi. Samhliða því sem Guðný vinnur þama er hún að læra þessa leikfimi. „Þetta er liður í minni líkamsuppbyggingu fyrir göng- una,“ segir hún. „Maður þarf að- eins að vinna á móti mæðinni fyr- ir ferðina og það geri ég með því að ganga og synda,“ segir Geir- harður. Hann segir að á göngunni verði enginn asi og þar sem þau þurfi ekki að bera neitt nema sig sjálf þá hafi hann engar áhyggjur af henni. Gengið verður í fimm til sjö klukkustundir á dag. „Þetta er svona normal vinnudagur,“ segir Geirharður. Aðbúnaður í göngu- ferðinni getur hins vegar orðið fmmstæður að sögn Guðnýjar. „Kannski getum við bara skolað af okkur einu sinni til tvisvar í viku í einhverjum fjallalækjum. Þess á milli verðum við bara að láta okkur hafa það að ganga í svitastokknum fötum.“ Þau segjast oft hafa verið spurð að því afhverju þau fari í svona ferð um hávetur þegar kald- ast er í veðri í Nepal. Astæðan er sú að þá em fæstir túristar á ferli. Filip velur þennan tíma sérstak- lega fyrir sína smáu hópa. „Hann valdi líka gönguleið sem er ekki „Laugavegurinn“ í Nepal,“ segir Guðný. Geirharður segir Filip leggja upp úr því að losna við tú- ristaímyndina og fara út fyrir hefðbundnar túristaslóðir. „Það gefúr ferðinni líka svolítið land- könnunargildi,“ segir hann. í hópnum sem fer héðan til Nepal er fólk á öllum aldri. Þama verða meðal annarra hjón úr Vest- mannaeyjum með tvo unglinga, hjúkmnarkona og skurðlæknir. Þegar Geirharður og Guðný ákváðu að slást í hópinn þekktu þau engan af þeim sem ætluðu með. „Fyrir um hálfum mánuði ákvað ungt par sem við þekkjum að koma með,“ segir Guðný. „Þau höföu ætlað til Florida um jólin en þegar þau uppgötvuðu að þessi ævintýraferð til Nepal kostaði bara þijátíu þúsund krónum meira þá var valið auðvelt.“ Sá sem þetta skrifar er viss um að hann á eftir að hugsa til Geir- harðs og Guðnýjar og allra hinna þar sem þau dvelja í tjaldi undir hinum hrikalegu Himalayafjöllum yfir jólin, á sama tíma og aðrar ís- lenskar fjölskyldur sameinast í blússkyntum og hreinskrúbbuðum híbýlum sínum og hlusta á jóla- messur í útvarpinu. Þjóðviljinn óskar þeim góðrar ferðar og gleði- legra jóla. -ag Nepal, þak heimsins Litla konungsríkið Nepal i suðurhlíðum Himalayafjalia er sveipað goðsögulegum ljóma í hugum margra Vest- urlandabúa. Rúmlega fjórð- ungur landsins liggur i meira en þrjú þúsund metra hæð yf- ir sjávarmál og þar eru átta af tíu hæstu fjöllum heims, þeirra á meðal það hæsta; Everest (8.848 m). Fjalllendi Nepal er heim- kynni snjómannsins ógurlega og í landinu þrífast jafn ólík dýr og hinn síðhærði jakuxi í fjöll- unum og tígrisdýrið i skógun- um. Samkvæmt fomum sögn- um er paradísarríkið Shangrila falið einhvers staðar í leyndum dal í nepölsku Himalayaíjöllun- um. Frá Nepal em líka sher- pamir, fjallamennirnir þraut- seigu, og hinir heimsfrægu ghurka-stríðsmenn sem eru hugdjarfastir allra hermanna. En Nepal er þekkt fyrir fleira. I þorpinu Lambini í suð- urhluta Nepal fæddist prinsinn Siddharta Gautama, síðar guð- inn Búdda, árið 543 fyrir Krists burð. Nærri miljarður manna á jörðinni telur Himalayafjöllin vera heilög. Þeirra á meðal eru fylgjendur tveggja af megintrú- arbrögðum heimsins, búddisma og hindúisma. Nepal liggur á milli Tíbet og Kína í norðri og Indlands í suðri. Landið er á stærð við Sviss eða Austurríki, um 885 kílómetra langt frá austri til vesturs og aðeins um 160 kíló- metrar að jafnaði á breiddina. Þrátt lýrir smæðina er landslag í Nepal mjög fjölbreytt. Flatar sléttur, skógi vaxnar hæðir, iðjagrænir dalir og hrikaleg ár- gljúfur setja svip á landið en yf- ir þessu öllu gnæfa drifhvít Himalayafjöllin. I Nepal er fólkið, tungumálið og siðimir jafn fjölbreytilegt og landslag- ið. Hindúatrú er ríkjandi í suð- urhluta landsins en búddismi í norðurhlutanum. Þessi megin trúarbrögð þrífast hlið við hlið í flestum landshlutum en sums staðar blandast þau svo úr verð- ur mjög sérstæð menning. Auk þessara trúarbragða má finna shamanisma og tantrisma og fleiri andlegar stefnur. I Nepal búa nú um nítján miljónir manna. Langstærstur hluti þjóðarinnar lifir af land- búnaði eða um níu af hveijum tiu íbúum. Flestir stunda sjálfs- þurftarbúskap. Samt eru aðeins um átján prósent landsins rækt- að land. Samkvæmt skrám Sameinuðu þjóðanna telst Nep- al vera einna styst á veg komið af svokölluðum þróunarríkjum heimsins. Hið opinbera timatal Nepal heitir Vikram Sambat í höfúðið á norður- indverska konungin- um Vikramaditya. Áramót eru um miðjan apríl. Samkvæmt Vikram Sambat verða íslensku hjónin úr Skuggahverfmu í Reykjavík, Guðný og Geirharð- ur, á gönguför við rætur Him- alayafjalla að áliðnu ári 2048. -ag Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.