Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 9
IÓIABLAÐ WÓiWllT JANS Bjöllukórinn æfir íyrir jólamessu Lítill minni - horfinn ILaugarneskirkju er einn af þeim átta eða níu bjöllukórum sem til eru á landinu. í kórnum eru tíu stúlkur og stjórnandinn er Ron Turner organisti. Sjálfur vildi Ron orða það þann- ig: „Eg reyni að stjóma bjöllukóm- um“. Þegar ljósmyndari heimsótti bjöllukórinn í safnaðarheimilið und- ir Laugameskirkju vom stúlkumar að æfa jólasálma fyrir messuna sem send verður út í sjónvarpi á aðfanga- dag. Biskup íslands mun messa og bjöllukórinn ætlar að flytja sálmana I Betlehem er bam oss fætt, Guðs- kristni í heimi og Einu sinni í ætt- borg Davíðs. -ag/Jim Smart (ljósm). Jólasöngvar með kór Langholtskirkju Barn er oss fætt“ heitir geisla- diskur sem Kór Langholts- kirkju hefur gefið út. A disk- inum eru þrettán jólalög frá ýms- um löndum í útsetningu hins þekkta tónskálds og kórstjóra Anders Öhrwall. Flest laganna hefur Kór Lang- holtskirkju flutt á árvissum tónleik- um sínum siðasta föstudagskvöldið fyrirjól. Þessir tónleikar hafa smám sam- an orðið ómissandi hluti af jólahald- inu í hugum margra. í ár verða Fýrirsögnin hér að ofan er tek- in úr úrlausn eins snáða á málfræðiprófi í barnaskóla. Með því að beita rökhugsun stigbreytti hann lýsingarorðið lítill á þennan hátt Þessi saga er úr bók- inni Miklu meira skólaskop: Gam- ansögur af kennurum og nemend- um, sem Líf og saga hefur gefið út. Kennararnir Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson hafa safnað sögunum saman og skrásett. í þessu safni er að fiima margar óborganlcgar sögur og er sérstaklega gaman að því hve böm geta verið ein- læg í glímunni við aðsteðjandi vanda. Sem dasmi má taka eftirfarandi sögu umjólamessuna: - Kennari sex ára bama spurði eitt sinn nemanda sinn hvort hann hefði farið til kirkju á jólunum. „Já, ég fór með mömmu og pabba," svaíaði nemandinn. „Óg hvemig fannst þér í kirkj- unni?“ spurði kennarinn. ,JE,“ stundi nemandinn hátt, „lög- in voru svo sem ágæt en auglýsingar voru alltof langar.“ Hyggjuvitið getur stundum fleytt nemendum yfir eífiða hjalla þar sem bóklesturinn þrýtur. Stöku sinnum er útkoman þó einkennileg: - Úr dýrafræðiprófi í 5. bekk á Norðurlandi: „Hvemig eru ungar dúfunnar þeg- ar þeir koma úr eggjunum?“ Svar ólesins nemanda var: „Þeir eru litlir og allir útataðir í eggjarauðu.“ Fullorðna fólkið virðist stundum leggja einlægar tilraunir bama til að svara út á hinn versta veg. Til marks um það er eftirfarandi saga: - Ungur drengur í Reykjavik kom eitt sinn fullsnemma heim úr skólan- um og vildi móðir hans auðvitað fá skýringu á því. „Æ,“ stundi strákurinn, „kennslukonan, sem kennir okkur ensku, spurði mig hvað orðið feet þýddi.“ „Og hveiju svaraðir þú?“ spurði móðir hans. ,Úg gat engu svarað og þá sagði kennslukonan: „Ég er með tvo svo- leiðis en kýrin hefur fjóra “ „Og hvað sagðir þú þá?“ spurði móðirhans aftur. ,JÉg sagði auðvitað að orðið þýddi spenar, en þá rak hún mig bara út.“ Á þessum árstíma kvikna jóla- stjömur viða í gluggum. Allar eru þær þó hjómið eitt miðað við fyrirmynd sína sem vitringamir þrir fylgdu forð- um. Vitringamir koma líka við sögu í skólaskopinu: Eftir að kennari á Vesturlandi hafði lesið jólaguðspjallið fýrir unga nemendur sína spurði hann hvort þeir vissu hvað vitringamir þrír hefðu heit- ið. Rétti þá einn nemandinn upp hönd- ina og sagði alvarlegur í bragði: „Kasper, Jesper og Jónatan." Kristnu ffæðin virðist vera upp- spretta mikils misskilnings hjá mörg- um bömum, enda orðin sem notuð eru, oft ffamandleg: - Er lítil stúlka í Garðabæ kom heim eftir fyrstu kennslustundina sína í kristnum fræðum spurði móðir henn- ar ffá hveiju kennarinn hefði nú sagt: „Hann sagði okkur ffá Jesú og einhveijum lœrisneiðum sem fýlgdu honum alltaf," svaraði sú stutta. Þessum stutta útdrætti úr skóla- skopinu lýkur með speki, byggðri á reynsluvísindum sem lesendur geta velt fýrir sér þegar þeir fara í jólabaðið á aðfangadag: - Úr ritgerð 9. bekkings um vatn- ið: „Vatn er gegnsæ bleyta þar til ein- hver hefiir baðað sig úr því.“ -ag „Jólasöngvar" kórsins þann 20. des- ember klukkan ellefu að kvöldi. Á geisladisknum syngja ein- söngvarar úr röðum kórfélaga, þau Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Halldór Torfason og Ragnar Davíðsson. Óp- erusöngkonan Olöf Kolbrún Harðar- dóttir syngur einnig „Ó, helga nótt“ og „Nóttin var sú ágæt ein“. Hljóðfæraleikaramir Bemard Wilkinson og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikarar, Kristján Þ. Stephen- sen óbóleikari, Monika Abendroth hörpuleikari, Jón Sigurðsson bassa- leikari og Gústaf Jóhannesson org- anleikari leika undir hjá kómum. Flestar textaþýðingamar eru effir einn af kórfélögunum, Gunnlaug V. Snævarr. Stjómandi Langholts- kirkjukórsins er sem fýrr Jón Stef- ánsson. -ag Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Lanqholtskirkju, ásamt nokknjm kórfélögum með geisladiskinn „Barn er oss fætt: Jólasönavar Kórs Lang- holtskirkju“. Mynd: Jim Smart. JOLATILBOÐ 15% afsláttur af sturtuklefum, hreinlætistækjum, stálvöskum og blöndunartækjum Við rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af baðinnréttingum og baðskápum sem verið hafa til sýnis í versluninni. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 68 64 55 - 68 59 66 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.