Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 10
JQIABLAÐ MÓBWIANS Höfðu tæpast uppgötvað hj ólið Guðjón Friðriksson við útkomu Sögu Reykjavíkur. Mynd: Krist- inn. Guðjón Friðriksson sagnfiræðingur er með tvær bækur í flóðinu þetta árið. Onnur þeirra er um Jónas frá Hriflu og þar kemur margt nýtt ffam, m.a. um þátt Jónasar í stofhun Alþýðuflokksins, en það er hin sem er til umræðu hér.. Það er fýrsta bindi af viðamikilli sögu Reykjavíkur. Guðjón var fyrst spurður um tildrög þess að hann gerð- ist sagnaritari borgarinnar. - Ég er sagnfræðingur að mennt, sagði Guðjón. — Ég hafði verið blaðamaður i tíu ár þegar ég var ráðinn í þetta. Reykjavíkur- borg stendur að þessu veríci og ár- ið 1985 voru menn að velta fyrir sér fólki til þess að skrifa þessa sögu., A vegum borgarinnar starfar sérstök sögunefnd og mitt nafn kom upp í umræðum innan nefnd- arinnar þegar verið var að leita að einhverjum til þess að takast þetta verk á hendur. Ég hafði sýnt Reykjavík töluverðan áhuga í minni blaðamennsku og af ein- hverjum ástæðum leist borgaryf- irvöldum vel á að ráða mig til þessa verks ásamt Eggert Þór Bemharðssyni sem er ungur sagn- fræðingur. - Hafði blaðamennskan áhrif Reykvlskir strákar við lækinn, liklega árið 1906. á það hvemig þú skrifaðir bók- ina? - Það held ég. Ég held að blaðamennskan hafi komið mér mjög til góða. Maður fær ákveðna þjálfun í ritmennsku á því að skrifa í blöð. Það er góður skóli. Það var heldur aldrei ætlunin að þetta yrði þurrt fræðirit heldur saga sem ætti að geta orðið að- gengileg fyrir allan almenning. Hún er ætluð bæjarbúum. Saga Kaupmannahafnar var nýkomin út þegar þessi vinna hófst. Hún er skrifuð á léttan og aðgengilegan hátt og ég held reyndar að þeir sem skrifuðu hana séu blaðamenn. Hún var höfð til hliðsjónar að nokkm leyti, að Lækjargatan eins og hún lltur út I dag. Mynd: Jim Smart. minnsta kosti í upphafi. í fram- haldinu hefur þetta síðan þróast á sinn hátt. Hversdagssaga - Þú hefur lagt mikla áherslu á það sem kalla mætti hversdags- sögu... - Það var eiginlega ákveðið strax í byrjun i samráði við sögu- nefnd. Það var alltaf ætlunin að segja þessa sögu frekar neðanfrá en ofanfrá. Þessi svokallaða hversdagssagnfræði hefur verið í tísku víða um lönd. - Það má lesa ýmislegt for- vitnilegt um bæjarbrag í Reykja- vík í þessari bók, hvemig er hægt að rannsaka þess háttar? - Það er allur gangur á því. Það vill þannig til að flest blöð sem gefrn vom út hér á landi á síðustu öld og langt fram á þessa em Reykjavíkurblöð. Þau em að nokkm leyti bæjarblöð jafnframt því að vera landsmálablöð. Þetta á við um Isafold, Þjóðólf, Fjall- konuna o.s.frv. Það fer ekki hjá því að sá sem les þessi blöð gaumgæfilega komist inn í dag- legt líf í bænum. Það gerist ekki síst gegnum auglýsingar sem ég hef töluvert lagt mig eftir og í þessari bók eru birtar margar gamlar auglýsingar. Ég skoðaði líka töluvert af sendibréfum, sér- staklega frá ámnum fyrir alda- mót. Það er mikið af sendibréfum geymt í handritasafni Landsbóka- safns og ég reyndi að fiska út bréf sem skrifuð vom í Reykjavík og af Reykvíkingum. Sérstaklega varð eitt safn mér drjúgt í þeim efnum. Það var safn Eiríks Magn- ússonar og Sigríðar konu hans í Cambridge á Englandi. Sigriður var innfæddur Reykvíkingur. Þetta er sú margfræga Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ sem ort var um á síðustu öld. Brekkubær var héma í Grjótaþorpinu. Sigríður þessi giftist Eiríki Magnússyni sem hafði verið hér í menntaskóla og síðan Prestaskól- anum. Hún átti auðvitað sitt fólk hér í Reykjavík og fullt af vin- konum og þær skrifuðu henni oft og sögðu henni hvað var að gerast ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7 .desember 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.