Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 2
Stjómin heggur Ríkisstjóminni hefur ekki enn tekist að ná saman um efnahagstillögur þrátt fyrir langar fundasetur. Þá er enn bið eftir því að endanlegar tillögur um ráðstafanir í ríkisfjármálum liggi fyrir. Forsætisráðherra hefur boðað að hallinn á ríkissjóði verði ekki meiri en 4 miljarðar á næsta ári. Sá vandi sem við er að etja er upp á 11 miljarða króna. Bandormurinn svokallaði, sem manna á meðal er kallaður höggormurinn, á að skila tæplega tveggja miljarða niðurskurði. Þá hafa verið boð- uð tekjuöflunarffumvörp sem eiga að skila 2 miljörðum króna, þannig að enn vantar 3 miljarða til að dæmið gangi upp. Það er engin tilviljun að bandormurinn, sem forsætis- ráðherra mælti fyrir á þingi í gær, gengur undir heitinu „höggormuri'. Einsog áður beinist niðurskurður ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar fýrst og fremst að þeim sem síst skyldi, almennu launafólki, sjúkum og skólabömum. Langstærsti einstaki liðurinn í þessum spamaðartil- lögum er breyting á lögum um almannatryggingar, þar sem þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukin til mikilla muna. Þannig hyggst ríkissjóður spara tæplega 1,3 mil- jarða króna. Göngudeildargjald á sjúkrahúsum hækkar úr 900 krónum í 1500 krónur og gjald til sérfræðinga sömuleiðis. Þá er lagt til að gjald fyrir komu til heilsu- gæslulæknis og almenns heimilislæknis verði 600 krón- ur en sú þjónusta hefur verið ókeypis undanfarin tvö ár. Tannlæknaþjónusta bama og unglinga að 15 ára aldri verður ekki lengur ókeypis, heldur þurfa foreldrar bam- anna að greiða 10 prósent af þjónustunni. Þá á sam- kvæmt ffumvarpinu að hætta að greiða fyrir tannrétting- ar, sem hefur í för með sér verulega útgjaldaaukningu á mörgum heimilum. Næststærsti einstaki liðurinn í höggorminum er skerðing ríkisábyrgða á laun vegna gjaldþrota. Sá liður á að skila 450 miljóna króna spamaði til ríkissjóðs. Að koma ffam með svona tillögu þegar kjarasamningar eru lausir, og það á tímum almenns samdráttar í þjóðfélag- inu, lýsir í besta falli algjörri vanhugsun en í versta falli hortugheitum. Alþýðusambandið hefur líka brugðist harkalega við og mótmælt þessum hugmyndum kröft- uglega. Það varð til þess að forsætisráðherra er nú far- inn að tala um ríkisábyrgðasjóðinn sem skiptimynt í samningum, sem er algjört ábyrgðaríeysi. Hann býður verkalýðshreyfingunni að semja um hluti sem hún hefur þegar náð fram með baráttu sinni. Þegar Davíð Oddsson mælti fyrir höggorminum í gær ræddi hann jafnframt um uppsagnir opinberra starfemanna. Hann sagði að allar nýráðningar yrðu stöðvaðar, opinberum starfsmönnum yrði fækkað um 600 og að yfirvinna yrði skorin niður. Hann gat þess hinsvegar ekki hvar ætti að fækka hjá hinu opinbera. Verður það í skólum, heilsugæslu eða hjá iöggæslunni? Ljóst er aftur á móti að þessi fækkun mun fyrst og fremst bitna á þjónustu við almenna borgara. í Ijósi þess að spáð er verulegri aukningu atvinnu- leysis á næsta ári eru þessar tvær tillögur, um skerðingu ríkisábyrgðasjóðs á laun og fækkun opinberra starfs- manna um 600 sýnir ríkisstjómin að hún er ekki vand- anum vaxin. Fleira má tína til úr höggorminum. Lagt er til að hætt verði við að koma á skólamáltíðum í grunnskólum, mik- ið þjóðþrifamál sem Svavar Gestsson fékk samþykkt í tíð sinni sem menntamálaráöherra. Þá er hætt við að fjölga kennslustundum í grunnskólanum og að fækka nemendum í hverri bekkjardeild. Einnig er hætt við stofnun grunnskólaráðs og að ráða aðstoðarskólastjóra að Ijölmennum skólum. Samtals á að spara í grunnskól- anum með þessum aðgerðum um 40 miljónir. Það er því Ijóst á höggorminum að enn heggur þessi ríkisstjóm í sama knénjnn. Þeim sem minna mega sín skal blæða undan eiturtönnum ríkisstjómarinnar. -Sáf Þióðviliinn Málgagn sóstalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámí Bergmann, Helgi Guömundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Siguröur Á. Friöþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýslngar: Slöumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö I lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1200 kr. >4 OPPT & SKORIÐ FösmuDaaBRiif.vЮ:9ESi8E;HíiöSj.ii'''n sem óaös nesl ' ^^____________ fara sína leiö út ur ríkjasamband- inu. Vegna ótta við þetta baröist Gorbats.iov í lengstu lög gegn sjálf- stæöi Eystrasaltsríkjanna, sem annars eru SovétríkjUnum ekki ómissandi. - Hann óttaðist for- dæmiö. Vegna þessarar hættu meöal annars var valdaránið reynt í Moskvu í ágúst, sjálf tilvera Sovét- ríkjanna er undir því komin að Úkraína ásamt Rússlandi og Hvíta-Rússlandi myndaöi kjarna sovésku þjóöarinnar. Nú er kjam- inn kloíinn og illgerlegt að sjá fyrir hvort áframhaldiö veröur hægfara, viöráöanlegur klofningur eöa sprenging. Sovéska miöstjómarvaldið er nú þegar í upplausn, völd Gorbatsjovs minnka dag frá degi. Hinn nýi valdamaður í Moskvu er Boris Jeltsín, sem er forseti langstærsta lýöveldisins og hefur yfirtekiö mik- iö af þeim völdum sem forseti ríkja- sambandsins haföi. Rússar neituðu til dæmis á dögunum að halda áfram aö leggja fram fé í ríkissjóð af skatttekjum sínum, sem hefði gert Sovétríkin gjaldþrota, ef ekki heföi komiö til neyöarsam- knmiilap Gorhatsinvs oe .Toltsins á Míkhaíl Gorbatsjov forseti. - „Hann berst nú vonlausri baráttu fyrir ríkja- sambandi sem ekki er lengur vilji fyrir að halda saman." Simamynd Reuter Kjarnaklofningur í Sovétríkjunum KjaUaiiim Sovétríkjanna eins og þau voruT þar af fimmta hluta af öllu korn- meú—Siw Hin vonlausa barátta Gunnar Eyþórs- son fréttamaður skrif- ar kjallaragrein í DV i gær sem hann kallar „Kjamaklofning í Sovétríkjunum“. Greinin fjallar um þá vonlausu baráttu sem Gorbatsjov heyr nú til að halda einhverri mynd á Sovétríkjun- um og um erfíðleik- ana sem geta fylgt úr- sögn Ukraínu úr ríkja- sambandinu, bæði fyrir önnur Sovétlýð- veldi en einnig og ekki síður fyrir Ukra- ínumenn sjálfa. Grein Gunnars er vel þess verð að klippa hana, og hún hefst svona: „Það er nú komið fram sem Mikhaíl Gorbatsjov óttaðist mest, Úkraína, sem hingað til hefur verið talin óaðskiljanlegur hluti hinna slavnesku Sovétríkja, hefur ákveðið að fara sína leið út út rikjasam- bandinu. Vegna ótta við þetta barðist Gor- batsjov í lengstu lög gegn sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, sem annars em Sovét- ríkjunum ekki ómiss- andi. - Hann óttaðist fordæmið. Vegna þessarar hættu meðal annars var valdaránið reynt i Moskvu í ágúst, sjálf tilvera Sovétríkjanna er undir því komin að Úkraína ásamt Rússlandi og Hvíta-Rússlandi myndi kjama sov- ésku þjóðarinnar. Nú er kjaminn klofinn og illgerlegt að sjá fyrir hvort áframhaldið verður hægfara viðráðanlegur klofningur eða sprenging.“ Þessi síðasta fullyrðing Gunn- ars á áreiðanlega við rök að styðj- ast og sá ótti læðist óneitanlega að manni að meiri líkur séu á spreng- ingu en „viðráðanlegum klofningi“ og afleiðingar slíks em ekkert glæsilegar, eins og Gunnar kemur reyndar að síðar í grein sinni. Boltinn rúllar Ekki er laust við að menn hafi áhyggjur af að þróun mála í Úkra- ínu kunni að vera bolti sem er í þann veg að fara að rúlla og þá verður kannski ekki við neitt ráðið. Gunnarsegir: , „Úrsögn Ukraínu vekur upp fjölda spuminga og getur ekki ann- að en aukið svartsýni á að sundur- limun Sovétríkjanna takist frið- samlega. Með því að miðsfjómar- valdið í Moskvu er nú ekki nema svipur hjá sjón má búast við enn frekari kröfum um aðskilnað frá öðmm rikjum, svo sem Armeníu og Georgíu. Því minni sem völd miðstjómarinnar eru, því minna hafa hin ríkin að sækja til Moskvu. Þjóðemisvakningin, sem breiðst hefur út um alla Austur- Evrópu síðan kommúnisminn hmndi, hef- ur enn ekki náð hámarki." Klippari tekur undir með Gunnari að líkur em á að fleiri ríki fylgi fordæmi Úkraínu og réttilega nefnir Gunnar tvö lýðveldi í Kák- asus til sögunnar. Þriðja Kákasus- lýðveldið, Azerbajdzhan, gæti allt eins fylgt í kjölfarið, og sömuleiðis Moldavía. Þótt fáum komi til hug- ar að Hvíta-Rússland lýsi yfir sjálfstæði, verður að hafa í huga að fæstir töldu fyrir fáum mánuðum líkur til þess að Úkraína veldi þessa Icið. Eftir það sem á undan er gcngið í Sovétríkjunum ætti ekkert, einmitt ekkert að koma á óvart lengur. Hvar er Úkraína? Þetta ætti ekki að vera áleitin spuming, er ekki nóg að líta á landakortið? En málið er nú ef til vill ekki alveg svo einfalt. I Þjóð- viljanum sl. þriðjudag skrifaði klippari grein um Úkraínu og sögu landsins og þjóðarinnar. Þar var komið inn á svipaða hluti og Gunnar gerir í grein sinni: „Samskipti Úkraínu við ná- grannaríkin geta orðið í meira lagi flókin. Þau eiga sér hvergi jand- fræðilegar forsendur, innan Úkra- ínu em hlutar af Rússlandi, Rúm- eniu, Tékkóslóvakíu og einkum Póllandi og minnihlutahópar frá öllum þessum ríkjum em þar fjöl- mennir, til dæmis um 12 miljónir Rússa af 53 miljóna heildarfjölda. Að auki skipta önnur þjóðarbrot í Ukraínu mörgum tugum... Úkraína hefur aldrei verið sjálfstætt ríki, ef frá er talið Kíev Rús, eða Garðaríki með höfúð- stöðvar í Kænugarði, sem væringj- ar stofnuðu á 9. öld og leið undir lok á 14. öld. Síðan hafa Úkraínu- menn verið hjálenda annarra, fyrst Pólveija og Litháa og síðan Rússa allt þar til nú, og landamærin hafa verið síbreytileg. Núverandi landamæri, þar sem öll Vestur-Úkraína er fyrrverandi PóIIand, vom dregin eftir síðari heimsstyijöld. Það er því vafamál á hve traustum grunni Úkraínu- menn standa sem þjóðríki. Hitt er engum vafa undirorpið að þeir em og geta orðið eitt af stærri og öfl- ugri ríkjum Evrópu. Þeir framleiða til dæmis fjórðung af allri landbún- aðar- og iðnaðarframleiðslu Sovét- ríkjanna eins og þau vom, þar af fimmta hluta af öllu kommeti. - Sumar mestu iðnaðarborgir Sovét- ríkjanna eru í Úkraínu. Án náins samstarfs við Ukraínu em öll hin ríkin í vanda stödd.“ Þótt það sé vissulega rétt að önnur Sovétlýðveldi séu um margt hað Úkraínu, má heldur ekki gera lítið úr því að Úkraína kann að þurfa á hinum lýðveldunum að halda, ekki síst Rússlandi. Ákvörð- un Gorbatsjovs um að viðskipti Sovétlýðvelda við ríki sem lýsa yf- ir sjálfstæði verði að fara fram í beinhörðum gjaldeyri, var liður í því að reyna að halda í lýðveldin, en Ukraínumenn létu slíka smá- muni ekki á sig fá. Einmitt þetta kann þó að reynast þeim erfitt þeg- ar á hólminn er komið. Herinn og júgóslav' neskt ástand Gunnar hefur hvað mestar áhyggjur af hermálunum og kjam- orkuforðabúri Sovétmanna í Úkra- ínu. Um þetta segir Gunnar: „En það sem snýr að Vestur- löndum framar öðm em hermálin. Úkraínumenn hyggjast koma sér upp eigin her og þeir vilja ekki af- henda miðstjóm Gorbatsjovs einkayfirráð yfir kjamavopnum í landinu. Úkraína ásamt Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan ræður yfir kjamavopnum. Kraft- stjúk forseti hefur talað um að eyða þeim, en þangað til vill hann að þessi fjögur ríki sameiginlega ráði kjaravopnunum. Þetta líst öll- um öðmm illa á. Ekki þarf að fjöl- yrða um hve lengi þessi vopn gætu flækt málin ef til stríðs kemur milli Úkraínu og nágrannanna, sem eng- an veginn er útlokað. Forsenda fyr- ir viðurkenningu á Úkraínu á Vest- urlöndum hlýtur að vera að tryggi- lega sé frá því gengið hver ráði yfir þessum vopnum.“ Og að lokum um ástandið í Júgóslavíu sem Gunnar telur bamaleik einan í samanburði við það sem gerast kann í Sovétríkjun- um. „Það sem nú er að gerast í Júgóslavíu em smámunir einir miðað við það sem gæti hæglega gerst í Sovétríkjunum. Allar for- sendur fyrir blóðugum átökum nærri allra ríkjanna innbyrðis eru fyrir hendi. Mikill fjöldi þjóða býr innan Iandamæra sem Rússakeisari og síðan kommúnistastjómir drógu af handahófi á kort. Þær rúmlega 100 þjóðir, sem byggja Sovétríkin fyrrverandi, em margar að rísa upp, samanber Tsjechen-Ingúsh þjóðina sem krefst sjálfstæðis frá Rússlandi og leiðréttingar á því ranglæti sem öll þjóðin var beitt eftir heimsstyijöldina þegar Stalín refsaði henni allri fyrir samvinnu við Þjóðverja, ímyndaða eða raun- vemlega... , Úrsögn Ukraínu em uggvænleg tíðindi fyrir Vesturlönd, hún boðar endalok Sovétríkjanna og kann að verða fyrirboði upplausnarástands og innbyrðis átaka sem gera átökin í Júgóslavíu að bamaleik í saman- burði.“ Klippari er þeirrar skoðunar að hér sé síst um ýkjur að ræða hjá Gunnari. Upplausnarástandinu í Sovétríkjunum verður helst líkt við púðurtunnu sem getur spmngið hvenær sem er, og það sem er kannski hvað háskalegast er, að það hefur enginn kveikjuþráðinn í sínum höndum. Það er líkt og hans sé leitað í myrkn með logandi eld- spýtu — að því kemur að lokum að einhver rekst á kveikjuþráðinn og þá er ekki að sökum að spyija. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.