Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 4
Pistlar Ellerts B. Schrams út er komin hjá Frjálsri fjölmiðlun hf. bókin „Eins og fólk er flest" eftir Ellert B. Schram ritstjóra. Efni bókar- innar er pistlar og smásögur, svipaðs efnis og Ellert hefur skrifað í helgarblað DV und- anfarin ár. í bókarkynningu segir m.a.: „Þar er fjallað um hinar margvislegu hliðar mannlífsins, æskuna og (jölskylduna, íþrótt- ir, þingmennsku, dagdrauma og sjálfsímynd okkar allra; ein- stæðinga ellinnar, ruglað fólk og óruglað og hvunndagslífið hátt og lágt. Samtals eru 36 sjálfstæðir kaflar í bókinni. Engum er hlíft í háði og skopi og allra síst höfundi sjálfum. En bak við glettnina er alvaran og veruleikinn og undirtónninn í bókinni er einlægni og hrein- skíini. „Eins og fólk er flest“ er prýdd myndum eftir Ama Elfar myndlistarmann. Bókin er 176 síður að stærð. Hún kostar kr. 2.480,- í smásölu. Skáldsaga eftir Guðmund Andra Thorsson Út er komin hjá lVláli og menningu skáldsagan íslenski draumurinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Höfundur kveður margar persónur til sögunnar, sem ger- ist á mörgum sviðum og ólíkum tímum. Bók hans er þó öðru fremur saga um vináttu, ást - og svik, allt skoðað í tengslum við hugmyndir íslendinga um sjálfa sig, íslenska drauminn. Er íslenski draumurinn frægð, frami og skjótfenginn auður eða vinna, strit og þegnskylda í þágu fóstuijarðarinnar? Er það sjálfselska í öðru veldi eða metnaður fyrir hönd þjóðarinn- ar? Að sýna hugsjón sína með hvítum kolli 17. júní, undir rauðum fána í Keflavíkurgöngu eða í hlaupagalla í Reykjavíkur- maraþoni? Guðmundur Andri Thors- son er fæddur árið 1957. Hann hefur áður sent frá sér skáld- söguna Mín káta angist (1988). Islenski draumurinn er 200 bls. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápu. 'Tr/ENNING Líf og starf kínverskrar alþýðu Kínversk-íslenska menn- ingarfélagið og ki'nverska sendiráðið á Islandi standa að ljýsmyndasýn- ingu í Listasafni ASI sem verður opnuð á morgun. Sýningin er haldin í tilefni 20 ára stjórnmála- sambands Kínverska alþýðulýð- veldisins og Lýðveldisins Islands. Ljósmyndasýningin, sem ber yfirskriftina Líf og starf kínverskr- ar alþýðu, er þverskurður úr kín- versku þjóðlífi nú á dögum. Mynd- imar syna fjölbreytileika kínversk? mannlífs til borga og í sveitum. I fréttatilkynningu frá Kínversk-ís- lenska menningarfélaginu segir að myndimar beri „vott um þann þrótt sem er í uppbyggingu og þróun kínversks þjóðfélags á sama tíma og veldi kommúnista í Austur- Evrópu er að hrynja.“ Fjöldi mynaa er úr atvinnulífi lands- manna, aðrar sýna skemmtanir fólks og enn aðrar þjálfun i kín- verskri bardagalist, svo fátt eitt sé nefnt. Kínversk-íslenska menningar- félagið var stofhuð um tveimur ár- um eftir að stiómmálasambandi var komið á milli landanna. Markmið félagsins er,að efla menningasam- skipti milli Islands og Kína. Fyrsti formaður þess var dr. Jakob Bene- diktsson, en núverandi formaður er Ragnar Baldursson rithöfundur, túlkur og fréttamaður sem stundað hefur nám bæði i Peking og Tokyo. Þá má þess geta að Kínverska vináttustofnunin í, Peking heldur myndasýningu frá Islandi í desem- ber, þar sem land og þjóð em kynnt fyrir þarlendum almenningi. Ljósmyndasýningin í Listasafni ASI við Grensásveg verður opnuð nú um helgina og ffá 14. til 22. desembers. Virka daga verður opið ffá kl. 16-20, en frá 14-20 um helg- ar. Ein þeirra fjölmörgu mynda sem verða til sýnis á kínversku Ijósmyndasýningunni í Listasafni AS( sem verð- ur opnuð (dag. Eftirtaka: Jim Smart. Á rauðum hjólbörum um Eyðilandið Bókvitið verður ekki í ask- ana Iátið og þessi uppá- koma verður ekki í jóla- pakkana látin, sagði Viðar Eggertsson leikari spekingslega pm Ijóðadagskrána i Listasafni Islands Á rauðum hjólbörum um Eyðilandið. - Þetta er án efa eina uppákoman á þessum árstíma sem ekki tengist útgáfu af nokkru tæi, hvorki er verið að kynna ný- útkomna plötu né bók, og það er ekki verið að selja fólki eitt né neitt, sagði Viðar. Þetta er skemmtun og upplyfting í skammdeginu. Tveir þýðendur, þtjú ljóðskáld og þrír lesarar. Á morgun kl. 15.30 veroa flutt ljóð bandarísku skáld- anna, Ezra Pounds, Williams Carlos Williams og T. S. Elliots í þýðingu þcirra Áma Ibsens og Sverris Hólm- arssonar. Þýðandinn og leikskáldið Ámi lbsen mun lesa ljóð Williams, Viðar Eggertsson les ljóð Elliots og Amór Benónýsson ljóð Pounds. Hinn landskunni harmoníkuleikari Reynir Jónsson mun leika fyrir ljóð- elskagesti. Listasafh Islands, Menningar- stofnun Bandaríkjanna og Rokk- skógar hafa samvinnu um þessa dagskrá. Hvemig ætli standi á þvi? Amór Benónýsson sagði þetta vissulega skrítna og skemmtilega blöndu. - Rokkskógar em óformleg samtök listamanna sem eru til í hvað sem er, ekki bara rokk. Það voru Rokkskógamir sem höfðu frumkvæði að þessari uppákomu. Þeir Viðar og Amór segja sig vera mjög handgengna höfundum þeirra ljóða sem þeir lesa upp, en þeir hafa leikið þá báða. - Þessi skáld em hluti af okkar tilvem, sagði Viðar. Við létum Áma Ibsen William eftir, en hann hefur þýtt ljóð skáldsins. - Ljóðskáldin þijú vora öll sam- tíðarmenn. Pound tengist báðum skáldunum, hann er eins konar milliliður þeirra. Elliot og Pound em fulltrúar hinna rótlausu bandarísku skálda. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir þeystu um gjörvalla Evrópu á fyrri hluta aldarinnar í leit að rot- um sínum. Hins vegar má segja að Williams sé fyrst bandarískra skálda til að yrkja ljóð heima fyrir um dag- legt líf þar í landi, sagði Viðar í stuttu spjalli um ljóðadagskrána. Eins og áður sagði er dagskráin á sunnudag og hefst kl. 15.30, miða- Viðar Eggertsson og Arnór Benónýsson. Tveir af þremur hógværum lesurum hinna lítið hógværu bandarísku skálda, T. S. Elliots, Ezra Po- unds og Williams Carlos Williams. Mynd: Kristinn. Frank Lacy á Púlsinum og Selfossi Bandaríski básúnu- leikarinn Frank Lacy er kominn til íslands. Hann Iék með hljómsveit Tóm- asar R. Einarssonar á Púlsinum í gær við góðar undirtektir gesta þar. Frank er ekki farinn enn og ætlar sér að endurtaka leikinn í kvöld á Púlsinum og hefst hann stundvíslega kl. 21.30. Annað kvöld munu hins vegar Sunnlend- ingar njóta góðs af heim- sókn kappans, en þá mun hann skemmta mönnum á Hótel Selfossi. íslendingar hafa áður kynnst Frank, en hann kom hingað til lands í byijun ársins og hljóðritaði við það tækifæri geisladiskinn Islandsfor ásamt Tómasi R. og félögum. í ágúst sl. hlotnaðist Frank sá heiður að vera kosinn annar efnilegasti básúnuleikari djassheims- ins. Þeir sem troða upp með þessum mikla hljóðfæra- leikara hér em, auk Tómas- ar á bassann, Sigurður Flosason á saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og Einar V. Scheving á tromm- ur. BE Nú ætla ég, aldrei þessu vant, aö tala hreint út um alla bestu vini mína. Þetta eru allt mestu sóma menn, eöa hitt þó heldur. Lengi vel hélt ég að kar- finn á Vestfjörðum væri langhali, en svo sýndi hann sitt rétta eðli, leigði sér leigupenna og reyndist eftir allt J verajbévítansjcarfj ^ s ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.