Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 15
 „Mérfinnst það mikið atriði að lifa mig inn (textann og Ifkt og gleyma sér alveg ( honum." Mynd: Kristinn. I þessari sókn er mjög mikið af bömum og því stundum ys og þys í fjölskylduguðsþjónustunum. Þess vegna emm við með rólegri auka- messu einu sinni í mánuði. Þá fer nita að heimilum aldraðra og sækir þá sem áhuga hafa. í hádeginu hvem fimmtudag höfum við kyrrðarstund hér í kirkj- unni. Ég held að með þeim sé kirkjan að gera alveg frábæran hlut f þessu þjóðfélagi þar sem er sí- felldur ys og þys og allir að flýta sér. A firruntu- dögum koma yfirleitt saman um og yfir þijátíu manns á öllum aldri til að hlusta á tónlist, syngja sálma, ganga til altaris og biðjast fyrir. Yfir allri athöfninni rikir mikil kyrrð og friður. A eftir fara svo þeir sem vilja niður í safnaðar- heimili og fá sér léttan hádegisverð. Margir þeirra sem sækja þessar kyrrðarstundir hafa sagt mér að kyrrðin og sálar- róin fylgi þeim út í þjóðfélaginu á eftir. Eftir að ég vandist því að stýra þessum stundum finn ég að ég er farin að þrá kyrrðina sem þær veita. Ég sé líka um mömmumorgna á föstudögum. Þá koma heima- vinnandi mæður úr hverfinu saman í safnaðarheimilinu. Við sitjum og drekkum kaffi og spjöllum og stundum fáum við fyrirlesara. A meðan fá bömin að leika sér héma, enda finnst þeim kirkjan vera líkt og heimili þegar þau koma til fjöl- skylduguðsþjónustunnar á sunnu- dögum. Á þessum mömmumorgn- um emm við lika með stutta bæna- stund þar sem bömin sjálf fá að velja söngvana. Þar sem við Sigrún sátum og töluðum saman komu nokkrir ung- Ég hef smá áhyggjm af því þegar ég er að æfa mig heima að sonur minn grípi eitthvað upp og fari að nota furðuleg orð í leikskólanum ir strákar með borð og fóm að stilla upp fyrir bjöllukórsæfingu í kirkjunni. Þeir gengu um eins og heima sér og heilsuðu prestinum sínum kumpánlega. Á meðan var Hafsteinn Birgir, sonur Sigrúnar, að leik uppi við altarið. Þetta kom af stað vangaveltum um hvort böm sem alast upp í og við kirkjuna á þennan hátt hljóti ekki að líta kirkjur allt öðmm augum en aðrir. Blaðamaður minntist ópersónulegs og þrúgandi andrúmslofts. - Okkur finnst mikilvægt að gera hátíðarblæ kirkjunnar eðlileg- an og ftjálslegan, líkari þeirri há- tíðarstemmningu sem getur ríkt innan fjölskyidu. Syni mínum fmnst mjög gaman að koma hér og hann hleypur um allt. Hins vegar er hann á þeim aldri að hann herm- ir eftir öllu sem hann heyrir. Ég hef smá áhyggjur af því þegar ég er að æfa mig heima að sonur minn grípi eitthvað upp og fari að nota furðu- leg orð i leikskólanum. Nú em ekki nema þijár vikur til jólanna. Hver er boðskapur þeirra? - Öll aðventan, undirbúningur- inn að sjálfri jólahátíðinni, ein- kennist af gleði og fagnaðarboð- skap. Við upplifum efiirvæntingu, svolítið líkt og eftirvænting mann- anna fyrir um 2000 ámm eftir frelsaranum. Við syngjum „Kon- ungur þinn kemur til þín, hann stendur við dymar og knýr á.“ Við undirbúum því jólin þannig að við séum tilbúin að opna. Hann kemur ekki að lokuðum dyrunum. Við hleypum inn þessari gleði yfir að Jesú skyldi fæðast. Ef við lifum í gleði og fognuði þá skynjum við þessa nálægð sem alltaf er til staðar, en við hleypum ekki alltaf að okkur. Ég upplifi þetta svo persónulega. Það er knú- ið dyra hjá ÞÉR. Allir fá þetta tækifæri. -ag Ævisaga Maríu Þorsteinsdóttur Iðunn hefur gefið út bókina SkUmálarnir hennar Maríu, sem er ævisaga Maríu Þorsteinsdótt- ur, skráð af Nönnu Rögnvaldar- dóttur. í kynningu útgefanda segir: ,Ævisaga Maríu Þorsteinsdóttur er sagan af því hvemig ung kona vex og þroskast í kreppu og stríði og heitir því að vinna friði og bræðra- lagi manna það gagn sem hún má; hvemig hún kynnist mörgum þekktustu einstaklingum samtím- ans með þátttöku sinni í alþjóðlegu friðarstaifi; hvemig henni tekst, þrátt fyrir þungar sorgir og mikinn missi, að vera alltaf sönn og heil. Þótt örlögin hafi greitt Mariu Þorsteinsdóttur þung högg lætur hún aldrei bugast, heldur beinir öllum kröftum sínum í baráttu fýrir þeim hugsjónum sem hún trúir á og telur dýrmætastar.“ GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ A GÓÐU VERÐI Nú, þegar jólin eru í nánd, færist jólastemmninginyfirSkrúð. Þar er gestum og gangandi boðið upp á stórglæsilegt jólahlaðborð, heitt og kalt, á hagstæðu verði. Jólahlaðborð- ið er á boðstólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1.590 kr. og á kvöldin frá kl. 18-22 á 2.100 kr. Að sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu. Ath.: Við bjóðum upp á jólaglögg og jólahlaðborð í einkasölum - fyrir starfsmannahópa og hvers konar jólagleðskap. Skrúður kemur öllum í jólaskapið! In.dlreí/ -lofargóðu! Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 NCIKJÖT POTTB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.