Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 14
líói aw m móhwiít iams á eflaust auðvelt með að lifa mig inn í texta j ólanna svona ólétt“ Miðnæturmessa á jólanótt; hátiðin gengin í garð, ljósadýrð borgarinnar í náttmyrkrinu, orgeltónar, mild birta í hlýrri kirkju, Iogandi kerti á altarinu, sálmasöngur drengjakórs, kyrrð og friður. Við þessa mynd má bæta að unga konan sem þjónar fyrir altari og leggur út af guðspjallinu um fæðingu frelsarans er komin rúma átta mánuði á leið. Signín Óskarsdóttir, aðstoðar- prestur í Laugameskirkju er aðeins 26 ára gömul og nýútskrifuð úr guðfræðinni. Á miðnætti næstu jólanótt verður hún með guðsþjón- ustu í kirkjunni sinni. Við mæltum okkur mót í kirkjunni til að ræða um starf prestsins og jólin. Haf- steinn Birgir Einarsson, tveggja ára sonur Sigrúnar, var með móður sinni og á meðan við Sigrún spjöll- uðum saman, burraði hann með bílana sína eftir kirkjugólfínu. Sigrún útskrifaðist úr guðfræð- inni i júlí síðastliðnum og hlaut prestsvígslu um miðjan september. Hvemig skyldi það vera að hefja störf sem prestur og þurfa að messa fyrir framan fulla kirkju af fólki? - Mér finnst það frábær leið að byija sem aðstoðarprestur. Hér í Laugameskirkju starfa ég með séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni sem er mjög reyndur og veitir mér mikinn stuðning. Sem aðstoðarprestur ber ég ekki ábyrgð sóknarprests, en kynnist samt öllum þáttum í starfi hans. Nýlega var fjögurra mánaða starfsþjálfun eða eins konar kand- ídatsvinna útskrifaðra guðfræðinga bundin í lög. Það finnst mér mjög jákvætt. Síðast liðið sumar var ég sjálf í svona starfsþjálfun í Ámespró- fastsdæmi. Þar ferðaðist ég um, heimsótti prestana og fékk ýmsar leiðbeiningar. Sérstaklega reyndist prófasturinn, séra Tómas Guð- mundsson í Hveragerði, mér vel. Hann dembdi mér út í að gera hlutina, lét mig til dæmis predika einu sinni eða tvisvar á hverjum sunnudegi og sjá um viðtalstíma. Mér finnst mjög gott að hafa kynnst þessum prestum, því nú þekki ég þá og get leitað til þeirra. Þegar ég átti að messa í fyrsta skipti óx mér allt í augum sem ég átti að gera og mér fannst ég varla geta ráð- ið við þetta. Þegar af stað var kom- ið leið mér hins vegar bara vel. Auðvitað er það ekkert einfalt mái að standa frammi fyrir fullri kirkju og messa. Jón Dalbú hjálpar mér mikið og fer með mér í gegnum alla messuna fyrirfram. Hvemig er miðnæturmessan á aðfangadag frábrugðin öðrum messum? - Miðnæturmessan verður ein- faldari og styttri. I stað hins hefð- bundna hátíðartóns eftir séra Bjama Þorsteinsson frá Siglufirði, verður notað gregorískt tón, sem upprunið er frá gregorískum munkum. Þetta gregoriska tón er mjög einfalt, fallegt og hljómar vel í kirkjum. Það hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið og til dæm- is er nú lögð mikil áhersla á það í guðfræðideildinni. Ef vel tekst til er svona messa mjög hátíðleg. Það er sérstök há- tíðarstemmning yfir því að fara til messu í náttmyrkrinu með Ijósa- dýrðina í kringum sig. Fólk sem ekki er með böm getur til dæmis sótt þessa messu og notið miklu meiri kyrrðar en í messunni klukk- an sex. Undanfarin ár hafa mess- umar klukkan sex verið svo fjöl- sóttar að fólk hefur orðið að snúa frá, jafnvel þótt það hafi komið mjög snemma. Með miðnætur- messunni léttir vonandi eitthvað á fyrri messunni. Hér í Laugameskirkju er mjög mikið kórastarf. Kirkjukórinn syngur við fyrri messuna, en drengjakór kirkjunnar fær tækifæri til að spreyta sig við miðnætur- messuna. í drengjakómum em tíu til tólf ára strákar sem hafa æfl mjög stíft undanfarið og em alveg eins og englar. Eftir áramótin fara þeir á drengjakóramót í Bandaríkj- unum. Hvemig undirbýrðu þig fyrir guðsþjónustur, til dæmis miðnæt- urmessuna? - Núna er mánuður í miðnætur- messuna, en samt er búið að skipu- leggja hvemig hún verður, ákveða alla liðina. Mér finnst gott að lesa textann sem ég ætla að leggja út af, talsvert löngu áður en ég byrja að semja nokkuð. Síðan hugsa ég um textann þegar ég er að keyra, vaska upp eða svæfa strákinn. Þannig leyfi ég textanum að geijast með mér lengi áður en ég byija að semja. Þegar að því kemur er ég yfirleitt mjög fljót að skrifa. Nú fer Sigrún að hlæja og skýt- ur inn í: Eg á eflaust auðvelt með að lifa mig inn í texta jólanna svona ólétt. - Mér finnst það mikið atriði að lifa mig inn í textann og líkt og gleyma sér alveg í honum. Það er ótrúlegt hvað textinn getur spurt mann margra spuminga og hvað maður sjálfur getur spurt hann. Þetta virðist alveg endalaust. Eg þarf hins vegar að æfa mig mun betur á söngnum fyrir mið- næturmessuna því ég er ekki alveg ömgg á honum. Vonandi gefst mér tími til þess í þessum annasama mánuði. Það hlýtur að kosta átak fyrir ungan óþekktan prest að koma inn í söfhuð. Hvemig var það? - Frábært. Þessi söfnuður hér er svo lifandi og alltaf fullt að gerast. Við hér í Laugamessókn könnumst ekki við þessa tómu kirkjubekki sem allir em að tala um. Á hverj- um sunnudagsmorgni höfum við fjölskylduguðsþjónustu og þær em mjög vel sóttar. Formið á þeim er þannig að þegar kemur að predik- uninni, fræðslu fullorðna fólksins, fara bömin niður í safnaðarheimili og fá þar sína ffæðslu í sunnudaga- skólanum. Þegar sálmurinn á und- an predikuninni hefst löbbum við niður, ég og hin bömin. Þar syngj- um við létta söngva, segjum sögur og forum í leiki. Nývlgöur aðstoöarprestur I Laugarneskirkju, Sigrún Óskarsdóttir, og Hafsteinn Birgir sonur hennar. Mynd: Kristinn. Auðvitað er það ekkert einfaltmálað standa frammi fyrir fullri kirkju og messa ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 Síða 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.