Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 17
iQMBLáÐ MÓemMNS Þegar ég geng til móts við sólina Sýnishorn úr jólabókum eftir tvo af þekktustu rithöfund- um okkar. Birt er úr skáld- sögu, ljóðabók og þýðingu. Fyrirsögnin er tekin úr ljóði eftir Hannes Sigfússon eins og sjá má hér fyrir neðan. Hannes er einn af forvígismönnum nútimaljóðsins á íslandi og telst til okkar fremstu skálda. Ljóðabók hans, Jarðmunir, kom út hjá Máli og menningu fyrir nokkrum vikum og kvæðin þrjú eru úr henni. Morgunraunir ferðalangs Þegar ég geng til móts við sólina virðist mér œvinlega togna úr skugga minum eins og löngum trefli sem hefurflœkst i villikjarri langt að baki Eitthvað herðir að kverkum Regnbogaljóð Regnúðinn gegnumlýstur óvænt að fjórum svignandi riffum svifandi Eins og tónstigi yfir tilverunni Náttúrlegir sveigar og boglinur Slöngvað inn yflr heiðina einstigum troðningum og götum eins og víðum snörum sem veiða grænar kvosir og drykkjarvötn Ur þessum hlykkjóttu ferlum hugsa ég má lesa sálarlifhorfmna dýra milli þúfha og steina milli nauðar oggeðþótta Frelsi þeirra fólst i boglínum! hugsa ég furðu lostinn i minum homrétta heimi Afjakobi á reykháfhum Naðran á klöppinni eftir Torgny Lindgren í þýðingu Hannesar Sig- fússonar. Torgny þessi er sænskur prestssonur og skáldsögur hans hafa um nokkra hrið verið taldar með því besta í sænskum bók- menntum. Utgefandi er Mál og menning En þegar við vöknuðum morgun- inn eftir var hann aftur horfinn og mamma hafði ekki orðið hans vör þegar hann fór fram úr rúminu, en nú sögðum við: hann kemur áreiðanlega aftur af því hann þolir ekki kuidann. En um miðjan dag var hann enn ókominn. Þá bárust boð úr verslun- inni, það var ein af þjónustustúlkum Karls Orsa, hún sagði að mamma yrði að koma, það var út af Jakobi. Þegar þangað kom var Jakob það fyrsta sem við sáum, það varð ekki hjá því komist. Hann sat uppi á reykháfn- um á húsi Karls Orsa, hann sat hreyf- ingarlaus og grúfði andlitið i höndun- um, og hann leit hvorki upp né niður. Heimilisfólkið stóð á hlaðinu og góndi á hann. Hús Karls Orsa er grið- arstórt og reykháfurinn hærri en aðrir reykháfar, Jakob virtist hafa reynt að flýja eins hátt upp og ffekast var unnt, eins og hann hefði leitað á efstu nöf, og Drottinn, á náðir hvers gátum við leitað? Er það byssa sem hann hefiir á hnjánum? sagði mamma. Það er ffamhlaðningurinn, sagði Karl Orsa. Hann á enga byssu, sagði mamma. Hann kom hingað snemma í morgun og vildi kaupa hana, sagði Karl Orsa. Og ég gaf honum krít. Og púðurhomið og svartpúðrið og hvell- hettumar og kúlupokann. Og ætlar hann að skjóta sig? sagði einhver. Nei, sagði mamma. Og fólk fór að tala um að hann myndi krókna, hann væri illa búinn og þama uppi i.himninum væri svo fjári heiðskirt og kalt, miklu kaldara en niðri á jafnsléttu þar sem við stóðum. En þá sagði Karl Orsa að meðan log- aði í eldavélinni væri engin hætta á fetðum, Jakobi væri hlýrra en okkur, á bak við hann mætti jafnvel greina bláa reykjarslasðu fiá bjarkarviðnum og álminum sem kynt væri með. Svo að í þvi tilliti. Og ég þokaði mér nær ásamt nokkrum öðrum, þangað sem rétt sást í kollinn á honum yfir þakbrúnina og við hrópuðum til hans að hann ætti að beita skynseminni, þú heyrðir til okk- ar Drottinn, að hann ætti að fleygja ffá sér byssunni, þá skyldum við reisa stigann sem hann hafði sparkað ffá sér, og koma niður, þvi það væri bein- línis fáránlegt að hírast þama uppi á reykháfhum. Karl Orsa fór inn og sótti brennivín og hampaði þvi og sagði að hann skyldi fá vænan sopa ef hann kæmi niður og ég hrópaði til hans að þegar timar liðu og hesturinn sem við ætluðum og litla hebergið undir þekj- unni og teigurinn bak við fjósið og Hrútsstaðir og Hólmasund, og maður ftá Kólfi sem var ffændi Karls Orsa og kvæntur hálfsystur Nikanórs í Býli hrópaði að hann ætti að aumkvast yfir bömin sín og koma niður, því öll böm þurfa að eiga sér föður, sjálfiir hafði hann fengið hettusótt og var bamlaus. En það var eins og Jakob heyrði hvorki né sæi, hann hristi ekki einu sinni höfuðið, hann sat grafkyrr. Og það var ekki við öðra að búast en að nágrönnunum bærast fféttir af þvi að Jakob hennar Teu hefði kliffað upp á skorsteininn hans Karls Orsa og sæti nú þar með ffamhlaðning og að allt gæti gerst, enginn gat vitað hvað úr þessu yrði, því sköpimarverk Guðs er án enda. Þessvegna dreif að fjöl- menni til að horfa á Jakob, og eldur var kveiktur á miðju hlaðinu og þar stóðu menn og yljuðu sér á höndunum og ræddu saman, og flestir vora þeirr- ar skoðunar að hann væri genginn af göflunum og sennilega myndi hann bráðum klifra niður. Og einhver hafði orð á þvi að líklega hefði Karl Orsa borgað honum fyrir þessa flflsku til að laða fólk að búðinni. Og einhver hafði haft spumir af því að eitthvað svipað hefði komið fyiir mann að Ystafeni, hann sofnaði og datt niður og lét lifið, það mætti ekki láta menn sofna sem sætu uppi á reykháfum. En þegar það barst í tal að hann kynni að gripa til byssunnar og hann gæti skotið alla sem hann lysti úr þessu ágæta færi, þá fóra menn að ókyrrast þama á hlaðinu og maigir leituðu inn í búðina til að verða ekíd skotnir. Þó að mamma fullyrti, og það vora einu orðin sem hún sagði allan tímann sem hún stóð þama: Hann er engin skytta. Hann hefiir misst skotaugað. Hræmontinn hestur Svanurinn eftir Guðberg Bergs- son er tvímælalaust einhver besta bók sem sá höfundur hefúr skrifað og er þá langt til jafnað. Þar er sagt frá því að þýsk tamningakona kem- ur í sveitina að kenna sveitamönn- unum reiðlist Útgefandi er Forlagið. O, þama kemur sú þýska, sagði einhver í lotningu. Stúlkan reið ffemst, alvarleg eins og henni kæmi ekkert við annað en hún sjálf, reiðlag hennar og hesturinn sem lyfti framlöppunum óvenjulega hátt, bærði þær ótt og títt eins og hann liðkaði sig með göfugum hætti en liði um leið áffam á hröðu stökki. Fætum- ir vora sveigðir ffam i boga og hann tyllti hófunum mjúklega á jörðina andartak, eins og lipur könguló á hlaupum á heitum mosabing. Þetta var einhvem veginn hræmontinn hestur sem ranghvolfdi augunum og hringaði makkann, með hausinn undir sér og snoppuna löðrandi í hvítri ffoðu við bringuna. Svo virtist sem hann langaði að stanga eitthvað eða bíta sig á háls í innri tryllingi en gæti það ekki vegna stúlkunnar sem stjómaði honum. Þess vegna ffoðufelldi hann. Nú, reiðlistih virðist þá vera í því fólgin að gera venjulegt hross óeðli- legt eða flflalegt á göngu, sagði hús- ffeyjan. Nei, þetta er veralega fallegt, sagði dóttirin þurrlega. Maður sér að eitthvað venjulegt hefiir verið stílfært og gert þannig óvenjulegt með góðri tamningu. Þar er galdurinn. Jæja, sagði móðir hennar. Hefur maður þá ekki lengur vit á hestum? Þú hugsar ekki um neitt nema notagildi hestsins og gamla tilfinn- ingasemi kotakarla eða það að geta komist á honum þangað sem þú vilt. Kannski tekur maður betur eftir hesti ef hann er svona, með hringaðan makka eða mikið inn undir sig, í kút á hlaupum, sagði móðir hennar. Þetta gæti verið hross sem þráir að breytast í þjótandi kufung. Til þess er leikurinn gerður, sagði bóndinn. Skepnunni er haldið í spennu, hún verður fyrir þvingun, hesturinn er gerður taugaveiklaður og þannig fæst svokölluð fegurð í hreyf- ingar hans. Þau fylgdust um stund þegjandi með reiðlist stúlkunnar. Einn af karlmönnunum í fylgdar- liðinu heilsaði fólkinu þegar hann reið ffam hjá. I stað þess að taka beinlínis kveðju hans skotraði það augunum út undan sér á dótturina. Hún brást þann- ig við kveðjunni að hún veifaði glað- lega og smellti fingri, en hann sveifl- aði hendinni, greip smellinn í opinn lófann, kreppti finguma um hann og geymdi í hnefanum. Flott! kallaði dóttirin og hló hæðnislega, lágt og kumrandi. Þetta er eins og hjá hundunum, sagði kona af næsta bæ. sú þýska var þá farin að láta hest- inn sinn bakka, fhæsa og lækka sig að aftan með órólegum hnykkjum, eins og hann ætlaði að skíta á sama hátt og hundar gera eða setjast á ósýnilegan stól eða í hásæti. Jafn skjótt teygði hann úr sér á ný og byijaði að pijóna, veifa ffamlöppunum út í loftið, ýmist á víxl eða næstum samtímis. Við þetta lagðist hún ffam á makkann og gaf honum lausan tauminn, svo hann gapti andartak móti loftinu en þaut svo áffam út í ffelsi sem hún batt skjótan enda á og lét hann tölta fagur- lega. Hún var í hvítum reiðbuxum, í svörtum aðskomum jakka, fægðum reiðstígvélum og með svarta derhúfú. Maður gæti haldið að hún væri komin hingað til þess að sýna listir sinar, sagði einhver. Karlmennimir horfðu tortryggnir á hana, athugulir, og í brosi þeirra leyndist dálítil minnimáttarkennd en um leið viss ákafi. Þegar þeir sátu hesta sína á þeysireið var það til að láta þá skriða, næstum jarðfasta en léttilega ffam með grandunum, þeir negldu þá undir sig með fótunum, réðu yfir þeim, en stúlkan sat hestinn á annan hátt, hún gerði hann stílfærð- an og ójarðbundinn, breytti honum í efni sem var hold og blóð sem þjáðist af þrá eftir efnisleysi og flugi. Já, þetta er kannski ágætis reiðlag fyrir iðnrekendur í Þýskalandi eða leikarana f Reykjavík sem era að koma hestastofhinum upp á ný, en ekki fyrir okkur bænduma, við förum seint að gera hestinn að listrænu leik- fangi, sögðu menn háðslega en þó með þeim hætti að þeir fúndu að bóndinn heföi eflaust gloprað hestin- um um aldur og ævi út úr höndunum á sér og fengið jeppann f staðinn, vegna þess að jægar allt kom til alls haföi hann aldrei haft vit á reiðhestum, heldur á áburðarhrossum, aldrei skilið þrá hestsins fyrir flug efiíisins í skáld- skap og goðheimi. Þeir höföu aðeins gert hann að þarfasta þjóni sínum en ekki að félaga í öðra en jarðbundnu andríki stökunnar, ekki að óhlutbund- inni þrá andans eftir fegurð og stll- færðri tign. Mynd: Gunnar Síða 17 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.