Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 12
JÓiAHLAÐ WÓBtW IANS Guðný Helgadóttir leik- kona og Geirharður Þorsteinsson arkitekt. Þau ætla sér að brjóta upp hefðbundið jólahald og gera þennan tíma eftirminnilegan. Hálfs- mánaðar göngutúr í Himalayafjöllunum í Nepal gleymist varla fljótt. Mynd: Jim Smart. Verj a j ólunum á slóðum Gurkha- stríðsmanna fjalllendi Nepal Jólahald í tjaldbúðum við rætur Himalayafjalla í Nepal, þar sem þjófóttir apar sitja um hátíðarmatinn og jólabaðið verður að fara fram í köldum fjallalæk, er fremur ólíkt þeim hugmyndum sem flest okkar hafa um jólin. Samt ætlar litill hópur íslendinga að verja komandi hátíð við göngur á hálendi Nepal. Meðal þeirra eru hjón úr Skuggahverfinu í Reykjavík, þau Guðný Helgadóttir, leik- kona og starfsmaður Hreyfilistahússins, og Geirharður Þorsteinsson arkitekt. Hvað eru þau að fara að gera? „Við erum að fara í göngutúr,“ svarar Geirharður að bragði og Guðný bætir við að leiðin liggi á vit ævintýranna. Þau fara til Nepal 14. desem- bcr og verða þar til 4. janúar. „Fyrst dveljum við í Katmandú til að jafna okkur eftir ferðina en tímamunurinn er sjö klukkustund- ir.“ Eflir hvíldina tekur við tveggja vikna göngutúr og tjald- búskapur í héraði sem heitir Gur- ung og liggur norð- vestur af Katmandú. Gurung-hérað er heimaslóðir ghurka-hermannanna sem eru heimsþekktir málaliðar, börðust meðal annars hjá Bretum í Indlandi. „Þama er það ævagömul hefð að efnilcgustu drengimir ger- ist atvinnuhermenn og af ghurk- unum fer það orð að þeir séu góð- hjartaðir heima fyrir en grimmir á vígvellinum," segir Geirharður. Nepal er á 28. breiddargráðu sem þýðir að það er á móts við miðja Sahara. En þar sem landið er mjög hálcnt má samt búast við íslensku haustveðri. 1 göngutúm- um verður farið hæst í um fjögur þúsund metra hæð yfir sjávarmál Það er gott að geta að- eins lagt frá sér byrðina og tyllt sér. en aldrei niður fyrir tvö þúsund metra. „Við megum eiga von á rigningu, slyddu, blíðviðri, snjó- komu eða frosti, jafnvel hörku- gaddi á nóttunni," segir Guðný og virðist ekki hafa neinar áhyggju af veðrinu. Geir- harður bætir við að þetta velti auð- vitað mikið á hæðinni. Allan göngu- túrinn verður gist í tjöldum, hyemig sem viðrar. Islendingamir í hópn- um verða fimmtán talsins en Geir- harður segir að með innfæddum burðarmönnum og matreiðslu- mönnum telji hópurinn líklega um þrjátíu manns. „Við þurfum að- eins að ganga undir okkur sjálfum því heimavanir aðstoðarmenn bera allan farangurinn," segir hann. Ef áætlunin stenst verða Geir- harður og Guðný í tjöldum við rætur fjallsins Ganhes Himal þeg- ar jólahátíðin hefst. Þetta 7111 metra háa fjall, sem er skammt fyrir sunnan landamæri Tíbets, heitir eftir einum af guðum Hindúa, Ganhes með íllshöfuðið. Ganhes er sonur Shiva og gyðj- unnar Parvati. Sögur segja að hann hafi fæðst sem eðlilegur drengur en fllshöfuðið verið grætt á hann þegar upprunalega höfuðið tapaðist í slysi. Ganhes er eins konar velferðargoð og gott að heita á hann til farsældar. „Okkur hefur verið sagt að yf- ir jólin megi búast við nokkuð góðu veðri þama undir Ganhes Himal. Þegar við tjöldum þar liggur göngutúrinn aftur niður á við, í átt til borgarinnar Trisuli Basar,“ upplýsir Geirharður. Tjaldbúðin verður í skjóli við há- vaxin tré en hins vegar em þessi tré full af öpum, „frændum okkar“ bætir Geirharður við og kímir. Þessir frændur í trjánum geta ver- ið ágengir og þarf sérstaklega að passa matinn fyrir þeim. A aðfangadagskvöld verður einhver viðhöfn í mat. Eins og alltaf í ferðinni verður það ein- göngu matur innfæddra. „Þama verður ekkert hangikjöt eða ham- borgarhryggir,“ segir Guðný hlæj- andi. Geirharður segir að þau verði bara að sjá til hvort þau muni sakna þess en hann kveðst efast um það. Þau segjast ekki hafa undirbú- ið sig mjög mikið, „við ætlum að leyfa þessu að koma bara yfir okkur," segir Guðný. Þau em sammála um að túristabæklingar með staðreyndaupptalningu um landið séu þreytandi aflestrar. „Eg las bókina Sjö ár í Tíbet en hún Qallar um mann sem braust til Kannski getum við bara skolað af okkur einu sinni til tvisvar í viku í einhverjum fjallalækjum ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 Síða 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.