Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 19
ERLRNDAR jfff FKÉTIIR AUmsión Dagur Þorleifsson Stórskotahríð á Osijek og Dubrovnik — Vance ævareiður sambandsher Fjórtánda vopnahléð í Júgó- slavíu á fimm mánuðum er farið út um þúfur eins og hin og í fyrradag og gær hélt júgóslavneski sambandsher- inn uppi harðri stórskotahríð á borgimar Osijek í Slavóníu og Dubrovnik í Dalmatíu. Hart var einnig barist við Lipik, austur af Zagreb, höfuðborg Króatíu. Stnðsaðilar kenna hvorir öðr- um um að vanda, en eftirlitsmenn Evrópubandalags og Bandaríkja- maðurinn Cyras Vance, sem staddur er þarlendis sem mála- miðlari fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, hafa sambandsherinn, sem lýtur stjóm serbneskra hers- höfðingja, fyrir sökinni. Báðir aðilar hafa sýnt tregðu á að framfylgja vopnahlésskilmál- um. Króatar hafa ekki létt umsátri um sumar stöðvar sambandshers- ins í landi sínu og sambandsher- inn hefur ekki dregið liðssveitir sínar til baka, eins og samið var um. Fréttir berast af verulegu manntjóni, einkum í Osijek. Vance er sambandshemum ævareiður, bar í gær ffam mót- mæli við Veljko Kadijevic, hers- höfðingja, varnarmálaráðherra Júgóslavíu, og segist nú sjá litla von til þess að hægt verði að senda friðargæslulið á vegum S.þ. til Júgóslavíu, en skilyrði S.þ. fyrir því 'að svo verði gert er að vopnahlé verði haldið. Mikil spenna er nú sögð vera í Bosníu-Herzegóvinu og er óttast að upp úr sjóði milli Króata og Serba þar. Bandarikjastjóm tilkynnti í gær að hún ætlaði að banna öll efnahagsleg samskipti Bandarikj- Foringi serbneskra skæruliða með byssukjaft og grímuklædda menn sína í baksýn - manndráp- in halda áfram. Indíánar vilja fá tótemstólpa heim til vamar skógi Tveir forastumenn Haisla, fámenns indíánaættbálks í Bresku Kól- umbíu, Kanada, eru komnir til Svíþjóðar þeirra erinda að fá heim helgasta grip síns fólks, níu metra háan tótemstólpa sem er stolt Folkets museum í Stokkhólmi. Helsta einkenni tótemtrúar er að þeir sem hana aðhyllast hafa fyrir satt að þeir séu i ætt við ein- hveija dýra- eða jurtategund, sem ætlað er að vemdi ættingja sína í mannheimi. Á stólpa þeim sem hér um ræðir eru myndir af þremur goðverum. Tótemstólpi Haislafólksins, sem eins og aðrir slíkir er úr viði, var gerður 1873 og er einn sá elsti af slíkum, af þeim sem varðveist hafa. Sænskur ræðismaður í Bresku Kólumbíu, Olof Hansson, hafði hann heim með sér fyrir rúm- um 60 árum og gaf hann safhinu, þar sem varðveittir era munir tengdir þjóðháttafræði. „Það gerðist án samþykkis okkar,“ segir Alam-la-hah (Sú sem kemur með gott veður), öldurkona Haisla. Hún heitir einnig Louise Smith. Vanalegt er að norðuramer- ískir indíánar heiti tveimur nöfn- um, öðru ensku og hinu á sínu máíi. Alam-la-þah og samferðamað- ur hennar, höfðingi Haisla sem Ga- gum-giust (Árrisull) heitir (enskt nafn hans er Gerald Amos), gera lítið úr trúarþýðingu tótemstólpans fyrir ættbálkinn nú á tímum, kalla hann menningarverðmæti hliðstætt því sem Vasaskipið sé fyrir Svía. Eigi að síður fyrirhugar ættbálkur- inn að reisa stólpann í mynni Kitl- opedals, skóginum þar til vemdar gegn stjóm Bresku Kólumbíu, sem hyggst láta höggva hann. Skógur- inn þama er á um 200.000 hektara svæði og einn af fáum ennþá ósnortnum regnskógum utan hita- beltisins. Staurinn var í dalsmynn- inu þangað til Hansson ræðismað- ur hafði hann á brott með sér. Haislafólkið bjó í dalnum um langt skeið en neyddist til að flytja þaðan fyrir um 20 ámm. Nú býr ættbálkurinn á tveimur vemdar- svæðum, um 600 manns á hvoru. Þau Alam-la-hah og Ga-gum- giust segja að margir tótemstaurar hafi farið forgörðum er verið var að kristna indíána, því að kristni- boðar hafi litið á þá sem svívirði- leg skurðgoð og brennt þá eða flutt á brott. Haislafólkið hefur lofað Fol- kets museum því að láta bestu tré- skurðarmenn sína gera fyrir það nákvæma eftirlíkingu af stólpanum mikla, fái það hann aftur dal sínum til vemdar. Safhstjórinn á Folkets museum segist hafa fyllsta skilning á beiðni Haisla, en segir að þetta sé mál sem ríkisstjómir verði að skera úr. Verði stólpinn afhentur sé líklegt að það skapi fordæmi og gæti þá svo farið að Folkets museum yrði að láta af höndum nær alla sína safngripi. Sú sem kemur með gott veður og Árrisull við tótemstólpann í Folkets museum - safnstjórinn óttast að það tæmist. anna við Júgóslavíu. Þýskaland ríkjastjóm mun vilja forðast að hefur sett samgöngubann í Serbíu taka afstöðu í illdeilu þessari. og Svartfjallaland og tekið þannig afstöðu með Rróatíu, en Banda- Frakkar drekka minna en fyrr en þó mest Evrópumanna Frakkar hafa dregið úr áfeng- isneyslu sinni um 40 af hundraði s.l. 30 ár, en drekka þó ennþá meira á mann en nokkur önnur Evrópu- þjóð, að sögn félagsmálaráðuneytis þeirra. Samkvæmt skýrslum þess nemur nú meðaláfengisneysla Frakka 15 ára og eldri 13,4 lítrum af hreinu alkóhóli árlega. Næstir Frökkum á listanum yfir áfengis- drykkju Evrópumanna eru Lúxem- búrgarar og Spánverjar. Ráðuneytið segir að dauðsföll í Frakklandi á ári beinlínis af völd- um áfengisneyslu séu um 35.000. Mjög hefur þar dregið úr neyslu á léttum vínum en drykkjan á bjór og sterkum vínum hefur lengi verið svipuð ár frá ári. Fé- lagsffæðingar segja að unglingar taki yfirleitt bjór fram yfir létt vín, þar eð þau séu orðin dýrari en var, eftir að ódýrari víntegundir féllu úr tísku. Moldovustjóm segir sovéska herinn undirbúa valdarán Stjórn Moldovu, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu í ágúst, bað í gær Sameinuðu þjóðirnar um hjálp gegn sovéska hernum í landinu, sem stjórnin segir að sé kominn á fremsta hlunn með að fremja þar valdarán. Hafi herinn tekið á sitt vald svæði í lýðveldinu byggð Rússum og úthlutað vopn- um til manna, sem stjórnin kall- ar öfgamenn. Harðar deilur hafa lengi verið í Moldovu milli meirihluta lands- manna, sem era Rúmenar, og rúss- neska þjóðemisminnihlutans þar. Mircea Snegur, forseti Moldovu, og aðrir ráðamenn þar fara ffam á það við Öryggisráð S.þ. að það sendi eftirlitsmenn til Moldovu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Guðmundur Torfason frá Kollsvík til heimilis að Njálsgötu 36 verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, þriðjudaaii.n 10. desem- berkl. 10:30. Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka Sigurlaug Guðmundsdóttir Torfi Guðmundsson Ellen Andersson Jakob Guðmundsson Helga Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Kiartan Steinbach loftskeytamaður Hjallaseli 47, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. desem- ber kl. 10:30. Soffía Loptsdóttir Steinbach Guðmundur K. Steinbach Kamilla Guðbrandsdóttir Ragnhildur K. Steinbach Hilmar Sigurðsson Kjartan K. Steinbach Marta Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.