Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 11
hér í bænum. Ég fór nokkuð gaumgæfilega í gegnum það. Þetta voru dætur biskupsins og Jóns Péturssonar háyfirdómara og jafnffamt ffændfólk hennar sem var venjulegt alþýðufólk. Foreldr- ar hennar voru tómthúsfólk hér í bænum. - Vinkonur Sigríðar hefur tæpast grunað að þær væru að leggja sitt til Reykjavíkursögu þegar þær voru að skrifa þessi bréf. - Nei, og þær eru mjög dug- legar við að segja ffá öllum slúð- ursögum sem eru á kreiki í bæn- um svo að það var mjög gaman að lesa þessi bréf. Þær segja ffá öllum giftingum, trúlofunum og tildragelsi. Þetta er heimur útaf fyrir sig sem ég komst smám saman inn í og reyndi síðan að koma til skila. En rit af þessu tagi hlýtur alltaf að verða yfirlitsrit og ekki mögulegt að sökkva sér djúpt ofan í einstök mál. Það var ffá upphafi ætlunin að þetta yrði heildarsaga Reykjavíkur þar sem allir þættir væru teknir inn og það er kannski einmitt vandinn við að skrifa svona sögu. Það er ekki hægt að segja mjög ítarlega frá neinu. Grunnrannsóknir - Lentirðu ekki í rannsóknum á einstökum málum þrátt fyrir það? — Jú, það hefur verið skrifað dálítið um einstaka þætti og það þurfti að fara ofan í saumana á því. Ég reyndi að vera með ffum- rannsóknir í einstökum greinum en það var ógerlegt í öðrum. Héma uppi á Þjóðskjalasafni eru geymd mörg tonn af verslunar- bókum ffá Reykjavík. Það væri margra ára verk að rannsaka það til hlítar svo að það var ógerlegt að fara mjög nákvæmlega ofan í það. Þess vegna var valin sú leið að taka stikkprufur. Á þeim byggjast meðal annars innkaupa- listar úr Thomsensverslun sem lesa má um í bókinni. Það var ætlunin að í fyrsta kafla yrði lýst bæjarbrag árið 1870 sem er fyrsta árið í mínum hluta af verkinu. Þess vegna rann- sakaði ég sérstaklega_ verslunar- bækur frá því ári. Úttektin úr búðinni segir mjög margt um daglegt líf. - Strax í fyrsta kafla kemur ffam mjög breitt bil milli yfir- stéttar, sem er í eilífúm middög- um og vísitasíum, og t.d. Einars tómthúsmanns sem flýgur á Kol- finnu húsfreyju útaf hestinum og kálinu. Voru stéttaandstæður mjög skarpar á þessum tíma? - Já, þær voru miklu skýrari fyrir hundrað árum en það byrjaði að breytast fljótlega eftir aldamót. Hér var yfirstétt og það var nán- ast óheyrt til dæmis að fólk giftist milli stétta. Það var óhugsandi. Innan þessarar fámennu yfirstétt- ar var fólk þess vegna stöðugt að giftast. Það var allt meira og minna tengt og skylt. - Hvenær breyttist þetta? - Að hluta til er það iðnbylt- ingin sem á þessum tima er reyndar komin á mikinn skrið úti í Évrópu. Hún kemur ekki hingað fyrr en um aldamótin. Þá breytast allar aðstæður. Nýir peningar koma inn í dæmið og fólk haslar sér völl í iðnaði og þjónustugrein- um. Fólki gefst kostur á að vinna sig upp, almenn skólaskylda kemst á 1908. Áður var það ekk- ert gefið að böm færu í bama- skóla. Þannig opnast smám sam- an leiðir milli stétta. Þessi gamla embættis- og kaupmannastétt var líka hálfdönsk og þokaðist til hliðar þegar sjálfstæðisbaráltunni óx fiskur um hrygg. Framhaldið - Nú er nýútkominn fyrri hluti af þeirri sögu sem þú ert að skrifa. Hvemig er samhengi milli þessara tveggja binda? - Þessi bók fjallar að mestu leyti um tímann fram til 1916. Þó em einstakir kaflar sem ná yfir JÓIAKHAÐ MÓPVIMAWS Vesturhluti Hafnarstraetis, aðalverslunargötunnar I Reykjavík, árið 1899. Takið eftir tvílyfta, stóra húsinu sem snýr gafli (götuna. Það er Hafnarstræti 4. allt tímabilið og eins verður það í seinna bindinu. Ég nota gjaman tiltekna útgangspunkta. Árið 1908 kemst á almenn skólaskylda, eins og áður var nefnt, og þá nota ég það tækifæri til að segja sögu skólamála fyrir allt tímabilið. 1915 varð stórbruni í Reykjavík. Miðbærinn brann og ég nota það tilefni _ til að segja sögu bmna- mála. I seinni bókinni verður saga lögreglumála sögð í ffamhaldi af Sami staður 1991. Takið eftir litla tvllyfta húsinu og strætisvagna- skýlinu sem er komið ( staðinn fyrir hestana. Mynd: Jim. Smart. Gúttóslagnum og með Spönsku veikinni kemur saga heilbrigðis- mála. Það verður líka i seinni bókinni. Með því myndast sam- hengi milli þessara tveggja binda og það verður að vera. Reykvíkingar höfðu tæplega uppgötvað hjólið árið 1870 þó að það væri nú búið að vera til síðan á dögum Assyr- íumanna eða þar um bil. Það vom til örfáir vagnar sem vom notaðir til að flytja mó. Vegleysumar vom slíkar að til dæmis var ekki hægt að komast með vagn inn í fi A| .i ||2 Æ - vj.. Hér er búið að malbika Austurstræti og helluleggja gangstéttir. Opnu rennumar eru horfnar. Myndin ertekin 1920. þvottalaugar. Þangað inneftir varð að bera allan þvott á bakinu. Menn gengu héma meðfram sjón- um þar sem Skuggahverfið er núna og fóm síðan beint af aug- um yfir foráttumýrar þangað til þeir komu að þvottalaugunum. Sama er að segja um Hafnarfjörð. Það var ekki vegur að komast þangað með vagn. Laugavegurinn er fullbúinn inn í þvottalaugar 1890 og þá er loksins hægt að komast með vagn þangað. Árið Sé vel leitað má sjá að þetta er sama gatan. Mynd: Jim Smart. 1870 var engin lýsing í bænum. Fólk paufaðist um í kolniða- myrkri. Þegar bærinn fer að vaxa mjög hratt 1890 myndast nánast óviðráðanleg vandamál. Skolpið rann í opnum rennum eftir götun- um. Allt í einu vom komnir 600 manns í bæinn og það myndast ófremdarástand. Bærinn vaknar og sér að hann á þann kost einan að verða borg. - kj ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. desember 1991 Síða 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.