Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.12.1991, Blaðsíða 24
Beðið eftir efnahagsráðstöfunum Stjórnarandstaðan á Alþingi gagnrýndi í gær ríkisstjórnina fyrír að mæla fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir i ríkisfjármálum þegar ljóst værí að frumvarpið værí nánast úrelt. Enn þurfi að skera meira niður. Þá var einnig gagnrýnt að enn hafi ekki veríð upplýst um tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar, hvar frekarí niðurskurður á að koma niður og breytingar á fjárlagafrumvarpi því samhliða. Lítið gagn var talið í umræðunni þar sem engin heildarmynd værí til af efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir Bandorminum svokallaða, sem ætlað er að lækka útgjöld ríkisins um tæplega 1,9 miljarða króna. Hann boðaði tekjuöflunarfrumvörp er myndu skila rikissjóði tveimur mil- jörðum króna. Þá nefndi hann einnig nokkur atriði sem óútfærð eru um frekari niðurskin-ð en ríkisstjómin ræddi þau mál á fúndi á fimmtudags- kvöld og verða kynnt við seinni um- ræður fjárlagafrumvarps. í þessum hugmyndum felst að nýráðningar rík- isins verði stöðvaðar og rikisstarfs- mönnnum fækki um 600. Skera á nið- ur yfirvinnu, lækka kostnað vegna risnu og utanlandsferða. Þá á að lækka dagpeningagreiðslur til ráðherra, þing- manna og embættismanna, svo nokk- uð sé nefiít. Davíð nefndi ekki hve mikla fjár- hæðir ættu að spara með þessum hætti en samkvæmt því sem Friðrik Sop- husson fjármáíaráðherra sagði við Þjóðviljann á fimmtudag þá er sá vandi sem ríkisstjómin ætlar að taka á með enn ffekari niðurskurði þrír mil- jarðar króna. Davíð gagnrýndi fyrri stjóm og lagði áherslu á mikilvægi Iágrar verð- bólgu, stöðugs gengis og nauðsyn þess að draga úr lánsfjárþörf og um- svifum ríkisins til að vextir Iækkuðu. Hvorki Steingrimi Hermannssyni, Frfl., né nafna hans Sigfússyni, Abl., fannst mikið til stefhuyfirlýsingar for- sætisráðherra koma. Báðir sögðu að beðið hefði verið eftir ræðu Daviðs með eftirvæntingu. Sá fyrmefndi sagði að fæðst hefði mús og sá siðar- nefhdi að um fyrirburð væri að ræða. Báðir gagnrýndu sérstaklega fyrir- hugaðan niðurskurð og breytingu á ríkisábyrgð á launum og töldu slíkt hættulegt í miðri gerð kjarasamninga. Steingrimur Hermannsson sagði að ástæða væri að rasða það sem ekki væri í Bandorminu og það sem ekki hefði komið fram í ræðu Davíðs. Það er að segja hvað stjómin hyggðist gera í atvinnumálum. Hann sagðist ekki annað hafa séð en tillögur Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra, sem væm flestar góð ffamsóknarráð. Stein- grímur sagði einmitt ffamsóknarráðin skila góðum lífskjörum á íslandi og var hann að svara gagnrýni Davíðs á ffamsóknamennsku í efnahagsmálum. Steingrimur J. Sigfússon auglýsti eftir tillögum um ffekari ráðstafanir, hann sagði að vinnubrögð stjómarinn- ar væm ómöguleg. Kristín Ástgeirs- dóttir, Kvl., gagnrýndi einnig að þing- menn hefðu enga yfirsýn yfir þessi mál. Steingrímur J. benti á að vinna við lánsfjárlög væri öll í lausu lofti og byggði á sögusögnum því stjómarliðar vissu ekki hvað ætti að gera í efna- hagsmálum. Hann gerði að umtalsefhi líkt og nafhi hans hækkun vaxta sem ríkisstjómin setti af stað í vor. Hann benti á að hæstu raunvextir sögunnar hefðu ekki slegið á eyðslu í landinu. Hann benti á þjóðhagsáætlun sem sýndi að aukin neysla landsmanna væri rekin með lánum þar sem ráð- stöfunartekjur hefðu ekki aukist. Steingrímur J. sagði það dæmi um óstjómina í efnahagsmálum að þessi aukna eyðsla færi öll til neyslu en ekki í arðbærar, atvinnuaukandi, gjaldeyris- skapandi fjárfestingar. Þetta sannaðist á því að fjárfestingar í atvinnulífi yrðu þær minnstu í 50 ár ef áætlun Þjóð- hagsstofhunar gengi eftir. Báðir vömðu við atvinnuleysi og Steingrimur Hermannsson sagði það ekki endilega höfuðnauðsyn að halda fjárlagahallanum niðri, það þyrfti einnig að meta mikilvæg atriði líkt og atvinnuleysi i þessu tilliti. Kristín benti á að þjóðin væri að ganga inn í svipað samdráttarskeið og á ámnum 1968-70 og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að tryggja atvinnu í landinu. Hún vill að lántökur Lands- virkjunar, sem hætt hefur verið við, verði notaðar f arðbærar fjárfestingar aðrar. Hann leit einnig á vaxtahækkun- ina i vor sem mikið vandamál. Hann sagði það hefði skilað einhveiju í auk- inni sölu ríkisvíxla en það fannst hon- um dýr kaup því fyrir hvert prósent- ustig sem raunvextir hækkuðu þyrftu atvinnuvegimir að greiða 1,5 miljarð króna. Þannig hefðu verið lagðar rnn þriggja miljarða króna byrðar á at- vinnulífið fyrir nokkrar miljónir í rík- isvíxlum. Þá hefði vaxtahækkunin einnig í for með sér að ómögulegt væri að semja um kaup og kjör. Steingrímur J. gagnrýndi að ekki hefði verið gripið til tafarlausra að- gerða strax í haust þar sem tekið hefði verið sérstaklega á vanda útflutnings- greinanna. Hann sagði ljóst að rflci- stjómin hefði enga stefhu í efhahags- málum, síðasta fjölin hefði dottið úr bominum þegar ekkert varð af álvers- framkvæmdum. -gpm Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hlustar á Davíð Oddsson forsætisráðherra og boðskap hans um fækkun ríkisstarfsmanna og niðurskurö. Ekki er að sjá að honum líki vel. Mynd: Jim Smart. Eggert Jóhannsson feldskeri hóf fyrir rúmu ári að sauma og lita flíkur úr sel- skinni og kaupendurnir em allt frá öskuköllum til ráðherra. Mynd: Kristinn. Gagnrýni Seðlabanka Selskinn seljast á ný Selskinnsflíkur voru í fyrsta sinn í mörg ár sýndar á tísku- sýningu hérlendis i gær. Sela- bændur eru nú bjartsýnni en áður á að selskinn fari að seljast á ný og nýlega seldust tæplcga 90 skinn til Danmerkur. Þá hefur einnig borist pöntun frá Grænlandi um lands- elskópaskinn sem innfæddir nota í þjóðbúninga sína. Verð á útfluttum skinnum er ekki hátt ennþá en selabændur vonast til að þetta geti orðið upphafið að frek- ari sölu. Eggert Jóhannsson feldskeri sýndi í gærkvöld gestum á Hótel ís- landi árangurinn af störfúm sinum síðasta árið en hann hóf fyrir rúmu ári að hanna dömu- og herrajakka úr selskinnum. Upphafið var tilrauna- verkefni fyrir Samtök selabænda, Búnaðarfélagið og sjávarútvegsráðu- neytið. „Ég hef sýnt þetta í einkahópum og flíkumar hafa vakið mikla at- hygli. Þær eru byrjaðar að seljast og kaupendumir em allt frá öskuköllum upp í ráðherra,“ segir Eggert. Hann segir karlmenn fyrri til í kaupunum en konur, þar sem fátt hentugt sé í boði í skinnavöru fyrir þá. Eggert lit- ar flíkumar í ýmsum Iitum, m.a. gulu, rauðu, grænu og bláu. Meðalverð á flík er frá 140.000 - 200.000 krónur. Bændur hófú þá ný- breytni I sumar að leggja skinnin í saltpækil og síðan era þau sútuð i Svíþjóð. Eggert scgir islenskar sút- unarverksmiðjur ekki hafa treyst sér til að súta selskinn og þótt áhugi þeirra sé að vakna nú, vegna vaxandi sölu, séu þær búnar að missa af lest- inni. „Það hefur kostað mikið fé og tíma að koma þessu í þann farveg sem það er núna,“ segir hann. Áfurðir af sel hafa sem kunnugt er ekki verið seljanlegar til langs tíma vegna áróðurs „umhverfis- spjallamanna" eins og Eggert kallar t.d. Greenpeace- samtökin. Þau hafa m.a. rekið áróður fyrir því í Dan- mörku að fólk noti gerviefni í flíkur í stað skinna og segir Eggert Græn- friðunga hafa tapað fjölda fylgis- manna vegna þeirrar stefnu, enda kosti mikla mengun bæði að fram- leiða og eyða gerviefnum. Eysteinn G. Gíslason, bóndi í Skáleyjum og stjómannaður í Sam- tökum selabænda, segir pantanimar frá Danmörku og Grænlandi hafa aukið mönnum bjartsýni. Talningar úr lofti sýna að útsel virðist hafa fjölgað en landsel fækkað talsvert á síðustu áram. Eystcinn segir skýring- una á því þá helsta að landselurinn flækist í grásleppunetum. Vaxandi áhugi er á að nýta skinnin í smámuni fyrir ferðamenn og eins örlar eitthvað á því að hægt sé að selja saltað selspik, súrsaða hreifa og jafnvel selkjöt í stöku til- vikum. -vd. að er álit sérfræðinga Seðla- banka Islands að húsbréfa- markaðurinn sé leiðandi varð- andi vaxtastig í landinu. Bankinn sendir tvisvar á ári frá sér skýrslu um þróun og horfur í peningamál- um. í nýjustu skýrslunni kemur fram að alvarlegasta vandamálið er kemur að eftirspurnarþenslu og viðskiptahalla sé vaxandi halli ríkis- sjóðs og „jafnframt hefur hið nýja húsbréfakerfi valdið því, að stök- breyting hefur orðið í lánsijáröflun til íbúðabygginga fyrír milligöngu ríkisins,“ segir í skýrslunni. Bent er á að þetta tvennt valdi því að lánsfjárþörfin er meiri en allur spamaður landsmanna. En fleira kem- ur til, ástæða þess að spamaður lands- manna er minni en ráð var fyrir gert er jarnorkuendurvinnslustöð- inni í Dounreay var lokað á JLVmánudag vegna þess að tíu kíló af auðguðu úrani hafa týnst þar. Rannsókn er hafin og uppi eru ýmsar skýríngar á hvarfi úransins, sem er auðgað um 60%. Vitað er að úranið er annað hvort fljótandi eða í duftformi og hefur tap- ast einhvem tímann á milli eftirlits sem fór fram í april og síðustu vikunn- ar í nóvember. Talsmenn stöðvarinnar neita því að úranið geti hafa verið los- að í sjó fyrir mistök og telja líklegast að úranmagn í Dounreay hafi verið of- reiknað, þannig að „týnda" úranið hafi hin gífiirlega skuldasöfnun einstak- linga sem á að mestu leyti rót sína að rekja til húsbréfa, að áliti bankamann- anna. Seðlabankinn leggur til að enn frekar verði þrengd skilyrði til útgáfú húsbréfa. Þá er víðtæk notkun ríkisábyrgða gagnrýnd harkalega. En einsog annar- staðar kemur fram í blaðinu hefiir Ríkisendurskoðun lagt til að ábyrgða- lán Rikisábyrgðasjóðs og fleiri ábyrgðir af hálfú ’ikisins verði afskrif- aðar um fjóra miljarða króna. Sér- ffæðingar bankans benda á að mikil notkun ríkisábyrgða dragi úr aðhaldi og aðgætni í útlánastarfsemi og að það leiði til þess „að útlánaaukning verður meiri en ella og arðsemi ræður minna en skyldi um útlánaákvarðanir." gpm í raun aldrei verið til. Sé þetta rétt dregur mjög úr trausti á þeim aðilum sem sjá um reglulegt eftirlit í stöðinni. í ffétt frá NENIG (Northem Eur- opean Nuclear Information Group) segir að hugsanlegt sé að úranið sé enn einhvers staðar í endurvinnsluferl- inu. Hafi það verið týnt í stöðinni í allt að sex mánuði sé sá möguleiki fyrir hendi að það hafi blandast öðrum geislavirkum cfnum og myndað „crit- ical mass“. í því felst að nægilegt magn geislavirkra efna er komið sam- an þannig að sjálfkrafa keðjuverkun kjamorkusprengingar fer af stað. -vd. Dounreay lokað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.